Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 37
MINNIIMGAR
EMILIA SAMUELSDOTTIR
Við systkinin eignuðumst fjöl-
skyldur og Emma var hluti af okk-
ar daglega lífi fram til síðasta
dags. Hún vakti yfir velferð okkar
og tók innilegan þátt í sorgum
okkar og sigrum. Þegar allt lék í
lyndi lét hún okkur að mestu af-
skiptalaus en þegar eitthvað bját-
aði á tók hún þátt í vandanum
með allri sinni orku og áhrifum.
Við stöndum öll í mikilli þakkar-
skuld við Emmu frænku, hvað hún
var okkur og hvað hún gerði fyrir
fjölskylduna. Við fengum henni
aldrei fullþakkað enda enginn veg-
ur að greiða til baka slika skuld.
Þegar fullorðið fólk deyr er oft
sagt að menn séu saddir lífdaga.
Þetta átti ekki við um Emmu. Hún
var þvert á móti lífsglöð og ung í
anda og okkur fannst hún eilíf.
Ekki hvarflaði að okkur að hún
væri á förum.
Minningin um Emmu er ekki
bara minning um stórkostlega
konu heldur er hún óijúfanlega
samtvinnuð okkar eigin æsku og
öllu okkar lífi. Ákveðnum kafla úr
lífssögunni hefur ekki einungis
verið lokað, heldur verðum við að
læra að feta okkur áfram sjálf, án
leiðsagnar og umhyggju Emmu.
Það hefði hún viljað og skammað
okkur fyrir að syrgja.
Þegar sorgin hefur sleppt tökun-
um og minningarnar ná yfirhönd-
inni vitum við að minningin um
blíða og fallega brosið hennar
Emmu og hennar léttu lund mun
hjálpa okkur hverju fyrir sig að
sætta okkur við tilveruna.
Elsku Baldvin, Jóhann og ást-
vinir allir sem syrgja þessa sér-
stöku konu, við vottum ykkur inni-
lega samúð.
Páll, Axel og María Ammendrup.
En ástin er björt sem barnsins trú,
hún blikar í ljóssins geimi,
og fjarlægð og nálgæð fyrr og nú
oss finsnt þar í eining streymi.
Frá heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi.
(Einar Benediktsson.)
Ást og gleði eru yndislegar til-
finningar. Saman umvefja þær það
besta í góðum félagsskap. Þannig
umhverfi bjó Emilía vinum sínum.
Henni þótti vænt um alla og alls
staðar var hún gleðigjafi.
Emelía var jafnan formaður
skemmtinefndar Alþýðuflokksfé-
lagsins, sá um árshátíðir og stjórn-
aði spilakvöldum. Hún var óþreyt-
andi að koma með heimsfræga
gesti á árshátíðirnar og máttu ráð-
herrar Alþýðuflokksins hafa sig
alla við að hjálpa henni. Hún gat
líka töfrað fram svo góð verðlaun
á öllum spilakvöldunum, að alltaf
var fullt hjá henni, þótt þjóðin
væri reyndar löngu hætt að spila
og horfði bara á sjónvarpið. Síðar
varð hún svo formaður Alþýðu-
flokksfélagsins, fyrst kvenna til
að stjórna því.
Emilía var vakin og sofin yfir
Alþýðuflokknum. Hún var enda-
laust í símanum vegna málefna
flokksins og allir gátu leitað til
hennar. Eftir viðreisnarstjórnina
kom mikill afturkippur í starf
flokksins. Við, sem þá skipuðum
stjórn Alþýðuflokksfélagsins hér í
Reykjavík gerðum hvað við gátum
til þess^ að flokkurinn sykki ekki
alveg. Árin 1974 rétt mörðum við
sómamanninn Gylfa Þ. Gíslason inn
sem kjördæmakjörinn og ijórir
komu á uppbót. Þessi varnarsigur
var ekki síst Emilíu og hennar frá-
bæra manni, Baldvini Jónssyni, að
þakka. Fjórum árum seinna kom
svo Vilmundarsigurinn og íjórtán
manna þingflokkur. Þá reyndi aftur
mikið á. Formður flokksins, sem
þá var Benedikt Gröndal, stóð í
ströngu, ekki síst þegar hann var
bæði orðinn forsætis- og utanríkis-
ráðherra. Emilía hélt herráðsfundi
og varði formanninn og flokkinn,
eins og henni var lagið. Þau hjón
hafa svo staðið heilsteypt að baki
Jóni Baldvin og þeirri sigurgöngu,
sem flokkurinn hefur átt síðustu ár.
Margir áttu góð viðskipti við
Emilíu sem framkvæmdastjóra
Alþýðuprentsmiðjunnar og stolt
sýndi hún mér þakkarbréf frá þá-
verandi leikhússtjóra Leikfélags
Reykjavíkur, Vigdísi Finnboga-
dóttur, forseta Islands.
Ekki hafði ég verið Iengi í FUJ
á viðreisnarárunum, þegar formað-
urinn, Sigurður E. Guðmundsson,
tilkynnti mér það, að hefði ég í
huga einhveija framtíð í flokknum
skyldi ég ræða við Emilíu. Sem ég
og gerði. Ég komst þó fljótt að
því, að við Emilíu var hægt að
ræða flest. Varðandi praktíska
t
Þökkum af alhug öllum þeim, sem
sýndu okkur vinarhug við fráfall föður
míns, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Hrísmóum 6,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við hjartadeild
Landspítalans.
Ólöf Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson,
Sigurður Guðmundsson,
Einar Gunnar Guðmundsson,
Margrét Björg Guðmundsdóttir.
t
Innilegar þakkir færum við ykkur öllum,
er sýndu okkur samúð, vinarhug og
hjálpsemi við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, sonar,
bróður og tengdasonar,
SNORRA JÓHANNSONAR,
Drápuhlíð 22,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heima-
hlynningar krabbameinssjúkra, krabba-
meinsdeildar 11E og geisladeildar Landspítala, svo og öðru starfs-
fólki á Landspítalanum, sem önnuðust hann í veikindum hans.
Sigríður Ósk Óskarsdóttir,
Jóhann Davíð Snorrason,
Ingvi Pétur Snorrason,
Jóhann Hallvarðsson,
Jón Þór Jóhannsson,
Ásdís Magnúsdóttir, Óskar Pétursson.
hluti sagði hún jafnan: „Talaðu við
hann Baldvin og sjáðu svo til.“ Þær
urðu margar ferðirnar til Baldvins
og allta rættist úr. Öðlingur eins
og faðirinn, ráðagóður eins og
eiginkonan, skíra gull eins og há-
leitasta stjórnmálastefna veraldar,
jafnaðarstefnan.
Baldvin mínum, Jóhanni og öll-
um vinum og ættingjum votta ég
mína dýpstu samúð. Megi algóður
Guð styrkja þau í hinni miklu sorg
og leggja Emilíu mína sér að
hjarta.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Emilía Samúelsdóttir er látin.
Þó að sviplegt andlát hennar kæmi
okkur hjónunum á óvart hafði okk-
ur þó verið ljóst um nokkurt skeið,
að hún gengi ekki heil til skógar.
Að þessari góðu konu er mikill
sjónarsviptir.
Við þekktum Emmu, eins og hún
vildi láta kalla sig, um fárra ára
bil. Við kynntumst henni fyrst,
þegar þau Baldvin fluttust á
Kleppsveg 142. Hún kom eins og
hressandi andblær í húsið. Það var
alltaf gleðiefni að hitta hana, þótt
ekki væri nema á ganginum. Hún
hafði ávallt eitthvað að segja, eitt-
hvað, sem gladdi og feykti burt
drunga hversdagsleikans.
Aldrei höfum við átt betri sam-
býliskonu en Emmu. Góðvild og
mannkærleikur voru helztu skap-
gerðareinkenni henni. Hún vildi
öllum vel, var ætíð boðin og búin
að hjálpa, ef það stóð í hennar
valdi. Hún tók þátt í raunum ann-
arra, ef eitthvað bjátaði á. Hún
var einstaklega barngóð. Þau fáu
börn, sem verið hafa í húsinu,
hændust að henni, voru vinir henn-
ar og áttu athvarf hjá henni.
Emma var hæversk í framkomu
og stillti orðum sínum í hóf. En
það leyndi sér ekki, að hún hafði
fastmótaðar skoðanir á mönnum
og málefnum. Lífsviðhorf hennar
var mannúð og mannkærleikur.
Við söknum Emmu af heilum
hug og flytjum Baldvini hjartan-
legar samúðarkveðjur.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Halldór Halldórsson.
Fleiri minningargreinar um
Emilíu Samúelsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Kagnarsson
Páll og Rúnar unnu
minningarmótið á
Selfossi
MINNINGARMÓTIÐ um Einar Þor-
fínnsson var spilað laugardaginn 15.
okt. sl. í Sólvallarskóla á Selfossi. Um
keppnisstjórn og tölvuútreikning sá
Kristján Háuksson af mikilli rögg-
semi. Styrktaraðilar og þá um leið
þeir sem gera félaginu kleift að halda
þetta mót eru Búnaðarbankinn, ís-
landsbanki og Landsbankinn hér á
Selfossi og Selfosskaupstaður og
kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Mótið var nú haldið í fimmtánda sinn
og spilaður var barómeter eins og
venja er í þessu móti. Þijátíu og átta
pör tóku þátt í mótinu og var ánægju-
legt að sjá hvað margir spilarar halda
tryggð við þetta mót. Áð venju er
mótið keyrt í gegn á ellefu tímum,
það er frá hálftíu að morgni til hálf-
níu að kveldi, og í lokin stóðu uppi
sem sigurvegarar þeir Páll Valdimars-
son og Rúnar Magnússon. Verðlaun
voru veitt fyrir fimm efstu sætin og
silfurstig eru reiknuð fyrir tíu efstu.
Röð efstu para:
Páll Valdimarsson - Rúnar Magnússon 198
Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Amþórsson 179
Jakob Kristinsson - Mattías Þorvaldsson 168
Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson 138
Gylfi Baldursson - Jón Ingi Bjömsson 131
Vilhjálmur Þór Pálsson - Amar G. Hinriksson 125
EinarJónsson-RaparHermannsson 110
GuðjónBragason-VignirHauksson 104
Undanúrslit og úrslit
bikarkeppninnar 19.-20. nóv.
Bridssamband Islands hefur í sam-
ráði við þær 4 sveitir sem eru í undan-
úrslitum Bikarkeppni Bridssambands
íslands, ákveðið að færa þau til
19.-20. nóvember. Þá verður Brids-
sambandið flutt í Þönglabakka 1 og
verða úrslit bikarkeppninnar liður í
opnunarhátíð nýja húsnæðisins.
Mjög góð aðstaða verður þar bæði
fyrir keppendur og áhorfendur sem
vonandi fjölmenna á þessi úrslit.
Hraðsveitakeppni
Bridsfélags Selfoss
Fimmtudaginn 20. október veða
spilaðar þriðja og fjórða umferð í
Hraðsveitakeppni félagsins. Átta
sveitir taka þátt í mótinu og spilaðir
eru tveir leikir á kvöldi. Staðan í mót-
inu að loknum tveim umferðum er
þessi:
Sv. HPkökugerðar 49
Sv. Sigfinns Snorrasonar .45
Sv. Ríkharðs Sverrissonar 35
Sv. Bergsteins Arasonar 31
Aðrar sveitir hafa færri stig.
Að lokum minnum við á Bæjar-
keppnina við Kópavog sem spiluð verð-
ur föstudaginn 28. október nk. hér á
Selfossi og bið ég menn að taka þenn-
an dag frá.
Veitingasala í Þönglabakka 1
Stjórn Bridssambands íslands
hefur ákveðið að leita tilboða í veit-
ingasölu í nýju húsnæði Bridssam-
bands íslands í Þönglabakka 1.
Þeir sem hefðu áhuga á að taka
þann rekstur að sér eru vinsamlega
beðnir um að hafa samband við
skrifstofu Bridssambands íslands
(Elínu) og fá nánari upplýsingar.
Islandsmót eldri spilara í
tvímenningi 5.-6. nóv.
I nýju mótaskránni fyrir spilaárið
1994-1995 er að finna nýtt Islands-
mót sem er eingöngu fyrir spilara eldri
en 50 ára og parið verður að vera
samtals 110 ára.
Þessi keppni fer fram 5.-6. nóv.
nk. og verður spilaður barómeter tví-
menningur. Spilaíjöldi fer eftir þátt-
tökufjölda en skráning er hafin á skrif-
stofu Bridssambands íslands í síma
91-619360.
Bridsdeild Húnvetninga
Miðvikudaginn 12. október var spil-
uð 3 umferð í Hausttvímenningi.
Úrslit:
Eiríkur Jóhannesson - Skúli Hartmannsson 188
V aldimar J óhannsson - Helgi Ingvarsson 182
Eðvarð Hailgrímss. - Jóhannes Guðmannsson 179
Baldur Ásgeirsson - Hermann Jónsson 178
Þegar ein umferð er eftir er staðan:
Eðvarð Haiigrímsson Guðiaugur Sveinsson 537
Eiríkur Jóhannesson - Skúii Hartmannsson 537
JónSindriTryggvason-JónasBirgisson 514
Oiafur Ingvarsson - Omar Zarioh 510
Valdimar Jóhannsson - Helgi Ingvarsson 504
Vetrarmitchell BSÍ
Hæsta skor í N/S sl. föstudag:
HaukurÁmason-SímonViggósson 356
Amar G. Hinriksson - Vilhjálmur Pálsson 307
Magnús Óskarsson - Þorvaldur Lúðviksson 292
AV:
Páll Þ. Bergsson - Sveinn Sigurgeirsson 318
Þórður Sigurðsson — Gísli Þórarinsson 310
Dan Hanson - Þórður Sigfússon 291
Bridsfélag Reyðarfjarðar
og Eskifjarðar
Lokið er tveimur kvöldum af 6 í að-
altvímenningnum og er staða efstu
para þessi:
SvalaVignisd.-RagnaHreinsdóttir 115
Aialsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 96
Þorbergur Hauksson - Árni Guðmundsson 42
Hafsteinn Larsen - Auðbergur Jónsson 32
Ásgeir Methúslaemss. - Kristján Kristjánss. 27
Hæsta skor síðasta spilakvöld:
SvalaVignisd.-RagnaHreinsdóttir 50
Alalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 49
ÞorbergurHauksson-ÁmiGuðmundsson 35