Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 25
AÐSENDAR GREIIMAR
Á FULLVELDIS-
DAGINN þann fyrsta
desember næstkom-
andi eignast íslend-
ingar nýja og full-
komna byggingu við
Birkimel. Hún verður
rammi utan um upp-
lýsingamiðstöð sem
hýsir Landsbókasafn
og Háskólabókasafn í
nýrri stofnun. Þetta
verður myndarlegur
áfangi í menningar-
sögu þjóðarinnar.
Endaspretturinn í
langri byggingarsögu
hefur verið snarpur,
enda hefur málefnið
notið ríkulegs stuðnings stjórn-
valda undir forystu Ólafs G. Ein-
arssonar menntamálaráðherra.
Mikið gleðiefni verður að sjá
aðstöðu Landsbókasafns bætta til
muna í nýju safni. Rannsóknir á
íslandi með Háskólann í farar-
broddi munu einnig öðlast nýjan
vettvang til upplýsingaöflunar
með tilkomu hins nýja safns. Al-
menningur mun eignast menning-
armiðstöð.
Nú þegar stúdentahreyfingin
undirbýr söfnunar- og kynningar-
átak fyrir hið nýja safn langar
mig til þess að skýra með litlu
dæmi hlutverk rannsóknarbóka-
safnsins. Við skulum virða fyrir
okkur framtíðarsýn með augum
stúdentanna, hinnar ungu kyn-
slóðar menntafólks sem með elju
og nýsköpun yrkir landið. Ég hef
orðið var við að margir gera sér
ekki grein fyrir því hvernig nú-
tímabókasafn gagnast nemendum
í námi.
Tökum sem dæmi verkfræði-
stúdent sem er að vinna að meist-
araverkefni á sviði fullvinnslu
sjávarafurða. Við tölvuborð í
safninu er unnt að blaða í gagna-
brunni bókasafnsins sem nefndur
hefur verið Gegnir. Þar er hægt
að skoða hvaða bækur og tímarit
eru til í safninu, t.d. á
sviði sjávarlíffræði og
framleiðslutækni.
Unnt er að léita eftir
lykilorðum og finna
stað tiltekins rits;
rekja sig áfram um
hillur og hvelfingar
safnsins án þess að
yfirgefa tölvuskjáinn.
Þegar svo „leit er lok-
ið“ er unnt að fá við-
komandi bækur eða
tímarit afgreidd,
skoða þau og ljósrita
greinar og kafla eftir
því sem við á. Þess ber
að geta að bókasöfn
Kennaraháskólans og
Seðlabankans eru tengd Gegni
svo og skráð ritaeign um fimmtíu
bókasafna og stofnana í landinu.
Með samskrá tímarita í Gegni
er í einu vetfangi hægt að sjá
hvaða rit eru til á Hafrannsókna-
stofnun og RF í hinu ágæta
sjávarútvegssafni eða á Akureyri
þar sem gott safn er að verða til
við HA. Sömuleiðis geta nemend-
ur fyrir norðan nýtt sér Gegni og
íslensk millisafnalán til þess að
afla upplýsinga fyrir rannsóknir
sínar og viðfangsefni.
Bóka- og tímaritasafn hins
nýja safns verður í byrjun ófull-
komið á mörgum sviðum. Há-
skólabókasafn ver nú um 33 millj-
ónum króna árlega til bóka- og
tímaritakaupa. Það er stór upp-
hæð en dugir skammt í ört vax-
andi heimi upplýsinga. Upplýs-
ingar eru viðurkennd auðlind í
nútímaþjóðfélagi og verð upplýs-
inga fer sífellt hækkandi. Nýja
bókasafnið mun væntanlega verja
eitthvað hærri upphæð til bóka-
kaupa, en það er sýnt að bókaka-
up þarf enn að efla og stjórn hins
nýja safns þarf að vera vakandi
gagnvart forgangsröðun í inn-
kaupum.
Við skulum ekki missa sjónar
á stúdentinum okkar. Hún er búin
Með opnun hins nýja
bókasafns er stigið stórt
skref inn í framtíðina,
segir Þorsteinn I. Sig-
fússon, því er best lýst
sem upplýsingavirkjun
að fínkemba Gegni og kallar nú
fram_ nýja valmynd á tölvuskján-
um. í þetta sinn lýst upp erlendur
gagnabrunnur sem skoðaður er
um ljósleiðara til Bandaríkjanna
í gegnum Internet. Hér bætast
heldur betur við gögn. Sum þeirra
eru fáanleg sem texti eða mynd
á skjá - önnur þarf að panta með
millisafnalánum. Gott samband
er t.d. við norræn, bresk og
bandarísk söfn og unnt að fá heilu
greinarnar ljósritaðar eða bækur
sendar milli landa. Þetta er auð-
vitað ekki eins aðgengilegt og
gögnin sem geymd eru í safninu
sjálfu. Frá sama skjá er unnt að
' KRIPALUJÓGA ^
ALDAN
FRÁ SÁRSAUKA TIL GLEÐI
Á þessu helgarnámskeiöi munt þú læra
á nýjan hátt að umbreyta sárs auka I
gleði. Þér verður leiðbeint á nærgætinn
hátt með aðferðum, sem byggðar eru á
Kripalujóga, til að upplifa dýpt
tilfinninganna og læra að þekkja þín
innri skilaboð. Þú munt læra að nota
innsæi þitt til að færa þér meiri
lífsfyllingu og gleði á öllum sviðum lifs
þíns.
Föstud. 21. okt. kl. 20-22.
Laugard. og sunnud. 22. og 23. okt.
kl. 9-17 og 9-16.
Samverustund: (Satsanga) með
Dayashakti fimmtudagskvöldin 13.,
20. og 27. okt. kl. 20-21.30.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Ath. breyttan tíma.
JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS,
^Skeifunni 19, 2. hæð, s. 889181 (kl. 17-19)^
leita að íslenskum tímaritsgrein-
um í Gegni, t.d. Náttúrufræðingn-
um og Jökli. Enn einn möguleiki
er að skoða greinasafn Morgun-
blaðsins sem af framsýn hefur
verið komið upp og er aðgengilegt
sem gagnmerk heimild úr frétt-
amiðlinum.
Með því að flytja sig öriítið um
set er unnt að leita fanga í ann-
arri deild hins nýja safns. Það er
svokölluð „nýsigagnadeild" þar
sem geymdir eru geisladiskar með
upplýsingaefni, myndbönd og
svokallað margmiðlunarefni.
Nokkurra daga vinna stúdents-
ins ber ríkan ávöxt. Hluti þeirra
upplýsinga sem þörf er talin á
liggur þegar fyrir. Búið er að
panta frá Bretlandi og Danmörku
nokkrar mikilvægar greinar í
pósti sem geta borist í næstu viku.
Nokkrar bækur eru ekki til í safn-
inu en taldar mikilvægar svo að
í samráði við leiðbeinanda verk-
efnisins er sent erindi til safnsins
um kaup á viðkomandi bók. Erfið-
ast er að sætta sig við fátækt
hins nýja safns varðandi bóka-
og tímaritakostinn. Þar kosta úr-
bætur fé.
Meistararitgerðin er að lokum
skráð sem námsritgerð og geymd
í safninu og getur nú ásamt til-
vitnunum og heimildum orðið
hluti af upplýsingaforða þess.
Alla daga iðar nýja bókasafnið
af lífi. Hundruð stúdenta víðs
vegar á landinu geta beint og
óbeint nýtt sér safnið. Gestir
safnsins geta notið þess að koma,
velja sér hugðarefni, drekka kaffi
í vistlegum húsakynnum, hlýða á
fyrirlestra og svo mætti lengi
telja. Upplýsingar eru fluttar,
geymdar, skoðaðar og þær flæða
inn í landið með nýjustu tækni.
Þannig er safninu e.t.v. best lýst
sem upplýsingavirkjun!
Með tölvuvæðingunni verður
unnt að gera íslenska safnkostinn
aðgengilegan erlendum fræði-
mönnum t.d. íslensk fræði.
Árangurinn er styrking menn-
ingar okkar og færni til þess að
aðlagast breyttri veröld. Með opn-
un hins nýja bókasafns er stigið
stórt skref inn í framtíðina. Gæfa
og gengi safnsins er hins vegar
háð því að vel verði hlúð að að-
föngum þess, sem eru dýr sölu-
vara í markaðsheimi nútímans.
Það verkefni bíður okkar kynslóð-
ar um leið og ástæða er til að
þakka framlag þeirra sem lögðu
grundvöllinn.
Höfundur erprófessor í eðlisfræði
við Háskóla Islands og
varaformaður stjórnar
Landsbókasafns Islands,
Háskólabókasafns.
Þjóðarátak fyrir þjóðbókasafnið
Upplýsingavirkjimin
í Þjóðarbókhlöðunni
Þorsteinn I.
Sigfússon
HSíjp1
-alltaf fersk - alltaf nýbökuð
Hvítlauks- eða ostabrauð frá Hatting
hu eiu best
nýbökuð og ilmandi
Ef þú átt Hatting brauð í frystinum
þarftu lítið til viðbótar í Ijúffenga máltíð.
V]S/VJOiSVONISiTOnV flN V HH