Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Irakar mótmæla samþykkt SÞ
„Gróf íhlutun
í innanríkis-
mál Iraks“
Sameinudu þjóðunum, Bagdad, París. Reuter.
ÍRAKAR mótmæltu í gær þeirri ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna um helgina að takmarka rétt írakshers til liðsflutninga
í suðurhluta landsins. „Krafan er gróf íhlutun í innanríkismál Ir-
aks,“ sagði al-Jumhouriya, málgagn stjórnarinnar.
Frönsk stjórnvöld sögðu í gær
að stjórninni í írak tækist ekki að
fá öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
til að aflétta viðskiptabanninu á
landið nema írakar viðurkenndu
formlega landamæri Kúveits sem
Sameinuðu þjóðirnar mörkuðu eft-
ir stríðið fyrir botni Persaflóa árið
1991.
íhuga að viðurkenna
landamæri Kúveits
Tareq Aziz, aðstoðarforsætis-
ráðherra íraks, hafði sagt að ráða-
menn í írak væru að „íhuga“ að
viðurkenna landamærin en upp-
lýsti ekki hvenær ákvörðun yrði
tekin. Aziz ávarpaði öryggisráðið
í fyrradag og búist var við að hann
upplýsti hvenær og hvernig íraks-
stjórn hygðist viðurkenna landa-
mærin. Hann las þess í stað upp
yfirlýsingu, sem írakar og Rússar
gáfu út 13. október, en þar lýsa
Irakar því yfir að þeir séu reiðu-
búnir að viðurkenna landamærin
að því tilskildu að viðskiptabanninu
verði aflétt. Aukafundi íraksþings
lauk í fyrradag og ekki er vitað
til þess að málið hafi verið á dag-
skrá.
Frakkar og Rússar hafa beitt
sér fyrir því að viðskiptabanninu
verði aflétt eftir sex eða sjö mán-
uði ef íraksstjórn láti undan öllum
kröfum Sameinuðu þjóðanna um
að hætt verði framleiðslu gereyð-
ingarvopna.
Bandaríkjamenn, Bretar og ar-
abaríki við Persaflóa hafa hins
vegar lagst gegn því að banninu
verði aflétt, einkum eftir liðsflutn-
inga íraka við landamærin að Kú-
veit fyrr í mánuðinum. David
Hanney, sendiherra Bretlands hjá
Sameinuðu þjóðunum, gaf til
kynna á fundi öryggisráðsins að
líklega yrði banninu ekki aflétt
fyrir en Saddam Hussein Iraksfor-
seti færi frá.
Hagsmunatogstreita
Afnám viðskiptabannsins myndi
leiða til lægra olíuverðs á heims-
markaði og skaða efnahag ná-
grannaríkja íraks nema þau féllust
á að draga úr eigin framleiðslu.
Bandarísk fyrirtæki hafa hagn-
ast gífurlega á viðskiptum við ara-
baríkin, einkum Saudi-Arabíu og
Kúveit. Rússar og Frakkar hafa
nánast verið útilokaðir frá þessum
markaði og búa sig nú undir að
tryggja sér mikilvæga samninga
um olíuvinnslu í írak þegar við-
skiptabánninu verður aflétt. Jtúss-
ar vonast einnig til þess að Irakar
geti endurgreitt þeim skuldir sínar
þegar þeir hefja olíuútflutning á
ný-
KERTI og blóm eru nú á þeim stað sem Silja fannst á.
Adresseavisen
Fimm ára drengir drápu jafnöldru sína í Noregi
Móðir stúlkunnar fyrir-
gefur drengjunum
Ósló. Reuter.
MÓÐIR litlu stúlkunnar, sem fimm
og sex ára drengir börðu og grýttu
til ólífis, lýsti því yflr í gær, að hún
hefði fyrirgefið drengjunum. Rann-
sókn málsins er því sem næst lokið
og færist því yfir á hendur barna-
verndaryfírvalda, vegna ungs aldurs
drengjanna.
„Eg get ekki borið kala til lítilla
bama. Það getur ekki verið að þau
hafi skilið hvað þau gerðu. Ég fyrir-
gef þeim sem drápu dóttur mína,“
sagði Beathe Redegaard, móðir hinn-
ar fímm ára gömlu Silju. Redegaard
og eiginmaður hennar, ræddu lengi
við foreldra eins drengjanna sem
réðust á dóttur þeirra. „Við höfum
samúð hvert með öðru. Þau misstu
barnið sitt, við þurfum að lifa með
þessu," sagði móðir drengsins.
Þá fór stjúpfaðir Silju í skólann
sem eldri systir hennar gengur í og
bað börnin um að hefna sín ekki á
drengjunum.
Bein tengsl við ofbeldi í
sjónvarpi
Talið er að stúlkan hafi látist úr
ofkælingu en drengirnir skildu hana
eftir á leiksvæði barnanna í hverfí
því í Þrándheimi, sem börnin voru
búsett í.
Norskar, sænskar og danskar
sjónvarpsstöðvar hafa bmgðist við
málinu með því að hætta sýningum
á myndaflokkinum „Power Rangers“
sem ætlaður börnum og unglingum
á aldrinum 10-15 ára þar sem vitað
sé að allt of ung börn horfí á þætt-
ina. Þeir þykja í ofbeldisfyllra lagi.
Þá hefur einnig verið talið að dréng-
irnir hafi verið undir áhrifum svokall-
aðra skjaldbökumynda, „Teenage
Mutant Ninja Turtles".
Gro Harlem Brundtland, forsæt-
isráðherra Noregs, sagði í gær að
bein tengsl væru á milli ofbeldis í
sjónvarpi og málsins í Þrándheimi.
Þýskaland
Talið að
FDP missi
efnahags-
ráðuneytið
Bonn. Reuter.
KRISTILEGI demókrataflokkurinn
(CDU) og Fijálsi demókrataflokk-
urinn (FDP) ætla að hefja formleg-
ar stjórnarmyndunarviðræður í
næstu viku, að sögn embættis-
manna flokkanna.
Flokkarnir hafa starfað saman
undanfarin tólf ár og hyggjast
starfa áfram næstu fjögur ár, þrátt
fyrir að stjórn þeirra hafi misst tölu-
vert fylgi í þingkosningum á
sunndag. Er þingmeirihluti stjóm-
arinnar nú einungis 10 menn en
var áður 134.
Ekki er ljóst hversu miklar breyt-
ingar verða gerðar á stjórninni en
fulltrúar beggja flokka hafa viðrað
hugmyndir um að fækka ráðherrum
úr átján í þrettán. Þá greindi dag-
blaðið Die Welt, sem hefur góð sam-
bönd innan CDU, frá því að hugsan-
lega myndu frjálsir demókratar
missa efnahagsmálaráðuneytið,
sem ásamt utanríkismálaráðuneyt-
inu er mikilvægasta ráðuneyti
flokksins.
FDP missti mikið fylgi í kosning-
unum og eru umræður um stöðu
flokksins þegar hafnar innan hans.
Boðað hefur verið tii aukaflokks-
þings í nóvember þar sem þessi
mál hafa verið rædd.
Ofbeldi barna
víða vaxandi
vandamál
Morðið á fimm ára telpu í Þrándheimi hefur
skekið fólk á Norðurlöndum. Þótt atburðurinn
sé einstakur af því að drápsmennirnir eru líka
börn, þá er ofbeldi barna vaxandi vandamál á
Norðurlöndum. Sigrún Davíðsdóttir rekur hér
ýmsar vangaveltur um þetta ógnarlega fyrirbæri
SPURNINGIN, sem brennur á
vörum fólks víða á Norðurlöndum,
er hvernig það geti gerst að þrír
fímm og sex ára guttar sparki og
misþyrmi fimm ára stúlku til bana,
eins og gerðist í Þrándheimi á
laugardaginn var. Svarið er ekki
einfalt, en hluti af þvl er brestur
í uppeldinu, aukið ofbeldi í samfé-
laginu, hópsefjun og kvikmyndaof-
beldi. Þessar aðstæður er ekki
aðeins að finna í fjölmennum
samfélögum, heldur einnig á Norð-
urlöndum, því atburðurinn í Noregi
er ekki einstæður, þó að börnin
sem þátt áttu í verknaðnum séu
yngri en dæmi eru um. Það skyldi
heldur enginn halda að atburður-
inn í Noregi geti ekki átt sér stað
annars staðar. Það er að hluta til-
viljun háð hvenær afleiðingarnar
verða svo ógnarlegar.
Þegar tveir tíu ára drengir
drógu tveggja ára dreng nauðugan
með sér úr verslunarmiðstöð í Li-
verpool í fyrra, misþyrmdu honum
og drápu, skók það fleiri en íbúa
Bretlands. í Danmörku hafa fjögur
morð átt sér stað undanfarið eitt
og hálft ár, sem fjórtán og fimmt-
án ára krakkar hafa verið völd að,
og hliðstæð mál hafa komið upp í
Svíþjóð. Þeir sem fást við geðræna
meðferð barna eru yfirleitt sam-
mála um að I slíkum tilfellum vanti
eitthvað I uppeldi barnanna. Móðir
eins af drengjunum, sem álitnir
eru hafa drepið Silju í Þránd-
heimi, segir að sonur hennar hafi
sagt, að þeir félagarnir hafí ákveð-
ið fyrirfram að vera vondir við
Silju. „En við drápum hana ekki,
því við erum of litlir til þess,“
bætti hann við. í blaðaviðtali við
norska blaðið „Verdens Gang“
sagði móðir eins drengjanna, að
sonur hennar héldi að fólk gæti
bara staðið upp, eftir að hafa ver-
ið drepið.
Afskipta- og umhirðuleysi
kannski það versta
Ofbeldi meðal barna og ungl-
inga virðist hafa vaxið undanfarin
ár og ýmsir, sem vinna meðal
barna, hafa bent á að þau komi
fram við hvert annað af meiri
hörku en áður. Afleiðingarnar eru
í versta falli morð, en ýmiss konar
misþyrmingar eru heldur ekki
óþekktar og um það eru einnig
íslensk dæmi. Oft er bent á vax-
andi ofbeldi á heimilum sem dæmi,
en það dugir kannski ekki eitt sér
til sem skýring. Það sem virðist
vera skelfilega slæmt fyrir börnin
er afskipta- og umhirðuleysi og
það er ekki bundið við fjölskyldur,
sem eru félagslega illa stæðar,
heldur getur líka verið í fjölskyld-
um þar sem foreldrarnir gefa sér
einfaldlega ekki tíma til að vera
með börnunum.
Afskipta- og umhirðuleysið leið-
ir til þess að börnin alast upp I
litlu sambandi við fullorðna, en
fínna sér samastað í hópi félaga.
Þar getur þrýstingurinn verið mik-
ill, því ef barnið fylgir ekki venjum
hópsins getur því fundist það eiga
á hættu útskúfun úr þessum eina
hópi, sem því finnst það eiga fót-
festu í. Um leið getur hópurinn
og sterkir einstaklingar innan hans
haft mjög mikil áhrif á barn, sem
býr við þessar aðstæður.
Þegar um er að ræða svo ung
börn eins og í Noregi kemur fleira
til. A 5-7 ára aldrinum þroskast
böm mikið tilfinningalega. Þau lifa
oft svolítið eins og í eigin heimi,
greina ekki mun leiks og alvöru og
geta oft verið svo firna skemmti-
leg, einmitt þegar þau eru að velta
lífínu og tilverunni fyrir sér á þess-
um aldri. Þegar börn á þessum aldri
búa við skort á athygli og þeim eru
ekki settar neinar skorður getur
það leitt til þess að þau greina
ekki á milli þess, sem er í alvöru
og þykjustu, líkt og drengimir þrír
í Þrándheimi gerðu.
Kvikmyndir mega
ekki gleymast
Það er ekki hægt að ræða þessi
mál án þess að huga að áhrifum
kvikmyndaofbeldis. Á það er æ
oftar bent að afskipta- og um-
hirðuleysi annars vegar og sjón-
varpsgláp hins vegar getur verið
slæm blanda. Stöðugar barsmíðar
og ofbeldi, jafnt í teiknimyndum,
kvikmyndum og fréttum geta haft
afdrifarík áhrif á barn, sem varla
er í neinu uppbyggilegu sambandi
við fullorðið fólk. Það fer líka oft
saman að börn frá heimilum, þar
sem ofbeldi er fyrir, horfa meira
á ofbeldisefni í sjónvarpinu og það
hamrar enn frekar á ofbeldisvið-
brögðum. Börn, sem sjálf eru beitt
ofbeldi, eru líklegri til að grípa
sjálf til ofbeldis.
í Danmörku stendur til að setja
lög til að draga úr ofbeldi. Þau
beinast hins vegar fyrst og fremst
að því að vernda borgarana fyrir
ofbeldi, ekki að draga úr því. Það
er líka skuggalegt þegar svo er
komið, að setja þurfi lög um skyld-
ur foreldra við börn og þörfina á
því að sinna þeim og kenna þeim
muninn á réttu og röngu.