Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 43
I DAG
Árnað heilla
r^/AÁRA afmæli. í dag,
I \Jl9. október, er sjö-
tugur Jónas H. Pétursson,
vélsmíðameistari, Hjalla-
vegi 2, ísafirði. Eiginkona
hans er Elín Valgeirsdótt-
ir. Þau hjónin taka á móti
gestum í sal Stjórnsýslu-
hússins á ísafirði laugar-
daginn 22. október
Vestur
♦ 1094
V K7
♦ 652
♦ D7532
Austur
♦ 8
V G654
♦ Á1094
♦ Á964
KÓRÓNUDEMANTSBRÚÐKAUP. í dag, 19. október,
eiga sextíu og fimm ára hjúskaparafmæli hjónin Margrét
Þórðardóttir og Einar Ásgeirsson, fyrrverandi verk-
stjóri hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Þau bjuggu lengst af
í Eskihlíð 12a en dveljast nú í Seljahlíð v/Hjallasel.
BRIDS
bmsjön Guðm. Páll
Arnnrson
ÚTSPIL frá kóng öðrum
eru oftast nær afdrifarík á
annan hvorn veginn. Þessi
útspil eru í miklu eftirlæti
hjá byijendum, en reyndir
spilarar nota þau sparlega
og leitast við _að finna rétta
andartakið. í Rosenblum-
keppninni í Nýju Mexíkó
hitti Bandaríkjamaður að
nafni Lloyd Arvedon á
óskastundina þegar hann
lagði niður hjartakónginn
gegn fjórum spöðum suð-
urs:
Norður gefur; ailir á
hættu.
Norður
♦ DG65
V D983
♦ ÁD87
♦ 10
Vestur
♦ 1094
: a iii
♦ D7532
Vestor Norður Austur Suður
2 tiglar* Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
* Veiýuleg opnun mcð 4-5 hálitunum og
einspil í lágtit
Útspil: hjartakónpr.
Lloyd átti fyrsta slaginn
á hjartakóng og spilaði litn-
um áfram. Sagnhafi lét
níuna úr borði og austur
drap á gosann. Og lagði
niður TÍGULÁS! Sem vakti
að sjálfsögðu nokkra undr-
un hinna spilarana við borð-
ið og norður dreifði betur
úr spilum blinds. Þá kom í
ljós að „tígulásinn" átti
heima í hjartalitnum:
Norður
♦ DG65
V ÁD983
♦ D87
♦ 10
Suður
♦ ÁK732
* 102
♦ KG3
♦ KG8
Austur tók síðan á
laufásinn og AV skráðu 100
í sinn dálk.
DEMANTSBRUÐKAUP. í dag, 19. október, eiga sextíu
ára hjúskaparafmæli hjónin Sigurlaug Helgadóttir og
Gunnar Grímsson, fyrrverandi starfsmannastjóri Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga, Fannborg 9, Kópa-
vogi. Þau verða að heiman í dag.
/\ÁRA afmæli. í dag,
O V/19. október, er sex-
tugur Tryggvi Þór Jóns-
son, rafverktaki, Móa-
barði 16B, Hafnarfirði.
Hann tekur á móti gestum
ásamt eiginkonu sinni Þor-
björgu Olafsdóttur í Sjálf-
stæðishúsinu í Hafnarfírði,
Strandgötu 29 milli kl. 18
og 20 í dag, afmæiisdaginn.
LEIÐRETT
Nafn misritað
í UMFJÖLLUN um
breiðskífu hljómsveitar-
inar Maus á þriðjudag
misritaðist nafn bassa-
leikara hljómsveitarinn-
ar. Hann heitir. Eggert
Gíslason.
Með morgunkaffinu
Ast er...
að hitta í mark.
TM Reg. U.S. P«L Off.-aU rigMs rasorved
(c) 1994 Los Angelos Timos Syndvcate
HÖGNIHREKKVISI
STJÖRNUSPA
cflir Franccs Drakc
Ljósmyndastofan Nærmynd
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 10. september í Há-
teigskirkju af sr. Karli Sig-
urbjörnssyni Berglind Elf-
arsdóttir og Geir Sigurðs-
son, til heimilis í Hrísum,
Ölfusi.
VOG
Afmælisbarn dagsins:
Með því að hlusta á eigin
innri rödd finnurþú leið-
ina á toppinn.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur tilhneigingu til að
vera kærulaus í peningamál-
um. Misnotaðu þér ekki
lánstraustið þó þér gangi vel
í vinnunni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Eitthvað kemur þér
skemmtilega á óvart í vinn-
unni, en afköstin verða minni
en þú ætlaðir. Stattu við
gefið fyrirheit.
Tvíburar
(21. maí - 20.júni)
Ef þér berast mörg heimboð
þarftu að vanda valið. Þú
getur ekki verið á tveimur
stöðum í einu. Vinátta og
peningar fara ekki saman.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Láttu ekki einkalífið trufla
það sem gera þarf í vinn-
unni. Þegar skyldustörfum
lýkur gefst þér tími til að
sinna eigin þörfum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Breytingar geta orðið á fyr-*
irætlunum þínum í vinnunni
í dag. Þú nýtur þín betur
heima í kvöld en ef þú ferð
út.
Þjálfari óskast
Knattspyrnufélagið Ægir frá Eyrarbakka og
Þorlákshöfn, sem leika mun í 3. deild,
óskar að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla.
Upplýsingar gefur Jón Bjarni í símum
98-31385 og 98-31364.
HAPPDRÆTTI
HJARTAVERNDAR 1994
VINNINGASKRA:
1. Jeppi Pajero Super Wagon,
sjálfsk., V6, árgerð 1995 kr. 4.000.000,- nr. 29399.
2. Bifreið Colt, árgerð 1995 kr. 1.100.000,- nr. 65718.
3. -5. Ævintýrasigling um
Karíbahafi kr. 500.000,- Tiver, nr. 37855,
57849 og 83735.
6.-15. Ferð með Úrval/Útsýn eða tjaldvagn
kr. 300.000,- hver, nr. 3857, 4713, 18013, 19031,
32181,64742, 72129, 75212, 76468, 93535.
Vinninga má vitja á skrifstofu
Hjartavernda/, Lágmúla 9, 3. hæð.
þ/FR. ERJJ /H3ÖG UKAR, pJÁLFARl.
Meyja
(23. ágúst - 22. septembcr)
Þú þarft að sýna góða dóm-
greind í peningamálum og
ættir ekki að taka neina
áhættu. Gættu raunsæis í
ástamálum.
vög
(23. sept. - 22. október)
Ekki ganga út frá því sem
vísu að aðrir viti hvað þú
vilt. Láttu álit þitt í Ijós til
að fyrirbyggja misskilning.
Sporódreki
(23. okt.-21. nóvember)
Misskilningur getur komið
upp í vinnunni og tafið fram-
kvæmdir. Þú leggur þitt af
mörkum til að koma málum
í réttan farveg.
Bogmaóur
(22. nóv. — 21. desember)
Varastu tilhneigingu til að
hafa of mörg járn í eldinum.
Þú getur orðið fyrir óvænt-
um útgjöldum við leit að af-
þreyingu í kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar) m
Óvæntir gestir gætu heim-
sótt þig í dag. Þú átt eitt-
hvað erfítt með að taka
ákvörðun í máli er varðar
fjölskylduna.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Þú þarft ekki að taka mikið
mark á því sem viðskiptavin-
ur hefur að segja í dag. Orð
hans gætu verið á misskiln-
ingi byggð.______________
Fiskar
(19. febrúar-20. mars) ^
Dagurinn gæti verið þér fjár-
hagslega gjöfull, og þér
gengur vel í vinnunni. En
ferðaáform þarfnast nánari
íhugunar.
Stj'ómuspána á ad lcsa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grtinni visindalegra staðreynda.
' 4 ÍMftV
Fréttastofa Útvarps
- traustur miðill
Kári Jónasson,
frétlastjóri Útvarps
„Nú verða sagðar
fréttir
cc
- ekki einu sinni á dag, heldur daginn út og inn og á
nóttunni líka.
Fréttamenn í Reykjavík og á svæðisstöövum, auk innlen-
dra og erlendra fréttaritara, sjá hlustendum fyrir fréttum
hvaðanæva af landinu og úr ólíkum heimshlutum.
Auk hefðbundinna fréttatíma minnum við á
fréttaþættina:
„Auölindina"
„Að utan“
„Hér og nú“
„Pólitíska hornið“
„Pingmál"
„Fréttaauka á laugardegi"
Hádegis- og kvöldfréttir eru sendar út á stuttbylgju til sjó-
manna og Islendinga erlendis - auk fréttayfirlits um helgar.
Fréttavakt allan sólarhringinn í
Fréttastofusimanum 91 69 30 50.
0