Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 15 Endalok fyrsta og elsta trygging- arfélags landsins fyrirsjáanleg Bátaábyrgðar- félagiðíEyj- um lagt niður FÉLAGSFUNDUR Bátaábyrgðarfé- lags Vestmannaeyja samþykkti í síð- ustu viku að félagið hætti vátrygg- ingastarfsemi um næstu áramót og verði lagt niður síðar á árinu 1995. Félagið var stofnað 26. janúar 1862 og er því elsta tryggingafélag lands- ins, með 132 ára sögu að baki. Það mun hins vegar ekki uppfylla ákvæði laga um vátryggingastarfsemi sem taka gildi um áramótin, en þar eru gerðar strangar kröfur um eiginfjár- stöðu tryggingafélaga. Starfsemin dregist saman. Eigið fé félagsins er neikvætt um 1,5 milljónir og þyrfti að auka eigið fé um 50-60 milljónir til að halda félaginu gangandi. Það getur þó staðið við allar sínar skuldbindingar en ekki er útlit fyrir að mikill af- gangur verði af eignunum við slit þess. Þetta kemur fram í blaðinu Fréttum sem gefið er út í Vest- mannaeyjum. Starfsemi Bátaábyrgðarfélagsins hefur smám saman verið að dragast saman á undanförnum árum og eru nú einungis 25 bátar tryggðir hjá því. Tryggingamiðstöðin hefur verið bakhjarl þess frá árinu 1977 og keypti húsnæði af félaginu fyrir tveimur árum. Fyrr á árinu varð það fyrir þungu áfalli þegar það var dæmt í hæstarétti til að greiða út- gerðarmanni í Vestmannaeyjum 19 milljónir króna, eða samtals 50 millj- ónir ásamt dráttarvöxtum,- vegna Nönnu VE, sem fórst árið 1989. Fram kom hjá Gísla Ólafssyni, stjómarformanni Tryggingamið- stöðvarinnar, á félagsfundinum í síð- ustu viku að örlög Bátaábyrgðarfé- lagsins em ekkert einsdæmi. A land- inu eru sex svæðisbundin trygginga- félög sem eru í svipuðum sporum. Að minnsta kosti fjögur þeirra full- nægja ekki kröfunum um eigið fé og ekki hefur enn komið fram hvern- ig þau ætla að mæta þessu, að því er segir í Fréttum. Flug SAS til Lettlands SAS og Baltic International USA, BIUSA, hafa lagt til við flugmálayf- irvöld í Lettlandi, að þau ásamt lett- neska ríkinu stofni til nýs, alþjóðlegs flugfélags í landinu. Lettnesk flugmálayfii'völd hafa fallist á tillögu SAS um stofnun nýs flugfélags en lagt um leið til, að það hefði samstarf við BIUSA, sem á 49% hlutafjár í flugfélaginu Baltic Inter- national Airlines. Nýja félagið yrði að 51% í eign lettneska ríkisins, SAS og BIUSA myndu eiga 18% hvort og fjármálastofnanir á Norðurlönd- um 13%. Stefnt er að því að starfsem- in hefjist í næsta mánuði og verði komin í fullan gang í apríl nk. SAS mun sjá um þjálfun starfs- fólks, flugmanna, flugvirkja og ann- arra, og viðhald verður á þess veg- um. Einfaldar tölvu- framboðið fyrir notendur Umsvif erlendis sett undir eina stjórn Somers, New Yorkríki.Reuter IBM hefur ákveðið að einfalda framboð tölvu- gerða sinna til þæginda fyrir notendur og koma starfsemi sinni víða um heim undir eina stjórn, Ráðstafanirnar munu hafa uppsagnir í för með sér, en ekki er vit- að hve víðtækar þær verða. Tegundum einmenn- ingstölva IBM verður fækkað úr níu í fimm. Nýju vöruheitin eru IBM PC, (fyrirtækjat- ölvur), IBM PC Server (tölvur tengdar svæða- netum), ThinkPad (ferðatölvur) og Aptiva (heimilistölvur). Starfsemi IBM í heiminum verður sameinuð á einn stað í Research Triangle Park, Norð- ur-Karólínu. Auðveldari I meðförum Með nýju IBM-línunni er reynt að auðvelda notendum að velja sér tölvur, læra á þær og endurbæta. IBM skýrir nýja stefnu sína á þá leið að sambandið við meirihluta notenda hafi rofnað og flókin tækni, geysimikið úrval og margir mögu- leikar á endurbótum hafi ruglað þá i ríminu. Þessu vilji IBM breyta og einfalda hönnun, framleiðslu, merkingar, sölu og endurbætur á tækjum frá fyrirtækinu. IBM kynnti einnig nýjar tölvur undir um- ræddum vörumerkjum, þar á meðal fjölskyldu borðtölva - IBM PC 700 og IBM PC 300. Ollum einmenn- ingstölvum IBM fylgir hugbúnaðurinn IBM PC EasyTools, sem gerir stillingar auð- veldari, veitir greiðari svör við spurningum og auðveldar að verj- ast vírusum, búa til varaskrár og greina vandamál. IBM hyggst vekja athygli á hinni nýju stefnu sinni með víðtækri mark- aðsáætlun og auglýsingaherferð í sjónvarpi og á prenti. Fyrirtækið hefur einnig í hyggju að lækka verð á vissum tegundum ThinkPad og PS/2 um því sem næst 17% Lækkunin nær til fyririiggjandi tölvur af gerðunum ThinkPad 755C og 755CS og PS/2 módel 56, 57, 76 og 77. Lou Gerstner, forstjóri IBM Prófkjörserindi Péturs H. Blöndals á kosningaskrifstofunni í Skeifunni 11b Pétur H. Blöndal hefur tekið upp þá nýjung fyrstur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins til prófkjörs í Reykjavík að kynna skoðanir sínar og viðhorf til ýmissa brýnna þjóðmála í sérstökum 30 mínútna erindum sem hann heldur á kosningaskrifstofu sinni í Skeifunni 11 b. Laugardagur 15. okt. kl. 17.30 Félagslegar íbúðir. Ný hugsun. Búið. Sunnudagur 16. okt. kl. 17.30 Nýsköpun og atvinnuleysi. Hvers vegna viljum við ekki fjárfesta? Búið. IKV0LD Miðvikudagur 19. okt. kl. 21.00 Erlendar og innlendar skuldir. Skattar framtíðarinnar? Laugardagur 22. okt. kl. 17.30 Lífeyriskerfið. Staða þess og völd. Sunnudagur 23. okt. kl. 17.30 Skattamál. Eru skattar réttlátir, skilvirkir og atvinnuskapandi? Mánudagur 24. okt. kl. 21.00 Evrópusambandið. Eigum við að sækja um? Þriðjudagur 25. okt. kl. 21.00 Fiskveiðistefnan. Er aðeinstil ein lausn? Miðvikudagur 26. okt. kl. 21.00 Fé án hirðis. Jafnrétti. Hvers vegna erfarið illa með opinbertfé? Fimmtudagur 27. okt. kl. 21.00 Siðferði. Hvers virði er heiðarleiki? Allir velkomnir sem vilja kynna sér málefnið og skiptast á skoðunum við frambjóðandann. Kaffiveitingar á staðnum. Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Péturs H. Blöndals er í Skeifunni 11 b (í húsi Stillingar). Kosningaskrifstofan er opin daglega frá kl. 16 - 22.30 á virkum dögum frá kl. 12 - 22.30 um helgar. Leggjum grunninn að betri framtíð - tryggjum Pétri öruggt sæti á Alþingi Stuðningsmenn 1 sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.