Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Þungaskattur - olíugjald Áhugi á bættri innheimtu Nýlega hafa komið fram opin- berlega tillögur fjármálaráðuneyt- isins uni nýja framkvæmd á inn- heimtu þungaskatts. Fjármálaráð- herra útskýrði svo tiilögumar nán- ar í blaðagrein í Morgunblaðinu föstudaginn 7. október síðastliðinn. Aðilar í atvinnurekstri bíla hafa árum saman kvartað undan mein- gallaðri innheimtu þungaskattsins. Rökstuddur grunur hefur verið um veruleg undanskot en það gerir samkeppni að sjálfsögðu óþolandi ef keppt er við aðila sem ekki greiða skatta. Af þessum ástæðum hafa Samtök landflutningamanna gert sér nokkrar ferðir í fjármála- ráðuneytið til þess að kvarta undan slöku eftirliti, benda á tekjutap rík- issjóðs og óska eftir umbótum. Þá hefur gjarnan verið vísað til þeirra leiða sem nágrannaþjóðir okkar hafa farið, en þar er þungaskattur innheimtur í olíunni. Hjá nágrönn- um okkar beinist innheimtan þó eingöngu að þeim er nota vegina. Þannig hefur einnig verið rætt um þessar hugmyndir síðustu ár með- an þessi vinna hefur farið fram. Hægferð á undirbúningi Samtök landflutningamanna hafa látið málið til sín taka og fylgst náið með undirbúningi þess. Um tíma var von um að e.t.v. yrði þungaskattskerfinu breytt hér- lendis samtímis því að breytingin yrði í Noregi en það var 1. okt. í fyrra. En hægferð var á undirbún- ingi hér og langt frá því að emb- ættismennirnir í undirbúnings- nefndinni væru sammála um leiðir. Síðasta vetur virtist það svo vera niðurstaða aðila að ekki yrði af innheimtu þungaskatts í olíunni að sinni, held- ur væri það lausnin að stórefla eftirlit. Þá var gefið út að þessi nýi háttur yrði a.m.k. til næstu tveggja ára. Hópur manna var þjáif- aður og fylgja þeir síð- an „vikturunum“ hjá Vegagerðinni og hefur eftirlitið þannig stór- aukist. Sennilega hefur svo komið í ljós að fullt tilefni var til átaks á þessu sviði og gagn- rýnin réttmæt. Kristín Sigurðardóttir Ekki hvað sem það kostar í umræðu hagsmunaaðila hefur komið fram mjög jákvætt viðhorf til innheimtu þungaskatts í ol- íunni, en auðvitað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum: Ekki verði fast gjald á stærri bíla, slíkt leiðir til mikillar óhag- kvæmni þar sem eldri bílar sem aðeins eru notaðir til að brúa álag verða orðnir óheyrilega dýrir pr. km. Stærri bílar eyða miklu meiri olíu pr. kílómetra og mundu þess vegna greiða hærri þungaskatt en aðrir. Það er nóg. Ekki verði hækkun þunga- skattsgreiðslna við breytinguna, bifreiðaútgerð hefur mátt sæta sí- felldum skattahækkunum. Hár þungaskatturinn, stærsti skattalið- urinn, tifar stöðugt. En þar sem menn hafa ekki getað hækkað þjónustuna síðustu þrjú ár verður sífellt minna eftir og nægir varla lengur fyrir rekstrinum. Atvinnu- reksturinn kallar því eftir lækkun en ekki hækkun. Ekki verði lagður þungaskattur á vinnu- véiar og önnur þau tæki sem ekki starfa á vegunum, nema e.t.v. við viðhald og upp- byggingu þeirra. Við viljum því ekki þunga- skatt í olíuna hvað sem það kostar. Ekki ef það þýðir hækkun stað- greiðslna, fast gjald og óhag- kvæmni eða ef hann leggst á vinnuvélar. Um þetta höfum við rætt allan tímann. Draumur verður martröð Síðan kemur fjármálaráðherra fram með þessar hugmyndir sem fela í sér að leggja þungaskatt á vinnuvélar. Eins og segir í grein hans: „Auknum rekstrarkostnaði vegna vinnuvéla verði mætt t.d. með lækkun gjalda á aðföng og eftir atvikum tímabundnum endur- gi-eiðslum.“ Litlu síðar segir: „Kannað verði hvort rétt sé að hafa auk olíugjalds, fast gjald á þyngstu dísilbifreiðar“. Allt það versta sem við óttuðumst virðist nú eiga að koma fram. Gera á Það er erfitt að skilja hvað mönnum gengur til með því að stór- hækka þannig fram- kvæmdakostnað, segir Kristín Sigurðar- dóttir, og letja svo mjög framkvæmdir hér á landi. stærri bíla mjög óhagkvæma og vinnuvélar virðast samkvæmt þessu eiga að fá þungaskatt að fullu. Því eins og ráðuneytismenn sjálfsagt vita, þá ákvað Alþingi fyrir fimm árum að fella niður í áföngum tolla af vinnuvélum. Með því gerðu þingmenn innlenda verk- taka samkeppnisfærari við útlenda aðila og lækkuðu jafnframt kostn- að af framkvæmdum í landinu. Það hefur allt gengið eftir. Það eru því engir tollar eða vörugjöld til að fella niður af aðföngum. Fyrirheit þar að lútandi hefur því ekkert gildi. Óljós fyrirheit um tíma- bundnar endurgreiðslur er engin huggun. Þó svo að við gefum okk- ur að fyrirheitið með „eftir atvikum tímabundnum endurgreiðslum" skili vinnuvélaeigendum einhveij- um aðlögunarbótum. Tíminn líður hratt og fyrr en varir stendur greinin þá óvarin með fullum skattaþunga. Skattur um hundruð milljóna á framkvæmdir Það er erfitt að skilja hvað mönnum gengur til með því að stórhækka þannig kostnað við framkvæmdir og letja svo stórkost- lega framkvæmdir hérlendis. Það hvarflar ekki að nokkrum manni hjá öðrum þjóðum að fara svo heimskulega leið. Það er ekki óal- gengt að það mundi þýða 1.000 kr. skattlagningu á vélatímann, það væri því miljóna hækkanir jafnvel hjá tiltölulega litlum fyrir- tækjum. Svo óheyrilegar hækkanir margfalda að sjálfsögðu fram- kvæmdakostnað og draga þar með verulega úr framkvæmdagetu verkkaupanna. Verktakar og vinnuvélaeigendur geta ekki tekið þennan milljóna kostnað á sig með atvinnugrein sem naumast dregur fram lífið. Það er því einlæg ósk mín og von að menn taki sig nú saman í andlitinu og komi fram með nýjar og nothæfar tillögur við að færa þungaskattinn í olíuverðið. Höfundur er formaður Samtaka landflutningamanna og framkvæmdastjóri Félags vinnuvélaeigenda. I Samtökum landflutningamanna eru eftirtalin félög: Bandalag íslenskra leigu- bílstjóra, Félag hópferðaleyfishafa, Féiag sérleyfishafa, Félag vinnuvélaeigenda, Landsamband vörubifreiðastjóra, Land- vari, landsfélag vörubifreiðaeigenda á flutningaleiðum, Trausti, félag sendibif- reiðastjóra og Ökukennarafélag íslasnds. Dag'skráisljóii Rásar 2 MÁLÞING MENNTUN í FERÐAÞJÓNUSTU - Samspil atvinnulífs og menntunar - Fræðsluráð ferðaþjónustunnar efnirtil málþings fimmtudaginn 20. október 1994 á Scandic Hótel Loftleiðum kl. 13.00-17.00. Setning: ÓlafurG. Einarsson menntamálaráðherra. STEFNA í MENNTUNAR- OG FRÆÐSLUMÁLUM íhinu opinbera menntakerfi. Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans íKópavogi. UPPBYGGING HÁSKÓLANÁMS FYRIR ALÞJÓÐLEGA FERÐAÞJÓNUSTU Prófessor Carson Lewis Jenkins, Strathclyde háskóla íGlasgow. HÁSKÓLAMENNTUN Á SVIÐI FERÐAMÁLA -framtíðarsýn Oddný Óladóttir, MA íferðalandfræði. MENNTUN STARFSFÓLKS HÓTEL- OG VEITINGA- HÚSA Wilhelm Wessmann, frv. formaður Sambands veitinga- og gistihúsa. ‘ FERÐASKRIFSTOFUR - MENNTUN STARFSFÓLKS Kjartan Lárusson, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa. ÞRÓUN Á SVIÐI MENNTUNAR Á EES-SVÆÐINU Davíð Stefánsson, deildarstjóri ísamgönguráðuneytinu. MENNTAKERFIÐ OG FERÐAÞJÓNUSTAN í ÞÝSKALANDI Klaus Legel, fræðslustjóri Félags þýskra ferðaskrifstofa. Málþingi slitið Tómas Ingi Olrich, alþingismaður, Þingstjóri: Þórunn Gestsdóttir, formaður Fræðsluráðs ferðaþjónustunnar. Þinggjald 1.000 kr. Menntamálaráðuneytið. Fræðsluráð ferðaþjónustunnar. á að segja af sér SIGURÐUR G. Tómasson dagskrár- stjóri Rásar 2 sagði upp Illuga Jökulssyni pistlahöfundi kvöldið 12. október síðastlið- inn með þeim orðum að hann nennti ekki að hlusta á kvartanir vegna pistlanna. Ekki fylgdi sögunni hveijir það voru sem fettu fingur útí Illuga en af samhenginu mátti ráða að það voru einkum þeir sem pistla- höfundurinn gagn- rýndi, þ.e.a.s. valdhaf- arnir í þessu landi. Strax og hlust- endur Rásar 2 fréttu af uppsögn Illuga létu þeir til sína heyra og það svo kröftuglega að símkerfi Ríkisútvarpsins lamaðist. Sigurður G. Tómasson lét sér fátt um finnast og neitaði að endurskoða ákvörðun sína. Dagskrárstjóri Rásar 2 tekur meira tillit valdhafa en almennings sem hann á að þjóna. Fyrir þetta á Sigurður að segja af sér stöðu sinni á Rás 2. Þegar óánægja almennings rann upp fyrir’Sigurði bætti hann gráu ofaná svart með því að reka annan pistlahöfund, Hannes Hólmstein Gissurarson. Af atburðarrásinni að dæma var þetta tilraun til að frið- mælast við almenning. í raun gerð- ist það að dagskrárstjórinn reyndi að bæta böl með því að valda öðru verra. Hannes er yfirlýstur sjálf- stæðisflokksmaður en það er ekki af þeirri ástæðu sem hann er, eða öllu heldur var, pistlahöfundur á Rás 2 heldur af hinu að hann hefur í langan tíma tekið þátt í pólitískri umræðu. Bæði Hannes og Illugi, sem hvergi er flokksbundinn, voru ráðnir til að flytja gagnrýna pistla og að reka þá fyrir að gegna hlut- verki sínu ber vanhæfninni einni vitni. Fyrir bráðum fimm- tíu árum var gefin út í Bandaríkjunum skýrsla sem markaði tímamót í umræðu um fjölmiðla, ekki aðeins vestanhafs heldur einnig í öðrum vest- rænum ríkjum. í skýrslunni Frjálsir og ábyrgir fjölmiðlar (A Free and Responsible Press) stendur eftir- farandi: „Siðað samfé- lag er starfhæft hug- myndakerfi sem þrífst og breytist með víxl- verkun hugmynda. Þess vegna verður að tryggja það að sem flestar hugmyndir þegn- anna verði heyrinkunnar og rædd- ar opinberlega.“ Illugi og Hannes hafa báðir sannanlega getu og hæfileika til að semja og flytja texta með hug- myndum sem eiga erindi í opin- bera umræðu. Að útiloka raddir þeirra með þeim rökum að kosn- ingavetur er genginn í garð er eins og að leggja niður slökkviliðið þegar húsið brennur. Ulugamál og Hannesar er ekki einangrað tilfelli heldur afleiðing af mistökum sem dagskrárstjóri Rásar 2 gerði sig sekan um fyrir hálfu ári. Sigurður lýsti fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor opin- berlega yfir stuðningi við Reykja- víkurlistann. Yfirmaður Rásar 2 dæmdi sig þar með úr leik þegar mest reið á að vandað væri til umfjöllunar um stjórnmál, í að- draganda kosninganna. Eftir þetta atvik var Sigurður berskjaldaðri en áður fyrir þrýstingi valdahafa enda með rökum hægt að væna hann um ófagleg sjónarmið í starfi. Heiðarleiki, heilbrigð dóm- greind og fagmennska er vörn fjöl- miðlamanns gagnvart valdinu. Tveim síðastnefndu eiginleikunum tapaði Sigurður í vor og eftir upp- Illugi o g Hannes hafa báðir hæfileika til að semja og flytja texta, segir Páll Vilhjálms- son, að útiloka raddir þeirra með þeim rökum að kosningavetur fari í hönd er eins og að leggja niður slökkviliðið þegar húsið brennur. sögn Illuga og Hannesar stendur dagskrárstjórinn berstrípaður. Sama kvöld og Sigurður hringdi í Illuga til að reka hann hófst á Stöð 2 vikulegur þáttur með Merði Árnasyni og téðum Hannesi þar sem ætlast er til að þeir rýni í menn og málefni hvor frá sínum sjónarhóli. Stöð 2 les samtímann betur en yfirmaður Rásar 2; ís- lenskt samfélag þarf á að halda aukinni gagnrýni en ekki minni. Opinbera kerfið á íslandi er staðnað og hulið myrkri. Það er lærdómurinn sem draga má af opinberri umræðu síðustu vikur um spillingu í stjórnkerfinu. Gagn- rýnendur á borð við Illuga, Mörð og Hannes hjálpa almenningi að sjá það sem valdið reynir að fela. Annað hvort skilur Sigurður G. Tómasson ekki samtíð sína,'og þá er beinlínis hlægilegt að hann stjórni dægurmálaútvarpi sem rekið er með almannafé, eða að hann tekur viljandi þátt í feluleik valdsins. Hvort heldur sem er verð- ur niðurstaðan hin sama og áður: Sigurður á að víkja úr þeirri stöðu sem hann gegnir núna. Páll Vilhjálmsson Höfundur er blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.