Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 23 AÐSENDAR GREINAR Helgi Hálfdanarson Leikgerð AÐ UNDANFORNU hefur nokkuð verið rætt um það fyrir- bæri sem á leikhúsmáli kallast leikgerð. Þær umræður hafa far- ið fram í útvarpi og blöðum, á fundum og víðar á mannamót- um. Einkum þykir álitamál hversu langt höfundur leikgerð- ar geti gengið, þegar hann hag- ræðir verki annars manns að eigin geðþótta, án þess að fram komi nýtt hugverk, sem hann hljóti sjálfur að kalla sitt. Þessu er kannski vandsvarað nema fyrir liggi almennt viður- kennd skilgreining á því hug- taki, sem orðið leikgerð á að vísa til. En þar virðist eitthvað á skorta. Að minnsta kosti er það orð hvergi að finna í orða- bókum. Nokkuð föst málvenja hefur þó skapazt um merkingu þess. Það hefur verið látið tákna leikverk, sem gert er upp úr öðru skáldverki, einkum eldra leikriti, með áhrifamiklum breyt- ingum á sjálfri formgerð þess, svo sem verulegum brottfelling- um og tilfærslu á texta, ellegar öðrum aðgerðum sem raska eðli þess eða tímaskeiði. Þykja mætti sjálfsagt, að eftir slíkar aðfarir veri verk ekki leng- ur kennt við frumhöfund sinn án fyrirvara, heldur eignað höf- undi leikgerðar með fullri ábyrgð hans. En sú ábyrgð hlyti að veita honum fullt frelsi til að gera við verkið hvað sem honum sýndist. Þá yrði fliítt hans leikverk, sem frumhöfundur yrði varlega bendlaður við. Þó gæti það farið eftir atvikum, hversu smekklega hirm nýi höfundur teldist ijalla um frumverkið. En það er önnur saga. Nokkuð hefur gætt þess sjón- armiðs, að leikverk megi eftir sem áður teljast verk frumhöf- undar, þó að brottfellingar séu afdrifaríkar og atriði færð til í textanum, ef allt sem eftir stend- •ur telst frá honum komið. Víst má þetta þó orka tvímælis. Oft hefur undirritaður á það bent, hve hraklega þess háttar aðgerð- ir hafa stundum bitnað á verkum Shakespeares, sem reyndar eru mjög viðkvæm í þessu tilliti. Þegar þau eru stytt, þarf vita- skuld að gæta þess, að efnis- þráður haldist óslitinn. Það sem hægt er að fella brott, er því öðru fremur sá heillandi skáld- skapur, sem er sjálft mark Sha- kespeares á verkum hans. Þetta hef ég einhvern tíma leyft mér að kalla svo, að þá sé Shake- speare rekinn út úr sínum eigin verkum. Setjum svo, að leikara yrði falið að flytja kvæðið Gunnars- hólma á samkomu. Vegna þrengsla á dagskrá yrðu honum skammtaðar þijár mínútur til flutningsins. Hann þyrfti því að stytta kvæðið um helming. En þetta væri létt verk. Vitaskuld yrði hann að halda til haga sjálfri frásögninni af því, þegar þeir bræður, Gunnar og Kolskeggur, ríða frá rausnargarði hæstum undir Hlíð áleiðis til strandar, þar sem stígið skal á borðfagra skeið, sem bíður þess fyrir landi að flytja þá báða í útlegð. En á miðri leið snýr Gunnar aftur, því nú áttar hann sig á því, hvað hlíðin er fögur. Það sem auk þessa hefur sagt verið í kvæð- inu, er ekki annað en náttúrulýs- ing, sem kemur ekki þessum meginþræði sögunnar við, að minnsta kosti ekki beinlínis. Og kjarni málsins skal hreinsaður af öllu óþarfa-glingri. Næst kæmu línurnar um grimmlega fjendur sem ijötruðu góðan dreng í heljar böndum. Og ioks væri tilvalið, að láta kvæðið enda á línunUm þar á undan: „Því Gunnar vildi heldur bíða hel/ en horfinn vera fóstuijarðar strönd- um.“ Nú væri öllu réttlæti full- nægt. Sá þáttur úr jarðfræði- sögu íslands, sem fólginn er í kvæðislokum Jónasar um „hól- mann“, á hingað lítið erindi. Hér væri hvert einasta orð sprottið upp úr frumkvæðinu sjálfu. Og spyija mætti: Gæti leikarinn þá ekki með fullum sanni sagzt flytja kvæðið Gunn- arshólma eftir Jónas Hallgríms- son? Ýmsum kynni að þykja það meira en váfasamt. Naumast yrði þessi nýi Gunnarshólmi eignaður öðrum en leikaranum sem þá „kvæðisgerð" setti sam- an, þó væntanlega yrði hann ekki formálalaust sagður aleinn um hituna. Kannski gæti hann sagzt flytja kvæði Jónasar „stytt“, ef hvorki væri haggað orði né línur fluttar til umfram það sem af-brottfellingum leiddi. Fyrir því mætti kallast nokkur hefð. Og skal þó ósagt látið, hvernig Jónas brygðist við svo sanngjörnum leiðréttingum. Ósjaldan þykir þörf á að færa klassísk leikverk „til nútímans“, því áhorfendur tækju ekki mark á „hundleiðinlegum safngrip- um“; auk þess sé þeim fyrirmun- að að skilja fyrr en skellur í tönn- um. Þessum fágaða bókmennta- smekk má oft fullnægja án telj- andi endurbóta á texta. Skugga- Sveinn gæti skálmað út úr helli sínum í gúmmístígvélum með sína skammbyssuna í hvorri hendf og grenjað: „Drepum, drepum!“, til þess að minna áhorfendur á skálmöld vorra daga. Atgeir væri hvort sem er tilgangslaust að sýna nútíma Islendingum, sem ekki bæru neitt skynbragð á þvílíkt appar- at. Síðan væri þjóðráð að láta Ketil skjóta sýslumannsblókina, til dýrðar hollri bjartsýni, áður en tjaldið félli. Ef þetta héti túlkun á Skugga-Sveini Matthíasar, mætti hún kallast hæversk og viturleg hjá þeirri útreið sem Lér konungur sætti í nafni Sha- kespeares sjálfs fyrir nokkrum áruin á leiksviði í Reykjavík, þar sem erlendur afburða-leikstjóri var að verki. Sá ætlaði aldeilis ekki að sólunda snilli sinni á steindautt og drepleiðinlegt leik- rit, sem áhorfendur væru fyrir löngu orðnir leiðir á, þó að þeir hefðu aldrei séð það áður. Við þennan nýja Skugga- Svein væri þrátt fyrir allt ekkert að athuga, ef hann væri fluttur í nafni þess sem leikgerðina semdi, og síra Matthías ekki borinn fyrir verkinu. Víst má svo virðast sem á bak við ýmsar leikgerðir laumist sú hégómlega árátta sumra leik- stjóra að setja sem gleggst sín eigin fingraför á klassísk verk, svo að ekki fari milli mála hver það er, sem með snilligáfu sinni bjargar því sem bjargað verður. Hins vegar væru litil hyggindi að eigna sér einum verkið, því betra er að kallast frumlegur leikstjóri en ófrumlegur höfund- ur. SYNING / tfoar f9. ofrt. A*ó Irl. XS-fff ROBEX 320 LC 32 tonn Hlaðin aukabúnaði! * CAPO tölvukerfi. * Rafmagnsdæla fyrir eldsneytisáfyllingu. * Miðstöð, loftkæling, sóllúga, útvarp. * Sterkar hlífar, varahluta- og verkfærasett. * Höfuðstöðvar HYUIMDAI eru í Hollandi. Frábær gæöi — ótrúlegt verö Sparíð MILLJÓNIR . og veljið w Skútuvoai 12A. 104 Skútuvogi 12A, 104 Reykjavík Sími 812530 ATH.: einnig YANMAR smágröfur HYUNDAI VÖKVAGRAFA Vertii Mffi í lakkqnli %eÍB! Á Bylgjunni frá 1. ■ 29. október. Þátttökuseðlar leiksins eru á Ágætis kartöflupokum. Það eina sem þátttakendur þurfa að jjera er að klippa miðann af pokanum og setja hann í Agætis póstkassa eða senda til Bylgjunnar, Lynghálsi 5, frá 1. til 29. október. Dregið verður úr lukkupottinum á hverjum virkum degi á Bylgjunni. Þrjú hundruð heppnir þátttakendur fá 1000 kr. úttektarmiða á Hard Rock Cafe. Og sá allra heppnasti fær nýjan Renault Twingo frá Bílaumboðinu hf. að verðmæti kr. 838.000.-, sem dreginn verður út laugardaginn 5. nóvember í beinni útsendingu á Bylgjunni. DNNO tíVNflBOnÐ ViOlSVÐNlSAIÐnV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.