Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Smáfólk
I HAVE A NEW
5Y5TEM..FIR5T, I
TEE UPTHEBALL...
B-6
THEN I TUR.N
AROUNPANPLOOK
IF THE BALL
HASN'T LEFT, I 60
BACKANPHIT |T!
NEr
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Ástundun
hatha-jóga
Ég er með nýtt kerfi,,, Svo geng ég burt Ég staldra við eitt Síðan sný ég mér Ef er ekki farin, fer
fyrst slæ ég kúluna... frá henni. andartak... við og gái. ég til baka og slæ
hana.
Frá Sigfríði Viihjálmsdóttur:
í DAG er mikið rætt og skrifað um
heilsurækt, líkamsþjálfun, mataræði,
og hvað eina sem hægt er að gera
fyrir líkamann, hvað sé hollt fyrir
hann, og hvað sé óhollt, megrun
o.s.frv. Það eru ýmsar og mishollar
leiðir til að þjálfa líkamann í bjartri
von um að viðhalda heilsu sinni og
þreki. Þeir sem standa fyrir þessum
þjálfunaraðferðum halda því oftast
fram að með því að fylgja þeirra
góðu ráðum leysist flest okkar dag-
legu vandamál fijótt og vel. Ég neita
því ekki. Mikilvægast er að hver og
einn finni ástundun við sitt hæfi.
Af hverju hatha-jóga?
En það er til aðferð til þjálfunar
sem er dálítið frábrugðin annarri
þjálfun. Það er hatha-jóga iðkun.
Nú gætuð þið spurt af hveiju er
hatha-jóga betri aðferð en aðrar?
Að ákveða að stunda jóga /eglu-
lega er skynsamleg ákvörðun. í jóga-
iðkun er rík áhersla lögð á að fólk
fái að vera það sjálft, með öllum sín-
um kostum og göllum. Fólk er ekki
dregið í dilka eftir ummáli og þyngd.
Slíkar kröfur vekja oft vanmat og
ranghugmyndir um eigin persónu.
Þá myndast vítahringur spennu og
vanmáttar, við að breyta „ástandi"
sem er kannski bara ímyndað.
Ég er ekki að segja að ekki eigi
að laga það sem er í ólagi. Síður en
svo. Það verður bara áð byija á rétt-
um grunni. Fyrst reynum við að
sættast við líkama okkar. Gott er
að þakka fyrir heilbrigði hans. Það
gleymist stundum. Síðan reynum við
að finna út vandamálið ef eitthvað er.
Óteljandi ástæður
Trúlega er aðal ástæðan nútíma
lífsmáti. Öfgar á ýmsum sviðum.
Ofneysla áfengis og annarra, vímu-
efna. Óreglulegir matmálstímar og
þá borðað hratt og mikið, nefna má
einhæfar stellingar við vinnu sem
orsök fyrir vöðvabólgu víða um lík-
amann. Allt of margir stunda algjört
hreyfíngaleysi, nema rétt til að kom-
ast stað úr stað. Að lokum nefni ég
það sem þyrfti að skrifa sérstaklega
um, óöryggi, svartsýni, kvíða fyrir
framtíðinni. Þannig mætti lengi telja.
Einbeitning og sjálfsagi
Jógaiðkun er ekki töfrateppi sem
við svífum á inn í töfraland, þar sem
engir erfiðleikar eru. Þvert á móti
þarf heilmikla einbeitingu og sjálfs-
aga til að vinna af alvöru í vandamál-
inu ef eitthvað er. Regluleg ástundun
jóga getur sannarlega hjálpað til að
ná líkamlegri vellíðan og andlegu
jafnvægi. En það tekur tíma. Nú
mætti ætla að jógaiðkun væri bara
fyrir þá sem eru aumir og í ójafn-
vægi. Ekkert er fjarri sanni.
Lengi getur gott batnað
Ef þú ert svo lánsöm, lánsamur
að eiga heilbrigðan líkama sem er
styrkur, mjúkur og sveigjanlegur og
ert í andlegru jafnvægi þá er jógaiðk-
un trúlega mjög gott framhald til
að viðhalda því góða ástandi.
REGLULEG ástundun jóga
getur hjálpað fólki til að koma
lagi á líkama og sál.
Hatha-jóga hefur að Ieiðarljósi að
líkaminn sé tæki og musteri sálarinn-
ar. Hugur, sál og líkami verða að
vinna saman, til að viðhalda einingu.
Að persónan sé heil og óskipt.
Oft þarf ekki nema
herslumuninn
Fólk sem stundar jóga er yfirleitt
á jákvæðu línunum þegar það byijar
ástundun en það er misjafnlega á sig
komið líkamlega eins og gengur.
Kannski þarf aðeins að breyta um
stefnu í daglegum venjum að hluta,
kannski þarf að endurskipuleggja
matarvenjur.
Stærsti hópurinn sem stundar jóga
er sá hópur sem stundar jógaæfíng-
arnar af áhuga og ánægju, sem finn-
ur að með reglulegri ástundun, æf-
ingunum, réttri öndun, slökun, já-
kvæðu hugarfari má bæta daglegt
líf ótrúlega mikið.
Nokkur heilræði
Vilji maður stunda jóga eru nokkr-
ar reglur sem gott er að hafa að
leiðarljósi, þótt engar reglur séu
bindandi.
Að fínna að það sé til tími fyrir
iðkunina.
■ Að temja sér hófsemi í sem flestu,
til dæmis mat og drykk.
■ Að reyna að hafa jákvæða og
bjartsýna lífsskoðun.
■ Að læra rétta öndun, flestir anda
of grunnt.
■ Að læra jógaæfingamar, að reyna
að vinna þær af einbeitingu.
■ Að læra slökun og hugleiðslu sem
má segja að sé það erfiðasta í byijun.
Hatha-jóga er upphugsað kerfi
sem vinnur mjög hnitmiðað að allir
vöðvar líkamans fái hreyfingu við
hæfi. Líffærin fái nudd og örvun.
Innkirtlarnir örvist. Að farið sé að
líkamanum með mýkt en ákveðni.
Að ekki sé þvingað eða hamast um
of. _
Áhugi á jóga vex stöðugt á vestur-
löndum. Sífellt fleiri finna að hama-
gangur, hraði og hávaði leiða til óf-
arnaðar. Jógaiðkun er kannski spor
í rétta átt.
SIGFRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR,
jógakennari hjá Yogastöðinni Heilsubót.
Allt efni sem birlist, í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.