Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðskipti Fjórmenninga sf. við íslenska útvarpsfélagið Ekkí er tilefni til frekari rannsóknar EKKI er grundvöllur fyrir við- skiptaráðherra að tilnefna rann- sóknarmenn til að kanna frekar viðskipti Pjórmenninga sf. við Is- lenska útvarpsfélagið á grundvelli hlutafélagalaga, að mati hlutafé- lagaskrár sem vann álitsgerð fyrir ráðherra vegna beiðni aðila í minni- hluta stjórnar íslenska útvarpsfé- lagsins um rannsókn á viðskiptum Fjórmenninga sf við Stöð 2. í áliti hlutafélagaskrár kemur fram að beiðni um rannsókn beinist einkum að viðskiptum frá 1990- Leiðrétting frá Upplagseftiriiti Verslunarráðs Nýjar tölur um upplag Morgun- blaðsins BIRTAR hafa verið nýjar tölur um meðaltal seldra eintaka Morgunblaðsins í mánuðunum apríl-september 1994, sem var 51.098 eintök. Til samanburðar voru birtar tölur um sölu blaðsins á sama tíma 1993, sem í ljós kom að ekki voru réttar, þar sem tíma- bilum var breytt um síðustu áramót og þau færð fram um einn mánuð til hagræðis fyrir eftirlitið. Rétt er að seld eintök af Morgunblaðinu í apríl-sept- ember 1993 voru að meðaltali 51.874. Beðist er velvirðingar á þeirri yfirsjón af hálfu eftirlits- ins að taka ekki nauðsynlegt tillit til eigin breytinga á skoð- unartímabilinu. Það voru klár mistök, segir í fréttatilkynn- ingu frá upplagseftirlitinu. 1992. Þá hafi ýmsir þeir sem nú biðji um rannsókn setið í stjórn og þannig haft tækifæri til íhlutunar. Viðskipti félagsins við fyrirtæki stjórnarmanna hafi verið ítrekað undir eftirliti stjórnarinnar í formi umræðna á stjórnarfundum sem leiddi til setningu reglna um slík viðskipti í mars 1992. Þriggja manna nefnd sem rannsakað hafi viðskipti félagsins við fyrirtæki stjómar- manna hafi engar athugasemdir gert. „Ekki hefur verið sýnt fram á að sú niðurstaða hafi verið fengin fram með óeðlilegum hætti,“ segir í álitsgerðinni. Þar segir að ekki sé sjáanlegt að neitt þeirra atriða sem nefnd séu til rökstuðnings fyrir ósk um rannsókn gefi tilefni trl að ráð- herra tilnefni rannsóknarmenn. Áfellisdómur yfir beiðendum Jóhann J. Ólafsson, einn Fjór- menninga sf., sagðist í samtali við Morgunblaðið líta svo á að álitsgerð Hlutafélagaskrár væri áfellisdómur yfir þeim sem óskuðu eftir rann- sókn. Ljóst var að beiðnin hefði ein- göngu verið liður í áróðursstríði. Alþingi óaðgengilegt fötluðum FATLAÐIR heimsóttu Alþingi í gær og afhentu Salome Þorkels- dóttur, forseta Alþingis, ályktun þar sem lýst er vonbrigðum með að Alþingishúsið skuli ekki hafa verið gert aðgengilegt fötluðum. Guðrún Hannesdóttir, forstöðu- maður Starfsþjálfunar fatlaðra, afhenti bréfið þar sem segir að á hverju ári heimsæki fatlaðir húsið í von um breytingar á aðstöðu en án árangurs. Ljóst sé að „ekkert sé gert ráð fyrir hreyfihömluðum í þessari byggingu þar sem lög voru sett um að allar byggingar og stofnanir hins opinbera skyldu aðgengilegar fötluðum jafnt sem ófötluðum!" Ennfremur segir að núverandi ástand í áðgengismál- um sé óásættanlegt og þjóðinni til vansæmdar. Vantrauststillaga á ríkisstjórn Tekin fyrir eftir helgi FORMENN þingflokkanna funduðu í gær um vantrauststil- lögu stjómarandstöðu á ríkis- stjórnina og var samþykkt á fundinum að tillagan yrði tekin tii afgreiðslu skjótlega eftir helgi og er rætt um mánudag eða þriðjudag í því sambandi, að sögn Rannveigar Guðmunds- dóttur, formanns þingflokks Alþýðuflokksins. Rannveig segir að fullt sam- komulag hafi tekist á milli for- manna þingflokka um þessa til- högun. A fundinum var út- færsla vantrauststillögunnar rædd. „Þingflokksformenn stjómarflokkanna settu fram það sjónarmið að tilhögun til- lögunnar gerði málið flóknara, því að venjuleg vantrausts- tillaga fengi hefðbundna um- ræðu o.s.frv. en þama væri allt að því hægt að tala um níu vantrauststillögur," segir Rannveig. Formenn þingflokkanna koma aftur saman til fundar síðdegis í dag, þar sem tekin verður ákvörðun um ræðutíma þingflokka og skiptingu þeirra á milli þegar vantrauststillagan verður tekin fyrir. Tveir játa að hafa gef- ið raflost TVEIR menn hafa viðurkennt að hafa gefið 17 ára pilti raf- lost í samkvæmi aðfaranótt sunnudags. Við yfirheyrsluf hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins í gær viðurkenndu mennimir, annar 22 ára og hinn um þrítugt, verknaðinn en hann var kærður til RLR á mánudag. Ekki er ljóst hvað mönnunum gekk til með athæfi sínu. Pilturinn er á hjartadeild Landspítalans, en hann var lagður þar inn eftir skoðun á bráðamóttöku spítalans. Morgunblaðið/Sverrir LÍÚ án fulltrúa á Fiskiþingi STJÓRN LÍU hefur ákveðið að senda ekki fulltrúa á Fiskiþing, sem hefst í dag. Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, segir að ástæðan sé sú að Fiskiþing sé ekki lengur þverskurður af íslenskum sjávarútvegi. „Við teljum að það félagsstarf sem unnið er í Fiskifélaginu sé lítið sem ekkert og við eigum því þangað ekkert erindi,“ sagði Kristján. Jónas Haraldsson, formaður stjórnar Fiskifélags íslands og lög- fræðingur LÍÚ, sagðist ekki sam- mála Kristjáni. Fiskiþing hefði enn nokkurt gildi og væri æskilegur vett- vangur þar sem hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hittist og leiti sam- komulags um viðkvæm deilumái í stað þess að loka sig af hver í sínu horni. Umræður á Fiskiþingi hefðu skilað árangri og stjórnvöld þegið málamiðlanir frá Fiskiþingi við lausn á erfíðum deilumálum í sjávarút- vegi. Jónas sagði að þrátt fyrir að LÍÚ sendi ekki fulltrúa á Fiskiþing yrði stærstur hluti fulltrúa einstakra deilda Fiskifélagsins útgerðarmenn. Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra segja að engin vaxtablaðra sé sprungin Eðlileg þróun á fjár- magnsmarkaðnum FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra og Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri vísa á bug þeirri fullyrðingu, sem fram kom í máli Steingríms ,J. Sigfússonar, þing- manns Alþýðubandalags, að „vaxta- blaðran sé sprungin", meðal annars vegna þess að Seðlabankinn sé kom- inn í þrot og hættur að kaupa ríkis- verðbréf. „í þessari umræðu er nauðsynlegt að gera skýran greinarmun á mis- munandi bréfum," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson. „Að því er snertir skammtímamarkaðinn, þ.e. ríkisvíxla til þriggja, sex eða tólf mánaða, er bankinn mjög virkur á þeim markaði, bæði í kaupum og sölu, þótt tilhneigingin hafi frekar verið í þá átt að eign okkar hefur verið að aukast undanfarið. Við keyptum ríkisvíxla fyrir um einn milljarð í gær, svo dæmi sé nefnt, og eign okkar í þessum bréfum er nálægt 12 milljörðum." Birgir ísleifur sagði að alsiða væri meðal seðlabanka um allan heim að beita sér á skammtíma- markaði með þessum hætti. „Vegna sérstöðu og smæðar íslenzka mark- aðarins gerðist Seðlabankinn strax í upphafi viðskiptavaki að spariskír- teinum ríkissjóðs og við eigum orðið allmikið af þeim, eða um átta millj- arða. Við erum áfram virkir á þeim markaði, erum að kaupa og selja,“ sagði Birgir ísleifur. Ekkikeypt húsbréf síðan í júlí „Síðan í júlí höfum við h'ins vegar haldið að okkur höndum á húsbréfa- markaðnum. Húsbréf eru 20 ára bréf og ekki dæmigerð fyrir þau bréf, sem seðlabankar eru að kaupa og selja á mörkuðum. Vegna sér- stöðu íslenzka markaðarins ákváð- um við hins vegar í fyrra að kaupa húsbréf, því að okkur fannst að þau væru ákveðinn tappi í þeirri vaxta- þróun, sem hafði orðið, þ.e. að vext- ir voru að færast niður til samræm- is við það sem gerðist erlendis. Þetta hafði þau áhrif að vextirnir lækkuðu verulega. í júlí síðastliðnum ákváð- um við að fara út af þeim markaði, meðal annars vegna þess að við höfðum eignazt mikið af húsbréfum og húsnæðisbréfum. Eign okkar í þeim er nú um fjórir milljarðar. Hvort eða hvenær við förum inn á þann markað aftur munum við spiia eftir eyranu." Virkir á öðrum hlutum markaðarins Birgir ísleifur sagði að fullyrðing- ar, sem settar hefðu verið fram á þingi, stæðust því ekki. „Þessi stóra fullyrðing, um að bankinn sé kominn í þrot og hættur að kaupa, er þess vegna ekki rétt. Við höfum haldið að okkur höndum á húsbréfamark- aðnum, en erum mjög virkir á öðrum hlutum markaðarins." Aðspurður hvort sú ákvörðun að hætta að kaupa húsbréf gæti ekki haft áhrif á vexti, sagði Birgir ísleif- ur að húsbréfavextir hefðu lítið breytzt í júlí. „Vextirnir hækkuðu þá örlítið. Þeir hafa hins vegar verið að hækka undanfama daga, af ástæðum sem ég kann ekki alveg að skýra. Það er hvorki mikið fram- boð né eftirspurn eftir húsbréfum á markaðnum. Ég held að þetta sé eitthvert stundarfyrirbæri,“ sagði Birgir ísleifur. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði þróunina á fjármagns- markaði undanfarið ekki óeðlilega að sínu mati. „Við verðum að hafa í huga að við erum að fara í gegnum mikið breytingaskeið á íslenzka lánsfjármarkaðnum. Sístækkandi hluti lánafyrirgreiðslu fer fram á opnum markaði, rétt eins og gerzt hefur erlendis. Bankakerfið breytist í takt við það. Það, sem einkennir lánamarkaðinn hér á landi, er hve bankavextir eru háir, en það stafar af því að bankarnir hafa á undan- förnum árum verið að greiða niður töpuð útlán frá fyrri árum. Nú hillir undir batnandi tíð í þeim efnum og það gefur fyrirheit um að vextir geti lækkað í bankakerfinu, en það eru þeir ve'xtir, sem allur almenning- ur þarf að búa við,“ sagði Friðrik. Fjármálaráðherra sagði að sér sýndist að vextir á langtímamarkaði væru sízt of lágir og engin rök væru fyrir að vextir hækkuðu á verð- tryggðum bréfum til lengri tíma vegna lítillar áhættu. „Ef hins vegar er litið á skammtímabréfín, sýnist mér ekki mikil ástæða til að búast við hækkun vaxta á stytztu skuld- bindingunum, en hins vegar hafa menn bent á að í lengri endanum á skammtímamarkaðnum, þ.e. á sex mánaða og upp í tveggja ára bréf- um, gætu orðið einhverjar breyting- ar, annars vegar af því að vextir á þessum bréfum eru talsvert lægri en í nágrannalöndunum og hins veg- ar vegna þess að óvissutímar eru framundan, einkum vegna kjara- samninga." Friðrik sagði að í raun gæti eng- inn sagt fyrir um vaxtabreytingar nema markaðurinn. „Þessar breyt- ingar ættu ekki að koma neinum á óvart og sýna eingöngu að vextir á íslenzka verðbréfamarkaðnum haga sér eins og vextir þar sem framboð og eftirspurn ræður og væntingar stjórna vaxtastiginu öðrum fremur,“ sagði hann. Vextir hafa lækkað stórkostlega „Ég vísa því hins vegar algerlega á bug að hér sé einhver vaxtablaðra sprungin. Þeir, sem þannig tala, verða að hafa í huga að frá því að þessi ríkisstjórn tók við, hafa vextir lækkað stórkostlega, miðað við það sem gilti á síðustu dögum seinustu ríkisstjórnar á markaði. Þá er ég ekki að tala um skráða vexti á pappírum, sem ekki seldust," sagði Friðrik Sophusson. i I I i \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.