Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________FRÉTTIR___________________ Talsmenn bankakerfisins lýsa sig ósammála skoðun fjármálaráðherra Segja ekki vera forsendur nú fyrir vaxtalækkun TALSMENN banka og sparisjóða telja ekki forsendur fyrir því nú að lækka vexti í banka- kerfinu. En fjármálaráðherra hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að bankavextir eigi að geta lækkað á næstunni. Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjóri Landsbankans segir að vaxtamálin séu stöðugt til skoðunar í bankanum, en ekkert lægi fyrir nú um breytingar á vöxtum. Hann sagði það hafa verið stefnu bankans þetta árið að draga úr útlánum, meðal annars með tilliti til krafna svonefndra BlS-reglna um eiginijárhlutfall. Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri SPRON sagðist ekki vera á þeirri skoðun að vextir væru að hækka, en hann sæi ekki fram á að vextir gætu lækkað verulega enn um stund. „Við erum að keppa á innanlandsmarkaði við spariskírteini ríkissjóðs, sem bera í kringum Erfitt að bjóða viðskipta- vinum verri kjör en ríkið, segir Baldvin Tryggvason 4,85-4,95% vexti. Á meðan er erfitt að bjóða viðskiptavinum okkar upp á lægri kjör en rík- ið býður,“ sagði Baldvin. Víxillán dragast saman Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur bent á að vaxtamunur almennra víxillána ríkis- ins og bankakerfisins hafi aukist síðustu mán- uði. Baldvin sagði um þetta, að víxillán væru jafnt og þétt að dragast saman. Traustari skuldarar væru stöðugt að fá betri lánskjör en kjör lakari skuldara stæðu hins vegar í stað og þeir vextir væru auglýstir. „Það eru almennt að lækka vextir hjá at- vinnulífínu, þótt það gerist gegnum útboð. Þau útboð eru að verulegu leyti íjármögnuð af bönkum og sparisjóðum sem kaupa skuldabréf- in,“ sagði Baldvin. Fjármálaráðherra hefur sagt að bankamir séu að tapa viðskiptum til verðbréfamarkaða vegna þess hve bankavextimir séu háir. Brynj- ólfur Helgason sagði að Landsbréf, dótturfyrir- tæki Landsbankans, væri á þessum markaði og hefði séð um skuldabréfaútboð fýrir fyrir- tæki. „Við teljum okkur því ekki hafa verið að tapa þessum viðskiptum heldur hafa þau verið að færast í annað form og það er ekki óeðlilegt; svipuð þróun hefur verið víða í ná- grannalöndunum," sagði Brynjólfur. FULLTRÚAR Félags íslenskra atvinnuflugmanna og fyrir- tækisins Atlanta áttu fund hjá sáttasemjara í gær. Næsti fund- ur verður á fimmtudag eða föstudag. Arngrímur Jóhannsson, eig- Farið yfír stöðu mála andi Atlanta, sagði um fundinn að aðilar hefðu farið yflr stöðu mála og væntanlega yrði annar fundur í vikunni. Tryggvi Baldursson, for- maður FÍ A, vildi ekki segja annað um fundinn en að vin- samlegar viðræður væri í gangi miili aðila. Þrír félagar í FÍ A ftjúga fyrir Atlanta í Túnis Sækjum væntanlega um inngöngu í FFF íslensk sendi- nefnd í Rússlandi Alexander Rodin neit- aðiað ræðaum samstarf SENDINEFND fólks úr íslensku viðskiptalífí til Múrmansk og Moskvu fékk ekki viðtal við Alex- ander Rodin, fyrsta varaformann rússneska fískveiðiráðsins, en Gunnar Gunnarsson, sendiherra íslendinga í Moskvu, hafði farið fram á fund við Rodin fyrir hönd sendinefndarinnar. Enginn viðræðugrundvöllur vegna veiða í Smugunni Gunnar segir að sendinefndin hafí lýst áhuga á að ræða við full- trúa fiskveiðiráðsins um ýmiss konar hugsanlega samvinnu á sviði sjávarútvegsmála. í fjarveru Koríelskíjs, formanns fískveiðir- áðsins, hafi hann í síðustu viku skrifað Rodin fyrir hönd íslending- anna og óskað eftir slíkum fundi. Svar barst frá Rodin sl. föstudag þar sem hann greinir frá því að afstaða íslands til veiða í Smug- unni valdi því að hann sjái engan grundvöll fyrir því að fram fari gagnlegar viðræður um samvinnu á sviði sjávarútvegsmála. Gunnar ritaði annað bréf á mánudag og lýsti í því furðu sinni á þessum viðbrögðum og því að íslendingum þyki þau afar miður. íslendingum.hafi verið alveg ljós afstaða Rússa til Smuguveiðanna en þeir hafí ekki talið að hún myndi kom í veg fyrir að hin ýmsu sjávarútvegsmál yrðu rædd. Vilja undirstrika alvarleika málsins Gunnar sagðist hafa talið að af fundinum yrði en að Rússar myndu á honum gera skýra grein fyrir afstöðu sinni til Smuguveiða íslendinga. „En mér sýnist að í staðinn fyrir að gera það með þeim hætti þá velji þeir þessa leið til að undirstrika hversu alvarleg- um augum þeir líti málið,“ segir Gunnar. Sendinefndin átti fundi í rúss- neska utanríkisráðuneytinu í gær. Hún heldur frá Moskvu í dag. „VIÐ SÆKJUM væntanlega um inngöngu í FFF enda var aðeins beðið eftir niðurstöðu dómsins um félagið," segir Axel Sölvi Axeisson, einn þriggja flugmanna á yegum Atlanta í Túnis sem eru í FIA, um niðurstöðu Félagsdóms á mánudag. Dómurinn kemst að þeirri niður- stöðu að Fijálsa flugmannafélagið sé fullgilt stéttarfélag og lögform- legur samningsaðili fyrir félags- menn sína. Annars sagðist Axel bíða eftir niðurstöðu fundar deiluaðila hjá sáttasemjara í gær. Sáttasemjari myndi líklega ræða lögmæti þess að binda skylduaðild í samninga FÍA og FFF. Flugmenn hjá Flug- leiðum séu skyldugir til að vera í FÍA og samsvarandi ákvæði sé í kjarasamningum FFF við Atlanta. Nú væri hins vegar fallinn Evrópu- dómur þess efnis að ekki mætti skikka fólk í tiltekin verkalýðsfélög. Reyndar gætu starfsmenn staðið utan verkalýðsfélaga. Axel sagði að flugmennimir flygju ekki vélum til og frá landinu og því kæmi vart til að reyndi á verkfall i raun. „Annars er dómur Félagsdóms svo loðinn að bændur myndu skammast sín fyrir að rýja rollumar sínar jafn illa,“ sagði hann. Flugmennirnir vissu varla hvort þeir væru í verkfalli eða ekki. Biðum „Við höfðum verið í FÍA og sáum ekki ástæðu til að hlaupa beint yfír áður en við vissum hvort allt væri í lagi,“ sagði Karl Bragi Jóhannes- son í Túnis. „Ég býst við að við förum í FFF enda hafa félagar for- gang að vinnu hjá Atlanta. En svo gæti auðvitað verið að FÍA semdi líka við Atlanta.“ Engu að síður sagðist Karl Bragi ekki hafa hug á að segja sig úr sínu gamla félagi enda virtist lög- legt að vera í tveimur félögum. Hann sagði að ekki myndi reyna á verkfall í tengslum við flug hans til og frá iandinu því hann hefði ekki þjálfun til að fljúga viðkom- andi vélum. Hinkrað „Mér fínnst dálítið skrítið ef hægt er, meðan eitt stéttarfélag er í kjarabaráttu, að stofna annað. Við ættum því allt eins að geta stofnað eitt til viðbótar," sagði Finnur Þór Friðriksson í Túnis um dóminn. Þó útilokaði hann ekki inn- göngu í FFF. Hann myndi hinkra við og sjá tii áður en hann tæki ákvörðun. Finnur Þór tók fram að enginn flugmannanna væri óvinur FFF. Þeim hefði aðeins fundist of stutt á milli hringinga í leiki. Fyrst hefðu menn verið hvattir til að fara í FÍA og stuttu seinna í FFF. '%'#■ INNLENT -- ------ Reykjavíkurborg Samkeppni umþrjá nýja skóla BORGARRÁÐ hefur samþykkt að efna til samkeppni meðal arkitekta um hönnun þriggja nýrra skóla í Borgaholtshverf- um. Það er í Engja-, Víkur- og Borgarhverfi. í tillögu meirihluta í borgar- ráði er gert ráð fyrir að efnt verði til samkeppni á grundvelli samkeppnisreglna Arkitektafé- lags íslands um hönnun skóla í Engjahverfi. Skólinn verði ein- setinn og heilstæður. Jafnframt er samþykkt að skipa fimm manna dómnefnd sem vinni að forsögn. Gert er ráð fyrir að samkeppnin verði tveggja þrepa og að niðurstaða verði nýtttil að hannajafnframt skóla í Víkur- og Borgarhverfí. Fram kemur að gert sé ráð fyr- ir að helstu atriði húsrýmisáætl- unar og önnur meginatriði varð- andi kostnað komi til ákvörðun- ar í borgarráði áður en sam- keppnin er auglýst. Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans. í skólamálaráði var tillagan einn- ig samþykkt af meirihluta en tveir sátu hjá. Alútboð í bókun sjálfstæðismanna á fundi borgarráðs er tekið undir afstöðu fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í skólamálaráði og lagt til að hannaðir yrðu tveir skólar í stað þriggja fýrir hverf- in þijú. Lagt er til að alútboðs- leið yrði beitt við framkvæmd- ina. Þá segir: „Með ofangreind- um hætti mætti tryggja hag- kvæmar framkvæmdir og rekstur. Þessari tillögu hafnaði R-listinn.“ Úttekt gerð á tryggingum borgarinnar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að tillögu stjómar Innkaupa- stofnunar Reykjavikurborgar að úttekt fari fram á trygging- um borgarinnar og fyrirtækja hennar. I fyrirspum borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins á fundinum var óskað skýringa á að borgarstjóri hafí fengið ut- anaðkomandi aðila til að kanna tryggingamálin án vitundar Innkaupastofnunar og borgar- ráðs. í bókun borgarstjóra kom fram að fyrirspumin væri á misskilningi byggð. í fyrirspum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er óskað eftir skýrari upplýsingum um hvert verksvið viðkomandi aðila væri og jafnframt hvenær hann hóf athuganir sínar og hvað ætla mætti að vinnan kostaði. Til skoðunar Borgarstjóri sagði í bókun sinni að tryggingamál hafí ver- ið til skoðunar á skrifstofu borgarstjóra enda full ástæða til að koma þeim málum í betri farveg en verið hefur. Þá segir: „Enginn utanaðkomandi aðili hefur verið ráðinn til þessa verks og þar af leiðandi hefur ekki verið áætlað hvað slík vinna gæti kostað.“ Fram kem- ur að einn aðili hafi að eigin fmmkvæði lýst áhuga á að leggja fram hugmyndir um út- tekt tryggingamálanna. Honum væri það að sjálfsögðu velkomið og bæri að fagna slíku fmm- kvæði í stað þess að forsmá það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.