Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 31
MARGRÉT
ÁGÚSTSDÓTTIR
+ Margrét Ágiístsdóttir var
fædd á Þingeyri við Dýra-
fjörð 30. mars 1928. Hún lést á
Landakotsspítala 8. október
síðastliðinn og fór útför hennar
fram frá Akraneskirkju 14.
október.
FYRIR framan mig er mynd tekin
á sólríkum degi í Borgarfirði í sum-
ar. Af tveimur konum í heitum potti.
Önnur er Magga. Hún brosir kank-
vís, skemmtir sér yfir leyndarmáli
sem aðrir laugargestir þekkja ekki.
Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem
| hún fer í sund og undir niðri er hún
| pínulítið kvíðin. En það er nú lítil
þörf á því, á fagurgrænum sundbol
I er hún tígulegust allra kvenna og
skemmtir sér undir niðri ágætlega
yfir uppátækinu. Því þannig er hún
Magga.
Einhveijum dögum síðar kem ég
af skemmtun og sæki stelpuna mína
í pössun til Möggu. „Var gaman,“
spyr sú stutta. „Já, mjög gaman,“
svara ég. „En samt alveg örugglega
ekki eins skemmtilegt og hjá okkur
ömmumöggu," segir hún. Og ég
I veit að það er alveg rétt, því þann-
' ig er hún Magga.
Góðar heimsóknir á Heiðarbraut-
ina, kaffí og kökur, málsverðir,
spjall um lífið og tilveruna, bömin
og barnabörnin, heimspeki, listir,
fortíð og framtíð. Allir velkomnir,
ungir og gamlir, ættingjar, vinir og
börn, vinir barna og barnabarna,
einn og einn eða heilu hjarðirnar.
Því þannig er hún Magga.
Og svo ertu farin. Svo miklu fyrr
en við höfðum búist við. Á fallegum
haustdegi, sem sómir vel konu eins
og þér. „Mikið áttu gott að hafa
lært svona margt,“ sagðirðu oft af
þinni óþörfu hógværð, eða: „Mikið
öfunda ég þig af því að þora þetta.“
Samt, elsku Magga, kunnir þú bet-
ur en flestir aðrir það sem er einna
erfiðast í henni veröld. Þú kunnir
og þorðir að vera góð manneskja.
Og því búum við hin lengi að. Því
þannig varstu, vinkona, og þakka
þér fyrir það.
Guðrún og
Ragnheiður Lára.
Okkur langar í fáeinum orðum
að minnast vinkonu okkar, Mar-
grétar Ágústsdóttur, eða Möggu
eins og við kölluðum hana alltaf.
Við kynntumst Möggu í gegnum
dóttur hennar þegar að við bjuggum
á Þingeyri við Dýrafjörð, en þar var
Magga fædd og uppalin. Á milli
okkar myndaðist góð vinátta og
væntumþykja.
Magga var svo góð og yndisleg
kona, við erum þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast henni. Það
var alltaf svo gaman að tala við
Möggu um heima og geima og oft
var þá stutt í grínið hjá henni.
Magga talaði oft um barnabörnin
sín sem eru orðin sjö og eru þau
dreifð innanlands sem utan, á Þing-
eyri, í Danmörku og í Svíþjóð.
Mikið fannst okkur gaman ef við
gátum gert henni greiða, það var
alltaf eins og maður hefði gefið
henni eitthvað stórkostlegt, hversu
lítill sem greiðinn var.
Sem betur fer veit enginn sína
ævi fyrr en öll er, en stundum erum
við rækilega minnt á það hversu
lífið er stutt og dýrmætt. Þá staldr-
ar maður við og leiðréttir stefnuna,
því skyndilega blasir tilveran við
okkur frá áður óþekktu sjónarhomi.
Elsku Edda okkar, Guðrún,
Gunnar og Guðmundur, við biðjum
góðan Guð að styrkja ykkur og
ykkar fjölskyldu á þessari erfíðu
stund. Minningin um Möggu mun
ávallt lifa í hjörtum okkar.
Valey og Guðlaugur.
Það hefur liðið skuggi yfir ná-
grennið við ótímabæra burtför hinn-
ar ástsælu konu, Margrétar Ágústs-
dóttur.
„Hún er farin frá okkur hún
Magga," var hvíslað í eyra mér um
morgunstund. Með hryggum huga
og tár á brá gekk ég út í garðinn
minn og dró fána í hálfa stöng í
þökk og virðingu við hina látnu vin-
konu mína.
Fyrir nærri fjörutíu ámm voru
ungar fjölskyldur að byggja sér hús
í_ nýju hverfi á Akranesi. Margrét
Ágústsdóttir og maðurinn hennar,
Ársæll Jónsson húsasmiður, voru í
þeirra hópi. Þau byggðu sér fallegt
hús á Heiðbraut 63. JFjölskylda mín
var á næsta leiti. Öll þessi hús í
hverfínu voru byggð af eigin hönd-
um þessa unga fólks, þar sem hver
hjálpaði öðrum í vinnuskiptum.
Hamarshögg og erill hinna starf-
andi handa dundu við oft nótt sem
dag, með gleði og háreysti. Og fjöl-
skyldurnar flykktust að, með hóp
af ungum bömum og mynduðu
dálítinn byggðakjarna. Ennþá
minnast börnin þessara bernsku-
daga með gleði. Byggjandi sér kofa
og bú úr spýtnarusli sem til féll og
VALBORG STEFANIA
G UÐMUNDSDÓTTIR
4> Valborg Stefanía Guð-
■ mundsdóttir var fædd á
Hróaldsstöðum í Vopnafirði
25. desember 1932. Hún lést á
heimili sínu i Reykjavík 7.
október síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá Áskirkju
14. október.
AÐEINS nokkur orð um mína góðu
vinkonu Valborgu Guðmundsdótt-
ur frá Vopnafirði. Þetta á ekki að
Ivera nein ættartala, heldur smá-
kveðja. Ég kynntist Valborgu árið
1949. Þegar ég var 14 ára en hún
16 ára unnum við á Akureyrarspít-
ala. Valborg giftist seinna móður-
bróður mínum og bjó á Þórshöfn
á Langanesi. Þau eignuðust níu
böm en átta þeirra eru á lífi.
Valborg var alltaf kát og hress,
trygg vinum sínum og öllu mínu
fólki. Hún hafði gaman af því að
vinna, alveg sama hver vinnan
var. Síðast vann hún á Hrafnistu
í Reykjavík, þar sem henni Iíkaði
• mjög vel og bæði vistfólki og
starfsmönnum þótti vænt um
hana. Hún var ánægð með lífið.
Það var alls ekki tímabært að hún
færi frá okkur svona fljótt.
Hennar góðu böm, en tvö þeirra
voru hjá mér í nokkur ár þegar
ég bjó í sveitinni, bið ég góðan
Guð að styrkja í þeirra miklu sorg
og óbærilegum missi. Einnig votta
ég Einari Lárussyni samúð mína
og öllum aðstandendum öðrum.
Ég veit að hennar er sárt sakn-
að.
Jenný Oddsdóttir.
Viðgerðir
á öllum tegundum
af töskum.
Fljót og góð þjónusta.
TÖSKU-
VIÐGERÐIN
VINNUSTOFA SÍBS
Ármúla 34, bakhús
Sími 814303
MINNINGAR
vegi úr uppgreftri grunna og hve
gaman var að fara í feluleik í hverfi
sem var í byggingu. Þegar foreldr-
arnir fóru að rækta sér dálítið af
kartöflum, grænmeti og rabarbara,
gat verið freistandi að ná sér í ögn,
þó ekki væri alltaf víst hver væri
réttur eigandi að rabarbara eða
gulrófum. Ómur af hlátri barna,
rabb fullorðna fólksins, stundum
armæða okkar mæðranna yfír
óhreinindum og skrámum barn-
anna. Allt iðaði af ólgandi lífí.
Þannig hófust okkar kynni. Börn-
in urðu leikfélagar, við Magga vin-
konur. Sú vinátta hefur staðíð allar
götur síðan.
Magga kom að vestan, frá Þing-
eyri við Dýrafjörð, minn maður frá
Flateyri við Önundarfjörð, þau voru
eins og nágrannar að vestan og
spjölluðu oft um fólk þaðan, en
margir Vestfírðingar fluttu á Akra-
nes á þessum árum. Magga hafði
misst föður sinn þegar hún var
ennþá á bamsaldri, þá stóð móðir
hennar uppi með stóran barnahóp.
Með ósérhlífni og hjálp góðra
manna uxu börnin úr grasi og urðu
fyrirmyndar fólk. Mikið voru þær
fallegar systurnar þrjár, Magga,
Ollý og Gústa, þegar þær komu á
Akranes, enda voru ungu mennimir
fljótir til. Þær giftust allar Skaga-
mönnum. Annar bróðir þeirra varð
einnig búsettur á Akranesi.
Þær systur vora allar mjög söng-
elskar og raddir þeirra ómuðu fljót-
lega i kirkjunni okkar. Þær voru
allar í kirkjukórnum. Magga alla
tíð. Ollý flutti til Reykjavíkur ásamt
fjölskyldu sinni og Ágústa, sem nú
er prestfrú í Holti við Önundar-
fjörð, er þekíct söngkona.
Gunnar, yngri sonur Möggu og
Alla, hafði mjög bjarta og fallega
barnsrödd, og ég minnist þess,
hvemig söngur hans ómaði um
hverfið, sérstaklega minnist ég þess
þegar Bítlalögin gengu yfír og
Gunnar byijaði að syngja á leiðinni
heim úr skóla og svo langt sem
maður sá til hans, heyrðist hann
syngja með sinni skæru rödd: „Allt
sem við viljum er friður á jörð.“
Það var unaðslegt.
Magga var ein af þeim konum
þessarar kynslóðar, sem ekki vann
úti meðan börnin vora að alast
upp, enda var heimilið stórt. Börnin
fjögur, synirnir tveir, Guðmundur
og Gunnar, og dætumar tvær, Guð-
rún og Edda, ásamt móður hennar,
sem dvaldi hjá henni síðustu tíu
árin sem hún átti ólifuð en móðir
hennar dó fyrir nokkrum árum. Á
seinni áram gerðist hún starfsmað-
ur Landsbankans hér á Akranesi.
Umhyggja Möggu fyrir heimili
sínu, ástvinum sínum og ekki síst
fyrir móður sinni aldraðri var ein-
stök og brást aldrei. Heimilið var
fallegt og hlýlegt og bar snyrti-
mennsku þeirra hjóna glöggt vitni,
bæði utan húss og innan.
Margrét var glæsileg kona svo
af bar. Hún bar sig tignarlega og
allt svipmót hennar bar merki tig-
innar sálar. Það geislaði af henni.
Allir sem þekktu hana fundu hversu
mikið hún gaf af sér. Öllum sem
hún umgekkst sýndi hún góðvild
og elsku. Hún fór alltaf gangandi
til og frá vinnu. Alltaf virtist hún
hafa tíma til að tala við kunningja
sem hún mætti á förnum vegi, og
segja við þá nokkur vingjarnleg orð.
Leið hennar lá alltaf fram hjá
mínu húsi, oft tókum við tal saman
og fengum okkar gjarnan kaffísopa
ef tími vannst til.
Magga var mjög félagslynd, en
kröftum sínum utan heimilis eyddi
hún í kirkjunni sinni, við söng og
félagslíf innan kirkjunnar.
Það var alltaf gestkvæmt á heim-
ili þeirra hjóna og nú í seinni tíð
hafa börnin hennar og fjölskyldur
þeirra mikið dvalið hjá henni en þau
búa öll fjarri heimilinu. Guðrún í
Danmörku, Guðmundur í Svíþjóð,
Edda á Þingeyri og Gunnar í
Reykjavík. Það var mikil gæfa fyrir ,
þær mæðgur, Möggu og Guðrúnu,
afi Guðrún var hér í allt sumar
ásamt syni sínum, sem nú tókst að
læra íslensku og vera hjá ömmu
sinni, síðasta sumarið sem hún lifði.
Það er innilegt samband milli fjöl-
skyldnanna, enda ræktaði Magga
það af sönnum kærleika.
Svona hafa árin liðið hvert af
öðra. Við höfum fylgst að hér í
nágrenninu. Átt börn og bú, báðar
misst ungbörn, báðar misst maka
okkar og setið eftir einar í húsunum
okkar. Vitað hvor af annarri í gleði
og sorg.
Nú hefur breytt um svip. Ekkert
ljós í húsinu hennar vikum saman.
Það var vitað að hún gekk ekki
heil til skógar, en engum datt ann-
að í hug, en læknar réðu við sjúk-
dóm hennar og hún kæmi heilbrigð
heim. En það fór á annan veg.
Nú standa ástvinir hennar og
vinir hljóðir og grátnir og syrgja
elskaða móður, tengdamóður og
ömmu, systur, mákonu, frænku,
tryggan vin. Ég bið góðan guð að
styrkja og styðja ástvini hennar
alla sem eiga um sárt að binda og
ég vil enda þessi orð með orðum
skáldsins. „
Flýt þér vinur í fegra heim,
kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa pðs í geim.
(J.H.)
Guð blessi minningu Margrétar
Ágústsdóttur.
Bjarnfríður Leósdóttir,
Akranesi.
FLISAKYNNING
VERÐUR FRÁ 17. TIL 29. OKTÓBER
KYNNINGARAFSLATTU R
AF FLÍSUM OG HJÁLPAREFNUM
SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMl 91-681950