Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 52
alltaf á
Miðvikudögiim
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓIF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTOBER 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Skriður
tepptu
tugi
manns
AURSKRIÐUR féllu í Þvottár-
skriðum um 50 km austur af
Höfn í Homafirði um hádegi í
gær og lokuðu hringveginum.
Vegagerð ríkisins á Höfn gafst
upp á að opna veginn í gær
vegna látlausra skriðufalla og
úrkomu og hugðist freista þess
þegar morgnaði, í von um að
hægt væri að ryðja veginn fyrir
umferð milli klukkan 8 og 9 í
dag, en áætlað væri að hreinsun
tæki um þijá tíma.
Úrhellisrigning hefur verið á
þessu svæði síðan í fyrrinótt.
Um það leyti sem skriðumar
féllu náði rigningin tæpum 60
millímetrum. Að sögn Reynis
Gunnarssonar, verkstjóra hjá
vegagerðinni, teygðust skrið-
umar yfir 100 metra kafla á
veginum og voru um tveir metr-
ar að hæð þar sem þær voru
lægstar á vegarbrúninni en
„miklu hærri inni á miðjum
vegi“. Lögreglan á Höfn sagði
að vegfarendur hefðu mikið haft
samband vegna lokunarinnar og
áætlaði að 20-30 manns hefðu
leitað sér bændagistingar á
svæðinu, þar sem hvorki var
hægt að komast austur né suður
á bóginn.
Bátur sekk-
ur í Bíldu-
dalshöfn
EIKARBÁTURINN Pilot BA 6
sökk í höfninni á Bíldudal í fyrri-
nótt. Ekki liggur fyrir hvers
vegna báturinn sökk. Eigandi
bátsins var að vinna í honum um
kvöldið og þá var allt í lagi með
hann. Olía lak úr bátnum og var
mengunarvarnargirðingu slegið
utan um hann og olíu dælt upp
úr höfninni.
Snæbjörn Árnason, eigandi
bátsins, var að vinna í honum í
fyrradag, en hann ætlaði að fara
á rækjuveiðar í gær. Hann
slökkti á vél bátsins um klukkan
11 um kvöldið og þá virtist allt
vera í lagi með bátinn. Laust
fyrir eitt um nóttina tóku menn
eftir að báturinn var að sökkva
og létu Snæbjörn vita.
Ekkert er vitað um hvers
vegna báturinn sökk. Kafarar
komu til Bíldudals í gærkvöldi
og er gert ráð fyrir að þeir reyni
að ná bátnum upp í dag. Snæ-
björn sagðist sjálfur telja ólíklegt
að gat hefði komið á bátinn, lík-
legra væri að eitthvað í bátnum
hefði bilað, botnloka eða eitthvað
annað.
í gær unnu menn frá Bíldudal
og Patreksfirði við að hreinsa
olíu úr höfninni, en talið er að
um 300 lítrar af olíu hafi verið
í bátnum.
Pilot var 20 tonna eikarbátur,
byggður á Fáskrúðsfirði 1967.
Elfar Logi Hannesson
PILOT lá á hafsbotni þegar Snæbjörn Árnason, eigandi báts-
ins, kom niður að Bíldudalshöfn í fyrrinótt.
Orri hitti
A1 Gore
ORRI Vigfússon, formaður Norður-
Atlantshafslaxasjóðsins, átti í gær
fund með A1 Gore, varaforseta
Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Um-
ræðuefni fundarins var verndun Atl-
antshafslaxins og umhverfismál.
Orri sagði í samtali við Morgun-
blaðið að Bandaríkin væru meðal
þeirra þjóða sem styddu verkefni
sjóðsins, sem starfað hefur að því
að stöðva laxveiðar í sjó. Þingið þar
væri nýbúið að samþykkja fjárveit-
ingu fyrir næsta ár en varaforsetinn
hefði lofað að skoða hvort unnt væri
að tryggja áframhaldandi stuðning á
árinu 1996. Jafnframt hefði verið
rætt um að A1 Gore yrði sérstakur
verndari sjóðsins. Orri sagði að fund-
urinn hefði staðið yfír í hálfa klukku-
stund og verið mjög ánægjulegt að
tala við varaforsetann, sem væri
mjög viðkunnanlegur maður.
ÍKSPS
Morgunblaðið/J úlíus
SUÐUTÆKI borið út úr íbúðinni. Nágrannar urðu varir við
áfengi í stigagangi og kom í Ijós að í íbúð á efstu hæð hafði
suðutæki farið að leka og flaut landinn fram á stigagang.
Deilur í stjórn Fiskveiðasjóðs um sölu íslandslax fyrir 24 millj.
Hafrannsóknastofn-
un ekki gefin stöðin
DEILUR urðu á stjórnarfundi Fiskveiðasjóðs í gær um ráðstöfun á laxeld-
isstöðinni íslandslaxi en nokkrir stjórnarmanna höfðu lýst áhuga á að
Fiskveiðisjóður gæfi Hafrannsóknastofnun stöðina. Að undanförnu hafa
starfsmenn sjóðsins átt í samningaviðræðum um sölu á eignum íslandslax
til fiskeldisfélagsins íslandslax hf. og varð niðurstaðan á stjómarfundinum
í gær sú, að búið væri að gera bindandi samkomulag um sölu fyrirtækis-
ins og ekki yrði aftur snúið. Söluverð stöðvarinnar er 24 milljónir króna.
íslandslax var upphaflega í meiri-
hlutaeigu SÍS en varð gjaldþrota í
ársbyijun 1990. Lýstar kröfur í
þrotabúið námu þá samtals tæplega
1.500 milljónum króna, en eignir
búsins vora metnar á 900 milljónir
kr. Hefur fyrirtækið verið í eigu
helstu kröfuhafanna, Fiskveiðasjóðs
og Framkvæmdasjóðs, sem átti lít-
inn hlut, en Pharmaco hf. leigði stöð-
ina til fjögurra ára.
Ágreiningur um afgreiðslu
stjórnar
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins lagði Óskar Vigfússon, for-
maður Sjómannasambandsins, til í
stjórn Fiskveiðasjóðs í júlí sl. að sjóð-
urinn gæfi Hafrannsóknastofnun
fiskeldisstöðina og fékk jákvæðar
undirtektir meðal stjórnarmanna.
Skiptar skoðanir eru hins vegar um
hver niðurstaða þessa fundar var
þar sem afgreiðsla málsins var ekki
afdráttarlaus. Á stjórnarfundi 6.
september var málið aftur tekið fyr-
ir en þá voru nokkrir stjórnarmenn
sem tekið höfðu þátt í umræðunum
í júlí fjarstaddir. Þar var málið af-
greitt með þeim hætti að heimila
starfsmönnum sjóðsins að ganga til
samninga við íslandslax hf. um sölu
stöðvarinnar.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, tók málið að nýju upp á stjómar-
fundinum í gær en hann var einn
þeirra sem töldu að fiskeldisstöðin
væri best komin í höndum Hafrann-
sóknastofnunar ,og er óánægður með
lyktir mála. „Við teljum að það sé
gjöf en ekki sala að selja eignimar
fyrir 24 milljónir eins og þarna er
um að ræða. Þegar lánað er til langs
tíma teljum við að sjóðurinn sé með
áframhaldandi áhættu. Ég tel að
stöðin hefði verið betur komin í eigu
Hafrannsóknastofnunar, sem er með
tilraunaaðstöðu þarna, og Fiskeldis
Eyjafjarðar, sem staðið hefur frábær-
lega vel við lúðueldi og ég tel að
þetta hefði getað orðið til að efla þá
starfsemi. Fiskveiðasjóður hefði jafn-
vel getað lagt þetta inn sem hlutafé
í það fyrirtæki," sagði Kristján.
Svavar Ármannsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs,
sagði að viðræður hefðu staðið yfir
um sölu íslandslax og kvaðst gera
ráð fyrir að þeim færi að ljúka en
vildi ekki tjá sig að öðru leyti.
Að Fiskeldisfyrirtækinu íslands-
laxi hf. standa feðgarnir Ólafur
Wernersson og Werner Rasmusson
lyfsali, með helmingshlut á móti Sig-
urði Björnssyni og fleiri aðilum.
Brugg lak út
úr íbúð
LÖGREGLUNNI í Reykjavík var
í gærmorgun tilkynnt um að
áfengi læki mður úr íbúð í fjöl-
býlishúsi við Álftahóla í Breið-
holti.
Lögreglan kom á staðinn og
fór inn í íbúðina sem lekinn kom
úr. Þar voru tæki til áfengisfram-
leiðslu og höfðu suðutæki verið
skilin eftir í gangi og byrjað að
leka. Fíkniefnalögreglan var
kölluð á staðinn, þar sem hún fer
nú með rannsókn bruggmála, og
slökkviliðið einnig til að hreinsa
upp landann.
Samkvæmt upplýsingum fíkni-
efnalögreglu var um 70 til 80
lítra af landa og 130-140 lítra af
gambra að ræða. Gambranum
var hellt niður og hald Iagt á
landa og brugg- og suðutæki.
Ríkið tekur óbeinan
þátt í kartöfluútsölu
VERSLANIR sem greiða með ein-
stökum vörutegundum, sem hafðar
eru á tilboðsverði eins og á kartöflum
undanfarna daga, láta ríkissjóð taka
þátt í útsölunni á óbeinan hátt í
gegnum virðisaukaskattskerfið. For-
stöðumaður vsk.-skrifstofu rík-
isskattstjóra segir, að ekki hafi ver-
ið settar flóknar reglur til að koma
í veg fyrir slíkt enda geti verslanir
ekki greitt með vörum nema í stutt-
an tíma og þær hljóti að taka álagn-
inguna út á öðrum vörum og skila
virðisaukaskattinum þannig.
Komið hefur fram að kartöflurnar
sem seldar hafa verið í Bónus á 8
kr. kílóið eru frá Ágæti hf. Sam-
kvæmt verðlista er heildsöluverð þar
59 kr. hvert kíló, en frá því er veitt-
ur magnafsláttur gegn samningum
og er algengt verð í slikum tilvikum
35-40 kr. kílóið, að sögn fram-
kvæmdastjóra Ágætis. Ekki fást
uppgefin kjör einstakra viðskipta-
vina, og því er ekki hægt að sjá
hvað söluverðið í þessu tilviki er
langt undir innkaupsverði.
Sé miðað við 30 króna innkaups-
verð og 8 króna söluverð getur litið
svo út að verslunin greiði 22 krónur
með hveiju kílói. Þegar vsk. er tek-
inn með í dæmið kemur í ljós að
verslunin fær frá ríkinu í endur-
greiddum virðisaukaskatti tæpar 3
kr. af hverju kílói umfram það sem
hún greiðir til ríkisins og tapar því
19 kr. af kílói í þessu tilbúna dæmi.
Jón H. Steingrímsson, forstöðu-
maður vsk.-skrifstofu ríkisskatt-
stjóra, segir að sé litið á málið í
stærra samhengi verði að ætla að
álagning til að standa undir niður-
greiðslu tilboðsvöru komi af öðrum
vörum og virðisaukaskattur skili sér
þannig til ríkisins.
Kvikmyndasjóður
Skattar
hærri en
styrkirnir
Á SEINUSTU þremur áram
hefur Kvikmyndasjóður fjár-
magnað 19% af framleiðslu-
kostnaði 13 leikinna íslenskra
kvikmynda í fullri lengd, eða
rúmar 206 millj. kr., en erlend
fjármögnun nemur 57% að með-
altali eða tæplega 600 millj.
Þetta kemur fram í samantekt
Samtaka íslenskra kvikmynda-
framleiðenda.
Ari Kristinsson, varaformað-
ur Samtaka kvikmyndaframleið-
enda, sagði við Morgunblaðið í
gær að skv. upplýsingum Þjóð-
hagsstofnunar mætti ætla að
skatttekjur ríkisins af fram-
leiðslu 13 mynda í fullri lengd
væru um 39 millj. hærri, að
teknu tilliti til margföldunar-
áhrifa, en fjárhæð framleiðslu-
styrkja Kvikmyndasjóðs.
Ari sagði að miðað við fyrir-
hugað úthlutunarfé sjóðsins
næsta ár gæti hann aðeins
styrkt gerð einnar leikinnar
myndar í fullri lengd. Lögboðið
framlag gæti fjölgað myndum
um tvær.
■ Kvikmýndagerð hrakin /26