Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Listasafnið
á Akureyri
Tæplega
15 þúsund
gestir
fyrsta árið
FYRSTU átta mánuði þessa
árs hafa um 9.600 gestir skoð-
að sýningar í Listasafninu á
Akureyri. Safnið var opnað í
ágústlok í fyrra og höfðu á
einu ári komið um 14.600
gestir á safnið eða því sem
næst, að hver einast íbúi bæj-
arins hefði sótt safnið heim
fyrsta starfsárið.
Haraldur Ingi Haraldsson,
forstöðumaður Listasafnsins á
Akureyri, sagði að aðsóknin
væri gríðarlega mikil sama
hvaða mælikvarða menn not-
uðu. „Þessar tölur sýna að
safninu hefur verið vel tekið
og það er afar ánægjulegt.
Þetta styrkir okkur í þeirri
vinnu sem framundan er, en
safnið á eflaust eftir að þróast
mikið í framtíðinni," sagði
Haraldur Ingi. „Við erum rétt
að byija og framundan eru
mörg stór verkefni sem nauð-
synlegt er að safn sem þetta
sinni.“
Samninga-
málin rædd
MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit
verður með opið hús í Safnað-
arheimili Akureyrarkirkju í
dag, miðvikudaginn 19. októ-
ber, milli kl. 15.00 til 18.00.
Gestur á þeirri samverustund
verður Björn Snæbjörnsson,
formaður Einingar, sem mun
ræða um samningamálin sem
framundan eru og þær hug-
myndir sem nú eru ræddar um
hvemig staðið skuli að þeim
málum.
Ýmsar kynningar eru á dag-
skrá og kaffi og brauð á borð-
um. Lögmannavaktin, sem
staðsett er í safnaðarheimil-
inu, starfar á miðvikudögum
frá kl. 16.00 til 18.00 en til
hennar geta allir leitað með
ráðgjöf án endurgjalds.
Heitir
fimmtu-
dagar Gil-
félaga
GUÐMUNDUR Oddur Magn-
ússon hefur verið kjörinn nýr
formaður Gilfélagsins og tek-
ur hann við af Guðmundi
Ármann, sem verið hefur for-
maður frá upphafi en gaf
ekki kost á sér til frekari
stjórnarstarfa. Aðrir í stjóm
félagsins eru Ólöf Sigurðar-
dóttir, Gísli punnlaugsson,
Ragnheiður Ólafsdóttir og
Rósa Kristín Júlíusdóttir.
Varamenn eru Viðar Eggerts-
son og Jón Hlöðver Áskelsson.
Á aðalfundi félagsins sem
haldinn var fyrir skömmu
komu m.a. fram áhyggjur
fundarmanna af slysahættu í
Grófargili. Nýja stjómin mun
í vetur brydda upp á ýmsum
nýjungum svo sem „Heitum
fimmtudögum í Deiglunni"
þar sem margvíslegar uppá-
komur verða á döfinni.
AKUREYRI
Morgunblaðið/Rúnar Þór
SÍFELLT fleiri notfæra sér þjónustu hraðbankanna, en tveir slíkir eru á Akureyri. Islandsbanki setti
upp nýjan og öflugan hraðbanka í síðustu viku og þær Hanna Fjóla og Eva Hrönn áttu þangað erindi í gær.
Notkun hraðbankanna tveggja á Akureyri eykst stöðugt
Sprenging eftir að
þjónustugjöld komu
NOTKUN hraðbanka hefur aukist
mjög mikið á Akureyri að undan-
fömu eða frá því þjónustugjöld voru
tekin upp í bönkunum. Tveir hrað-
bankar eru í bænum, í útibúum
Landsbanka og íslandsbanka en þeir
eru báðir í miðbæ Akureyrar.
Lára Gunnarsdóttir hjá íslands-
banka sagði að í síðustu viku hefði
verið skipt um hraðbanka og væri
sá nýi öflugri og öruggari en sá sem
fyrir var. „Þetta fór hægt af stað
en við fundum fyrir því að um mán-
aðamótin júní/júli fór aðsóknin að
aukast mjög mikið eða í kjölfar þess
að þjónustugjöldin voru tekin uþp
og umræða varð um þau,“ sagði
Lára. Hámarksúttekt í hraðbanka
íslandsbanka er nú 20 þúsund krón-
ur á sólarhring sem er 5 þúsund
krónum hærra en var í gamla bank-
anum. Ekki er hægt að greiða þar
reikninga en Lára sagði að afar fáir
hefðu nýtt sér þá þjónustu áður en
á móti kemur að notendur geta feng-
ið yfirlit yfir færslur þeim að kostn-
aðarlausu.
Lára sagði að rætt hefði verið um
að setja upp hraðbanka í útibúi
bankans við Hrísalund en einungis
tveir hraðbankar væru í bænum og
notendum fjölgaði sífellt og mætti
m.a. nefna að í námunda ýSð útibúið
væru fjölmargar orlofsíbúðir. „Það
eru sífellt fleiri að uppgötva hversu
auðvelt er að nota hraðbankann og
við reynum að koma til móts við
þá,“ sagði hún.
Ásókn í hraðbanka Landsbankans
við Strandgötu hefur aukist verulega
að undanförnu að sögn Lárusar
Sverrissonar. „Notkunin varð mun
almennari eftir að þjónustugjöldin
voru tekin upp og á eflaust eftir að
stóraukast á næstu árum.“
Lárus sagði ekki hafa verið tekn-
ar ákvarðanir um að fjölga hrað-
bönkum á vegum Landsbankans í
bænum en þau mál væru í skoðun.
Engin hraðbanki er í Búnaðar-
bankanum á Akureyri og sagði Helgi
Björnsson að engar ákvarðanir hefðu
verið teknar um hvort slíkur banki
yrði settur upp.
Sótt um lóð undir
brotamálma
Liður í
að losna
við ruslið
SORPEYÐING Eyjafjarðar bs.
hefur sótt um tæplega 13 þúsund
fermetra lóð við Krossanesbraut í
Krossaneshaga til nota fyrir
geymslusvæði fyrir brotamálma.
Stefnt er að því að taka lóðina í
notkun á næsta ári.
Guðmundur Guðlaugsson yfir-
verkfræðingur hjá Akureyrarbæ
sagði að þetta væri gert til að
sveitarfélögin gætu losnað við bíl-
hræ og annað járnarusl sem síðar
yrði flutt til endurvinnslu. Fyrir-
hugað væri að taka við brotamálmi
frá sveitarfélögum á Eyjafjarðar-
svæðinu.
Ekki vikist undan lengur
Undanfarin ár hefði þessu verið
safnað saman til bráðabirgða við
hlið sorphauganna í Glerárdal og
fyrst og fremst frá Akureyri, en
víða annars staðar lægi brota-
málmur á víð og dreif. „Þetta er
einn liður í því að losna við rusl-
ið,“ sagði Guðmundur. „Það verð-
ur ekki undan þessu vikist öllu
lengur, það er ómögulegt að hafa
þetta út um hvippinn og hvappinn
lengur."
Gert er ráð fyrir að lóðin verði
tekin í notkun á næsta ári og sagði
Guðmundur að ekki væri að fullu
mótað enn hvernig starfseminni
yrði háttað, en væntanlega myndi
verða tekið á móti brotamálmi á
ákveðnum tímum fyrst um sinn.
Áður en málmurinn er fluttur
áfram suður verða bílamir tæmd-
ir, m.a. af olíu og bremsuvökva,
en ekki var að sögn Guðmundar
trygging fyrir því að slíkt hafi
verið gert.
Leikfélag Akureyrar, Listasafnið á Akureyrí og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Sameinast um
kynningu á
verkefnaskrá
Þrjár helstu listastofnanir Akureyrar hafa í sam-
einingu gefíð út kynningarbækling um blómlegt
vetrarstarf og telja að með því sé stigið skref í
átt að nánari samvinnu þeirra á milli.
ÞRJÁR af helstu listastofnunum
Akureyrar, Leikfélag Akureyrar,
Listasafnið á Akureyri og Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands, hafa í sam-
einingu gefið út kynningarbækling
þar sem vetrardagskráin er kynnt.
Hann er gefinn út með styrk frá
atvinnumálanefnd og ritar Jakob
Björnsson bæjarstjóri stuttan inn-
gang. Forsvarsmenn listastofnan-
anna telja mikilvægt skref stigið
með þessari samvinnu sem vonandi
verði upphafið að öflugra starfí sem
fleiri gætu síðar komið að.
„Það má segja að framvarðar-
sveitir í listalífinu á Akureyri hafi
snúið bökum saman og kynna metn-
aðarfulla og íjölskrúðuga dagskrá
vetrarins í sameiningu. Akureyri
er frábrugðin öllum öðrum bæjum
utan Reykjavíkur að því leyti að
hér eru þijár atvinnulistastofnanir,
þær eru nokkurs konar andlit lista-
lífsins í bænum en í skjóli þeirra
dafnar margs konar listastarfsemi
önnur,“ sagði Viðar Eggertsson
leikhússtjóri, þegar „listaveturinn"
væntanlegi var kynntur.
Fimm tónleikar
Vel á annað þúsund manns sóttu
tónleika Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands síðasta starfsár að
sögn Þórgnýs Dýrfjörðs fram-
kvæmdastjóra. Hljómsveitin mun
efna til fímm tónleika á þessu
starfsári og mun ekki láta sér
næga að leika á Akureyri heldur
eru fyrirhugaðar ferðir til Húsavík-
ur, Hvammstanga og Reykjavíkur.
Fyrstu tónleikarnir verða á Húsa-
vík næstkomandi laugardag, en
síðan leikur hljómsveitin sömu efn-
isskrá á Akureyri á sunnudag. Um
er að ræða sinfóníettutónleika með
aðgengilegri efnisskrá frá fyrri
hluta 20. aldar og er einsöngvari
Anna Sigríður Helgadóttir mezzó-
sópran og stjórnandi Guðmundur
Óli Gunnarsson. Næstu tónleikar
verða í lok nóvember þegar flutt
verður hátiðleg barrokktónlist,
bæði á Hvammstanga og Akur-
eyri, á fysta sunnudegi í aðventu.
Stjórnandi og einleikari á þeim
tónleikum verður Guðný Guð-
mundsdóttir konsertmeistari Sin-
fóníuhljómsveitar íslands. Hækk-
andi sól verður fagnað með stór-
brotnum verkum á sinfónískum
tónleikum í byijun janúar, en þá
flytur sveitin m.a. forleikinn úr
Brúðkaupi Fígarós og fleiri verk
undir stjórn Guðmundar Óla.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
tekur þátt í Myrkum músíkdögum
í febrúar og flytur íslensk verk,
m.a. verk sem Hróðmar I. Sigur-
björnsson tónskáld er að skrifa fyr-
ir hljómsveitina en hann býr nú á
Akureyri. Auk tónleika á Ákureyri
er stefnt að því að sama efnisskrá
verði flutt á tónleikum í Reykjavík.
Kristján og Diddú
Rúsínan í pylsuendanum eru
stórtónleikar sem fyrirhugað er að
halda í íþróttahúsi KA 12. apríl
næstkomandi þar sem stór-
söngvararnir Kristján Jóhannsson
og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja
verk úr óperum. Fremur stutt er
síðan Sigrún, Diddú, söng á Akur-
eyri síðast en Kristján hefur ekki
sungið í sínum gamla heimabæ í
langan tíma.
Framkvæmdastjóri hljómsveitar-
innar sagði að þessi síðasti liður
vetrardagskrárinnar kæmi að
nokkru leyti í stað hinna sívinsælu
Vínartónleika sem verið hafa árleg-
ur viðburður Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands og vafalaust yrði fólk
ekki svikið af skiptunum.
Erró og erótík
Fram til áramóta verða fjórar
sýningar á Listasafninu á Akur-
eyri, þar stendur nú yfir sýning á
verkum Sigurðar Árna Sigurðsson-
ar, Akureyrings sem búsettur er í
París. Sýning haris stendur til 2.
nóvember næstkomandi. Þá tekur
við sýning á verkum Errós, en hún
verður opnuð 12. nóvember næst-
komandi. Sýningin spannar stóran
hluta ferils hans og hafa mörg verk-
anna ekki komið fyrir almennings-
sjónir á íslandi fyrr. í febrúar verða
tvær sýningar í safninu, annars
vegar erótískar teikningar Alfreðs
Flóka og hins vegar óvenjuleg verk
hollenska listamannsins Joris Ra-
demaker sem nú er búsettur á Ak-
ureyri.
Sex verk á fjalirnar
Leikfélagið kynnir sex leikverk
sem verða á fjölunum í vetur. Tvær
af þeim sýningum eru í fullum
gangi; fjölskyldusýningin Kara-
mellukvömin og tveggja manna
kabarettinn Barpar sem sló í gegn
í fyrra. Sakamálaleikurinn Óvænt
heimsókn eftir J. B.Priestley verður
frumsýndur um jólin og verður Arn-
ar Jónsson gestaleikari. Á aldar-
afmæli skáldsins frá Fagraskógi,
Davíðs Stefánssonar, verður frum-
sýnt nýtt verk eftir Erling Sigurðar-
son, Á svörtum fjöðrum, — úr ljóð-
um Davíðs Stefánssonar. Þar sem
Djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason
og Kjartan Ragnarsson verður
frumsýnt í lok mars og á kirkjulista-
viku í maí verður leiklistaruppá-
koma á vegum félagins sem hlotið
hefur nafnið GUÐ/jón.