Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 17
Meirihluti
Norð-
manna á
móti ESB
SAMKVÆMT skoðanakönn-
un, sem gerð var á mánudags-
kvöld, er meirihluti Norð-
manna enn andvígur aðild að
Evrópusambandinu (ESB),
þótt Finnar hafi samþykkt inn-
göngu í sambandið í þjóðarat-
kvæði daginn áður. 51% voru
andvíg aðildinni, 31% með og
18% voru óákveðin. Þegar
spurt var hvernig þeir myndu
greiða atkvæði í komandi þjóð-
aratkvæði í Noregi ef Svíar
samþykktu aðild að ESB voru
48% andvíg inngöngunni, 41%
fylgjandi og 11% óákveðin.
27 kíló af úr-
ani finnast í
Moskvu
RÚSSNESKA leyniþjónustan
skýrðu frá því í gær að hún
hefði fundið 27 kfló af úran-
238 í samstarfi við lögregluna.
Nokkrir menn voru handteknir
vegna málsins og talið er að
þeir hafi ætlað að selja efnið
í Moskvu. Úranið var ekki
nothæft í kjarnavopn.
Rússneskur
blaðamaður
myrtur
BLAÐAMENN í Rússlandi
kröfðust þess í gær að stjómin
gerði þegar í stað ráðstafanir
til að stöðva „öldu hryðjuverka"
sem beindist að rússneskum
íjölmiðlum. Daginn áður hafði
rússneskur blaðamaður, sem
var að rannsaka tengsl skipu-
lagðra glæpasamtaka við her-
inn, látist þegar skjalataska,
sem hann opnaði á ritstjóm
dagblaðsins Moskovskíj Kom-
somolets, sprakk.
Kona seðla-
bankastjóri í
Rússlandi
BORÍS Jeltsín Rússlandsfor-
seti tilnefndi í gær lítt þekkta
konu, Tatjönu Paramonovu, í
embætti seðlabankastjóra til
bráðabirgða. Neðri deild
þingsins á eftir að taka afstöðu
til þess hver taki við embætt-
inu af Viktor Gerashtsjenko,
sem sagði af sér embættinu í
liðinni viku vegna þrýstings
frá Jeltsín.
Bossi bannar
tengsl við
blaðamenn
UMBERTO Bossi, leiðtogi
Norðursambandsins á Ítalíu,
olli miklu uppnámi í gær með
því að fyrirskipa þingmönnum
flokksins að ræða ekki við ell-
efu blaðamenn sem starfa fyrir
■ helstu dagblöð landsins. Hann
sakaði blaðamennina uin að
hafa af ásettu ráði rangtúlkað
ummæli hans í vikunni sem
leið um nýtt frumvarp frá
tveimur þingmönnum flokksins
um auðhringavamir. Blaða-
menn sökuðu Bossi um að vilja
koma á ritskoðun eins og tíðk-
aðist á valdatíma Mussolinis.
ERLENT
Reuter
ÍSRAELSKI herinn sprengdi í gær gamlar jarðsprengjur nærri landamærunum við Jórdaníu.
Friðarsamningur Israela og Jórdana senn staðfestur
Samið um vatnsrétt-
Jerúsalem. Reuter.
SHIMON Peres, utanríkisráðherra
ísraels, sagði í gær að stjórnvöld í
Jerúsalem vonuðu að friðarsamn-
ingurinn við Jórdani, sem nú er
verið að leggja lokahönd á, gæti
orðið fyrirmynd friðarsamnings við
Sýrlendinga. Ráðamenn Israela og
Jórdana hafa enn ekki gert allan
samninginn opinberan en embættis-
menn í ísrael skýrðu erlendum
stjórnarerindrekum frá helstu atrið-
um hans á mánudagskvöld. Form-
leg undirritun samningsins verður
26. október á landamærunum.
Aðalatriði samnings Israela og
Jórdana eru sem hér segir:
►ísrael mun leigja nokkur lítil
landamærasvæði af Jórdönum.
►ísrael mun láta Jórdani hafa 40
milljónir rúmmetra af vatni úr ánni
Yarmuk á ári og 10 milljónir að
auki með því að eima hreint vatn
úr saltmenguðu vatni í lindum ná-
lægt Galíleuvatni.
►israel mun taka þátt í fram-
kvæmdum við að vinna 100 milljón-
ir rúmmetra vatns að auki, m.a.
með því að byggja tvær stíflur í
Yarmuk og ánni Jórdan.
►Jórdanía mun ekki taka þátt í
bandalögum sem stefnt er gegn
Israel eða leyfa að landið verði
stökkpallur fyrir árásir þriðja aðila
á ísrael.
Auk þessa munu löndin koma
upp sendiráðum mánuði eftir að
samningurinn verður endanlega
staðfestur af þjóðþingunum.
ísraelar heita því að ráðfæra sig
við Jórdani áður en þeir semja við
Yasser Arafat um örlög palestínskra
flóttamanna sem hröktust úr landi
í stríðinu sem ísraelar háðu gegn
arabískum nágrönnum sínum 1948.
Margir þessara flóttamanna og af-
komenda þeirra búa nú í Jórdaníu.
ísraelar munu láta af hendi yfir-
ráð sín á um 300 ferkílómetra spildu
á suðurlandamærum ríkjanna sem
Jórdanir hafa krafist en tvær ísra-
elskar bændabyggðir á svæðinu fá
leigusamning til 25 ára sem hægt
verður að endurnýja.
Er Israelar sömdu við Egypta
um Sínaí-skagann 1979 urðu allir
ísraelar sem tekið höfðu sér ból-
festu þar að hverfa á brott. Peres
gaf í skyn að samningurinn við
Jórdani gæti orðið fyrirmynd að
samningum við Sýrlendinga um
Gólanhæðir, er ísraelar hersitja en
ein helstu vandkvæðin í þeim eru
byggðir þúsunda ísraelskra bænda
á hæðunum.
Samningur Kína og
Bandaríkjanna
Minni um-
svif hers í
atvinnulífi
Peking. Reuter.
KÍNVERJAR og Bandaríkjamenn
undirrituðu á mánudag samning
um samvinnu með það að mark-
miði að færa hergagnaframleiðslu
og ýmis konar aðra starfsemi frá
kínverskum hermálayfirvöldum til
ríkis og fyrirtækja, auk þess sem
áhersla verði lögð á framleiðslu
hluta til friðsamlegri nota.
Fyrsta skrefið er að flugumferð-
arstjóm, sem er í höndum hersins,
verði ríkisrekin, í von um að bæta
starfsemi hennar en flugöryggis-
mál era þar í miklum ólestri, að
sögn embættismanna.
Framleiðsla varnings til
friðsamlegra nota
William Perry, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, og Ding
Henggao, ráðherra vísinda, tækni
og iðnaðar í varnarmálum, undir-
rituðu samning þjóðanna í Peking.
Mun hann auðvelda samningagerð
iðnfyrirtækja og ýta undir sam-
vinnu. Sögðu ráðherrarnir að
mörg fyrirtæki, sem framleiddu
hergögn, hygðu nú á framleiðslu
varnings til friðsamlegra nota.
Kynna þyrfti þetta eins og kostur
væri. Meðal þess sem er til um-
ræðu er framleiðsla á rafbílum í
Kína.
Þrýst á um mannréttindi
Perry er í fjögurra daga heim-
sókn í Kína og mun auk samnings-
ins þrýsta á kínversk stjórnvöld
um að gerðar verði umbætur í
mannréttindamálum, kjarnorkutil-
raunum verði hætt og öðram þjóð-
um ekki látin í té þekking á fram-
leiðslu eldflauga.
I tilefni af
afmœli hússins
MÆLIS
MATSEÐILL
> reyktum lunda,^^^^
Blandað ferskt salat með reyktum lunda,
ristuðum fúruhnetum og hindberja „vinaigrette"sósu.
Laxa- og lúðusamleikur í grænmetisbeði á grænum grunni.
Iréttir
Humarfylltar kjúklingabringui
kóngasveppasósu.
abrinuurfw^WIR n
með eplabitum í
Grillaður skötuselur með sítruslegnum hörpufiski og hvítlauks-
saffronsósu.
Eldsteiktar kálfaorður í koníaksbættri grænpiparsósu.
Grand Mariner ísfrauðWHK
Kampavínsterta með kanilkremi.
átiftéttir
TTTiiir. kr. 19 94
með karamellusósu.
IMPACT dagur
fimmtudaginn 20. október 1994 kl. 13.30
í Hvammi, Holiday Inn
Veist þú að Evrópusambandið reiknar
með að upplýsingaiðnaðurinn muni
skapa 15 milljón störf í Evrópu
árið 2000?
Dagskrá:
13.30 Ávarp Daviðs Oddssonar, forsætisráðherra
13.40 Upplýsingaþjóðfélagið í Evrópu
' Framtíðarhorfur, vandamál og aðgerðir, R.F. de
Bruine, forstjóri IMPACT (erindið verður á ensku).
14.30 Kaffi
14.45 Pallborðsumræður
(umræðurnar fara fram á íslensku).
Þátttakendur:
R.F. de Bruine, forstjóri IMPACT
Ari Skúlason, hagfræðingur ASl
Eyjólfur Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra
Friðrik Sigurðsson, formaður Fagráðs í upplýsingatækni
Gunnar M. Hansson, forstjóri Nýherja
Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Stöðvar 2
Ólafur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vöku-Helgafeils
Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri samgönguráðuneytis
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs
16.45 IMPACT degi slitið
Fundarstjóri erJón Þór Þórhallsson, formaður SÍTF
og varaforseti CECUA.
Ekkert þátttökugjald er innheimt, en þátttöku þarf að tilkynna til
Hörpu Halldórsdóttur i síma 886666 fyrir kl. 16.00 þann 19. október.
M 9410