Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Stóra sviðið kl. 20.00: • SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt 6 ævintýri H.C. Andersen. Frumsýn. mið. 26. okt. kl. 17 - 2. sýn. sun. 30. okt. kl. 14 - 3. sýn. sun. 6. nóv. kl. 14. 9 VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Fös. 25. nóv., uppselt, sun. 27. nóv., uppselt, - þri. 29. nóv., nokkur sæti laus, - fös. 2. des., uppselt, - sun. 4. des., nokkur sæti laus, - þri. 6. des., laus sæti, - fim. 8. des., nokkur sæti laus, - lau. 10. des., örfá sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. • GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun, nokkur sæti laus, - lau. 22. okt, nokkur sæti laus, fim. 27. okt. - fim. 3. nóv., nokkur sæti laus, - fös. 4. nóv. • GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Fös. 21. okt. - fös. 28. okt. - lau. 29. okt. Litla sviðið kl. 20.30: • DÓTTIR LÚSIFERS eftir William Luce Á morgun, uppselt, - lau. 22. okt., uppselt, - fös. 28. okt. - lau. 29. okt. Smíðaverkstæðið ki. 20.00: • SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFI SYSTRA eftir Guðberg Bergsson í leikgerð Viðars Eggertssonar. Fös. 21. okt., nokkur sæti laus, - fös. 28. okt, örfá sæti laus, - lau. 29. okt. Mlðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Grxna linan 99 61 60 - greiöslukortaþjonusta. g|® BORGARLEIKHUSIÐ sími 680-680 T LEIKFÉLAG REYKjAVÍKUR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • LEYNIMELUR 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Sýn. fim. 20/10 fáein sætl laus, lau. 22/10 fáein sæti laus, fös. 28/10. • HVAÐ UM LEONARDO? eftir Evald Flisar Frumsýning fös. 21/10 uppselt, 2. sýn, sun. 23/10, grá kort gilda, fáein sæti laus, 3. sýn. mið. 26/10 rauð kort gilda, örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 27/10, blá kort gilda, örfá sæti laus. LITLA SVIÐIÐ KL. 20: • ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Sýn. í kvöld uppselt, fim. 20/10 uppselt, lau. 22/10, sun. 23/10, þri. 25/10 uppselt, fim. 27/10, örfá sæti laus, fös. 28/10 fáein sæti laus, lau. 29/10, fim. 3/11 uppselt, fös. 4/11 örfá sæti laus, lau. 5/11, fim. 10/11. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. kl. 13-20. Miðapantanir í síma 680680 frá kl. 10-12 alla virka daga. Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf! Greiðslukortaþjónusta. F R Ú E M I I. í A II E I K H Ú Seljavegi 2 - sími 12233. KIRSUBERJAGARÐURINN eftir Anton Tsjekhov Forsýning sun. 23/10 og mán. 24/10, kl. 20 - lækkað miðaverð. FRUMSÝNING þri. 25/10 kl. 20. MACBETH eftir William Shakespeare. Sýn. fim. 20/10 kl. 20, fös. 28/10 kl. 20. ATH. sýningum fækkar. Miðasalan opin frá kl. 17-20 sýningar- daga, sími 12233. Miðapantanir á öðrum tímum i símsvara. Sýnt i íslensku óperunni. Sýn fös. 21 /10 kl. 20, örfá sæti og kl. 23. Sýn. lau. 22/10 kl. 24. Bjóðum fyrirtækjum, skólum og stærri hópum ufslótt. Ósóttar pantanir eru seldar 3 dögum fyrir sýningu. Miðapantanir f simum 11475 og 11476. Ath. miðasalan opin virka daga frá kl. 10-21 og um helgar frá kl. 13-20. Ath. Sýningum fer fækkandi! LEIKFELAG AKUREYRAR • KA RAMELL UKVÖRNIN Sýn. fim. 20/10 kl. 16, lau. 22/10 kl. 14, sun. 23/10 kl. 14. Örfá sæti laus á allar sýnignarl. • BarPar sýnt í Þorpinu Sýn. f kvöld kl. 20.30, lau. 22/10 kl. 20.30, fös. 26/10. Takmarkaður sýningafjöldi. Miðasalan opin dagl. kl. 14-18, nema mánud. Fram að sýningu sýningar- daga. Sfmi 24073. Som Shepord i Tjarnarbíói 3. sýn. 20/10 kl. 20.30. 4. sýn. 22/10 kl. 20.30 5. sýn. 23/10 kl. 20.30 Miðasala ÍTjarnarbiói dagl. 17-19, nema mánud. Sýningardaga til kl. 20, í símsvara á öðrum tímum. Simi 610280. Bláir tónleikar Hallgrímskirkju fimmtudaginn 20. október, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Osmo Vánská Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Björk Jónsdótttir, Garðar Cortes, Tómas Tómasson og Kór íslensku óperunnar Efnisskrá Einojuhani Rautauaara: Requiem in our Time Michael Tippett: A Child of our Time MiÖasala er alla virka daga á skrifstofutíma og viö innganginn viÖ upphaf tónleikar. GreiÖslukortaþjónusta FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndafíkill af verstu sort ► REGNBOGINN sýnir um þessar mundir nýjustu kvikmynd Quentins Tarantinos, Pulp Ficti- on, sem fékk Gullna pálmann á kvikmyndahátíðinni i Cannes í vor sem leið. A myndbandaleigu nokkurri á Manhattan-strönd- inni í Kaliforníu er Tarantino og þeim myndum sem hann hef- ur á einhvern hátt komið nálægt gert sérstaklega hátt undir höfði, enda er það enginn furða því þar vann kappinn við af- greiðslustörf áður en hann sló í gegn sem leikstjóri og handrits- höfundur. Ollum þeim sem störf- uðu með Tarantino á mynd- bandaleigunni eða áttu viðskipti við hann ber saman um að hvergi í heiminum hafi verið hægt að finna mann með meiri kvik- myndadellu. Vildi helst ræða kvikmyndir Þegar hann nýhættur í skóla kom fyrst inn í myndbandaleig- unatvítugur að aldri árið 1983 vildi hann helst af öllu fá að ræða um kvikmyndir við við- stadda. Lance Lawson eigandi leigunnar tók að ræða við Tar- antino og leið ekki á Iöngu þar til þeir voru komnir í hörkus- amræður um leikstjórann Brian De Palma og stóðu samræðurnar í að minnsta kosti fjóra tíma. Tarantino var svo mættur á stað- inn á nýjan leik daginn eftir og þá til að ræða um Sergio Leone, föður spaghettívestranna. Þegar svona hafði gengið í hálfan mán- uð bauð Lawson Tarantino starf í myndbandaleigunni. Byijunar- launiians voru tæplega 300 krónur á tímann, en innifalið var ótakmarkaður aðgangur að öll- um myndböndunum sem á leig- unni voru, og segir Lawson að Tarantino hafi oftast nær tekið með sér heim tíu spólur á viku. Alfræðiorðabók um kvikmyndir í hverri viku hitti hann svo vin sinn Jerry Martinez og horfðu KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Quentin Tarantino. þeir saman á japanska sjón- varpsþætti með bardagahetj- unni Sonny Chiba í aðalhlut- verki, en i True Romance, sem gerð er eftir handriti Tarantin- os, heldur söguhetjan sem Christian Slater leikur einmitt upp á afmæli sitt með því að fara í bíó og horfa á tvær mynd- ir með Chiba. Martinez saknar þeirra daga þegar hann deildi helsta áhugamálinu með Tar- antino, sem hann segir hafa verið eins og alfræðiorðabók varðandi kvikmyndir. „Hann gleymdi kannski að borga sím- reikningana en hann gleymdi hins vegar aldrei neinu um þær myndir sem hann sá. Þá gat hann talað svo sannfærandi um einstaka myndir að viðskipta- vinirnir gátu ekki með nokkru móti hafnað því að taka þær á leigu.“ Tónlist m ilfi mm Wm Imm JESPER Lundgaard á sviðinu ásamt gítarleikar- anum Jakob Fischer, saxafónleikaranum Bob Rockwell og trommaranum Alex Riel. HÉR silja saman við borð Elín Margrét Erlings- dóttir, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson, Sveinbjörn Jakobsson og Stefán S. Stefánsson. Danskur djass á haustdögiim „ÞAÐ fer vel á því að ljúka haustdögunum dönsku með djasstónleikum því að á fáum sviðum lista hafa samskipti þjóðanna verið jafn náin á síðustu arum,“ skrifar Vernharður Linnet í djassdálki sínum í Morgun- blaðinu síðastliðinn sunnudag. Og það voru orð að sönnu því dönsku haustdögunum lauk með vel heppnuð- um djasstónleikum kvartetts bassaleikarans Jesper Lundgaards í Súlnasal Hótel Sögu á sunnudagskvöld. Þeir félagar í kvartett Jespers Lundgaards áttu góða spretti á sunnudagskvöldið og fjölmargir áheyrendur áttu þar ánægjulega kvöldstund. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞAU létu sig ekki vanta á dönsku djasstónleik- ana, frá vinstri: Marta Bjarnadóttir, Valgerður Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Kristjánsson, Orn Scheving, Jakobina Guðmundsdóttir, Magnea Jónsdóttir, Þórarinn Ólafsson og Árni Scheving.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.