Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 21
Leyndar-
dómar
líkhússins
KVIKMYNPIR
Iláskólabíó.
Næturvörðurinn
„Nattevagten" ★ ★ ★
Leikstjóm og handrit: Ole Bomedal.
Aðalhlutverk: Nikolaj Waldau, Sofie
Graböl, Kim Bodnia, Lotte Andersen,
Ulf Pilgaard, Stig Hoffmeyer, Gyrd
Loftquist. Thura fílrn. 1994.
Næturvörðurinn í Háskólabíói
er æsispennandi og óhugnanlegur
danskur spennutryllir eftir Ole
Bornedal sem gerist í líkhúsi í
Kaupmannahöfn þar sem hrannast
upp illa leikin lík af ungum gleði-
konum.
Sálsjúkur morðingi gengur laus
í borginni sem einnig er náriðill
og nýi næturvörðurinn í húsinu
dregst brátt inn í skelfilega at-
burðarás þegar rennur upp fyrir
honum að einhver er að reyna að
klína á hann morðunum.
Danskar spennumyndir sjást
hér ekki á hverjum degi en Nætur-
vörðurinn er án efa ein sú besta
sinnar tegundar sem gerð hefur
verið á undanförnum árum, ekki
aðeins í Danmörku heldur á Norð-
urlöndunum öllum. Leikstjórinn og
handritshöfundurinn, Ole Borned-
al, hefur lag á að byggja upp
spennu með klippingum og áhrifs-
hljóðum blandna óhugnaði í um-
hverfi sem getur fengið hárin til
að rísa. Líkhúsið er, eins og ein
LISTIR
ATRIÐI úr dönsku spennumyndinni Næturverðinum.
persóna myndarinnar, fullt af
löngum flísalögðum göngum,
blikkandi loftljósum, herbergjum
sem best er að ganga hratt fram-
hjá og líkgeymslu sem þú vilt ekki
skoða alltof nákvæmlega. Við
fylgjum næturverðinum eftir um
gangana og upplifum ótta hans,
vandræðagang og myrkfælni þeg-
ar hann er að koma sér í starfið
og óhugnaðurinn sem hann upplif-
ir seytlast smásaman í áhorfand-
ann þar til kemur að uppgjörinu
í lokin.
Þegar við bætist þungt and-
rúmsloft dauðans eins og hann
getur naktastur orðið er kominn
grunnur að hrollvekjandi trylli.
Handritið er ágætlega skrifað og
spennusagan er ekki laus við góð-
an, danskan húmor. Það reynist
minniháttar galli að mann fer fljót-
lega að gruna hver stendur að
baki morðunum því eftir allt er
ekki úr mörgum að moða en frísk-
leg og hugvitsamleg leikstjórn
Bornedal sér til þess að aldrei
dragi niður í spennandi frásögn-
inni. Útlitið er mjög gott og leik-
stjórinn er ekkert að skafa ofan
af því þegar hann myndar lík eða
blóðugt morð án þess þó að of-
keyra það.
Leikurinn er líka mjög sannfær-
andi, en sá sem stendur uppúr
heitir Kim Bodnia, lífsþreyttur vin-
ur næturvarðarins og lifandi eftir-
mynd Danny DeVitos. Þetta er
ekki mynd sem byggir á brellum
heldur traustu handriti, góðri leik-
stjórn og stigmagnandi óhugnaði
með réttri beitingu umhverfisins í
þokkalegri glæpasögu. Bornedal
má vera ánægður með sinn ekta,
danska „gyser“.
Arnaldur Indriðason
Skáldverk
Svövu í einni bók
ÚT er komin bók sem
hefur að geyma allar
áður útgefnar smásög-
ur Svövu Jakobsdóttur
og skáldsögurnar
Leigjandann og
Gunnlaðar sögu.
í kynningu frá út-
gefanda segir: „Flestir
eru sammála um
Svava Jakobsdóttir sé
höfundur sem hafi
brotið blað í íslenskri
sagnagerð. Og fáir
deila um að þær nýj-
ungar sem hún hefur
innleitt varða hvoru
tveggja söguefni og
frásagnarhátt," segir í formála
Soffíu A. Birgisdóttur, bók-
menntafræðings, þar sem gerð er
grein fyrir þróun í sagnagerð
Svövu, hugmyndalegum þáttum í
verkum hennar og stöðu þeirra
innan íslenskrar bók-
menntahefðar. í bók-
inni er einnig að finna
æviágrip og ritaskrá
höfundar.
Svava hefur hlotið
margvíslegar viður-
kenningar fyrir rit-
störf sín og hafa verk
hennar verið þýdd á
ijölda tungumála. Þrú
verka Svövu hafa ver-
ið lögð fram af ís-
lands hálfu til bók-
menntaverðlauna
Norðurlandaráðs,
skáldsögurnar Leigj-
andinn og Gunnlaðar
saga og smásagnasafnið Gefið
hvort öðru.
Útgefandi er Forlagið. Stórbók
Svövu er 677 bls. að stærð, prent-
uð í Prentsmiðjunni Odda hf. Hún
kostar 3.480 krónur.
Svava
Jakobsdóttir
Skrifstofa stuðningsmanna
Guðmundar Hallvarðssonar
er að Suðurlandsbraut 12,
Opið
virka daga kl. 14-22
og um helgar kl. 13-19.
Símar 882360 og 882361.
Velium Guðmund í 5. sætið
BOREARBABAR í BOREARKRINELUNNI
- Glœsileg tilboð-Frábœrt verð -
Nýtt
kartatímahil
/O-Ox
Gleraugnasmiðjan
c?--------------
20% afsláttur af öllum
gleraugnaumgjörðum
og hulstrum.
Hugo tungumálanámskeið
með 40% afslœtti.
20% afsláttur af afmœlisdagbók
frá Krydd í tilveruna
og íslensk-enskri skólaorðabók.
20% afsláttur af öllum púsluspilum,
skjalatöskum og myndaalbúmum.
~~^f^)nrrí “fárir lvo C^\ SNYRTISTOFAN NN m Noröurturni, 4. hæö, s'm' 685535
4 sandblásnar desertskálar í litum aðeins liV, 990 20% afsláttur af vöru og þjónustu sem veitt er eða pöntuð á Borgardögum. Andlitsböð, húðhreinsun, litgreining, hand- ogfótsnyrting.
.i MFfKKA lagaðar að ósk hvers og eins með 20% afslœtti. Verð nú aðeins kv, 180 Iatm>
120% afsláttur p
af öllum plastmódelum
Cræni Vagninn y. 20% afsláttur / \ af High Desert . / \ blómafrjó- kornum, j drottnignar- / / hunangi f V og propolis. demanJahúsið 20%) afsláttur af silfurhálsmenum og silfurnœlum.
19.-22.
oktáber
30% afsláttur
afEnglish Ironstow te setti
20% afsláttur
aföllum töskum af Premier gerð
1>0R1»11)
Hvergi betra verð
Og
aðalréttur
á
tilboðsverði
>
a
Borgardögum
kr.510.
KT7Í;
&
k /. man j
KRINGLUNNI 4
Á Borgardögum kynnir Slysavarnafélag íslands
öryggisvörur fyrir heimili - Starfsmenn SVFI leiöheina foreldrum
um öryggi og hvernig megi draga úr slysum á börnum á heimilum