Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Flugleiðir og Eimskipafélagið hafa flutt inn olíu á eigin vegum í rúmt ár
Laxfoss flytur olíu
á strandferðaskipin
FARGJÖLD YFIROG
UNDIR ERMARSUND
Lestarþjónusta Eurostar undir Ermarsund
hefst 14. nóvember og mun kosta meira
en meðalfargjald í fiugi
Fargjald Feröartími
Eurostar lest 9.500-15.400 kr. 35min.
Stena Sealink ferja
P&Oferja
5.000 kr.
5.000 kr.
OOmín.
75 min.
■R r gg& li m
WSSBSBL m&mm
Kvikmyndagerð
Ovissa um
framtíð MCA
Osaka. Reuter.
UPPREISN í kvikmyndafélaginu
MCA, blómlegu dótturfyrirtæki
japanska rafeindarisans Matsus-
hita Electric Industrial Co, gæti
orðið tilefni endurskipulagningar
eða jafnvel sölu á MCA að sögn
sérfræðinga.
Sérfræðingarnir segja að um
nokkra kosti sé að velja. Matsus-
hita geti selt MCA, allt eða að
• hluta; rekið óánægða stjómendur
MCA; veitt þeim aukið frelsi; eða
haldið að sér höndum í von um að
vandinn leysist af sjálfu sér.
Óánægja
Vangaveltur um framtíð MCA
hófust í síðustu viku þegar banda-
rískir fjölmiðlar hermdu að
stjórnarformaður MCA, Lew
Wasserman, og forstjóri félagsins,
Sidney Sheinberg, væru óánægðir
með íhaldssama stefnu Matsushita
og vildu taka við rekstri MCA, sem
þeir áttu þátt í að selja Matsushita
1990 fyrir rúmlega 6 milljarða
dollara.
MCA er framleiðandi metsölu-
mynda á borð við The Flintstones
og Jurassic Park og Matsushita
hefur margsinnis sagt að félagið
sé ekki til sölu.
Þegar síðasta fjárhagsári Mats-
ushita lauk í marz skilaði fyrirtæk-
ið 63.85 milljarða jena hagnaði.
Þótt spáð sé 80 milljarða jena
hagnaði á yfirstandandi fjárhags-
ári telja ýmsir sérfræðingar að
hyggilegt væri hjá Matsushita að
selja MCA. MCA þykir vel stjórnað
og Matsushita eigi því að fá gott
verð fyrir félagið.
FLUGLEIÐIR flytja sjálfir inn hluta af því flugvélaeldsneyti sem dælt
er á þotur félagsins á Keflavíkurflugvelli. Þannig flutti félagið inn
21.500 tonn af þotueldsneyti á síðasta ári. Eimskip flytur inn svartolíu
á strandferðaskipin. Olían er flutt heim í tönkum Laxfoss og dælt yfir
á strandferðaskipin. Með þessum hætti voru flutt inn um 2.000 tonn
af olíu á síðasta ári.
Talsmenn félaganna segja eigin
innflutning hagkvæman en hafa
ekki tölur um það hveiju munar.
Fram kom í viðtali við Kristin
Björnsson, forstjóra Skeljungs, í
Morgunblaðinu fyrir skömmu að
olíufélögin ættu í vaxandi sam-
keppni og nefndi hann olíuinnflutn-
ing Eimskips sem dæmi um það.
Flugleiðir flytja inn
21.500 tonn
Flugleiðir hafa alla tíð flutt inn
hluta af eldsneytinu á vélar félags-
ins og hófst innflutningurinn raunar
hjá Loftleiðum, öðrum forvera Flug-
leiða. Á síðasta ári nam þessi inn-
flutningur 21.500 tonnum af þotu-
eldsneyti. Olían er flutt inn með
skipum og hefur verið samið við
Olíufélagið hf. um móttöku og
geymslu olíunnar og flutning henn-
ar til birgðastöðvar á Keflavíkur-
flugvelli. Eii)ar Sigurðsson, blaða-
fulltrúi Flugleiða, segir að þessi eig-
in innflutningur sé dijúgur hluti af
eldsneytisnotkun Flugleiða á Kefla-
víkurflugvelli þótt vart nái hann
helmingi árlegrar notkunar. Annað
þotueldsneyti, bæði á Keflavíkur-
flugvelli og á erlendum flugvöllum,
kaupir félagið með árlegum útboð-
um. Einnig eldsneyti sem afgreitt
er á innanlandsflugvélarnar á
Keflavíkurflugvelli.
Einar segir að sparnaður af eigin
eldsneytisinnflutningi hafi ekki ver-
ið reiknaður út en félagið færi þessa
leið vegna þess að það teldi hana
hagkvæma. Spurður af hveiju fé-
lagið flytti ekki inn allt eldsneytið
segir hann, að núverandi fyrir-
komulag hefði reynst vel, áhættan
sem væri samfara olíuinnflutningi
dreifðist en Flugleiðir nytu hluta
ávinningsins.
Eimskip hefur ávallt keypt olíu
erlendis á þau skip sem stunda
millilandasiglingar, samkvæmt
upplýsingum Kristjáns Jóhannsson-
ar, upplýsingastjóra Eimskipafé-
lags íslands. Áður fyrr átti þetta
einnig við um strandsiglingarnar
því ekki voru _ sérstök skip í þeim
en millilandask’ipin komu við á höfn-
um innanlands í tengslum við sigl-
ingar til Evrópu og Ameríku.
/
Eimskip flytur inn
ódýra svartolíu
Á síðasta ári var gerð tilraun
með að flytja inn olíu til nota á
strandflutningaskipin. Uppá-
stungan kom frá gæðaliði sem gerði
tillögur um það hvernig lækka
mætti brennsluolíukostnað skipa
fyrirtækisins. Að sögn Kristjáns var
rökstuðningur gæðaliðsins sá að
með því að flytja inn olíu til eigin
nota væri hægt að kaupa IFO-60
svartolíu sem er talsvert ódýrari en
IFO-30 olían sem olíufélögin selja
hér á landi og þannig mætti lækka
olíukostnað. Olían sem Eimskip
flytur inn er mun þykkari en svart-
olían sem flest önnur skip nota.
Þarf að hita hana upp til að hægt
sé að nota hana og hefur Eimskip
aðstöðu til þess í skipum sínum.
Að sögn Kristjáns liggur jiag-
kvæmni eigin olíuinnflutnings eink-
um í ódýrari olíu en einnig er hægt
að nýta flutningsgetu Laxfoss betur
með því að flytja olíuna í ónýttum
olíutönkum í Laxfossi.
Eigin olíuinnflutningur Eimskips
hófst í ágúst í fyrra og hafa nú
verið flutt inn yfir 2.000 tonn. Krist-
ján segir að þessi innfiutningur hafí
gengið mjög vel. Laxfoss hefur við-
komu hálfsmánaðarlega í Rotterdam
þar sem olían er lestuð. Þegar skip-
ið kemur til Reykjavíkur er olíunni
dælt yfir á strandflutningskipin tvö,
Reykjafoss og Múlafoss. Eimskip
skilar aðflutningsskýrslum fyrir
þessum innflutningi eins og öðrum
og greiðir lögboðin gjöld af olíunni.
5.000 kr. 35mín.
4.400 kr. 50 min.
8.400-10.300 kr. 45min.
REUTER
Ermarsund
Göngin
opnuð 14.
nóvember
París. Reuter.
GÖNGIN undir Ermarsund
verða opnuð umferð 14. nóvem-
ber og fargjaldið verður lítið
eitt lægra en með flugvélum.
Göngin verða opnuð almenn-
ingi hálfu ári eftir vígslu
Francois Mitterrands forseta og
Elísabetar drottningar og þar
með hefjast fyrstu ferðir á landi
milli Frakklands og Bretlands
síðan á ísöld — rúmu ári á eftir
áætlun.
Fyrst um sinn verða fjórar
lestir í förum milli Parísar,
London og Briissel alla virka
daga (tvær í hvora átt) og ein á
sunnudögum. Smám saman mun
ferðum fjölga í eina á klukku-
stund síðari hluta næsta árs.
Þriggja tíma ferð
Ferðin með Eurostar-hrað-
lestinni París-London mun taka
þijá tíma, en með Briissel-Lon-
don-lestinni þijá tíma og 15 mín-
útur eða heldur styttri tíma en
tekur að ferðast með flugvél —
ef sá tími sem tekur að fara frá
flugvellinum til miðborgar
Lundúna er reiknaður með.
Farmiði á fyrsta farrými mun
kosta 810 franka eða 155 dollara
frá París til London og London
til Briissel.
HovercraH ferja
- pao etna sanna...
býöur þér góöan dag
Ljúffeng og holl hlanda af úrvals ávöxtum,
ristuðu korni, hnetum og möndlum.
Njóttu þess á þinn hátt
- hvenœr dagsins sem þú helst vilt.