Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Danskir meistarar á heimavelli LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson KVARTETT Jespers Lundgaards lék við góðar undirtektir. TÓNLIST Hótci S a g a KVARTETT JESPERS LUNDGAARDS Á DÖNSK- UM DÖGUMí SÚLNASAL Flytjendun Bob Rockwell saxófóna, Jacob Fischer gítar, Jesper Lundga- ard kontrabassi og Alex Riel tronunur. DÖNSKUM menningardögum lauk með tónleikum kvartetts Jespers Lundgaard í Súlnasal á sunnudags- kvöld. Fyrri hluti tónleikanna var helgaður tónlist Thad Jones en Bob Rockwell og Lundgaard kynntust einmitt fyrst þegar þeir léku með frægri stórsveit Thad Jones og Mel Lewis á 'áttunda áratugnum. Lundgaard er reyndar orðinn býsna hagvanur í Súlnasal því hann bjarg- aði tónleikum Freddie Hubbard fyrir Ófyndin gaman- mynd KVIKMVNDIR Frönsk kvikmynda- h á tí ð Iláskólabíó „Toxic Affair“ Leikstjóri: Philomene Esposito. Aðal- hlutverk: Isabelle Adjani. Enskur textí. Gaumont. 1993. „TOXIC Affair“ á að heita frönsk gamanmynd og er með Isabelle Adj- ani í aðalhlutverki undir leikstjóm Philomenes Espositos en hún hefur áður gert myndina „Mina“. Leikstjór- inn talar um að með þessari mynd hafi samvinna hennar og Adjani ver- ið fullkomin. Óvíst er hvað hún mein- ar en myndin býður ekki uppá annað en fullkomin leiðindi. Hún er hryllilega ómerkileg saga af ungri sýningarstúlku, sem Adjani ofleikur á svo stórkostlegan máta að slíkt hefur ekki sést hér í bíóunum um langan aldur. Hana langar til að gerast rithöfundur. Ekki kemur hún orði á blað og til að gera illt verra yfirgefur einhver lítið kynnt persóna hana, sem manni skilst að sé kærast- inn, og af einhvetjum óskiljanlegum ástæðum fer Adjani hamföram í óþolandi sjálfsvorkunn, er engan enda ætlar að taka. Að myndin skuli flokkuð sem gamanmynd kemur mjög á óvart því þrátt fyrir einstaka horn á Rúrek ’93 og kom svo aftur nokkram dögum síðar til að leika með Sven Asmussen þar sem Jacob Fischer lék á gítar. Stutt er síðan Alex Riel lék með Niels Henning á Rúrek ’94, svo þessir kallar vora allir á heimavelli. Nema reyndar Rockwell sem þó tókst á ejnni kvöld- stund að verða sérstakur íslandsvin- ur. Langt er síðan heyrst hefur í tenórsaxófónleikara hérlendis með jafnhreinan- og fallegan tón og Rockwell. Leikur hans er melódískur og ljóð- rænn og vart fyrirfínnast jafnólíkir blásarar og hann og Archie Shepp sem lék á sama stað fýrir nokkrum vikum. Hvor á sinn hátt fulltrúar hins besta í sínum skóla. Það var einstaklega gaman að fylgjast með Rockwell glíma við að teygja verkin í flóknum en Ijóðrænum snarstefjun- um og hann gerir sig aldrei sekan um að yfirkeyra félaga sína. Af og ATRIÐI úr frönsku gaman- myndinni „Toxic Affair“. tilburði í þá átt að henda gaman að stöðu stúlkunnar og þeim persónum sem hún hittir á leið sinni til jafnvæg- is og stöðugleika er ekki eitt andar- tak fyndið í henni. Sýningarstúlkan er fyrst og fremst gersamlega óþolandi illa unnin per- sóna og ofleikur Adjani gerir hana margfalt verri. Engu er líkara en leikstjórinn Esposito hafi farið af stað með myndavélina og kvikmynd- að það sem til féll með Adjani í for- granni því ekki vottar fyrir handriti. Fólkið sem verður á vegi hennar era ýmist hálfvitalegar grínfígúrar eins og maður sem hún hittir á fömum vegi og vill fremja með henni sjálfs- morð (fyndnari gerist myndin ekki) eða mjög alvarlega þenkjandi persón- ur eins og hjúkranarkonan vinkona hennar, sem mikið er látið með í fyrri hluta myndarinnar en dettur svo útúr henni þar til í einhverju heijans lokaatriði sem fríar loks söguhetjuna úr sálarkrísunni eins og af yfimáttúrulegum ástæðum. A gömlu frönsku kvikmyndahátíð- unum vora myndimar svo gamlar og útjaskaðar að þær kannski slitn- uðu í sýningarvélinni. En þær vora hátíð miðað við þessi leiðindi. Arnaldur Indriðason til gekk hann frá hljóðnemanum og lauk sínu sólói úti í horni á sviðinu, aftengdur öllu nema tónlistinni og áheyrendum. Þeir Iéku m.a. ballöðu Thad Jones, Child is born, og minna þekkt lög eins og blúsinn með undarlega nafn- inu Kids are beautiful People. Rockwell og Fischer í unison í ballöð- unni og var túlkun Danans unga og sánd í ætt við Jim Hall. Lundgaard hefur ákaflega breiðan og hljómmik- inn bassaáslátt og teknískur er hann með afbrigðum eins og ættarlaukur kontrabassaleikara í Danmörku, NH0P. Eftir hlé vora leikin verk eftir hina Listhús Ingn Elínar LEIRLIST Inga Elín Opið frá kl. 10-18 virka daga. 10-16 laugardaga. Lokað á sunnudögum. FYRIR skömmu lauk sýningu leir- listakonunnar Ingu Elínar hjá Ófeigi að Skólavörðustíg 5. Sýningin stóð einungis í eina viku og átti að undir- strika að listakonan var að opna eig- ið listhús fyrir framleiðslu sína við hliðina. Ekki var þetta gert með tiltakan- legum hávaða á opinberum vett- vangi, því að henni láðist að senda út boðskort, sem telst misskilningur í meira lagi varðandi jafn áhættu- sama framkvæmd. Listmunir Ingu Elínar hafa vakið góða athygli bæði á sýningum og í almennum listverzlunum, enda er hún gagnmenntuð í faginu og vann m.a. til mikilsháttar verðlauna í Dan- mörku, er hún var þar við nám. Það er óvenjulegt, að ekki sé meira sagt, að listakona af yngri kynslóð hasli sér á þennan hátt völl ein og óstudd, og vegna þess að engin umsögn mun hafa birst í dagblöðun- um að ég best veit, og rýnirinn var erlendis og úr sambandi, skal hér gerð nokkur bragarbót. Á lokunar- degi og nýkominn að utan var litið á sýninguna, og vel ég öðra fremur vekja athygli á að svo til sömu hlut- ir og prýddu salinn á loftinu era og þessa, m.a. Mills eftir Lundgaard þar sem Rockwell blés í sópransaxó- fón. Rockwell hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár og hafa þeir félagar gefíð út tvær plöt- ur hjá danska Steeplechase-forlaginu þar sem Butch Lacy lék á píanó og Finninn Jukkis Uotila á trommur, en hann lék með UMO-stórsveitinni og hefur tvívegis komið íslands. í uppklappslögunum, sem urðu tvö, sýndi Alex Riel allar sínar bestu hliðar á Sonor-settið hans Sigurðar Þórarinssonar sem ekki ómerkari trommarar en Louis Hayes og Steve McCraven hafa leikið á. Guðjón Guðmundsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg INGA Elín við verk sín. uppistaða þess sem til sýnis er í list- húsinu. Að listhönnun, og það hugvit sem að baki býr, sé annað meira en venju- legur iðnaður hef ég iðulega vakið athygli á, enda er um að ræða eina af aðalútflutningsvöram Dana, og malar einnig gull í opinbera sjóði Finnlands, Svíþjóðar og Noregs og er hér um að ræða milljarða í beinum gjaldeyri. Svo við snúum okkur að listhúsinu sjálfu hefur mjög vel tekist til um hönnunina, sem er þokkafull, látlaus og sérstæð, og telst í einu og öllu verk listakonunnar að undanskilinni samsetningunni og logsuðunni. Á Skólavörðustíg 5 geta menn sem sagt nálgast verk Ingu Elínar fram- vegis, sem spanna frá hlutum nota- gildis til sjálfstæðra skreytiverka. Vek einkum athygli á látlausum skál- um, einföldum kertastjökum, svo og stóram matardiskum sem eru módel- hönnun og einstaklega stásslegir og þó formrænt hreinir og klárir. Bragi Ásgeirsson. Nýjar bækur Hugvekjur Jónasar Gíslasonar HVER morgunn nýr nefnast hug- vekjur í formi prósaljóða eftir Jónas Gíslason vígslubiskup. Hugvekjurnar tengjast öllum helgidögum ársins og era settar fram á stuttan og einfald- an hátt með skírskotun til nútímans. Bókin er kveðja til presta og safn- aða í Skálholtsstifti, þegar Jónas lætur af embætti, en jafnframt gjöf til Skálholtsstaðar, kostnaður við bók- ina er greiddur af velunnara Skál- holts. Allt andvirði bókarinnar rennur óskipt þangað. í inngangi sem er kveðja til starfs- systkina frá Skál- holti skrifar Jónas Gíslason: „Er ég læt nú af embætti af heilsufarsástæðum, að þessi litla bók megi verða loka- kveðja mín til þín og henni fylgir bæn um blessun Guðs þér og þínum til handa í mikilvægu, en oft erfiðu starfí. Megi þessi litla bók verða þér til uppbyggingar og trúarstyrkingar. Þér er heimilt að notfæra þér inni- hald hennar í starfí þínu.“ Útgefandi er Vígslubiskupsemb- ættið í Skálholti. Hver morgunn nýr er 160 blaðsíður. Prentvinnslu ann- aðist Kassagerð Reykjavíkur hf. Myndir og kápa eru eftir Tómas Tómasson. Umbrot sá Pétur Ágústsson um og umsjón hafði Rafn Árnason. Bókband er verk Steindórs- prents/Gutenbergs hf. ------♦ ♦ ♦---- Sex hugleiðing- ar Þorgeirs ÚT ER komið smárit eftir Þorgeir Þorgeirson sem nefnist, Sex hugleið- ingar á hátíðarári. Á bókarkápu segir: „Smárit frá leshúsi eru hugsuð sem útgáfuvett- vangur fyrir hvað- eina, sem hefur minna umfang en heil bók útheimtir, en kernst þó ekki fyrir í þröngum stakki blaðagrein- ar eða tímaritspist- ils.“ Hugleiðing- arnar sex heita: 1. Barnið og túkall- inn. 2. Lögrétta. 3. Svefnró Hæsta- réttar. 4. Opinber skrif eiga að vera opinber. 5. Tvö bréf til stjórnar Lög- mannafélags íslands. 6. Lokaorð. „í þessum textum leitast höfundurinn við að skilgreina takmarkanir lýð- ræðisins hér á landi,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Bæklingurinn sem er 32 bls. fæst í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg, hjá Eymundsson íAustur- stræti og útgefandanum, leshúsi. Útsöluverð með vsk. er kr. 335. þar sem allur Jónas Gíslason langar mig til Nýjung frá Kawasaki Alhliða vinnu- og farartæki, sem leysir fjórhjólið af hólmi Q Léttur og lipur, markar vart í svörð. □ Hljóðlát og sparneytin fjórgengisvél með rafstarti. □ Sjálfskiptur, læsanlegt afturdrif. □ Mikil burðargeta. Frábært verð, kr. 649.800 m/vsk. Vélhjól & sleðar , Varahlutir og þjónusta: Stórhöfða 16 RkvJK 871135 2 ,JALKURINN“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.