Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Mjög vandað og gott námskeið fyrir byrjendur. Stýrikerfi tölvunnar, ritvinnsla og kynning á helstu forritum. Með fylgir disklingur með deiliforritum, dagbókarforriti, teikniforriti, leikjum, veiruvamarforriti o. fl. • Hagstætt verð! Tölvu- og verkfræöiþjónustan Verkfræðlstofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • sfmi 68 80 90 • JÓGA BEGN KVÍÐfl Þann 20. okL nk. verður tietta vinsæla námskeið haldlð I Hafnarfirði. Námskeiðið er sniðið að tiörfum beirra, sem eiga vlð kvfða og fæinl að strfða. Kenndar verða á nærgætinn hált leiðir Kripalujóga til að sffga ðt úr takmðrkunum ðttanns til aukins frelsls og Iffsgleði. Lelðbeinandi Ásmundur Gunnlaugsson. LIKAMIOG TILFINNINGAR Námskeið fyrir konur, sem vílja losa um tilllnningar á nærgætln hátt, námskeiðíð hefst 20. okl nk. Leiðbeinandi Ragnheiður Óladóttir. yJUpplýslngar og skránlng hjá Yoga studlo, Bæjartirauni 22, Hatnarfirðl, s. 651441, simatiml kl. 17-19y Kringli Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins Kynning á Iðnaðar- og efnistækniáætluninni Kynningarfundur verður haldinn á vegum Samtaka iðnaðarins "og Rannsóknarráðs íslands, fimmtudaginn 20. október kl. 13.30—16.30 í Borgartúni 6, þar sem N. Hartley og J.P. Gavigan, starfsmenn framkvæmdastjórnar ESB kynna Iðnaðar- og efnistækniáætlunina. Á fundinum verður kynnt innihald áætlunarinnar og mismunandi samstarfsform. Megin áherslur innan áætlunarinnar eru framleiðs- lutækni, efni og tækni til vöruþróunar og flutningstækni. Einnig er vakin athygli á því að hluti áætlunarinnar er miðaður við smá og meðalstór fyrirtæki, þar sem umsóknarferlið er einfaldað til að auðvelda þeim þátttöku. Dagskrá: Fundarstjóri: Guðmundur Guðmundsson, Samtök iðnaðarins. 13.30—13.45 Þátttaka íslendinga í 4. rammaáætlun ESB Hallgrímur Jónasson, Iðntæknistofnun. 13.45—14.30 Iðnaðar- og efnistækniáætlunin N. Hartley kynnir markmið, skipulag og helstu áhersluliði áætlunarinnar. 14.30 Spurningar og umræður 15.00—15.15 Kaffihlé 15.15—16.00 Aðgerðir til aðstoðar fyrirtækjum (Craft) J.P. Gavigan. 16.00—16.30 Spurningar og umræður. Skráning fer fram hjá Rannsóknarráði íslands í síma 621320. I DAG SKAK Umsjón Margcir Pétursson ÞESSI staða _kom upp í deildakeppni SÍ um daginn. Jóhann Hjartarson (2.585), stórmeistari, Taflfélagi Reykjavíkur, hafði hvítt og átti leik, en Björgvin Jóns- son (2.385), Taflfélagi Garðabæjar, var með svart. sjá stöðumynd Hvítur á peði meira, en þarf að koma biskupi sínum á g2 í leikinn. Hann leysti það vandamál snarlega: 46. Bxe4„ - Dg6 (Eftir 46. - fxe4, 47. Df7+ - Dg6, 48. Dd5+ verður svartur að gefa drottninguna til að forðast mát.) 47. h5+ - Kf6, 48. Dh7! og svartur gafst upp. Eftir 48. - fxe4, 49. Dxh6+ - Ke7, 50. Dxd6+ - Kxd6, 51. h6 skeiðar hvíta h peðið upp í borð og verður að nýrri drottningu. Björgvin tefldi á 1. borði fyrir Garðabæ í for- föllum Guðmundar Sigur- jónssonar stórmeistara. Garðabæjarsveitin er afar sterk á pappírnum en öflug- ustu mennirnir tefla sjaldan allir í einu. Hún er því aðeins um miðja deild. Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Börn misnotuð í auglýsinga- skyni ÁSDÍS Magnea hringdi til Velvakanda og hafði frá því að segja að hún og nokkrar vinkonur hennar höfðu allar orðið fyrir þeirri reynslu að sölufólk frá Vottum Je- hóva hefði bankað upp á hjá þeim og boðið þeim blað þeirra, Varðturninn, til kaups. Þegar þær kváðust ekki vilja kaupa blaðið lét þetta „sölu- fólk“ barn, sem var í fylgd með því, bjóðast til að gefa þeim blaðið. Þetta fínnst þeim gróf misnotkun á velvild fólks til barna og það nýtir sér að fólk á erfitt með að neita börnum. Ásdís segir að hún viti um þrjá einstaklinga sem hafí þessa sögu að segja en telur þá vafalaust miklu fleiri. Tapað/fundið Peningaveski tapaðist RAUÐBRÚNT þríbrotið peningaveski tapaðist við Skálafell í Mosfellsbæ aðfaranótt sl. sunnu- dags. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 666340. Peningaveski tapaðist PENINGAVESKI með skilríkjum merktum Svani tapaðist fyrir rúmri viku í Reykjavík. Um það leyti flutti eig- andinn þannig að hafi einhver fundið veskið og reynt að koma því til skila þá hefur það verið án árangurs. Nú er sá sem fann veskið vinsam- lega beðinn að hringja í síma 643131. Hjól fannst BLÁTT 21 gírs hjól fannst sl. föstudag ná- lægt Ölduselsskóla. Upp- lýsingar í síma 670443. Gæludýr Fuglar í búri ER einhver sem vill gefa einstæðri móður fínkup- ar eða páfagaukapar í búri? Sá hinn sami er beðinn að hringja í síma 682373 eftir kl. 18. Köttur í heimilisleit FJÖGURRA mánaða svört og hvít, falleg og kassavön, læða fæst gef- ins á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 45462. Hlutavelta COSPER HVAÐ í veröldinni fær þig að halda að ég hafi áiiuga á fatahenginu? ÞESSAR stúlkur stóðu fyrir hlutaveltu á Patreks- firði og létu ágóðann, sem varð 3.550 kr., renna til Rauða kross íslands. Þær heita Karitas Magnús- dóttir, Ástríður Jónsdóttir, Hróðný Kristjáns- dóttir og Dagný Jóhanná Friðriksdóttir. Víkveiji skrifar... Alþýðublaðið kom út í nýjum búningi í gær, enda búið að bæta við öðrum ritstjóra, Hrafni Jökulssyni, við hlið Sigurðar Björg- vins Tómassonar, ásamt nýjum út- litshönnuði, Jóni Óskari Hafsteins- syni, myndlistarmanni. Alþýðublað- ið greinir í gær á forsíðu frá þessum breytingum á blaðinu og segir þar m.a.: „Með nýjum mönnum koma nýjar áherslur en markmiðin eru skýr: Að bæta og efla Alþýðublaðið og gera það að lifandi vettvangi fyrir pólitíska og menningarlega umræðu." XXX eir sem sjá Alþýðublaðið sjald- an eða ekki, vita kannski ekki að blaðið er í heldur stærra broti en önnur dagblöð hér á landi og því eru dálkarnir sex á síðu, í stað fimm hjá öðrum, svo sem hér í Morgunblaðinu. Það vakti athygli Víkveija, er hann fletti hinu nýja Alþýðublaði í gær, hversu mikið rými í blaðinu er helgað prófkjörs- baráttu Sjálfstæðisflokksins. Efst á forsíðu blaðsins, yfir hana þvera er sexdálka frétt undir fyrirsögninni: „Prófkjörsbaráttan innan Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík komin í fullan gang og ekkert gefið eftir: Björn og Geir beijast hart um þriðja sætið.“ xxx Lunginn úr síðu tvö í sama blaði, undir heitinu Rökstólar, er svo helgaður niðurstöðu prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum, með ' þriggja dálka stórri mynd af Einari Oddi Kristjánssyni, sem varð í öðru sæti í prófkjörinu og jafnframt er eindálka frétt um sama _prófkjör á baksíðu blaðsins í gær. Á síðu þijú eru „Fimm á förnum vegi“ spurðir spurningarinnar: „Fylgist þú með prófkjörsbaráttu Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík?“ og birtar myndir af fimmmenningunum, sem að vísu svara allir utan einn neitandi, en sá eini svaraði: „Svona að einhveiju leyti. Það hefur tii dæmis vakið athygli mína hversu fáir eru í fram- boði.“ XXX Meginumíjöllun blaðsins um Sjálfstæðisílokkinn er svo á síðum 4 og 5 í blaðinu í gær, og er þessi opna að öllu leyti helguð prófkjörsbaráttu Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Skyldu lesendur Alþýðublaðsins í gær, á 60 ára af- mælisdegi Iðju, ekki hafa velt því fyrir sér, hvort markmiðin skýru, eins og það var orðað á forsíðunni „Að bæta og efla Alþýðublaðið" fælust fyrst og fremst í því, að breyta blaðinu í prófkjörskynning- arrit fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.