Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Dagskrá Ung-
listar í dag
DAGSKRÁ Unglistar 94 í dag mið-
vikudag er eftirfarandi:
Kl. 15-21 myndlistarsýning í Gall-
erí Hressó Áusturstræti, einnig
myndlistarsýning í Gallerí Blindflug
við Lækjargötu á sama tíma.
Kl. 12—17 ljósmyndasýning Ung-
listar í Háskólabíó, opin almenningi,
en frá kl. 17 er sýningin aðeins opin
bíógestum.
Kl. 16-19 rokktextasmiðjan í
Hinu húsinu, lokaorð.
Kl. 20.30 blönduð menningardag-
skrá í Ara í Ögri í umsjón Lista-
félags FB.
Kl. 21 djasstónleikar á Kaffi
Reykjavík á vegum Djassdeildar FÍH.
Kl. 23 Rokk í Reykjavík í Háskóla-
bíói, heimildarmynd eftir Friðrik Þór
Friðriksson.
-------♦ ♦.♦------
Djasstónleikar
og listakvöld
DJASSTÓNLEIKAR verða á Kaffi
Reykjavík í kvöld kl. 21, einnig
stendur Listafélag Fjölbrautaskólans
í Breiðholti fyrir blandaðri menning-
ardagskrá á Ara í Ögri við Ingólfs-
stræti kl. 20.30.
Djasstónleikarnir eru haldnir í
samstarfi við djassdeild FIH og koma
þar fram sex hljómsveitir.
SVIÐSMYND Axels H. Jóhannessonar er óvenjuleg, með bogum, gluggum og tannhjóli á hægri ferð. Hér sjást Magnús Ólafsson,
Ari Matthíasson, Vigdís Gunnarsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Rétturinn
til að vera
öðruvísi
Sigrún
Hjálratýsdóttir
Björk
Jónsdóttir
Garðar Tóraas
Cortes Tómasson
Sálumessa
Rautavaara
og óratóría
Tippetts
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT íslands
heldur tónleika í Hallgrímskirkju á
fímmtudag kl. 20. Kór Islensku óper-
unnar og fjórir einsöngvarar, þau
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Björk Jóns-
dóttir, Garðar Cortes og Tómas Tóm-
asson, taka þátt í tónleikunum en
stjórnandi verður Osmo Vánská.
Þetta eru fyrri kirkjutónleikar í blárri
röð og flutt verða tvö tónverk frá
þessari öld. Finninn Einojuhani
Rautavara samdi Sálumessu á okkar
tímum og óratórían Barn okkar tíma
er eftir Michael Tippet frá Bretlandi.
Sálumessa Rautavara er samin
fyrir málmblásara og slagverk. Þar
fylgir tónskáldið messuforminu þó
enginn sé söngurinn. Óratóría Tipp-
etts er hefðbundin með ljórum ein-
söngvurum og kór. Kveikjan að verki
Tippetts var atvik sem átti sér stað
í nóvember 1938 þegar 17 ára gam-
all Pólveiji skaut þýskan sendifull-
trúa til bana á götu í París í mót-
mælaskyni fyrir morð nasista á for-
eldrum hans. Þessi atburður og upp-
haf síðari heimsstyijaldarinnar hafði
mikil áhrif á Tippett.
Tippett samdi sjálfur textann við
verkið eins og hann reyndar gerir
við öll sín tónverk. Óratórían var
frumflutt í mars 1944.
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á föstudag-
inn slóvenska leikritið Hvað um Leonardo.
Þórunn Þórsdóttir fylgdist með æfingum
í Borgarleikhúsinu og ræddi við Hallmar
Sigurðsson leikstjóra.
MARTIN veit auðvitað hver maðurinn er, það er helst sjónin
sem ruglar hann stundum. Þorsteinn Gunnarsson og Pétur
Einarsson í hlutverkum sínum.
HVAÐ um Leonardo, spyr
ung fræðikona í sam-
nefndu leikriti. Hvernig
myndum við koma fram
við hann núna og mörg önnur and-
ans stórmenni? Sum þeirra teldust
tæplega eðlileg og ef til vill þætti
best að loka þau inni á stofnun án
þess að gefa gaum sérstökum hæfi-
leikum þeirra. Sálfræðingurinn
DaSilva veltir þessu fyrir sér í leik-
ritinu sem frumsýnt verður í Borg-
arleikhúsinu á föstudagskvöld. Hún
telur rétt að nýta til hins ítrasta
einstaka námsgáfu sjúklings á
taugafræðistofnun, fylla hann af
þekkingu án tengsla við tilfinningar
og sjálfstæðan vilja. Martin, pylsu-
kaupmaðurinn sem fór yfir um, á
verða ofurmenni. Þetta verður tii-
raunaverkefni XXX.
Dr. Hoffman, yfirlæknir á stofn-
uninni til margra ára, er því algjör-
lega andsnúinn. Hann vill einungis
leyfa fólkinu að lifa í sínum heimi,
þar sem því líður vel, með ofgnótt
eða skorti á eðlilegum eiginleikum.
Þú ætlar að gera
skrímsli úr Martin,
segir hann við sálfræð-
inginn, sem spyr á
móti hvort honum detti
aldrei í hug að reyna
að lækna einhvern
sjúklinganna. Áhorfandinn spyr svo
hvaða lækning feiist í aðferðum
DaSilva og hvaða rétt hún hafi til
að mata Martin á þekkingu eins
og hvert annað vélmenni. Sjálf tek-
ur DaSilva að efast eftir að kaldrilj-
aður vísindamaður, kannski útsend-
ari stjórnvalda, kemurtil skjalanna.
Kunnugleg saga um að vélmenni
snúist gegn sköpurum sínum tekur
á sig mynd og tilraunaverkefni XXX
lýkur með öðrum hætti en ætlað
var.
í leikritinu segir fyrst frá lífinu
á stofnuninni. Þar er allt með friði
og spekt: Sérkennileg reiknings-
dæmi og fimmaurabrandárar, dans
með flókaskó vistmanna, pendúla-
gleraugu, óperuaríur á stól, sím-
þjónusta sælkerabúðar og lykt af
geimgeislum. Hjúkrunarkonan ekki
lengur hissa á nokkrum hlut frekar
en dr. Hoffman sem fer með ljóð
ef nauðsyn krefur.
Þessari mynd raskar DaSilva.
Hún er að vinna að doktorsritgerð
í sálfræði og hefur fengið leyfi til
að rannsaka vistmann á heimilinu.
Sálfræðileg meðferð getur að henn-
ar áliti hjálpað Martin. Hún kallar
eiginkonu hans til þrátt fyrir mót-
mæli dr. Hoffmans og þar kemur
að Martin bregst við. Hann verður
stjarfur og lengi næst ekkert sam-
band við hann. Svo vaknar hann
gjörbreyttur maður, hermir eftir
öllu sem hann sér og heyrir og
kveikir þannig hugmyndina um
námstölvu og hugsanlegt ofur-
menni.
Tilraun DaSilva vekur athygli og
peninga skortir ekki lengur. Eigin-
kona Martins gefur vísindamönnun-
um fijálsar hendur og
fjölmiðlakona mætir á
heimilið með sjón-
varpsvélar. Dr. Ro-
berts kemur með opin-
bert fé og aðferðir sem
virðast miðast við að
gera bardagamann úr Martin. Hann
verður leiksoppur alls þessa, lærir
tungumál og fræði, hljóðfæraleik
og bókmenntatexta. Þeir fléttast á
fallegan hátt í sýninguna en eiga
þar líka þátt í háskalegum atburð-
um.
Hallmar Sigurðsson Ieikstjóri
segir ekki auðvelt að flokka þetta
leikrit. Það sé fyndið og skemmti-
legt með harmrænum undirtóni og
hafi að auki bæði spennu og ádeilu.
„Við þykjumst merkja að höfundin-
um þyki vænt um lífið í öllum sínum
margbreytileika," segir Hallmar,
„hann telur ekki réttlætanlegt að
Of eða van
í alvarlegum
gleðileik
HERRA Hnus finnur góða lykt af sálfræðingnum.
Ari Matthíasson og María Sigurðardóttir leika þau.
þröngva fólki í það form sem við
köllum eðlilegt. Dæmið sem hann
tekur er óvenjulegt, fólk sem hefur
skaddast á heila eða taugakerfi og
hefur minna eða meira en gengur
og gerist af ýmsum eiginleikum.
Aðalpersónan, Mártin, virðist hafa
giatað eigin sjálfi og leikur öll
möguleg hlutverk áður en hann lok-
ast. Tilraunin með hermigáfu hans
vekur síðan spurningu um til hvers
slíkir hæfileikar séu ef maðurinn
getur ekki valið sjálfur hvernig
hann nýtir þá.“
Leikrit Evalds Flisar var frum-
sýnt í Ljubljana fyrir tveimur árum.
Flisar hefur verið afkastamikill höf-
undur og skrifar bæði á slóvensku
og ensku. Hann er víðförull og kem-
ur til íslands í vikunni í tilefni sýn-
ingarinnar. Hingað kemur líka sjón-
varpsfólk frá Slóveníu og fulltrúi
rithöfundasartibands landsins til að
ræða við íslenska höfunda. Reykja-
víkurborg og menntamálaráðuneyt-
ið styrkja ferðirnar sem lið í menn-
ingarsamstarfi íslands og Slóveníu.
Hallmar segir ákveðið að sýna ís-
lenskt leikrit í Ljubljana á næsta ári.
Hann fór þangað síðasta vor að
leikstýra verki eftir Ólaf Hauk Sím-
onarson. Það var í slóvenska út-
varpinu, en forstöðumaður leiklist-
ardeildar þess er jafnframt formað-
ur Sambands evrópskra útvarps-
stöðva. íslenskar bókmenntir eru
þema ársins hjá sambandinu og
smáþjóðir fá þar síðan áfram at-
hygli, næsta ár verður sérstaklega
minnt á slóvenskar bókmenntir og
eistneskar árið 1996.
„Slóveníuferðin var afar
skemmtileg," segir Hallmar, „ég
fann einlægan áhuga á íslenskri
menningu. Raunar var áhuginn
gagnkvæmur, mér fannst slóvenskt
leikhús mjög spennandi og hafði
nokkur leikrit með mér heim. Eitt
þeirra var Hvað um Leonardo. Og
nú er ljóst að Ég er meistarinn eft-
ir Hrafnhildi Hagalín Guðmunds-
dóttur verður fært upp í borgarleik-
húsinu í Ljubljana. Það er ánægju-
legt og óvenjulegt að menningar-
tengsl verði svona bein og vafninga-
laus.“