Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 39
FRETTIR
STUTT
Borgardagar í Borgarkringluimi
Slysagildrur á heimil-
um er þema daganna
BORGARDAGAR eru
nú haldnir í annað sinn
í Borgarkringlunni.
Þessa daga, 19.-22.
október, eru öll verslun-
ar- og þjónustufyrir-
tæki með tilboð.
Borgardagar eru
meira en einungis versl-
un og tilboð. Þema dag-
anna að þessu sinni er
Slysagildrur barna á
heimilum. Samstarfs-
aðili Borgarkringlunnar
er Slysavarnafélag ís-
lands sem hefur verið
leiðandi í að vekja máls
á þeim hættum sem
leynast á hveiju heim-
ili. Konur úr Slysa-
varnadeild kvenna í
Reykjavík munu kynna
ýmsar öryggisvörur
fyrir heimili. Auk þess mun full-
trúi slysavarnafélagins veita ráð-
gjöf og leiðbeina foreldrum og
öðrum sem áhuga hafa hvernig
draga megi úr slysum á börnum
á heimilum.
Alla föstudaga og laugardaga
er lifandi tónlist í sameign húss-
ins. Þrír hljómlistarmenn, Reynir
Jónasson, Sighvatur Sveinsson
og Jóna Einarsdóttir, koma fram.
Laugardaginn 22. október verður
Málpípan. Það er bein útsending
á Rás 2 um málefni líðandi stund-
ar. Gestir Borgarkringlunnar
geta tekið þátt í umræðunum
með spurningum til frummæl-
enda.
Borgarkringlan er opin alla
virka daga frá kl. 10-18.30, á
föstudögum frá kl. 10-19 og
laugardögum frá kl. 10-16.
Frásögn og
litskyggnur
frá Sikiley
GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ
Hellas byjar vetrarstarfið með
fundi í Kornhlöðunni við Banka-
stræti fimmtudaginn 20. október
nk. kl. 20.30.
Að loknum aðalfundi, sem
venjulega stendur mjög stutt, mun
Guðmundur J. Guðmundsson
sagnfræðingur flytja erindi um
það landsvæði sem var í fornöld
nefnt Stóra-Grikkland og_ náði
yfir Sikiley og syðsta hluta Ítalíu-
skaga. Guðmundur mun jafn-
framt sýna litskyggnur af fornm-
enjum á þessum slóðum en hann
var á ferð þar nýlega.
Fundur um
stöðu Islands
FRAMSÝN, félag alþýðubanda-
lagsfólks í Reykjavík, efnir til
fundar á Kornhlöðuloftinu mið-
vikudaginn 19. október kl.
20.30-23. Umfjöllunarefni fund-
arins verður: Staða íslands í sam-
félagi þjóðanna.
Er EES búið að vera? Eigum
við að sækja um aðild að ESB?
Er rétt að leita annað en til Evr-
ópu í alþjóðasamstarfi? Getur
NAFTA verið vænlegur kostur
fyrir íslendinga? Hvaða þýðingu
hefur alþjóðasamstarf fyrir al-
mennt launafólk, íslenskt velferð-
arkerfi, möguleika okkar til
menntunar, efnahag þjóðarinnar?
Margar áleitnar spurningar
vakna þegar rætt er um stöðu
íslands í samfélagi þjóðanna.
Skoðanir fólks í þessum efnum
virðast ganga þvert á flokkspóli-
tísk sjónarmið og mjög margir
hafa ekki enn mótað afstöðu til
þessara spurninga. í þeirri von
að fá svör við einhveijum spurn-
ingum um efnið hefur Framsýn,
félag alþýðubandalagsfólks í
Reykjavík, ákveðið að efna til
fundar um málið eins og fyrr seg-
ir í kvöld kl. 20.30 á Kornhlöðu-
loftinu.
Framsögumenn verða: Ásta R.
Jóhannesdóttir, deildarstjóri í
Tryggingastofnun ríkisins, Stein-
grímur J. Sigfússon, alþingismað-
ur og varaformaður Alþýðubanda-
lagsins, Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Verslunarráðs
og alþingismaður og Mörður
Árnason, ritstjóri.
Að loknum erindum fara fram
umræður. Fundarstjóri og stjórn-
andi umræðna er Halldór Grön-
vold, skrifstofustjóri ASÍ. Fundar-
gjald er 500 krónur (kaffi innifal-
ið). Allir áhugamenn um efnið eru
velkomnir.
Námskeið um
stærðfræði o g
tölvunotkun
FYRIRHUGAÐ er í Kennarahá-
skóla íslands stærðfræðinámskeið
fyrir nemendur • í 6. og 7. bekk
grunnskóla. Á námskeiðinu verða
margvísleg stærðfræðiverkefni
tengd notkun vasareikna og tölvu-
forrita.
Það eru nemendur á 3. ári í
stærðfræðivali sem annast
kennslu undir stjórn Önnu Kristj-
ánsdóttur, prófessors við KHÍ.
Námskeið sem þessi hafa verið
haldin reglulega sem hluti af námi
kennaranemanna undanfarin sex
ár en einnig hafa verið haldin svip-
uð sumarnámskeið tengd endur-
menntun starfandi kennara.
Námskeiðið er haldið í húsi
Kennaraháskóla íslands við
Stakkahlíð. Kennt verður á
fimmtudögum frá kl. 16-18. Það
hefst fimmtudaginn 20. október
og lýkur fimmtudaginn 24. nóvem-
ber. Gjald fyrir þátttöku er 900 kr.
Þeir sem áhuga hafa á nám-
skeiðinu hafi samband við Kenn-
araháskóla íslands.
Fyrirlestur
um bygging-
arlist eftir-
stríðsáranna
ANNAR fyrirlestur vetrarins á
vegum' Listaskóla Rögnvaldar Ól-
afssonar verður haldinn í samvinnu
við Listasafn Reykjavíkur, Kjarv-
alsstaði, á morgun, fimmtudag, kl.
20.30 á Hótel Isafirði.
Fyrirlesari er Pétur H. Ármanns-
son, arkitekt og safnvörður við
Byggingarlistadeild Listasafns
Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. I
fyrirlestri Péturs verður gerð grein
fyrir hvernig aðstæður í lok seinni
heimsstyijaldarinnar höfðu áhrif á
verk nokkurra af helstu brautryðj-
endum nútímabyggingarlistar.
Einnig komu fram breyttar áhersl-
ur í hugmyndafræði með nýrri kyn-
slóð arkitekta á árunum milli 1960
og 1965. Fjallað verður um draum-
sýn tæknihyggju í arkitektúr á sjö-
unda áratugnum og hvernig
„póstmódernisminn“ er notaður til
gagnrýni á forsendur nútímabygg-
ingarlistar í samhengi við þá
strauma sem einkenna samtímann.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Ólafía Hrönn
á Kringlu-
kránni
ÓLAFÍA Hrönn
Jónsdóttir syngur
miðvikudaginn
19. október á
Kringlukránni.
Tríó Þóris Bald-
urssonar mun sjá
um allan undirleik
fyrir hana þetta
kvöld.
Á efnisskránni
verða þekkt söng-
lög í bland við óþekktari jassperlur.
Með þeim Ólafíu og Þóri, sem leik-
ur á píanó, leika þeir Tómas R.
Einarsson á kontrabassa og Pétur
Grétarsson á trommur. Tónleikarnir
hefjast kl. 22 og er aðgangur ókeyp-
Ólafía Hrönn
Jónsdóttir
ÍS.
Málþing um
menntun
í ferða-
þjónustu
FRÆÐSLURÁÐ ferðaþjónustunn-
ar efnir til málþings Um menntun
í ferðaþjónustu á Scandic Hótel
Loftleiðum fimmtudaginn 20. októ-
ber kl. 13 þar sem rætt verður um
samspil atvinnulífs og menntunar
á þessari ört vaxandi atvinnugrein.
Fræðsluráð ferðaþjónustunnar,
sem starfað hefur um tveggja ára
skeið á vegum menntamálaráðu-
neytisins, vill með þessu málþingi
efla umræðu um menntun starfs-
fólk í ferðaþjónustu.
Málþingið verður sett af Ólafi
G. Einarssyni, menntamálaráð-
herra, en framsöguerindi verða
flutt af innlendum og erlendum
sérfræðingum.
Frá Félagi þýskra ferðaskrif-
stofa kemur Klaus Legel, fræðslu-
stjóri, sem rekur umfangsmikla
fræðslustarfsemi fyrir fjölda lærl-
inga er starfa á þýskum ferðaskrif-
stofum, þar sem starfsnám gegnir
mikilvægu hlutverki.
Frá skoska hótelskólanum við
Strachelyde-háskólann í Glasgow
kemur Carson Lewis Jenkins, pró-
fessor í alþjóðlegri ferðaþjónustu.
Hann er brautryðjandi í þróun há-
skólanáms í atvinnugreininni auk
þess sem hann "hefur haft mikil
afskipti af ferðamálum í þróunar-
löndunum og verið ráðgjafi stjórn-
valda víða um heim.
Fundarstjóri verður Þórunn
Gestsdóttir, formaður fræðsluráðs
ferðaþjónustunnar.
■ MINNINGABÓK um Helga
Má Jónsson, sem lést í febrúar sl.
langt um aldur fram, er nýlega
komin út. Af því tilefni ætla vinir
og vandamenn Helga heitins að
hittast á veitingastaðnum L.A.
Café við Laugaveg á morgun,
miðvikudaginn'4 9. október kl. 20.
Þar verður ýmislegt til gamans
gert samkvæmt óformlegri dag-
skrá.
■ FRAMBJÓÐENDUM Sjálf-
stæðisflokksins vegna prófkjörs
hefur verið boðið að mæta í hádeg-
inu á kaffihúsið Ara í Ogri, Ing-
ólfsstræti 3 og kynna sjálfa sig,
ræða við gesti og svara fyrirspurn-
um. Frambjóðendur munu halda
stutta tölu, 5-7 mín. Ari í Ögri
mun bjóða upp á nýjan hádegismat-
seðil sem súpum, brauðmáltíðum
og léttum pasta- og salatréttum á
verði frá 450-700 kr. Katrín
Fjeldsted mun ríða á vaðið mið-
vikudaginn 19. október og Geir
Haarde mætir föstudaginn 21.
október.
■ HAFNARGÖNG UHÓP UR-
INN fer miðvikudagskvöldið 19.
október á milli bæjarstæða Víkur
og Ness á Seltjarnamesi. Reynt
verður að ganga á þeim slóðum þar
sem gamla leiðin lá á milli bæj-
anna. Val verður um að ganga eða
taka SVR. Gangan hefst kl. 20 við
Hafnarhúsið.
■ DREGIÐ var í Happdrætti
Hjartaverndar 1994 14. október
sl. Vinningar féllu þannig: 1. Jeppi
Pajero Super Wagon, sjálfsk. V6
árg. 1995, 4.000.000, á miða nr.
29399,. 2. bifreið Colt árg. 1995,
1.100.000 kr. á miða nr. 65718,
3.-5. ævintýrasigling um Karíba-
hafið, 500.000 kr. á miða nr. 37855,
57849 qg 83735, 6.-15. ferð með
Úrval/Útsýn eða tjaldvagn,
300.000 kr. á miða nr. 3857, 4713,
18013, 19031, 32181, 64742,
72129, 75212, 76468 og 93535.
Vinninga má vitja á skrifstofu
Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð,
Reykjavík.
(Birt án ábyrgðar.)
Rás 1:
Allif geta fundið
eitthvað við sitt hæfi
í óvenju fjölbreyttri
vetrardagskrá.
Margrét Oddsdóttir,
dagskrárstjóri Rásar 1.
úr vetrardagskrá Rásar r.
Barnaefni kl. 19.35:
Dótaskúffan fyrir yngstu börnin er
á mánudögum, þá Smugan á
þriðjudögum, Ef værl ég söngvari
á miðvikudögum, Rúllettan fyrir
eldri krakka á fimmtudögum og
unglingaþátturinn Margfætlan á
föstudögum. Þættirnir eru endur-
fluttir á Rás 2 kl. 8.05 á
laugardagsmorgnum.
Helgarþátturinn Frost og funi er á
sunnudags-
kvöldum. Barnasagan er mánuda-
ga til fimmtudaga kl. 9.45 og endur-
flutt í barnatímanum á kvöldin.
Útvarpsleikhúslö:
i upphafi vetrar veröur sérstök
áhersla lögö á verk tengd mann-
réttindum og ritfrelsi undir
yfirskriftinni „Sérhver maður skal
vera frjáis".
Hádegisieikritiö verður áfram
kl. 13.20 og sunnudagsleikritið
kl. 16.35.
„Hvers vegna?“ kl. 23.10 á
mánudagskvöldum
Nýr þáttur i umsjón Bergljótar
Baldursdóttur, sem fjallar um Iffs-
reynslu fólks I nútímasamfélagi,
málin skoöuð á nærfærin hátt og
sérfræðingar kallaöir til útskýringa.
Kennslustund I Háskólanum
kl. 20.30 á þriðjudagskvöldum.
í vetur bryddar Rás 1 upp á þeirri
nýjung aö veita hlustendum innsýn
I þann fræðsluheim, sem er innan
veggja Háskóla Islands, meö því
aö útvarpa fyririestrum úr hinum
ýmsu deildum Háskólans.
Spurningakeppnin Spurt og
spjallaö" á föstudögum kl. 13.30:
Keppnislið frá félagsmiðstöövum
aldraðra i Reykjavik leiða saman
hesta sina. Helgi Seljan stjórnar og
Barði Friðriksson er dómari.
Frá hljómleikahöllum
heimsborga á laugardags-
kvöldum kl. 19.35
Siðar I haust hefjast óperu- og tón-
leikakvöldin að nýju þar sem
hlustendum gefst kostur á aö heyra
i frægustu óperusöngvurum og
hljóðfæraleikurum heims frá bestu
tónlistarhöllum veraldar.
Fjöldi annarra nýrra þátta veröa
á dagskrá auk allra þeirra fjöl-
mörgu sem hafa festst i sessi, svo
sem Samfélagiö í nærmynd, Kvika,
Púlsinn, Tónstiginn og fleiri.
Excel framhaMsnámskeiÖ
94045
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90