Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SIG URBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR + Sigurbjörg Sæ- mundsdótt- fædiiist í Hafnar- firði 24. september 1928. Hún lést á Borgarspítalanum 8. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sæmundur Sig- urðsson verkamað- ur og Guðrún Jóns- dóttir verkakona frá Hafnarfirði. Þau eru bæði látin. Systkini hennar voru Guðrún Mar- grét og Þórir, þau eru látin, eftir lifa Erlendur og Særún. Árið 1949 giftist Sigurbjörg eftirlifandi eiginmanni sínum, Haraldi Hafliðasyni frá Siglu- firði. Foreldrar hans voru hjónin Hafliði Jónsson skip- stjóri og Jóhanna Sigvalda- dóttir húsmóðir. Þau eru bæði látin. Börn Sigurbjargar og Haralds eru 1) Sæmundur læknir, búsettur í Reykjavík, giftur Andreu Benediktsdótt- ur skrifstofustúlku, þau eiga tvö börn auk þess sem Sæ- mundur á tvo syni frá því fyrir hjóna- band. 2) Hafliði, tæknifræðingur og verktaki, búsettur í Noregi, giftur EI- len Eiríksdóttur hjúkrunarkonu, þau eiga tvö börn. 3) Hafsteinn húsa- smiður, búsettur í Hafnarfirði, giftur Sigurlaugu Gunn- arsdóttur sem starfar hjá Pósti og síma. Þau eiga tvö börn. Sigurbjörg starfaði að mestu við verslun- arstörf og rak eigin verslun í mörg ár. Einnig tók hún að sér að sauma fyrir fólk. Þau hjón- in fluttust til Noregs í nokkur ár, en settust svo að í Reykja- vík þegar þau sneru heim. Síð- ustu starfsár sín var Sigur- björg matráðskona, fyrst hjá Æfingaskóla Kennaraskólans og síðast hjá Námsgagnastofn- un. Útför Sigurbjargar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. AÐ BÍÐA í skugga dauðans er ekki auðvelt og mörgum reynist það ofraun, jafnvel þó að sjúku fólki sé hann líkn. Sigga systir bar sinn þjáningafulla og erfiða sjúk- dóm með slíku æðruleysi og mann- legri reisn að vart verður með orð- um lýst. Einu sinni sá ég þér brugð- ið, það var þegar læknar gáfu end- anlegan úrskurð um að ekki væri hægt að gera meira, þá hallaðir þú þreyttu höfði á koddann og grést hljóðlega. Síðan hef ég oft hugsað um þennan hljóða grát og skynjað að það var ekki grátur hræðslu, ótta eða reiði, það var grátur saknaðar vegna ástríkrar íjölskyldu sem þú unnir meira en nokkru öðru, það var hljóður grát- ur léttleikans yfir að loks myndir þú losna undan þeim miklu þján- ingum sem á þig voru lagðar. Haustið sverfur að, birta sum- arsins dvín, en birta minninganna um góða systur lifír um ókomin ár. Eg man er við sem lítil börn, umvafin ástúð góðra foreldra lék- um okkur bjarta sumardaga og á dimmum vetrarkvöldum uppi á lofti undir súð þar sem lesnar voru sögur við kertaljós, þar sem þú settir á svið heilu leikritin fyrir krakkana í hverfinu, þú varst drif- fjöðrin í leik okkar og starfi. Það varst þú sem lagðir þig fram um að halda fjölskyldunni saman með þínum fjölskylduboðum og ýmsum uppákomum á þeim umrótatímum sem voru, með tilkomu sjónvarps og annarra tómstunda, sem nánast eru að sundra fjölskyidum í dag. Ég man blik augna þinna þegar þú gekkst að eiga Halla eiginmann þinn sem ávallt síðan stóð við hlið þína eins og óbifanlegur klettur í blíðu og stríðu ekki síst eftir að þú veiktist. Umhyggja hans og ást léttu þér síðustu sporin. Ég man hamingju þína við fæðingu sona þinna, hvernig þú umvafðir þá elsku þinni og veittir þeim það veganesti sem þeir ætíð búa að. Ég man fórnfýsi þína og óeigin- girni við mömmu sem árum saman dvaldi sem sjúklingur á Sólvangi. Allan þann tíma fórstu nær dag- lega f hvernig veðri sem var og heimsóttir hana. Jafnvel eftir að þú veiktist aftraði það þér ekki, þú varst hennar sólargeisli. Fyrir það vil ég þakka þér af alhug og hefði ég mátt taka þig sem fyrir- mynd í því eins og í svo mörgu öðru. Þrátt fyrir tímafrek og erilsöm störf við rekstur verslunar og saumaskap varst þú þó fyrst og fremst eiginkona og móðir sem lagðir metnað þinn og stolt í að gera heimilið að þeim vinalega og örugga stað sem það á að vera. Heimili ykkar Halla var nánast eins og gestamóttaka á hóteli. Ég held að varla hafi liðið sá dagur að einhver kæmi ekki í heimsókn. Ávallt voru boðnar nýbakaðar tert- ur eða pönnukökur með ijóma og nýlagað ilmandi kaffi og ekki skorti umræðuefni. Þú varst ein- stök í að koma af stað umræðu um allt milli himins og jarðar. Oft var fjörlega deilt, en allt í góðu og þú varst gædd þeim eiginleika að enginn fór sár frá þeim umræð- um. Þú elskaðir land þitt og fátt gladdi þig meira en íslensk náttúra er hún skartaði sínu fegursta, jafn- vel lítil sóley á rofabarði var þér sem ævintýri. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. MINIMINGAR Af öllum stöðum á landinu unn- ir þú þó mest Hafnarfirði. Þar lágu þín fyrstu spor, þar ólst þú upp, þar dvaldist þú lengst, þar lá líf þitt og þaðan liggja þín hinstu spor inn í ríki Guðs, þar sem ástvin- ir þínir sem á undan fóru breiða út faðm sinn á móti þér. Haustið er komið, hrímköld ský byrgja geisla sólarinnar, en sú sól sem þú veittir okkur sem eftir lifa mun alltaf skína. Lauf tijánna falla til foldar. Fegursta laufið er faliið. Ó, dýrðarinnar drottinn djúpt er nú saknað, mildrar konu og móður, minning ein lifir. Gef mér lýsandi ljós að létta mér angur. Svíf þú svo sæl á braut. Sonur Guðs vaki yfir þér. (E.S.) Erlendur Sæmundsson. Mín kæra vinkona, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, er látin, langt um aldur fram. Krabbameinið hafði betur eins og oft gerist, því þó læknavísindin séu komin langt ráða þau lítið við vágest þann. Við Sigga, eins og vinir og ætt- ingjar kölluðu hana, kynntumst þegar við vorum litlar telpur í Hafnarfirði og lékum okkur þá oft saman. Um tíu ára aldur flutti ég úr Hafnarfirði og hittumst við sjaldan næstu 18 árin. Þegar ég og fjölskylda mín fluttum aftur til Hafnarfjarðar var Sigga fyrsta og eina vinkonan sem ég eignaðist þar, því það er mikill munur á kunningja og sönnum vini. Sigga var alltaf hress og full af lífsorku og gleði sem hún gaf mér mikið af. Því fór ég til Siggu þegar ég var eitthvað leið og það brást aldr- ei að veröldin var bjartari eftir samtal við hana. Sigga var einstaklega vel gerð kona, hún var ekki skaplaus, en ein af þeim fáu sem kunnu með skap sitt að fara. Hún sá alltaf tvær hliðar á öllum málum og tal- aði aldrei illa um nokkra mann- eskju. Við höfðum gaman af því að ræða þjóðmálin, töluðum þá hátt og mikið og skemmtum okkur vel, en nú verða þær rökræður ekki fleiri. Sigga unni listum. Hún var dug- leg að sækja málverkasýningar, las alltaf mikið og seinni árin hlustaði hún á góða tónlist. Um margra ára skeið sáum við og eiginmenn okkar hveija nýja sýningu í Þjóð- leikhúsinu. Já, það er margs að sakna og minningarnar margar sem á hug- ann sækja núna þegar ég kveð mína elskulegu vinkonu. Mig lang- ar til að þakka þér, Sigga mín, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fjölskyldu mína í gegnum árin okkar saman. Halli minn! Okkar innilegustu samúðarkveðjur til þin, sona ykkar og fjölskyldna þeirra. Ykkar er missirinn mestur. Guð geymi þig, Sigga mín. Erla Páls. Tengdamóðir mín Sigurbjörg Sæmundsdóttir andaðist á Borgar- spítalanum hinn 8. október síðast- liðinn eftir að hafa háð hetjulega og æðrulausa baráttu við krabba- meinið. Erfitt er að trúa því að hún skuli vera öll - þessi sterka kona, sem lét aldrei bugast og hafði sigr- ast á ýmsum raunum með sinni þrautseigju, þolinmæði og skyn- semi. Hún var vinnandi svo lengi sem hún var uppistandandi og daginn áður en hún andaðist, orðin fársjúk, var henni meir umhugað um hvernig hennar fólki liði og vegnaði en um sig sjálfa. Þannig var hún Sigga. Það var alltaf gott að sækja þau hjónin heim og margar yndislegar stundir áttum við með henni og tengdaföður mínum Haraldi Haf- liðasyni. Þau voru einstaklega samhent hjón og ástúðleg. Sam- band þeirra endurspeglaði vænt- umþykju þeirra og virðingu hvors fyrir öðru. Um tíma bjuggum við öll á svipuðum slóðum í Noregi, þau hjónin, synir þeirra þrír, tengdadæturnar og bamabömin og við hittumst oft. Þessi ár skap- aðist sérstakt samband milli okkar og var oft glatt á hjalla. Hún var glaðvær og hláturinn hennar smit- andi. Hún hafði öðlast næmt inn- sæi í mannlegt eðli og sá skýrt hvað máli skipti í flóknum vef mannlegra samskipta. Alltaf var gott að leita til henn- ar ef eitthvað bjátaði á. Allir gátu leitað til hennar, því hún vék aldr- ei neinum frá og var algjörlega fordómalaus. Sem sálusorgari leysti hún vel úr málum og ráðlegg- ingar hennar báru með sér hjarta- hlýju, skynsemi og virðingu fyrir þeim er til hennar leituðu. Sigurbjörg var sérstaklega ósér- hlífin og mikill dugnaðarforkur í því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði gaman af því að rök- ræða landsins gagn og nauðsynjar og lá þá ekki á skoðun sinni. Urðu umræðurnar oft býsna fjörugar enda var hún víða vel heima. Hún unni fögrum listum og var mjög listfeng sjálf. Um árabil saumaði hún föt, aðallega kvenfatnað eftir pöntun. Seinna rak hún ásamt manni sínum fataverslun í Hafnar- firði og hannaði falleg föt, sem hún lét sauma. Hún var furðufljót að töfra fram smekklegar flíkur á barnabörnin. STEFÁN V. HALLDÓRSSON + Stefán Valberg Halldórsson var fæddur í Reykjavík 22. ág- úst 1920. Hann lést á Borgarspítalan- um 4. október síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Sig- ríður Stefánsdóttir frá Götu í Holtum og Halldór Odds- son frá Gröf í Lundarreykjadal. Stefán var einn níu systkina og lifa sex þeirra bróður sinn. Arið 1962 giftist hann Helgu Sigtryggsdóttur frá ísafirði. Þau skildu. Börn þeirra eru sex: Ólöf, Sigtryggur, Sævar, Valborg, Kolbrún og Sigurður. Siðastliðin tæplega 25 ár var sambýliskona hans Sigríður Tómasdóttir, sem ættuð er af Snæfj allaströnd við Isafjarðardjúp. Útför Stefáns fór fram frá Fossvogs- kapellu 13. októ- ber. HANN kvaddi þessa jarðkringlu, spilafé- lagi minn Stefán Hall- dórsson. I þessari stöðu segj- um við: Pass. Þessi títtnefnda sögn kemur nú meir við sögu, þegar gengið er undir jarðarmenn. í bridskeppni eldri borgara, sem stytta sér stundir í þeim leik, getur allt snúist upp í andhverfu sína — háþrýstisvæði og djúpar lægðir, ekki síður en spákort veðurfræð- inganna. Þegar ég fer hér fáum línum um „makker“ minn, Stefán Hall- Síðustu árin sá hún um mötu- neyti og setti þá upp glæsilegar og hugvitsamlegar veislur, enda listakokkur. Hún unni ferðlögum og íslenskri náttúru, en best kunni hún við sig í fjöruferðum við sjáv- arströnd. Mig langar að lokum til að þakka fyrir allt sem þú hefur gef- ið mér og mínum. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra sem þekktum þig. Guðs náð og kærleik- ur umvefji þig. Ég sendi svo ástvinum hennar öllum innilegustu samúðarkveðjur. Andrea Benediktsdóttir. Elsku amma mín og alnafna. Það er skrýtið að þú sért farin frá okkur. Þú sem varst alltaf svo hress og kát þegar fjölskyldan kom saman. Þú varst svo hjálpsöm og alltaf þegar ég bað þig um að sauma eitthvað gerðir þú það best af öllum. Síðast þegar þú komst í heim- sókn til okkar, á afmælisdaginn minn, hinn 14. ágúst síðastliðinn, varstu mjög hress að vanda. Ég mun aldrei gleyma þér. Sigurbjörg Sæmundsdóttir. Komdu sæl amma mín. Ég veit ekki hvort þú heyrir í mér, en ég vona það. Það er svo margt sem ég á eftir að segja þér. Ég gat alltaf leitað til þín þegar ég átti í erfiðleikum og ég held ég geti enn sagt þér allt sem mér liggur á hjarta og trúað því að það komist til skila inn í eilífðina, þar sem þú dvelur nú. Trúin flytur fjöll, segja þeir, og ég veit að ekkert fjall er það mikið að trú mín og tilfinning- ar fái ekki haggað því. Þó að þú sért dáin núna og farin frá augliti okkar lifir þú hundraðfalt í minn- ingum, hugsunum og draumum okkar sem þekktu þig. Mínar tilfinningar hafa enn ekki áttað sig á brottför þinni að fullu. Þú varst klettur í reginhafi lífs míns, þar sem ég gat átt mér sama- stað er hætt var við drukknun, og einnig er vel viðraði og sólin brosti til mín. Þessara sólskinsstunda er gott að minnast nú er tilfinning- arnar taka smám saman að horf- ast í augu við staðreyndir dauð- ans. Ég get ekki séð þig lengur í lifanda lífi. Ég get ekki talað við þig í lifanda lífi. Ég get ekki heyrt þig né skynjað í lifanda lífi. Ég get ekki skipst á hlýju við þig í lifanda lífi. Ég get aðeins hlaupið út í sjóinn og öskrað, meðan ég sé mynd þína í hugskoti mínu og vonað, trúað og vitað að þú lifir áfram í mér og öllum hinum. Vertu sæl, amma mín, og velkomin heim. Hrólfur Sæmundsson. dórsson, stílast þau á einn veg — hann var alls staðar prúðmenni og drengur góður, þótt kynni mín af manninum stæðu ekki í áravís. Þetta er ekki ofsögum sagt. I brauðstriti sínu var Stefáni í blóð borin sjómennskan meðan ald- ur og heilsa héldust í hendur og það var enginn svikinn, sem var honum samferða í því ölduróti. En þar sem og annars staðar á allt sinn endi, þegar aldur og heilsa skella í lás. Ég sagðist ekki ætla að teygja á langinn minningu, þótt ástæða væri til. Stefán heitinn hefði talið það af og frá og allra síst hæfði mærðarvæl. Það geislar háþrýstisvæði yfir minningu farins félaga — og eftir stendur hið forna tungutak, sem var og verður: Maður er manns gaman. Nú bíðum við þess að bráðum komi þessi broslausi dagur - og svo þetta högg. Þegar lif okkar er að lokum aðeins eitt lítið spor i morgundögg. (Matthías Johannessen.) Ég votta ættingjum og vinum hins látna samúð mína. Kristinn Gísli Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.