Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 33
Anna Svein-
björg Ottós-
dóttir var fædd í
Svalvogum í Dýra-
firði 25. september
1931. Hún andaðist
á Landspítalanum
9. október síðast-
liðinn. Anna var
dóttir hjónanna
Magneu Símonar-
dóttur og Ottós
Þorvaldssonar frá
Svalvogum í Dýra-
firði, sem bæði eru
Iátin. Anna var elst
af ellefu alsystk-
inum, systumar sjö: Anna, Sig-
urrós, Helga, Halldóra, Ingi-
björg, Kristín og Estíva, en al-
bræðurnir fjórir, Kristján, Þor-
valdur, Guðmundur og Matthí-
as, hálfbræður sammæðra,
Ólafur, Björgvin og Steinberg,
en þeir eru nú allir látnir. Upp-
eldisbróðir er Hreiðar Hálfdán-
arson. 25. desember 1956 giftist
Anna eftirlifandi eiginmanni
sínum Hreiðari Jónssyni, af-
greiðslumanni, og eignuðust
þau fimm börn: Elís Björgvin
bifvélavirki, var kvæntur Guð-
rúnu Sigurðardóttur, þau eiga
tvö börn; Kristján Ottó lager-
ÞAÐ VAR erfiður sunnudagsmorg-
unn hér vestanhafs er mér var til-
kynnt lát elstu systur minnar. Ég
hringdi til hennar á afmælisdaginn
hennar tveimur vikum áður og hún
talaði svo skýrt og skynsamlega við
mig í símann frá spítalanum og
sagðist vera orðin ansi lasin. Hún
hafði í nokkrar vikur barist við erf-
iðan sjúkdóm þar til yfir lauk. Þar
sýndi hún mikinn dugnað og bar-
áttuhug með sinni prúðmennsku.
Það fylgir mikill söknuður þessari
elskulegu og hjartahlýju konu.
Samband okkar Önnu og síðar
hennar fjölskyldu var mjög náið alla
tíð. Ævinlega áttum við kærleika
hvor til annarrar þó árin liðu og
umstang lífsins gæti stundum teygt
á sambandi okkar. En í mínum aug-
um var hún alltaf sem önnur móðir
mín.
Það var alltaf notalegt að koma
inn á hennar heimilil, hún var ræðin
maour í Tengi hf.,
maki Karolína Sif
ísleifsdóttir, ræst-
ingarstjóri hjá
Securitas, þau eiga
tvö börn; Sólborg
deildarstjóri, maki
Sigurður Árni
Kjartansson þjóð-
hagfræðingur í
Seðlabanka íslands,
þau eiga tvö börn;
og tvíburarnir Sig-
urrós nuddfræðing-
ur, maki Guðmund-
ur Arnarson tré-
smiður, þau eiga
þrjú börn, og Þórarinn trésmið-
ur, maki Kristín Enoksdóttir
nemi, þau eiga tvö börn. Anna
átti fyrir dóttur, Oddnýju
Magneu Einarsdóttur, starfs-
maður á leikskóla, maki, Sigþór
Haraldsson vélfræðingur, þau
eiga þijú börn og eitt barna-
barn. Öll börn Önnu eru búsett
í Reykjavík nema Þóiarinn sem
búsettur er á Jótlandi í Dan-
mörku. Framhaldsmenntun
öðlaðist Anna í skóla lífsins, í
starfi á heimili og á hinum
ýmsum vinnustöðum. Hún verð-
ur jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju í dag.
og gaf sér góðan tíma fyrir hvern
sem bar að garði, þó hún ætti ekk-
ert með kaffinu þegar gest bar að,
voru heitar pönnukökur eða vöfflur
á borði þegar kaffið á könnunni var
tilbúið. Ég eyddi mörgum stundum
á heimili Önnu við barnagæslu og
heimilishjálp. Oft sátum við saman
fram á nætur þegar annað heimilis-
fólk var farið að sofa. Sprettum við
í sundur gömlum fötum og saumuð-
um ný. Anna mín var iðin við sauma,
og gerði mikið af því að sauma á
börnin og hjálpsöm var hún við aðra
því aldrei mátti hún aumt sjá, alltaf
var hún boðin og búin að hjálpa.
Því hef ég aldrei getað gleymt, þeg-
ar hún fór með mig í búð og keypti
efni í fermingarkjól og saumaði
handa mér. Svo óskaplega þótti mér
vænt um það, þegar móðir mín var
lasin, að eiga hjálpsama og skiln-
ingsríka systur. Hún var góð móðir
og ávallt nýtin og hagsýn húsmóðir.
MINNINGAR
Eftir að börnin komust á legg lá hún
ekki á liði sínu við að afla tekna
fyrir heimilið, því þau hjónin voru
afar samhent í öllum sínum búskap,
þau 38 ár sem þau fengu saman.
Anna vann alla þá vinnu sem hún
gat og sameinaði hana heimilisstörf-
um síðari árin. Eftir að börnin urðu
sjálfbjarga vann hún í verksmiðjum,
á barnaheimlum og ýmis önnur störf.
I verzlun minni vann hún fyrir fáum
árum, en þá urðu hlutverkaskipti,
ég var. hætt að vinna hjá henni, nú
vann hún hjá mér. Á meðan hún
vann hjá mér í verzluninni skruppum
við saman til útlanda í innkaupaferð
fyrir fyrirtækið. Þetta var hennar
fyrsta utanlandsferð og við skemmt-
um okkur vel.
Hún heimsótti dóttur sína í Svíþjóð
í þeirri sömu ferð, sem varð henni
ánægjuleg og eftirminnileg. Hún
komst að því að það var ekki eins
erfitt að ferðast yfir hafið og hún
hafði haldið, þvi á þessu ári heim-
sótti hún son sinn í Danmörku og
fjölskyldu hans og hafði mjög gaman
af. Hún var skemmtileg, hugmynda-
rík og kenndi mér margt sem hefur
reynst mér gott veganesti í lífinu.
Hún á þakkir skildar. Alúðar hennar
umhyggju og þreks verður minnst
með þakklæti og hún lifir áfram í
hjörtum okkar. Guð styrki eiginmann
hennar og börn og þeirra fjölskyldur
á erfíðum stundum og blessi minn-
ingu þessarar prúðu konu.
Kristin Ottósdóttir,
Oklahóma.
Þegar sólin skein í heiði og gerði
umhverfið svo fallegt og hlýlegt, já,
þá leið flestum vel, en allt í einu kom
skýið eins og hendi væri veifað og
sólin hvarf á bakvið.
Það var snemma morguns á
sunnudegi, að hringt var til mín og
mér sagt að elsta systir mín, Anna
Sveinbjörg, væri dáin.
Við þá frétt kviknuðu minningarn-
ar frá því er við vorum að alast upp
saman heima í sveitinni i Svalvogum
og hún var að stelast út á nóttinni
til að hjálpa litla bróður sem þá var
sjö til átta ára að standa yfir kvíaán-
um. Hún vissi að ég var alltaf hrædd-
ur einn á nóttunni og sérstaklega
þegar þoka skall yfir.
I Svalvogum var oft margt um
manninn á sumrin, algengt þetta á
milli tuttugu og þijátíu manns í
heimili, það voru svo margir gestir
þá í sveitinni, og barnahópurinn orð-
inn stór og oft mikill hamagangur
í okkur yngri krökkunum og þá var
gott að eiga skapgóða og hjarta-
hlýja eldri systur sem alltaf var til-
búin að reyna að stilla til friðar og
leiða hópinn í leiki úti, en þar var
leikvöllurinn, allt landið milli fjalls
og fjöru.
Já, Anna var hjálpsöm, ekki bara
okkur systkinum sínum heldur og
móður okkar sem sá vart framúr
því sem gera þurfti á svona stóru
heimili. Anna var alltaf sívinnandi.
Ég man eftir því er ég var lítill en
hún þá í barnaskóla hvað hún var
dugleg að hjálpa mömmu okkar.
Hún las skólaþækurnar á meðan hún
var að vinna heimilisstörfin, þvo
þvotta, vinna í eldhúsinu og það sem
til fellur á stóru heimili, já, þá þurftu
allir að vinna.
Það hagaði þannig til að kennslan
í barnaskóla í Dýrafirði fór þannig
fram að kennarinn kenndi á tveimur
stöðum til skiptis, hálfan mánuð í
Haukadal og hálfan mánuð í Keldud-
al (en þangað sóttum við skóla), og
áttu því börnin að læra heima þann
hálfa mánuðinn sem þau voru ekki
í skóla. Þegar ég lít til baka og sé
systur mína með námsbækurnar við
vinnuna, já, ég dáist að dugnaði
hennar.
Hún var líka fyrst til að fara að
heiman í leit að atvinnu og lá þá
leiðin að Núpsskóla í Dýrafirði en
þar starfaði hún tvö skólaár í mötu-
neytinu hjá séra Eiríki og frú Krist-
ínu. Þar næst lá leiðin til Reykjavík-
ur og hóf hún fyrst störf sem starfs-
stúlka á Vífilsstöðum, en síðan á
Hótel Vík en þar vann hún lengi.
Anna og Hreiðar voru farin að
búa í Meðalholti 9 í Reykjavík löngu
áður en þau giftu sig og var ég oft
gestur á þeirra heimili því það hefur
alltaf verið góður vinskapur á miili
okkar Onnu og Hreiðars. Ég á marg-
ar minningar um samskipti okkar
Önnu og allar eru þær skemmtilegar.
Ég minnist þess að haustið 1954
að nóttu til er ég bankaði á gluggann
hjá Önnu og Hreiðari fársjúkur með
mislinga að koma í land af Græn-
landsmiðum og hún tók mig þá inn
og hjúkraði þar til mér var batnað.
Hún náði strax í lækni sem skaffaði
mér hylki með dufti inní, hylkinu
var stungið saman um miðjuna, hún
opnaði hylkið, setti í skeið og þann-
ig tók ég það inn, en þetta var svo
sterkt að ég kom því ekki niður
nema í tvö skipti. Nú voru góð ráð
dýr, hún fór út og kom til baka með
sveskjur, tók úr þeim steininn og
setti duftið í staðinn og ég kyngdi
þeim heilum, upp úr því fór mér að
batna. Hvemig áttum við að vita að
ég ætti að borða umbúðirnar? Við
höfum oft hlegið dátt að þessu síðan.
Anna fór í hjartaaðgerð fyrir tæp-
ANNA SVEINBJÖRG
OTTÓSDÓTTIR
um þremur árum og var ekki búin
að ná sér eftir þá miklu aðgerð þeg-
ar upp kom að hún gekk með
krabbamein.
Það var hinn 3. júlí sl. að læknar
komust að því að hún væri með
krabbamein og sögðu henni að dauð-r
inn væri ekki langt undan, tveir
mánuðir kannski meira.
Það var eins og hún hefði fundið
þetta á sér. Rétt fyrir sl. páska
hringdi hún til mín og sagði mér að
hana langaði til að vera við skírn-
arveislu hjá syni og tengdadóttur á
Jótlandi og spurði mig álits á þessu
uppátæki. Ég hvatti hana til ferðar-
innar og hafði hún mjög gaman af
þessari heimsókn til barnanna sinna.
Það var lærdómsríkt að fylgjast
með því hvað Anna systir tók dauða
sínum með mikilli stillingu. Hún,
hvatti böm sín til að breyta ekki
þegar ákveðnum sumarfríum þó að
svona stæði á. Hún var svo ótrúlega
létt og skýr í samræðum alveg þar
til yfir lauk og með því sýndi hún
þann mikla styrk sem hún bjó yfir
alveg til síðustu stundar.
Ég sendi mági mínum Hreiðari
og börnum hans og þeirra fjölskyld-
um samúðarkveðjur og bið góðan
Guð að blessa þau.
Krislján Ottósson.
Með sorg í hjarta kveð ég tengda-
móður mína, Önnu Ottósdóttur, sem
lést í Landspítalanum hinn 9. októ-
ber síðastliðinn eftir erfið veikindi.
Nú eru 16 ár liðin síðan ég kynntist*
Önnu. Hún tók mér strax með vin-
áttu sem entist þótt leiðir okkar
hjóna skildu. Hjartahlýjan var henni
eðlislæg og nutu fjölskylda hennar
og vinir þess. Hún var félagslynd,
hafði áhuga á fólki og sá alltaf það
besta í fari hvers og eins. Nú að
leiðarlokum er margs að minnast,
margra góðra stunda á heimili þeirra
hjóna og frá ferðalögum sem við
fórum saman um landið. Drengimir
mínir sakna nú vinar í stað og eldri
sonur minn skynjar missi afa síns
og veit að missir hans er mikill.
Anna og Hreiðar voru mjög samrýnd
hjón svo erfitt er að hugsa sér ann-
að án hins. Þau eignuðust fimm
börn saman. Elstur er Elís, þá Ottó,
Sólborg og tvíburarnir Sigurrós og
Þórarinn, en fyrir átti Anna dóttur-
ina Oddnýju. Velfarnaður barna
þeirra var Önnu mikið áhugamál og
tók hún þátt í gleði þeirra og sorg-
um. Ég sendi Hreiðari og fjölskyld-
unni allri mínar innilegustu samúð-
arkveðjur og bið guð að styrkja þau
í sorginni.
Guðrún Sigurðardóttir.
+ Sigurlaug Sig-
urðardóttir
fæddist á Eyri í
Skötufirði við Isa-
fjarðardjúp 20.
mars 1902. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 10.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Þorbjörg Elín Páls-
dóttir, f. 1871, d.
1943, og Sigurður
Gunnarsson, f.
1872, d. 1947.
Systkini hennar
voru Steinunn, Guðmundur,
Þórður, Páll og Sigurður. Öll
eru þau látin nema Þórður sem
búsettur er í Hnífsdal. Árið
1937 giftist Sigurlaug Guð-
mundi Gunnari Hjálmarssyni
frá Fremri-Bakka í Langadal
við ísafjarðardjúp. Hann lést
árið 1977. Sonur þeirra er Jök-
ull Arngeir, f. 1938, kvæntur
Kagnheiði Þorgilsdóttur og
eiga þau fimm börn. Barna-
barnabörnin eru sex. Útför
Sigurlaugar fer fram frá Akur-
eyrarkirlyu í dag.
í BYRJUN þessarar aldar snerist
tilvera alþýðufólks á íslandi einkum
um að hafa til hnífs og skeiðar.
Það var algengt að
börnum frá fátækum
heimilum væri ýmist
komið í fóstur hjá bet-
ur stæðu fólki eða að
börn voru „lánuð“
kornung til vanda-
lausra sem liðlétting-
ar.
Þannig var því farið
með frænku mína,
Sigurlaugu Sigurðar-
dóttur. Kornung fór
hún að vinna fyrir sér
sem svokölluð „vika-
stelpa" fyrst í Vigur
fram á unglingsár og
síðan á Laugarbóli við ísafjörð. Hún
var glaðsinna, verklagin og hörku-
dugleg og því eftirsótt til vinnu.
A uppvaxtarárunum naut hún
aðeins skólagöngu um nokkurra
vikna skeið, en draumur hennar að
komast í hússtjórnarskóla á ísafirði
rættist síðar. Hún átti auðvelt með
að nema og lagði rækt við gott
málfar og réttritun.
Hún hafði mikla þörf fyrir að sjá
sig um og næstu árin dvaldi hún í
Eyjafirði og Skagafirði, ýmist í
kaupavinnu eða sem húshjálp á
betri heimilum. Þótti það gott vega-
nesti fyrir ungar stúlkur á þessum
timum að komast í vist á góðum
heimilum. Rifjaði Lauga oft upp
atvik frá þessari tíð, þegar húsmóð-
irin sat í betri stofu og bróderaði,
á meðan vinnustúlkan sandskúraði
gólfin, fægði lampana og þvoði
þvottana. Eða þegar vinnustúlkan
var látin vinna í síld á nóttunni og-
vera húshjálp á daginn og hús-
bændurnir þáðu launin hennar.
Þetta mótaði frænku rnína á þann
veg að hún tók svari þeirra sem
minna máttu sín í samfélaginu og
studdi alla tíð verkalýðshreyfing-
una.
Það var heillaríkt spor hjá Laugu
þegar hún giftist Guðmundi Hjálm-
arssyni. Þau settust að á ísafirði
og áttu lengst af heima í Aðal-
stræti 11, ásamt syni sínum. Þar
átti Lauga góða daga. Hún naut
þess að geta slakað á og leyft sér
að lesa sem hún hafði dálæti á og
sinna hannyrðum. Eru til margir
fallegir munir eftir hana en langt
fram á níræðis aldur hafði hún
unun af allskyns handavinnu.
Lauga og Gummi voru einstaklega
barngóð og fengum við systkina-
börn hennar að njóta þess í ríkum
mæli.
Saman eignuðust foreldrar mínir
og þau lítinn sumarbústað á Dag-
verðardal í Skutulsfirði. Áttum við
þar margar ánægjustundir í störf-
um og leik. Kartöflur voru ræktað-
ar og metist á um hjá hvorum að-
ila væri betri uppskera. Háværar
samræður voru oft og tíðum um
stjórnmálin í landinu, þar sem hver
hafði sína ákveðnu skoðun, en þó
voru allir í raun sammála. Kökur
með kremi og sultu í síðdegiskaff-
inu á sunnudögum sem auðvitað
varð að klára svo ekki þyrfti að
burðast með þær heim aftur. Þessa
og svo margs annars er gott að
minnast.
Árið 1974 tóku þau hjón sig upp
og fluttust búferlum til Akureyrar.
Bæði var að einkasonur þeirra
ásamt fjölskyldu sinni fluttist
nokkru fyrr til Akureyrar sem og
að Akureyri og Eyjafjörður höfðu
alltaf togað í frænku _ mína frá
hennar ungdómsárum. Ég var svo
lánsöm ásamt fjölskyldu minni að
eiga nú aftur kost á því að eignast
margar ánægjustundir með Laugu
og Gumma þar sem ég var á full-
orðinsárum líka komin á Norður-
landið.
Dvöldu þau gjaman hjá okkur
um stundarsakir og hún oftar eftir
að Guðmundur lést. Eftir það bjó
hún ein í litla húsinu sínu á Ási 2
í nokkur ár og kom sér nú vel að
hún hafði unun af hannyrðum, því
oft þóttu henni dagarnir lengi að
líða. Hún fylgdist vel með fjöl-
skyldu sonar síns og frændfólki
sínu. Um síðir fékk hún pláss á
dvalarheimilinu í Skjaldarvík og
seinna er heilsan fór þverrandi á
Dvalarheimilinu Hlíð. Hún var
löngu farin að bíða eftir „kallinu
að handan“ eins og hún sagði, en
var svo lánsöm að halda alltaf sinni
góðu lund og fallega brosi. Sonar-
sonur hennar Ari var henni mikil
stoð og stytta síðustu árin og bar
mikla umhyggju fyrir ömmu sinni.
Ég kveð frænku mína, og flyt
samúðarkveðjur fjölskyldu minnar
til sonar hennar og fjölskyldu.
Blessuð veri minning hennar.
Elín S. Sigurðardóttir.
SIGURLAUG
SIG URÐARDÓTTIR
Scifræðingar
i hlóninslvriMliiigiiin
\ið öll In'lvilæri
Jblómaverkstæði
BINNA^
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
Erlidiykkjnr
Gla*sileg kíiili-
hlaðlwrö lallegir
síilir oj» mjög
gikl þjomisUL
liplilýsuigai’
ísíma 22322
FLUGLEIDIR
UATEL LOFTLEIllt