Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 49 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ STÓRMYNDIN G R í M A N HX „The Mask er ofurhetja 10. ' áratugarins. Kvikmynda- nýjung ársins D CcrGArt»i<) Q Akureyri „The Mask er fjör, glens og gaman" -Steve Baska- Kansas City Sun The Mask er meiri hátt- ar hasargrínmynd. Stanslaust fjör! Frammistaða Jim Carrey er framúrskarandi! -Jim Fergusson-Fox tv „THE MASK er hreint kvikmynda undur. Jim Carrey er sprengja í þess- ari gáskafullu mynd." ★★★ Ó.T. Rás 2 ★★★ G.S.E. Komdu og sjáöu THE MASK, skemmtilegustu, stórkostlegustu, sjúkleg- ustu, brjáluðustu, bestu, brengluðustu, fyndnustu, fáránlegustu, ferkustu, mergjuðustu, mögnuðustu og eina mestu stórmynd allra tíma! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. FRDM IHE PRODUCER 0F AIIENS AND THE TERMJNATOR ESCflPE FROM ABSOLOM THE FHISOH 0F THE FIITUBE. FLOTTINN FRA ABSOLOM ENGIR MÚRAR - ENGIR VERÐIR - ENGINN -FLÓTTI RAY LIOTTA (Goodfellas), KEVIN DILLON (The Doors, Platoon ), Michael Lerner (Barton Fink) og Lance Henriksen (Aliens, Jennifer 8) í alvöru hasarmynd. Leikstjóri er Martin Campell (Defenesless, Criminal Law). Framleiöandi: Gale Anne Hurd (Aliens, The Terminator, The Abyss). sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. B. i. 16 ára. Dauðaleikur THE THRILL IS THE KILL Hörkugóð spennumynd Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 16 ára. Geislaplatan með lögunum úr myndinni fæst í öllum hljómplötuverslunum SÍMI19000 «... Hér er ekki spurt aö raunsæi heldur grini og glensi og enginn skortur er á því." G.B. DV „... Bráöskemmtileg bæöi fyrir börn og ful- loröna, og því tilvalin fjölskylduskemmtun." G.B. DV Jafnokar Bakkabræðra ræna Lilla, barni for- ríkra foreldra, en sá stutti strýkur úr vistinni - á fjórum fótum! Sprellfjörug og stórskemmtileg gamanmynd úr smiðju höfundar Home Alone-myndanna. Sannkölluð stórmynd fyrir alla fjölskylduna. Aðalhlutverk: Joe Mantegna, Lara Flynn Boyle, Joe Pantoliano. Handrit: John Hughes. Leikstjóri: Patrick Read Johnson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Neyðarúrræði Spennandi, stilfærð, áleitin og erótísk ný- sjálensk verðiauna- mynd sem sameinar á eintakan hátt leikhús, óperur og kvikmynd- ir. Sannkölluð veisla fyrir augu og eyru. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. Allir heimsins morgnar ★★★★ Ó.T Rás2 ★★★ A.I.MBL ★★★ Eintak ★★★ H.K. DV. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Ljóti sfrákurinn Bubby ★★★ A.l. MBL. ★★★ Ó.T. RÁS 2. Sýnd kl. 4.50, 6.50,9 og 11.10 B.i. 16 ára. _____________________________________ GESTIRNIR ★★★ Ó.T. RÁS 2. Sýnd kl. 5 og 7. B.i. 12ára. mn /Ibitibi BAÐÞILJUR Stórglæsilegar amerískar baðplötur. Mikið úrval á hreint ótrúlega lágu verði. Komið og skoðið í sýningarsal okkar í Armúla 29. Alltaf til á lager ÞÞ &co BYGGINGAVÖRUVERSLUN h þorgrímsson &CO Armúla 2«, alml 38640 Úr dagbók lögreglunnar Nokkrir einstaklingar kom- ast upp meö hvað sem er BÓKFÆRÐ eru 433 atvik í dag- bókina á tímabilinu. Mest áberandi er mikill fjöldi innbrota og umferð- arslysa. Alls var tilkynnt um 29 innbrot. M.a. var brotist inn í versl- un á Melunum, í Hyljunum, í hús í Hlíðunum og í Bökkunum, við Háaleitisbraut, bifreiðir við Lindar- götu, Grundarstíg, Freyjugötu, Laufásveg, Melabraut, Ásvallagötu og Laxakvísl, sölutum í Vogunum, geymslur í Æsufelli og í hesthús á Kjalamesi. Tilkynnt var um 41 umferðar- óhapp. í 6 tilvikum var um meiðsl á fólki að ræða. Á föstudagsmorg- un valt götusópari á Bústaðavegi. Ökumaðurinn meiddist lítilsháttar. Á föstudagskvöld var tvennt flutt á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Flytja þurfti femt á slysadeild á laugardag með minniháttar meiðsli eftir harðan árekstur tveggja bif- reiða á gatnamótum Sæbrautar og Dalbrautar. Um var að ræða tvo fullorðna og tvö böm í annarri bif- reiðinni. Annað barnið, tveggja til þriggja ára, kastaðist út úr bifreið- inni að hálfu. Á sunnudagskvöld valt bifreið á Þingvallavegi við Bugðu. Ökumað- urinn var fluttur á slysadeild. Innbrot með talstöðvum Þegar þrír piltar yfirgáfu verslun í miðborginni síðdegis á föstudag tóku þeir með sér úr í dýrum verð- flokki. Piltamir voru handteknir skömmu síðar og úrinu komið til skila. Á föstudagskvöld barst tilkynn- ing um mikinn reyk frá íbúð í Holtunum. Við nánari athugun kom í ljós að pottur hafði gleymst þar á eldavél. Litlar skemmdir hlut- ust af. Aðfaranótt laugardags voru fjór- ir piltar handteknir eftir innbrot í húsnæði við Amarbakka. Piltarnir vom með hamar í fórum sínum sem og handtalstöðvar til að auðvelda þeim verkið. Á laugardagsmorgun stöðvuðu lögreglumenn þrjá pilta í akstri á stolinni bifreið. Piltamir hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu mála hjá lögreglu. Fáir einstaklingar valda miklum skaða Lögreglan hefur áður reynt að vekja athygli á nauðsyn þess að hlutaðeigandi yfirvöld komi málum þannig íyrir að auka megi líkur á að hægt verði að koma ungum af- brotamönnum til aðstoðar fyrr en Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Barn kastaðist úr bíl í árekstri á mótum Sæbrautar og Dalbrautar. nú er. Það megi t.d. gera með auk- inni skilvirkni einstakra mála þeirra. Kannski er ekki hægt að ætíast til að einstaka forsvarsmaður einstaks þáttar gangi fram fyrir skjöldu þar sem flestir telja sig bundna af ákvæðum laga og reglna í huga. Það er nauðsynlegt í ljósi þess að hér er um tiltölulega fáa einstakl- inga að ræða, sem virðast geta komist upp með svo til hvað sem er og valda mörgum miklum skaða. Brennd sunnudagssteik Á sunnudagsmorgun var lög- regla og slökkvilið kallað að húsi Morgunblaðið/Júlíus HARÐUR árekstur tveggja bifreiða varð á gatnamótum Bú- staðavegar og Grensásvegar á sunnudag. Flytja þurfti öku- menn og tvo farþega á slysadeild. við Sléttuveg þar sem reyk lagði frá íbúð. t ljós kom að verið var að elda sunnudagssteikina, sem hafði brunnið I ofninum með fyrr- greindum afleiðingum. Lögreglan mun halda áfram að ná athygli ungra ökumanna með það fyrir augum að fá þá til þess að gera sitt svo draga megi úr lík- um á slysum á meðal þeirra. Full ástæða er til þess því hlutfall slysa á meðal þeirra er hátt. Það sem af er mánuðinum hafa lögreglumenn tekið skráningar- númer af tæplega tvö hundruð ökutækjum vegna vanrækslu á aðalskoðun, greiðslu vátryggingar- gjalda eða bifreiðagjalda. Enn sem fyrr eru eigendur bifreiða hvattir til þess að koma málum þannig fyrir að óþarfi reynist að leita öku- tæki þeirra uppi og fjarlægja af þeim skráningamúmerin, með öll- um þeim óþægindum og kostnaði sem því fylgir. Litið til íslands Nú eru 10 lögreglumenn frá lög- reglunni í Noregi í heimsókn hjá lögreglunni í Reykjavík til þess að kynna sér'hvernig þeim málum er komið hér á landi. Hér áður fyrr leituðu lögreglumenn héðan mikið til annarra landa, en nú er svo kom- ið að lögreglumönnum erlendis fínnst mikið til koma hvemig ís- lenska lögreglan ber sig að og telja sig geta lært ýmislegt gott af henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.