Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Friðun á N-Atlants-
hafslaxinum
FRÁ aðalfundi LS 1975, 25. ára starfsafmæli. Talið frá vinstri:
Hákon Jóhannsson, formaður LS, Finnbogi Guðlaugsson, fundar-
stjóri, Friðrik Sigfússon, gjaldkeri LS, Gunnar Bjarnason, ritari LS.
Ljósm. Hákon Jóhannsson.
LAXFOSS í Norðurá, Borgarfirði. Norðurá ásamt nokkrum lands-
þekktum laxveiðiám rennur í Hvítá. Þar hafa laxveiðilagnir verið
keyptar að frumkvæði SVFR, sem hefur jafnan sýnt fiskfriðunar-
og ræktunarmálum áhuga.
TILEFNI _ þessarar greinar eru
tvær fréttir. í „Veiðifréttum", frétta-
bréfí SVFR í júní sl. segir m.a.:
„Rúm fjögur ár eru nú liðin frá því
að íslendingar hófu baráttu fyrir
friðun laxastofnsins á Atlantshafi."
Þetta er ekki rétt. Hin fréttin birtist
í Morgunblaðinu þann 10. maí sl.
með fyrirsögninni: „Frumkvöðull
heiðraður". Þessa frétt má skilja
þannig að Orri Vigfússon sé frum-
kvöðuil að friðun á laxveiði í N-Atl-
antshafi. N-Atlantshafs-laxveiði-
sjóðurinn var stofnaður fyrir fáum
árum. Með honum hefur verið unnið
ágætt starf, sem ber að styrkja. Tek
ég þar undir hvatningarorð SVFR.
Orri hefur unnið vel í þágu Atlants-
hafslaxveiðisjóðsins, en það er ekki
rétt að hann sé frumkvöðull að frið-
un á laxastofni N-Atlan_tshafsins.
Hver var þá frumkvöðull? Á alþjóða-
vettvangi tel ég það hafa verið
Kanadamenn.
Ég tel að Kanadamenn
hafi veríð frumkvöðlar
á alþjóðavettvangi að
friðun laxastofna í N-
Atlantshafi, segir
Hákon Jóhannsson,
og málið var þegar rætt
í stjórn Nordisk Sport-
fisker Union 1967.
Brautryðjandi hér á íslandi
var Landssamband
stangaveiðifélaga
Með tilvísun til ofanritaðs og
vegna þeirra, sem ekki er kunnugt
um þau miklu störf, sem fyrst voru
unnin til verndar laxastofni í N-Atl-
antshafi ætla ég að skýra frá þeim
í stuttu máli.
Stjórn Landssambands stanga-
veiðifélaga (skammstafað LS) gerði
sér fljótlega ljóst að íslenska laxa-
stofninum gæti hugsanlega stafað
hætta af úthafsveiðum við V-Græn-
land. Þetta mál var því tekið fyrir á
aðalfundi LS haustið 1966. Sam-
kvæmt ósk undirritaðs, sem þá var
í stjórn LS, var mál þetta tekið fyrir
á stjórnarfundi Nordisk Sportfisker
Union (skammstafað NSU) hér í
Reykjavík haustið 1967.
Á þessum fundi í NSU, 10. sept-
ember 1967, í Reykjavík var sam-
þykkt ályktun, þar sem lagt er til
að laxveiðar á alþjóðahafsvæðum í
N-Atlantshafi verði bannaðar.
Ályktun þessi markar tímamót að
því leyti að hún er, mér vitanlega,
fyrsta alþjóða ályktunin, sem sam-
þykkt var um bann við laxveiðum á
alþjóðahafsvæðum í N-Atlantshafi.
Hér á íslandi vann Landssamband
stangaveiðifélaga merkilegt braut-
ryðjandastarf.
Næstu árin voru laxveiðar í N-Atl-
antshafi eitt af aðalmálum LS og
NSU. Margar ályktanir voru sendar
báðum alþjóðafiskveiðinefndum N-
Atlantshafs, ICNAF og NEAFC, til
frekari áherslu. Þegar mál þessi
komu til umfjöllunar voru Danir
mjög harðir í andstöðu sinni. Á fundi
í NEAFC í maí 1969 í London var
samþykkt tillaga, efnislega á þá leið
að meirihluti nefndarinnar er sam-
mála um að leggja til að banna lax-
veiðar fyrir utan fiskveiðilögsögu á
áhrifasvæði nefndarinnar í N-Atl-
antshafí. Á móti voru Danmörk,
Svíþjóð og V-Þýskaland. í ICNAF
var á fundi í Varsjá í júní 1969 sam-
þykkt efnislega svipuð tillaga af
meirihluta nefndarinnar. Nú, eins
og áður greiddi Danmörk atkvæði á
móti.
Vegna neikvæðrar afstöðu Dana
og Svía skrifuðu LS og NJFF hvort
fyrir sig bréf til forsætisráðherra
Islands og Noregs um að ríkisstjórn-
ir þeirra beittu áhrifum sínum til
þess að fá ríkisstjórn Danmerkur og
Svíþjóðar til þess að falla frá and-
stöðu sinni. Fyrst í stað gætti af-
skiptaleysis hjá íslenskum stjórn-
völdum, en þetta breyttist. Eg er
þeirrar skoðunar að sú athygli, sem
Landssamband stangaveiðifélaga
vakti með starfi sínu hafi haft áhrif.
Veiðimálaráðstefna á vegum LS
var haldin 12.-13. desember 1969.
Þar voru laxveiðar í N-Atlantshafi
á dagskrá. Ingólfur, heitinn, Jóns-
son, þáverandi landbúnaðarráð-
herra, flutti þar erindi. Þar sagði
hann m.a.: „Afstaða okkar gagnvart
veiði í úthöfunum er skýr og ákveð-
in. Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir full-
trúa okkar, sem mæta á alþjóðaráð-
stefnur, að greiða atkvæði með
banni við laxveiði í sjó, jafnt í úthöf-
um, sem nær ströndum."
Það var stöðugt unnið áfram að
þessum málum og Danir urðu fyrir
miklum þrýstingi. Bandaríkin og
Kanada gáfu út sameiginlega yfir-
lýsingu um áramótin 1971-1972,
þar sem þau hvöttu til að laxveiðum
í úthafi N-Atlantshafsins yrði hætt.
í febrúar 1972 gerðu Danmörk og
Bandaríkin samning þar sem Dan-
mörk skuldbatt sig til þess að draga
úr laxveiðum í úthafinu næstu 4
árin og hætta þeim fyrir 1976. Jafn-
framt lofuðu Danir því að takmarka
laxveiðar í fiskveiðilögsögu Græn-
lands.
Landssamband stangaveiðifélaga
stóð í sambandi við ýmsa aðila, sem
störfuðu mikið að þessum málum.
Má þar nefna International Atlantic
Salmon Foundation í Kanada. Wilf-
red M.C. Carter, framkvæmdastjóri
stofnunarinnar, kom hingað 1972
og flutti erindi á vegum LS. (Hann
er nú formaður West Greenland
Commission hjá NASCO.) Einnig við
Atlantic Salmon Research Trust í
Englandi svo og við Rich. Buck, for-
maður CASE í Bandaríkjunum, og
Lee Wulff, en þeir voru meðal kunn-
ustu áhugamanna um laxveiðimál í
Bandaríkjunum.
Niðurlagsorð
Kanadamenn, Bandaríkjamenn,
Norðmenn, Englendingar svo og ís-
lendingar létu friðun á laxastofni í
N-Atlantshafi mjög til sín taka. Danir
voru andsnúnir takmörkun eða banni
á laxveiðum á alþjóðahafsvæði í N-
Atlantshafi. Það mun einkum hafa
verið vegna þrýstings frá Bandaríkja-
mönnum að þeir létu undan.
Aðal heimildir: Greinargerð LS um
laxveiði í N-Atlantshafi, Veiðimála-
stofnun, NJFF, NSU, NASCO o.fl.
Höfundur er fyrrverandi
formaður Landssambands
stangaveiðifélaga ogfyrrv.
formaður Nordisk Sportfisker
Union.
Vikutilboð
tse*'1
-\
FAGOR LVE-95E
Stgr.kr.
44.900
Afborgunarverö kr. 47.300 - Visa, Euro, Munalán
RONNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68
- Glœsileg tilboð-Frábœrt verð -
Nýtt
kartatímabil
KMk
VERSLUNI BORGARKRINGtUbfffl. SÍMi 677340
20% afsláttur
aföllum fatnaði
og indíánaskóm.
FIOmLDIO
BORGARKRINGLAN
103 Reykjavík.
Sími 68 95 25.
K
20%
afsláttur
afbolum
og úilpum
frá ..
Á Borgardögum kynnir Slysavarnafélag íslands ,
öryggisvörur fyrír heimili - Starfsmenn SVFÍ leidbeina foreldrum
um öryggi og hvernig megi draga úr slysum á börnum á heimilum I...Í<amCL:
GAmtrl(&ufí3Su'>,;_
ichnh
Gríllborgarinn
okkar með fjórum
áleggstegundum,
frönskum og
20% afsláttur á
Borgardögum.
Þú greiðir aðeins
kr. 500
19.-22.
aktáber