Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 35
börn, undirritaðan, dagskrárgerð-
armann hjá Sjónvarpinu, og Jane
er lést aðeins tveggja ára. María
vann lengi hjá Heildverslun Garð-
ars Gíslasonar, en hóf síðan versl-
unarrekstur og rak verslunina
Drangey frá 1936 til dauðadags.
Jóhanna var næstelst, hún vann
hjá Alþýðublaðinu frá barnæsku
og var lengi vel afgreiðslustjóri
blaðsins. Hún lést langt um aldur
fram. Haraldur, næstyngsta barn-
ið, lést barnungur.
Emma hóf að vinna hjá Alþýðu-
blaðinu, þegar Jóhanna lést, var
fyrst afgreiðslustjóri, þá auglýs-
ingastjóri til fjölda ára og síðast
prentsmiðjustjóri Alþýðuprent-
smiðjunnar. Hún starfaði mikið
innan Alþýðuflokksins og gegndi
fjölda trúnaðarstarfa, var t.d. for-
maður Alþýðuflokksfélags Reykja-
víkur um árabil. Hún vann með
flestum af mikilhæfustu foringjum
flokksins, Jóni Baldvinssyni, Olafi
Friðrikssyni, Emil Jónssyni,
Hannibal, Stefáni Jóhanni og
Benedikt Gröndal. Þeir kunnu vel
að meta heiðarleika og tryggð
Emmu, sem ávallt sagði skoðun
sína og það beint og umbúðalaust,
enda treystu flokksmenn henni og
dáðu.
Hún giftist ung Sigurði Möller
vélstjóra og sonur þeirra er Jóhann
G. Möller tannlæknir og fram-
kvæmdastjóri Gym 80. Barnabarn
Emmu, Jóhann Georg yngri, lést
fyrir skömmu á besta aldri, frábær
íþróttamaður og augasteinn ömu
sinnar. Síðari maður Emmu var
Baldvin Jónsson hrl. og var þeirra
sambúð góð og traust. Saman
störfuðu þau í forystusveit Alþýðu-
flokksins um áratuga skeið.
Þetta er lífssaga og nokkrar
staðreyndir um ævi Emmu, en sag-
an væri ekki öll sögð ef ekki kæmi
fram hve einstök manneskja hún
var og miklum kostum búin. Hún
kynntist hugsjón jafnaðarstefn-
unnar í æsku. Samúel faðir hennar
var einn af þessum sönnu jafnaðar-
mönnum, ákafur baráttumaður
fyrir jafnrétti og bræðralagi. Hann
fyrirleit einræðishyggju kommún-
istanna og taldi að kapítalisminn
gæti aldrei tryggt jafnrétti og frið
milli þjóða.
Emma og Jóhanna systir hennar
voru eldheitar í baráttunni fyrir
jafnaðarstefnunni, en sótt var að
jafnaðarmönnum úr öllum áttum á
þessum árum, ekki aðeins hér á
landi, heldur um allan heim.
Emma var ’ávallt tilbúin að
hjálpa lítilmagnanum og var hún
órög við að berjast við kerfið til
að fólk sem minna mátti sín fengi
þá hjálp sem það þurfti. Eg heyrði
margar sögu um baráttu Emmu
við kerfið, t.d. fór hún með gamlan
mann sem hafði komist í greiðslu-
Frágangur
afmælis- og
minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit afmælis- og minningar-
greina séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Það eru vinsamleg tilmæli
blaðsins að lengd greinanna
fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og
hæfilega linulengd — eða
3600-4000 slög. Greinarhöf-
undar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
erfiðleika til eins af bankastjórum
Alþýðubankans sáluga. Banka-
stjórinn spurði manninn um núm-
eriið á bankabók hans, en maður-
inn sagðist ekki eiga slíka bók.
Bankastjórinn spyrði þá hvenær
hann hefði átt viðskipti við bank-
ann síðast. Maðurinn kvaðst aldrei
hafa átt viðskipti við bankann eða
aðra banka yfirleitt og aftók
bankastjórinn þá að veita honum
lán. Emma spurði bankastjórann
hvað bankinn héti og varð hann
hvumsa við. Hún sagði þá að hún
vissi ekki betur en að bankinn
hafi verið stofnaður til að veita
alþýðunni lán og héti því Alþýðu-
bankinn. Bankastjórinn varð orð-
laus en veitti manninum síðan
umbeðið lán.
Það mætti fylla heila bók með
slíkum sögum af Emmu. Ég kann
margar og allur sá fjöldi sem
Emma hjápaði á einn eða annan
hátt kann enn fleiri.
Emma var fjölskyldumanneskja
og hún var aldrei ánægðari en
þegar fjölskyldan safnaðist saman,
mamma settist við píanóið, Samúel
hóf upp sína miklu bassarödd og
fjölskyldan söng með, oft fram
eftir kvöldi. Þá var enginn kátari
en Emma og enginn kunni fleiri
lög og ljóð.
Emma fygldist með fjölskyldu
sinni, gladdist þegar vel gekk og
var ávallt tilbúin til að hjálpa þeg-
ar eitthvað bjátaði á. Eftir að
móðir mín lést fannst Emmu að
ábyrgðin á fjölskyldunni hvíldi á
henni og sjaldan leið sá dagur að
ekki væri hringt, spurt um líðan,
fylgst með og leitað frétta af öllum
fjölskyldumeðlimum.
Á kveðjustund rifjast upp ljúfar
æskuminningar þegar mamma,
Emma og Jóhanna vöfðu mig ást
og umhyggju og gerðu æskuminn-
ingarnar svo ljúfar að þá virðist
hafa verið sól og sumar alla daga.
Baldvinþ Jóhanni, svo og Önnu,
Fríðu og Öddu sendi ég samúðar-
kveðjur. Það er erfitt að sætta sig
við að Emma sé farin frá okkur,
hún sem átti svo mörgu ólokið og
unni lífinu svo heitt.
Emma og Baldvin höfðu áform-
að ferð til Kanaríeyja með Jóhanni
og Önnu þegar kallið kom. Emma
hlakkaði mikið til þeirrar ferðar
en enginn ræður sínum næturstað
og hún var kölluð í ferðina sem
bíður okkar allra.
Víst er að ef líf er að loknu
þessu lífi mun vera tekið vel á
móti henni sem gaf svo mikið til
svo margra og lét einskis ófreistað
til að hjálpa og líkna þar sem hún
gat.
Handan móðunnar miklu eru
allir jafnir fyrir almættinu og þar
þurfa menn ekki að safna í korn-
hlöður, heldur geta þeir verið
MINIMINGAR
áhyggjulausir sem fuglar himins.
Eða svo segir fagnaðarboðskapur
Krists.
Tage Ammendrup
og fjölskylda.
Það er erfitt fyrir okkur systkin-
in að sætta okkur við að okkar
ástkæra Emma frænka sé látin,
hún sem var órjúfanlegur hluti af
tilveru okkar. Hún var allt í senn
ástkær vinur, ráðgjafi og leiðtogi
fjölskyldunnar. Alltaf þegar eitt-
hvað var um að vera var Emma
frænka þar og þegar eitthvað bját-
aði á var Emma frænka fyrst til
að bregðast við. Hún var mikil fjöl-
skyldumanneskja og vann í þágu
fjölskyldunnar af þeim gífurlega
krafti sem einkenndi hennar skap-
höfn. Hún hafði til að bera ótrúleg-
an styrk og lífsgleði alla tíð sem
við hrifumst af. Hún átti virðingu
okkar og við elskuðum hana inni-
lega.
Emma var sérlega falleg kona
og hafði mikla persónutöfra. Hún
var fíngerð og alltaf glæsileg til
fara. Sem börn horfðum við dáleidd
á hana, hlustuðum með athygli á
þær merkilegu sögur sem hún
sagði okkur, dáðumst að hennar
fögru söngrödd og vorum komin í
annan heim. Hún spillti okkur með
eftirlæti og við nutum þess. Hún
sagði okkur sögur af okkur sjálfum
sem voru alltaf skemmtilegar og
enduðu vel og lét okkur finna að
hún elskaði okkur, án skilyrða.
Hún hafði líka einkarétt á að
skamma okkur þegar við höfðum
gert eitthvað sem við hefðum betur
látið ógert. Hún gat verið ákveðin
hún Emma frænka, en engin
frænka gat verið svo blíð sem hún.
Að því leyti var hún svo lík ömmu
okkar, systur sinni.
Emma var mjög greind kona og
hafði ávallt eitthvað til málanna
að leggja. Gaman var að heyra
hana ræða um stjórnmál og ekki
var annað hægt en að verða fyrir
áhrifum af skoðunum hennar og
röksemdafærslu.
Þegar við strákarnir vorum að
alast upp á Laugavegi 58 bjó
Emma á hæðinni fyrir neðan okkur
með fjölskyldu sinni. Heimili þeirra
var okkur' ávallt opið og okkur
tekið með kostum og kynjum af
öllum fjölskyldumeðlimum og ekki
síst Ingibjörgu langömmu og Jó-
hanni frænda sem var fyrirmynd
okkar og félagi. Hvar sem Emma
og fjölskylda hennar bjó vorum við
innilega velkomin og minnisverð
verða kvöldin á Sunnuveginum,
þegar sungið var og spilað á spil,
spjallað og spaugað. Það voru góð-
ir tímar og minningár sem munu
fylgja okkur alla tíð.
SJÁ BLS. 37
t
Útför vinar okkar,
HELGA ELI BRYNJÓLFS
ÞÓRÐARSONAR,
Garðhúsi í Oddalandi,
Rangárvallasýslu,
síðast búsettur
á Hrísateigi 21, Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 20. október kl. 10.30.
Aðstandendur.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GERÐA GUÐNADÓTTIR,
Marklandi 4,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 20. október kl. 13.30.
Viggó Jensson, Bergþóra Þórðardóttir,
Birgir Jensson, Sólveig Steingrímsdóttir,
Jenný Jensdóttir, Kristján Lange,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS HJARTAR JÓHANNSSONAR,
siðasttil heimilis
á Hrafnistu, Hafnarfirði,
verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. októ-
ber kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á Hjartavernd.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir, Gísli Guðjónsson,
Sævar Örn Jónsson, Heiðveig Guðmundsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Óskar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞÓRÐUR MATTHÍAS
JÓHANNESSON,
Fálkagötu 10,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju
fimmtudaginn 20. október kl. 13.30.
Svava Þórðardóttir,
Málfríður Þórðardóttir, Hilmar Gunnlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
STEINUNN HALLGRÍMSDÓTTIR
frá Skálanesi,
Skipholti 51,
Reykjavík,
sem lést i Borgarspítalanum þann
16. október verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju á morgun, fimmtudaginn
20. október, kl. 15.00.
Árni Jónsson,
JennýG. Godby, JimGodby,
Jón Steinar Árnason,
Halla Marfa Árnadóttir, Tryggvi L. Skjaldarson,
Sverrir Kristinsson, Sigríður Blöndal,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg eignkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VILBORG
KRISTBJÖRNSDÓTTIR,
Steinagerði 2,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 20. október kl. 13.30.
Gísli Sigurtryggvason,
Tryggvi Gíslason,
Kristín S. Gísladóttir, Hannes S. Kristinsson,
Valgeir K. Gíslason, Pálína Sveinsdóttir,
Ævar Gíslason, Edda J. Einarsdóttir,
Eygló Haraldsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar,
ELSU SIGURBJARGAR
ÞORBERGSDÓTTUR,
Suðurgötu 43,
Siglufirði.
Börn hinnar látnu.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför
JÓNS ÞORSTEINSSONAR
hæstaréttarlögmanns,
Selbraut 5,
Seltjarnarnesi.
Jónfna Bergmann,
Sigfús Jónsson, Kristbjörg Antonsdóttir,
Jóhannes Gisli Jónsson,
Þorsteinn Jónsson, Julan White,
Jón Gunnar Jónson
og barnabörn,
Tómas Guðmundsson, EvaJensen.