Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
MIIMIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Bróðir okkar, +
JÓN VILHJÁLMSSON
vélstjóri,
Hlíðarhvammi 7,
Kópavogi,
lést á heimili sínu mánudaginn 17. október sl.
Systkini hins látna.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR VALGEIRSDÓTTIR,
Hólabergi 32,
lést á heimili sínu sunnudaginn 16. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
Atli Benediktsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
MAGNÚS ÓSKAR GUÐBJARTSSON,
Fögrukinn 25,
Hafnarfirði,
andaðist í Borgarspítaianum mánudaginn 17. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hallgerður Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og systkini hins látna.
t
Ömmusystir mín,
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
fyrrv. hjúkrunarkona á Vffilsstöðum,
Hraunbæ 2,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum 6. óktóber sl.
Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Áslaug Pétursdóttir.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Heiðavegi 8,
Selfossi,
iést mánudaginn 17. október í Landspítalanum.
Guðbjörn Frímannsson,
Maria Guðbjörnsdóttir,
Sigurður Óli Guðbjörnsson, Guðbjörg K. Sigurbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
BJÖRN I. GUNNLAUGSSON
skipstjóri,
2818 N.E. 12th Street,
Pompanobeach, 33062 Flórída,
lést 17. október.
Ása María Gunnlaugsson,
Ingrid M. Gunnlaugsson,
Þór Gunnlaugsson, Tracy Gunnlaugsson,
Björn A. Blazyk,
Guðmundur Gunnlaugsson.
+
Ástkær eiginkona mfn, móðir okkar og
dóttir,
SIGRÍÐUR MARÍA
STEINGRÍMSDÓTTIR,
Torfustöðum I,
Grafningi,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítal-
ans laugardaginn 15. október.
Bergur Geir Guðmundsson,
Guðmundur Bergsson,
Andri Már Bergsson,
Kristín Hanna Bergsdóttir,
Birna Jónsdóttir, Steingrfmur Gfslason.
EMILÍA SAMÚELSDÓTTIR
-I- Emilía Samú-
I elsdóttir, var
fædd 10. júní 1916.
Hún lést í Reykja-
vík 12. október síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Ingibjörg Danivals-
dóttir húsmóðir og
Samúel Guðmunds-
son múrari. Emilía
var tvígift. Fyrri
maður hennar var
Sigurður Möller
vélstjóri. Þau
skildu. Sonur
þeirra er Jóhann Georg Möller
tannlæknir. Seinni maður Em-
ilíu er Baldvin Jónsson lög-
maður. Hann lifir eiginkonu
sína. Eftir barnaskólapróf fór
Emilía í Kvennaskólann í
Reykjavík. Hún vann á Alþýðu-
blaðinu í áratugi og var lengi
auglýsingasljóri blaðsins. Hún
var framkvæmdastjóri Al-
þýðuprentsmiðjunnar um
nokkurra ára skeið. Emilía tók
virkan þátt í starfi Alþýðu-
flokksins og var t.d. fyrsta
konan sem varð formaður Al-
þýðuflokksfélags Reykjavíkur.
Hún sat í flokksstjórn Alþýðu-
flokksins og gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir flokk-
inn. Útför Emilíu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag.
ÉG HEF aðeins einu sinni sótt
flokksþing breska Verkamanna-
flokksins sem gestur - og það fyr-
ir löngu síðan. Hugh Gaitskell var
þá leiðtogi flokksins í stjómarand-
stöðu.
Eins og venja er um þing
breskra stjómmálaflokka var þetta
eldheitur pólitískur eldhúsdagur,
en um leið eins konar fjölskylduhá-
tíð og vakningarsamkunda þar sem
menn gerðu sér dagamun í góðum
félagsskap þeirra sem þóttust
skyld í andanum.
Ein var sú kona sem lét að sér
kveða á þessu flokksþingi og
greinilega átti hug og hjörtu hinna
útvöldu í framvarðarsveit flokksins
sem þarna var saman komin. Hún
heitir Barbara Castle og átti síðar
eftir að gegna ráðherraembættum
í ríkisstjórnum Wilsons. Þégar hún
hafði lokið máli sínu fór fagnaðar-
bylgja um salinn. Sessunautur
minn, sem aldrei ætlaði að hætta
að klappa, sagði til útskýringar:
„She is the darling of the Party.“
- Hún er eftirlætið okkar allra.
Þessi löngu gleymda minning
brýst fram í hugann þegar ég
minnist Emilíu Samúelsdóttur. Ég
geymi margar myndir af henni frá
flokksþingum og kosningabaráttu
okkar jafnaðarmanna í Reykjavík
þar sem hún var lífið og sálin í
góðra vina hópi. Því að hún var
eftirlætið okkar allra - átti hug
okkar og hjörtu.
Emilía Samúelsdóttir var fríð
kona sýnum. Grönn og kvik í hreyf-
ingum, glaðvær og hláturmild, ör-
geðja og ákaflynd, en kvenleg fram
í fingurgóma. En hafi einhver
ókunnugur haldið að þar færi eitt-
hvert flöktandi fiðrildi, komst sá
hinn sami fljótlega að því full-
keyptu. Hún var nefnilega ekki öll
þar sem hún var séð, hún Emilía.
Hún mótaði sér einarðar skoðanir
og fylgdi þeim fram af festu og
sannfæringarkrafti og gat verið
býsna hörð í horn að taka ef því
var að skipta. Og tók ógjarnan nei
fyrir svar. Og komst upp með það.
Emilía naut góðrar skólagöngu
á þeirrar tíðar mælikvarða. Hún
útskrifaðist úr Kvennaskólanum
og hafði greinilega ekki slegið
slöku við námið. Samt fór hún ung
að vinna fyrir sér, aðeins 16 vetra
yngismær.
Fyrsta launaða vinnan hennar
var reyndar að bera út Alþýðublað-
ið, þá á bamsaldri. Ritstjórn Al-
þýðublaðsins varð síðan vinnustað-
ur hennar í um 20 ár,
þar sem hún gegndi
starfi auglýsinga-
stjóra. Síðar tók hún
að sér starf fram-
kvæmdastjóra Al-
þýðuprentsmiðj unnar.
Þessi störf hennar í
þágu Alþýðublaðsins
verða reyndar ekki
aðskilin frá störfum
hennar í þágu flokks
og hreyfingar. Á þeim
vettvangi féll henni
ekki verk úr hendi í
meira en 60 ár. Og það
væri synd að segja að hún hafi
gengið til verka með hangandi
hendi eða af skyldurækninni einni
saman. Þvert á móti. Hún var lífið
og sálin í félagsskapnum.
Hún vissi flestum betur að
stjórnmálahreyfing er ekki bara
endalaust strit fyrir málefnunum
sjálfum, heldur líka lifandi hreyf-
ing þar sem manneskjan sjálf
skiptir mestu máli. Og Emilía vissi
að maður er manns gaman. Og til
þess að viðhalda og hlú að lífsneist-
anum í hreyfingunni þurfti að fá
fólk til að hittast og gleðjast sam-
an; gera sér dagamun saman -
kynnast hvert öðru á óformlegan
hátt og í afslöppuðu umhverfi.
Þessu hlutverki gegndi Emilía
Samúelsdóttir í Alþýðuflokksfélagi
Reykjavíkur áratugum saman,
fyrst sem formaður skemmtinefnd-
ar félagsins og síðar sem fyrsta
konan sem var formaður félagsins.
Emilía var ætíð boðin og búin
að leggja sitt af mörkum ef á þurfti
að halda og að eigin frumkvæði.
Vinsældir hennar voru miklar enda
var hún mikill vinur vina sinna.
Hún fylgdist með högum fjölda
fólks. Éf eitthvað bjátaði á var hún
boðin og búin að leggja fram
hjálparhönd. Þegar vel gekk var
hún mætt á staðinn til að
samfagna félögum sínum. Hún var
sú sem hringdi til að minna á af-
mæli eða önnur tímamót í lífí eða
starfi félaga og vina. Hún laðaði
að sér fólk vegna þess að menn
fundu að henni stóð ekki á sama.
Hún bar góðan hug til samferða-
manna og vissi af reynslu að sælla
er að gefa en þiggja.
Þess vegna átti hún hug okkar
og hjörtu. Þess vegna var hún “the
darling of the Party“ - eftirlæti
okkar allra til hinstu stundar.
Við jafnaðarmenn í Reykjavík
kveðjum Emilíu Samúelsdóttur
með eftirsjá, hlýhug og virðingu.
Ástvinum hennar, eftirlifandi eig-
inmanni Baldvini Jónssyni, börnum
þeirra og fósturbömum og öðrum
vinum og vandamönnum sendum
við hlýlegar hugsanir samhygðar
og vináttu.
Jón Baldvin Ilannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins
- Jafnaðarmannaflokks
íslands.
Á fáeinum vikum fölnaði tilvera
Emmu upp og voveifleg veikindi
drógu hana til dauða. Eg átti því
láni að fagna að kynnast henni
fyrir nokkrum árum. Einhvern
veginn féll okkur strax hvorri við
aðra og okkur varð vel til vina,
þrátt fyrir að kynni okkar hafi
orðið undir kringumstæðum þar
sem ekki verður á allt kosið. Fljótt
varð ég þess áskynja að þarna var
á ferðinni sérstök kona, sem hefur
í mér skilið eftir sig mark.
Emma var skarpleg og
stórglæsileg kona í alla staði. I
framgöngu var hún örugg og
ákveðin, með fastmótaðar skoðanir
sem hún lét í ljós þegar svo bar
undir, var skorinorð og talaði tæp-
itungulaust, þó með aðgát og nær-
gætni. Hún var þelhlý, innileg og
traust og vék sér ekki undan því
að aðstoða minnimáttar og fá-
fengilega. Þrátt fyrir dæmafáan
viljastyrk og þá atorku sem hún
hafði yfir að búa, var hún undir
skelinni viðkvæm. Emma var víð-
lesin, vel að sér og fróð um flest
málefni og var alltaf fús til að
miðla af þekkingu sinni og reynslu.
Emmu og eftirlifandi eigin-
manni hennar Baldvini, vini mín-
um, vil ég þakka vinarþel og vel-
vilja í minn garð, einstakar og
fölskvalausar viðtökur. Söknuður
eftir góða konu er sannur og
hreinn. Elsku Jóhann og Baldvin
hluttekning mín er af heilum hug,
minningar okkar um þær stundir
sem við áttum með Emmu munu
lifa eins og skuggar af fallegum
blómum.
Anna Lára Möller.
Kveðja frá Akureyri
Árið 1956 var mikið íþróttaár
fyrir ungan smala í Mosfellsdal.
Það voru ófá þrístökkin sem voru
æfð á melunum fyrir neðan Kýrgil-
ið. í gilinu þar sem Egill faldi sjóð-
inn.
En einnig ár sem smalinn ungi
sótti í Lækjarnes, sumarbústað
föðurins og Émmu. Þar smakkaði
smalinn ungi á beikoni í fyrsta
sinn. Bragðið situr enn í munni.
Á þeim árum var mikið ræktað
í Laxneslandinu. Þó að smalinn
ungi fengi oft andlega ræktun hjá
bóndanum á Gljúfrasteini, sem
hann hitti á förnum vegi, var hann
einnig settur í ræktun tijáa.
Emma var verkstjórinn. Hún gaf
fyrirskipanir og rak áfram með
harðri hendi. Þó að karli föður
mínum virtist það ekki vera ljúft
er ég viss um að svo var undir
skelinni.
En Emma stundaði einnig
mannrækt. Einu sinni eftir eina
beikonveisluna sagði hún við smal-
ann unga: Veislu, Gísli, að það er
eitt sem er nauðsynlegt í lífinu.
Það er að kunna að þakka fyrir
sig. Þú átt alltaf að þakka fyrir
þig. Líka í heimahúsum. Ég skildi
sneiðina og upp frá því fór smalinn
ungi að þakka fyrir sig.
Emma var að Briemsætt. Hún
var mikill Brímari. Þegar leikbróð-
ir minn sem nú er forsætisráðherra
kom í heimsókn og sest var í kaffi
í Hlíðunum hjá Emmu var hún sí-
fellt að leggja okkur lífsreglurnar.
Oftlega fengum við að heyra söng
Áma Kristjánssonar ásamt mann-
ræktinni og þegar söngvarinn náði
hæstu tónunum í Hamraborginni
sagði Emma: Svona langt ná fáir.
Þannig ræktaði hún metnað í okk-
ur Davíð.
Emma var jafnaðarmaður. Hún
tók mikinn þátt í flokksstarfí Al-
þýðuflokksins og starfaði um skeið
við Alþýðublaðið. Mér er kunnugt
um að hún starfaði með mörgum
góðgerðarsamtökum enda mátti
hún ekkert aumt sjá.
Ég held að þótt hún hafi ekki
verið í sviðsljósi stjómmála hafi
hún haft á hrif á marga ráða-
menn. Slíkur var sannfæringar-
kraftur hennar ef hún beitti sér.
Fyrir það eru margir þakklátir
henni.
Nú er haust í Lækjarnesi. Trén
fella laufin og þau em mörg. Smal-
inn er löngu hættur að vökva þau
enda þau vaxin yfir höfuð hans.
Eftir situr minningin um góða
konu sem er sárt saknað af syni
og eiginmanni og allri fjölskyld-
unni sem er stór.
Ég sendi öllum mínar samúðar-
kveðjur. Þakkir frá smalanum.
Þakklæti til konunnar sem kenndi
honum að þakka fyrir sig. Þakkir
frá okkur systkinum.
Gísli Baldvinsson.
Móðursystir mín, Emilía Ingi-
björg Samúelsdóttir, var yngst af
fjórum börnum Ingibjargar Dani-
valsdóttur og Samúels Guðmunds-
sonar, múrarameistara. Elst var
María, en hún giftist Povl Amm-
endrup feldskera og klæðskera-
meistara og eignuðust þau tvö