Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSIIMS MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 41 Arfgeng fjölbreytni Erfðafræðin réttlætir ekki skiptingu manna í kynþætti Frá Örnólfi Thorlacius: í NÝLEGU hefti þýska vikuritsins Der Spiegel er fjallað um hug- myndir manna um kynþætti og kynþáttamun. í upphafi greinar, setn þessi pistill er sóttur í, er rifj- uð upp ófögur saga Þriðja ríkisins þýska, að því er hún snerti þessi mál, saga sem hófst með svæsn- um falskenning- um um kynþátta- mun og endaði í gasklefunum í Auschwitz. Hugmynda- smiðir nasista hugðust losa ríkið við „erfðasjúka afkomendur“. Síð- ar þróaðist þessi hugmynd yfir í að hafna „þjóðfélagslega óhæfum og miður æskilegum afbrigðum“ og „lífi sem ekki er vert að lifa“. Kynþáttahreinsararnir gengu allir út frá yfirburðum hins aríska kyn- stofns. Kynþáttahroki furðu lífseigur Þótt ríki Adolfs heitins eigi sér nú formælendur fáa virðist kyn- þáttahroki af þessu tagi furðu líf- seigur. Sanntrúaðir hugsjónasmið- ir reyna að færa sönnur á arf- genga yfirburði tiltekins kynstofns — - venjulega hins hvíta. Arthur Jensen, bandarískur sálfræðingur, reyndi svo seint sem 1969 að sýna fram á að það munaði 15 stigum í greindarvísitölu á svörtum og hvítum Bandaríkjamönnum, þeim fyrrnefndu í óhag, og að munurinn væri að verulegu leyti arfgengur. Þessu til staðfestingar báru menn blygðunarlaust saman börn blá- manna úr'fátækrahverfum og hvít börn velmegandi manna. Lucia Cavalli-Sforza ekki sammála Luca Cavalli-Sforza, mann- erfðafræðingur við Stanfordhá- skóla í Kaliforníu af ítölskum upp- runa, vekur athygli á því að svona rugli hafi vísindin hafnað fyrir löngu. Ég hef notið þeirra forrétt- inda að kynnast Cavalli-Sforza, en hann er viðurkenndur sem einn fremsti sérfræðingur á sínu sviði. Mér er því ánægja að því að kynna fræði hans lesendum þessa blaðs. Hann telur að ekki séu erfða- fræðilegar forsendur fyrir því að skipta mannkyninu í kynþætti: Ytri munur á norðurevrópumönn- um og afrískum pygmeum eða á indíánum í Suður-Ameríku og hrís- bændum í Kína felst í aðlögun að mismunandi loftslagi. Erfðir hör- undslitar og andlitsforms eru að- eins komnar undir nokkrum tugum gena. Einkenni sem aðgreina kynþætti eru léttvæg Þegar erfðafræðingar bera sam- an gen manna kemur í ljós gífur- legur breytileiki, sem tekur til fólks af öllum þjóðum og kynþáttum. Sérhver einstaklingur er heimur út af fyrir sig að því er erfðirnar varðar. Þau einkenni sem aðgreina kynþættina eru léttvæg í saman- burði við það. Til dæmis mætti finna meiri arfgengan mun á tveimur þýskum nýfasiskum snoð- kollum en á þeim og einhverjum þeirra víetnömsku gistiverka- manna sem þeir vilja losna við úr landinu. Cavalli-Sforza og samstarfs- menn hans hafa með samanburði á genum manna af ýmsum þjóðum rakið það hvernig mannkynið breiddist út um heiminn frá upp- haflegum heimkynnum í Afríku, en sú útþensla mun hafa hafist fyrir einum 100.000 árum. Að mati þeirra bjuggu menn Ömólfur Thorlacius VÍSINDI í Þriðja ríkinu: Erfðafræðingurinn Otmar von Verschuer, lærimeistari fangabúðalæknisins Josefs Mengele, við mælingar á lík- amsstærð. með nútímasniði ekki í Evrópu fyrr en fyrir um 35.000 árum. Framan af voru þeir veiðimenn og safnarar. Síðar komu fyrstu akur- ræktarbændurnir til Tyrklands frá Litlu-Asíu og fijósömu sléttunni milli Evfrat og Tígris. austan Úralfjalla. Höfundur grein- arinnar sem ég styðst við, bendir á að þetta komi illa heim við boð- skap nasista um „hið norræna, hreina blóð“. Ljóst hörund hvítra manna er ekkert einkenni ofurmenna. Það er að mati Cavalli-Sforza fremur seint til komið, eða snemma á tím- um landbúnaðar í Evrópu, þegar fábreyttur kostur, einkum kom- matur, leiddi til hörguls á D-vítam- íni. Þá náðu útfjólubláir geislar sólar einungis nógu djúpt niður í húð hinna bleikskinnuðu til þess að halda frá þeim beinkröm með því að ummynda steraefni líkam- ans í D-vítamín. Við þessar að- stæður valdi náttúran þá menn úr sem öðlast höfðu breytt gen er stýrðu ljósri húð. Fyrir okkur hvíta menn nú á tímum, sem fáum nóg af D-vítam- íni, er þessi hörgull á litarefni skað- legur, þar sem ljóst hörund er út- sett fyrir húðkrabba. Þegar fram líða stundir má þess vegna búast við því að afkomendur okkar þrói með sér þann brúnleita hörundslit sem trúlega einkenndi forfeður okkar fyrir einum 100.000 árum — eða verði sér úti um hann við kyn- blöndun. Hvítt hörund ekki einkenni ofurmenna Fyrir einum 6000 árum flæddi svo bylgja nýrra innflytjenda yfir Evrópu, gresjuþjóðir frá sléttunum Þetta er stytt endursögn á grein í Der Spiegel, 35/29.8.1994. Vererbtes Multikulti. ÖRNÓLFUR THORLACIUS, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Auglýsing Líf og íjör í „nýja“ Kolaportinu Besti tíminn í Kolaportinu Haustið er besti tíminn í Kolaportinu að sögn þeirra Kolaportsmanna og greinilega er eitthvað til í því, ef dæma má af aðsókn seljenda og gesta á markaðstorginu síðustu helgi. Laugardag og sunnudag buðu um 300 seljendur upp á nánast allt milli himins og jarðar og mikið var greinilega verslað þessa helgi. Nýja húsnæðið slær í gegn Frá því að Kolaportið flutti í Toll- húsið í vor hefur orðið mikil aukn- ing gesta og telja Kolaportsmenn að meðalfjöldi gesta sé nú um 30.000 um helgi. Samkvæmt vett- vangskönnun líkar nánast öllum gestum betur við nýja húsnæðið og að vel hafí tekist að ná þar upp góðri markaðsstemmningu. Nýja húsnæðið er talsvert stærra en það gamla og þar komast mun fleiri seljendur fyrir. Markaðsfélagstorg Kompudótið og matvælin eru allt- af vinsæl verslunarvara í Kola- portinu. Um síðustu helgi var þar einnig mikið úrval fatnaðar, leik- fanga, bóka, gjafavöru og búsá- halda, en listinn yrði óendanlegur ef telja ætti upp allt vöruúrvalið. Þó Kolaportið sé auðvitað fyrst og fremst markaðstorg, þar sem gestir fá meira fyrir krónurnar sínar, virðist staðurinn einnig þjóna mikilvægu félagslegu hlut- verki í borginni. Þar hittast gaml- ir kunningjar og á göngum Kola- portsins má oft sjá heilu ættar- mótin. Síld og kókosbollur Gestirnir eru á öllum aldri, úr öll- um þrepum þjóðfélagsins og af öllum landshornum ekki síður en seljendur. Meðal fastagesta má nefna ráðherra sem hefur sérstakt dálæti á síldinni frá Bergi á Fá- skrúðsfirði og ekki síður á kókos- bollunum hjá Sirrý. Þekktur við- skiptajöfur kemur í Kolaportið reglulega til að kaupa vönduð matvæli „því þar standa framleið- endur sjálfir á bak við vörur sín- ar“. Og ekki má gleyma ungum sem öldnum er njóta þess að grúska í kompudótinu og finna þar oft sannkallaða fjársjóði. Kolaportið er opið laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 11-17. LUCA Cavalli-Sforza: Erfðir hvers manns eru heimur út af fyrir sig. Rás L býöur upp á birtu og yl, kulda og myrkur, aiit á einni rás! Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2. Úr vetrardagskrá Rásar 2: Morgunútvarpiö 7-9: Morgunútvarpið vekur hlustendur og gefur þeim þær upplýsingar, sem þeir þurfa á köldum vetrarmorgni. Fréttum gærkvöldsins er fylgt eftir og fréttaritarar erlendis koma okkur í samband við umheiminn. Dagskrá síödegis 16-19: Stóru málin í þjóðfélagsumræðunni og smáu málin í kaffi- bollanum eru brotin til mergjar og Þjóðarsálin, sú eina og sanna, speglar hlustendum viðhorf þjóðarinnar. Tónlistarútvarp 9-16 og á kvöldin: Hér finna allir eitthvað viö sitt hæfi: Dægurlög, popp, blús, þjóðlagatónlist, þaö nýjasta og það elsta. Auk þess eru getraunir, gaman og alvara, ferðafróðleikur og margt fleira. Helgarútvarp Atburðir helgarinnar eru eltir uppi. Fylgst er með því sem er að gerast I tónlist, leiklist, myndlist og matarlyst. Skoðanaandstæðingar skylmast í Málpípunni. Svavar Gests er á sínum stað og ennfremur Þorsteinn Joð og tónlist allra heimshorna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.