Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 7
(nQAISVHn5I0M KOOr <TrTMrxT^XA or anr\ 1 jTrj'7a’r ^ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19i OKTÓBER 1994 7 FRÉTTIR í TUNGNÁRJÖKLI er komin fram brött bylgja eða hár og sprunginn kant- ur inn á jöklinum sem mjakast áfram, eins og sjá má á þessum myndum sem teknar voru um helgina. HELGI Björnsson, jarðeðlisfræðingur, kveðst eiga von á að jökullinn muni leggja undir sig nokkurra ferkílómetra svæði áður en framskrið hans hættir. MANNSKEPNAN er smá við hlið hrikaleika framskriðs Tungnárjökuls sem hleypur nú fram um 2 metra á sólarhring og vara sérfræðingar eindregið við því að ferðalangar freisti að komast upp á jökulinn. Sporður Tungnárjökuls byijaður að skríða fram Hreyfist um 2 m á sólarhring SPORÐUR Tungnárjökuls hóf að skríða fram fyrir rúmri viku og hleypur jökullinn nú fram um 2 metra á sólarhring. Fram til 1992 var hraðinn um 30 metrar á ári. Jöklaferð óðs manns æði Að sögn Helga Björnssonar, jarðeðlisfræð- ings hjá Raunvísindastofnun HI, mjakast jök- ullinn nú fram á eins kílómetra breiðu svæði en þess sé að vænta að jökullinn muni leggja undir sig nokkurra ferkílómetra svæði sem hann hefur hopað frá síðan hlaup varð í jökl- inum um og eftir seinni heimsstyijöld. Hann varar eindregið við að menn hætti sér upp á jökulinn. „Slík ferð væri óðs manns æði, jök- ullinn er hættulegur yfirferðar og vesturhlut- inn með öllu ófær, sérstaklega nú þegar far- ið er að snjóa í sprungur,“ segir Helgi. Undanfarin níu ár hafa vísindamenn Raun- vísindastofnunar í samvinnu við Landsvirkjun fylgst með hreyfingum í jöklinum sem er um 300 ferkílómetrar að stærð, en fyrir um tveimur árum varð ljóst að hreyfing í jöklin- um ofanverðum, í um 1.1100-1.400 metra hæð, boðaði að framhlaup væri hafið. Syndandi á vatnspúða „Síðan hefur stöðugt stærra svæði farið á hreyfingu og núna fyrst gerist það að hreyf- ingin nær niður á jökulsporðinn og hann fer af stað,“ segir Helgi. Vísindamenn stofnunar- innar fóru fyrir um viku um 2-3 km upp á jökulinn að mælistikum sem þar eru og upp- götvuðu að sporðurinn var farinn að hreyfast fram. Tungnáijökuil hljóp seinast fram 1945-46 og hafa vísindamenn átt von á hlaupi seinustu tvo til þtjá áratugi, þar sem jökullinn hefur orðið brattari á hvetju ári. Við mælingar 1985 varð vart við að hreyfing jökulsins var tvöfalt minni en þyrfti til að bera fram það sem á hann safnast, eða um 30 metra á ári í stað 60 metra. Fyrir vikið varð jökullinn brattari og þykkari, sem hefur í för með sér að spennan í jöklinum eyði- lagði vatnsrásir undir honum. Þegar rásirnar skullu saman dreifði vatnið sér undir jökulinn þannig að hann syndir fram á vatnspúða undir honum. Árið 1992 jókst hraðinn síðan og er enn að aukast. Næstijökull norðan við, Sylgjujök- ull, er einnig farinn að skríða fram. „Síðujök- ull var einnig á skriði fyrir nokkru, þannig að segja má að stór hluti af vestanverðum Vatnajökli hlaupi nú fram, sem hefur mikil áhrif á afrennsli vatns frá jöklinum,“ segir Helgi og kveðst reikna með að framhlaupið í Tungnárjökli muni valda breytingum á af- rennsli til Tungnár og auka aurburð og vatns- rennsli í ánni og niður að virkjunum þar fyr- ir neðan. Mikil niður- sveifla milli ára Aflabrestur sumarsins í laxveiðiám, þegar aflinn varð 20% undir meðallagi, og framtíð laxveiða hér á landi var meðal þess sem rætt var á ráðstefnu Alþjóða kvótakaupanefndarinnar og Fróða í Reykjavík í síðustu viku. PÉTUR Thorsteinsson yngri með 24 punda hænginn úr Svalbarðsá. ALÞJÓÐA kvótakaupanefnd Orra Vigfússonar og út- gáfufyrirtækið Fróði hf., sem gefur út Veiðimanninn í sam- vinnu við Stangaveiðifélag Reykja- víkur, gekkst fyrir ráðstefnu í síð- ustu viku. Þar komu fram fulltrúar frá Hafrannsóknastofnun, veiði- málastofnun, formaður Landssam- bands stangaveiðifélaga, formaður Landssambands veiðifélaga, auk þess sem Orri Vigfússon flutti inn- gangsorð. Tveir þeir fyrstnefndu reyndu að kryfja til mergjar hvernig á aflabresti sumarsins stóð, en þeir síðarnefndu ræddu stöðu mála frá sjónarhóla sambanda sinna, þ.e.a.s. útleigu- og verðlagsmálin, minnkandi eftirspurn eftir auknu framboði veiðileyfa, einnig hver þróunin yrði í kjölfarið á slöku veiðisumri. Árni ísaksson veiði- málastjóri sagði í ráðstefnupúltinu, að veiðin í sumar hefði verið 20 prósent minni heldur en meðalveiði síðustu 20 ára og 27 prósent lak- ari heldur en veiðin síðasta sumar. Ekki nefndi Árni neinar tölur, en við rifjum því upp, að heildar- stangaveiði í fyrra var í kring um 37.000 laxar og var það 12,4 pró- sentum lakari veiði heldur en 1992. Þetta hefur því verið á góðri og stífri niðurleið tvö síðustu sumur. Árni ítrekaði þá skoðun manna að kalt árferði 1993 liefði verið megin skýringiri á lélegum laxa- göngum og síðan hefðu komið til veðurfarslegir þættir, langvarandi þurrkar og hitar, sem geri veiði- skap ávallt éffiðari. Hann sagði að athuganir þær á gönguseiðum, sem hefðu verið um langt árabil í Elliðaánum, Núpsá í Miðfirði og Vesturdalsá í Vopnafirði, hefðu sannað gildi sitt. Menn hefðu gjarnan einblínt á ástand í ánum og ástand í hafi. Síður millibils- ástandið sem gönguseiðin upplifi. Nú hefðu nfenn séð góðan seiða- stofn vaxa úr grasi og hefðu talið ástand sjávar yfir höfuð gott. Samt hefðu göngur brugðist. „Við þurf- um nú að vinna út frá þessu,“ sagði Árni. Jón G. Baldvinsson, formaður Landssambands stangaveiðifélaga, lýsti áhyggjum sínum með þróun verðlagsmála í laxveiðinni, eftir- spurn manna og fyrirtækja eftir veiðileyfum hefði stórlega dregist saman og þess væri ekki að vænta að árnar fengu „eðlilega nýtingu" eða bændur fengu aura í kassann nema þeir tækju sig til og lækkuðu verð á meðan markaðurinn aðlag- aði sig ríkjandi aðstæðum. Böðvar Sigvaldason, formaður Landssam- bands veiðifélaga, sagðist aðspurð- ur ekki geta svarað því einhliða fyrir hönd aðildarfélaga LV hvað þau hygðust fyrir í verðlagsmálum. Þau mál væru öll í deiglunni um þessar mundir og þá væri ekkeit launungarmál að í undirbúningi væri stórfellt markaðsátak veiði- réttareigenda og nokkurra leigu- taka erlendis, þar sem menn væru sannfærðir um að ytra væru áhugasamir veiðimenn sem vildu koma hingað til lands til veiða. Stórfiskar í Svalbarðsá ... Svalbarðsá datt nokkuð niður í veiði frá fyrra ári, gaf 150 laxa á móti tæpum 400 í fyrra sem er í nokkru samrænri við önnur vatns- föll á þessum svæðum. Smálax kom ekki í teljandi mæli og heildar- veiðin byggist því að mestu á stór- laxi. Og hvílíkir stórlaxar. Lengi framan af sumri var meðalvigtin í Svalbarðsá um 15 pund. í ágúst kom svo reytingur af smálaxi sem dró meðalþyngdina niður. Engu að síður var hún 10,5 pund er upp var staðið. Þrátt fyrir mikinn sam- drátt er þetta ekki slæm veiði og er þetta ekki langt frá því að vera einn lax á stöng að jafnaði á dag, en alls er um 184 stangardaga áð ræða sem leyfilegt er að nota. Fyrstu dagarnir eru hins vegar lít- ið nýttir. Stærsti laxinn var 24 punda hængur sem Pétur Thor- steinsson yngi'i veiddi í Svalbarðss- elshyl á „Thunder and Lightning“ númer 10. Auk risans veiddust margir 18 til 21 punds laxar. Vert er að minna á, að Svalbarðsá gaf stærsta lax landsins síðasta sum- ar, 27 punda hæng, sem veiddist í Dýjahvammshyl á flugu. Sjóbirtingar ... Sjóbirtingsveiðitímanum lýkur núna 20. október og hefur rysjótt veður markað spor í aflabrögð von- góðra veiðimanna. Þó hafa ýmsir fengið góðan afla. Eldvatn í Meðal- landi hefur t.d. verið líflegra i haust en oft áður síðustu ár og til að mynda veiddist þar á dögunum 16 punda sjóbirtingur á flugu. Þá hafa menn verið að fá góðar hrot- ur í Tungufljóti. Einn hópur fékk t.d. 26 fiska á dögunum, alla seinni daginn af tveimur. Oveður tafði menn fyrri daginn, en mokveiði var er veðrið gekk niður. Voru fiskarn- ir allt að 10 pund, en þó nokkrir 7,8 og 9 pund. Viku af október voru komnir um 260 fiskar úr Tungufljóti, þar af um 40 laxar, en afgangurinn að niestu sjóbirt- ingur, allt að 15 punda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.