Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 9 FRÉTTIR Flestir vilja dönsku áfram ÓLAFUR G. Einarsson, mennta- málaráðherra, hefur ekki gert upp við sig hvort enska á að vera fyrsta tungumál í grunnskólum og verða tekin fram fyrir dönskuna, eins og lagt er til í áliti nefnar um mótun menntastefnu sem fram kom í sum- ar. Hins vegar segir hann að rök- semdafærsla nefndarinnar sé trú- verðug og virðist vera í samræmi við almenningsálitið eins og það hafi komið fram í skoðanakönnun í sumar. Ólafur sagðist þó leggja áherslu á að það þyrfti að hlú bet- ur að dönskukennslunni. Þetta kom fram á Alþingi á mánudag í svari við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar, þing- manns Alþýðubandalagsins. Márg- ir þingmenn tóku til máls um þetta efni og voru flestir á því að dansk- an ætti að vera fyrsta mál sem grunnskólanemendur lærðu. Það þyrfti að bæta kennsluna og breyta þeirri ímynd sem dönskunámið hefði. Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, hvatti til þess að ekki yrði hrapað_ að breytingum í þessum efnum. ítarlegar rann- sóknir þyrftu að fara fram á því hvernig hægt væri að bæta stöðu dönskukennslunnar áður en ákvörðun væri tekin. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins sagði að hún teldi að það væri hluti af menningu okk- ar að byija að læra norræn tungu- mál. Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á því að þessi tillaga nefndarinnar tengdist skilgreingu hennar á kjarnagreinum sem kenna á í grunnskóla, sem væru íslenska, stærðfræði og enska. Tillögur nefndarinnar gerðu ekki ráð fyrir að dregið yrði úr dönskukennslu, né að hún hætti að vera skyldu- námsgrein. Ingibjörn Albertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagð- ist hafa flutt þessa tillögu á þinginu áður. Rökin væru augljós og þau væru fyrst óg fremst þau að nem- endur hefðu miklu meiri not af því að kunna ensku en dönsku þegar út í lífið væri komið. Hjörleifur Guttormsson sagði umræðurnar sýna að það væri ekki stuðningur í þinginu við niðurstöðu nefndarinnar og efla þyrfti dönsku- kennslu. Norrænt tungnmál lykilatriði ÍSLENDINGAR verða sjálfir að ákveða hvort þeir kenna dönsku, ensku eða eitthvert annað Norður- landamál sem fyrsta erlenda tungumál. Verði breytingar þar á finnst mér hins vegar að í því fel- ist slæm orðsending frá Islandi til Norðurlanda einmitt nú þegar Norðurlöndin eru að þjappa sér saman með tilliti til breyttar Evr- ópu,“ sagði Bent A. Koch ritstjóri Fyns Stiftstidende í samtali við Morgunblaðið. Koch hefur um árabil haft mik- il samskipti við ísland og íslend- inga og var staddur hér á landi um síðustu helgi í tilefni dönsku daganna. Bent A. Koch ítrekaði að Islend- ingum væri í sjálfsvald sett hvað þeir gerðu. „Það kemur hins vegar af sjálfu sér að sá skilningur mun verða útbreiddur að íslendingar setji Norðurlandasamstarf ekki eins á oddinn og áður taki þeir ákvörðun um að gera ensku hærra undir höfði en Norðurlandamáli. Vilji íslendingar halda tengslum við Norðurlönd verða þeir að leggja áherslu á kennslu norræns tungu- máls,“ sagði hann. Matseöill Forréttur: Sjávarréttafantasía Aðalréttur: Rósmarínkryddaður lambavöðvi Eftirréttur: Franskur kirsuberja fstoppur Verd kr. 4.600 - Sýningarverð kr. 2.000 Dansleikur kr.800 Hljómar og Lónlí Blú Bojs leikafyrir dansi eftir sýningu. Borðapantanir ísíma 687111 Tuöfaltíur safntíiskur með Björguin Hantíórssyni faest í skífunni Hótel Island kynnir skemmtidagskrána BJORGVIN HALLDORSSON - 25 ARA AFMÆLISTONLEIKAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON lítur yílr dagsverkid sem dægurlagasöngvari á hljómplötum í aldaríjórðung, og við heyrum nær 60 lög í'rá glæstum ferli - frá 1969 til okkar daga Gestasöngvari: SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓT Leikmynd og leikstjórn: BJÖRN G. BJÖRNSSON HJjómsveitarstjórn: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásamt 10 manna hljómsveit Kynnir: JÓN AXEL ÓLAFSSON Danshöínndur: HELENA JÓNSDÓTTIR Dansarar úr BATTU ílokknum Veljum traustan mann til forystu! Geir H. Haarde í Prófkjörsskrifstofan Faxafeni 5 er opin kl. 16 - 22 virka daga og 14 -19 um helgar. Símar 811235, 811265 og 811275. Allir stuðningsmenn velkomnir! Þú getur líka tekiö þátt í vikulegum útboöum á ríkisveröbréfum Einstaklingar eins og aðrir geta ávaxtað peningana sína í vikulegum útboðum á ríkisvíxlum, ríkisbréfum og spariskírteinum ríkissjóðs. Útboðin fara þannig fram að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst kostur á að gera tilboö í bréfin samkvæmt tilteknu tilboðsverði, en aðrir sem óska eftir að gera tilboð í bréfin geta haft samband við ofangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá. Fjárfesting í ríkisvíxlum og ríkisbréfum er tilvalin fyrir einstaklinga sem eru t.d. á milli fjárfestinga og vilja ávaxta peningana sína til skemmri eða lengri tíma á meðan. - Lánstími ríkisvíxla er 3, 6 og 12 mánuðir. - Lánstími ríkisbréfa er 2 ár. - Lánstími spariskírteina er 5 og 10 ár. Hafðu samband við starfsfólk Þjónustumiðstöðvarinnar og það veitir þér nánari upplýsingar um vikuleg útboð á ríkisverðbréfum. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.