Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 13
LANDIÐ
Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi fundar um jarðgöng
Þingmenn og ráð-
herra tryggi fé til
jarðgangagerðar
Egilsstöðum - Fundur sem Sam-
band sveitarfélaga í Austurlands-
kjördæmi hélt um jarðgöng á Aust-
urlandi nýverið samþykkti eftirfar-
andi ályktun sem samgöngunefnd
SSA bar fram: „Fundurinn skorar
á þingmenn kjördæmisins og sam-
gönguráðherra að vinna að því að
tryggja fjármagn til að fram-
kvæmdir við jarðgöng í fjórðungn-
um geti hafist eigi síðar en árið
1998 í kjölfar verkloka við núver-
andi jarðgangaframkvæmdir á
Vestfjörðum.
Bendir fundurinn í þessu sam-
bandi á nauðsyn þess að viðhalda
þeirri verkþekkingu sem íslensk
verktakafyrirtæki hafa öðlast
vegna framkvæmda sem nú eru í
gangi eða fyrir skömmu lokið. Við
ákvörðun um framkvæmdaröð
jarðganga á Austurlandi skal eink-
um litið til þess að með jarðgöngum
verði rofin vetrareinangrun byggð-
arlaga í fjórðungnum, og stuðlað
að atvinnuuppbyggingu."
Mikil framkvæmd
á okkar mælikvarða
Helgi Hallgrímsson, vegamála-
stjóri, kynnti fundarmönnum þá
kosti jarðganga sem í boði eru og
benti á þann kost sem líklegastur
yrði til að valda mestri byltingu í
samgöngumálum. Hann sagði enn-
fremur að menn yrðu að líta fram-
hjá hagsmunum einstakra
byggðarlaga og horfa á hag heild-
arinnar. í erindi Hreins Haralds-
sonar, yfiijarðfræðings Vegagerð-
ar ríkisins, kom fram að jarðgöng,
sem tengdu Seyðisfjörð og Nes-
kaupstað við Hérað, kostuðu 6,5
milljarða og tenging Vopnafjarðar
við Hérað kostaði 1,5-3 milljarða.
Sigurður Guðmundsson frá
Byggðastofnun kynnti nýja grein-
argerð sem unnin var að beiðni
SSA um úttekt á þeim valkostum
sem væru í boði með tilliti til at-
vinnu- og byggðaþróunar. Jóhann
T. Bjarnason frá Fjórðungssam-
bandi Vestfjarða sagði frá reynslu
Vestfirðinga.
Samgöngunefndin
þarf lengri tíma
Skoðanir voru skiptar um mál-
efnið. Jónas Hallgrímsson, formað-
ur samgöngunefndar SSA, sagði
þessa ályktun leggja áherslu á hug
Austfirðinga til jarðgangagerðar,
en samgöngunefndin þyrfti lengri
tíma til að taka ákvörðun um for-
gangsröð. Þráinn Jónsson og
Hrafnkell A. Jónsson sögðu að
aðrar vegabætur hefðu forgang,
svo sem tenging við Norðurland.
Aðrir sögðu að nú þyrfti að taka
afstöðu, hér,væri ályktað um ekki
neitt. Ályktunin var samþykkt með
yfirgnæfandi fylgi á fundinum.
Morgunblaðið/Sigmar Sigurðsson
BÍLLINN er illa farinn.
Bakkaði,
beygði og
fór á hvolf
Hveragerði - BÍL hvolfdi
aðfaranótt sunnudags í Hvera-
gerði. Ökumaður og farþegi
sluppu ómeiddir.
Bílnum var ekið eftir
Breiðumörk. Við Hótel Ljósbrá
ætlaði ökumaður, sem var jneð
vikugamalt ökuskírteini, að
snúa við. Hann bakkaði og
beygði svo snöggt að bílnum
hvolfdi.
Þrír piltar voru í bílnum, auk
ökumanns, og sakaði þá ekki.
Tveir útaf í
Gilsfirði
Miðhúsum - Um helgina fóru
tveir bílar út af í Gilsfirði
vegna hálku.
Annar bíllinn fór út af við
Mávadalsá og skemmdist mik-
ið en bílstjórinn slapp með
smávegis meiðsli í baki.
Hinn bíllinn fór útaf við
Gijótá. Sá skemmdist lítið og
ökumaður gat haldið áfram för
sinni.
Erlendir
togarar
landa á
Akranesi
Akranesi - Tveir erlendir togarar,
færeyskur og rússneskur, lönduðu
afla sínum á Akranesi í liðinni viku.
Færeyski togarinn lagði upp 1.500
tonn af úthafskarfa og sá rússneski
um 60 tonn af ýsu. Standa vonir til
að framhald verði á löndunum er-
lendra skipa hér í náinni framtíð.
Það er Krossvík hf. sem kaupir
aflann og eru ástæður þess einkum
þær að togari fyrirtækisins Höfðavík
AK 200 hefur verið frá veiðum að
undanförnu vegna bilunar og við-
halds og því hráefnisskortur og lítil
atvinna í fyrstihúsi fyrirtækisins.
Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar-
stjóra og formanns stjórnar Kross-
víkur hf., héfur rekstur fyrirtækisins
gengið vel frá því það tók til starfa
fyrr á árinu. Uppgjör fyrstu sjö
mánuðina sýnir tæplega níu milljóna
króna hagnað. Þetta er viðunandi
útkoma og þó vel gangi er þetta
rekstur sem þolir ekki nein áföll,
segir Gísli. Aðspurður um framhald
viðskipta við erlend skip segir Gísli
að vilji sé hjá þeim að halda þeim
áfram og þá sérstaklega er áhuginn
bundinn við færeysku skipin. Á
næstu dögum munu forráðamenn
Krossvíkur hf. fara til Færeyja til
viðræðna við þarlendar útgerðir með
það í huga að semja um landanir
skipa á Akranesi. Hvað kemur út
úr þeirn viðræðum skal ósagt látið,
en ef að líkum lætur má eiga von á
að færeysk fiskiskip eigi eftir að
landa afla sínum á Akranesi í náinni
framtíð.
morgunuiauiu/ omi
ÁRNI bóndi í Garði velur líflömb frá sláturfé.
Slátrun sauðnár lokið
Húsavík - SLÁTRUN sauðfjár
þjá Kaupfélagi Þingeyinga á
Húsavík lauk sl. föstudag og hafði
þá verið slátrað rúmlega 35 þús-
und fjár. Meðalvigt dilka var góð
eða 15,3 kg.
Samkvæmt upplýsingum frá
sláturhússtjóra, Páli Gústav Arn-
arssyni, hefur sl. sumar og haust
verið bændum hagstætt, göngur
og heimtur góðar og fé komið
vænt af fjalli. Slátrun hefur geng-
ið vel en Húsavík er einn þeirra
staða sem hefur fengið viður-
kenningu til framleiðslu á kjöti
til útflutning.,. Það vakti eftirtekt
að framan af sláturtíð var slátur-
sala treg en margur telur að varla
séu gerð betri matarkaup en í
slátri. Þegar á leið lifnaði yfir
sölunni og varð hún svipuð og á
fyrra ári.
Mesta meðalvigt þeirra sem
slátruðu yfir 100 fjár mun Árni
bóndi í Garði í Mývatnssveit hafa
haft, en meðalvigt 452 dilka sem
hann fargaði reyndist 16,85 kg
og þyngsti dilkurinn vó tæp 27 kg.
Bændur munu vel heybirgir
eftir séstaklega gott sumar, kart-
öfluspretta reyndist góð en berja-
spretta brást alveg.
STAHDEK
Alinnréttingar
Hönnum og smíðum eftir
þínum hugmyndum
t.d. skápa, afgreiðsluborð,
skilti, auglýsingastanda,
sýningarklefa o.mfl.
Faxafeni 12. Sími 38 000
-kjarnimálsins!
Pantaðu tímanlega
Nú eru prestamir
búnir að láta vita
hvenær bamið þitt á
að fermast, pantaðu
því myndatökuna
tímanlega.
Við vorum ódýrari í fyrra
og emm það enn, hjá
okkur færðu fermingar-
myndatöku frá
kr. 13.000,00
Ljósmyndastofan Mynd
sími: 65 42 07
Bama og
fjölskylduljósmyndir
sími: 887 644
Ljósmyndstofa
Kópavo^s sími: 4 30 20
3 Odýrari
Toyota Coroila XL11,6 árg. '93, ek. 30
þús. km., rauöur.
Verö kr. 1.140.000 stgr. Ath. skipti.
MMC Colt GLXI árg. '92, ek. 17 þús. km„
rauöur. Verö kr. 1.020.000 stgr.
Chrysler Voyager SE Royal V6 3.3L
8 manna, Ijósblár, ek. 135 þús. km.
Verö kr. 1.750.000 stgr. Ath. skipti.
VW Golf CL árg. ‘92, ek. 48 þús. km„
grár, sjálfsk. Verð kr. 950.000 stgr.
Ath. skipti.
BILATORG
FUNAHOFÐA I
r
Mercedes Benz 300D árg. ‘87, grár,
sjáltsk., sóllúga, læst drif, álfelgur, ek.
180 þús. km. Toppbíll.
Toyota Corolla 1300 XL Liftback
árg. ‘88, grænsans., fallegur blll,
ek. aöeins 47 þús. km. Verð kr. 590.000.
Nissan Patrol GR árg. ‘91, grár, turbo
diesel Intercooler. Toppbíll,
ek. 68 þús. km. Verö kr. 2.740.000.
Subaru 1800 ST 4WD árg. ‘88, hvítur,
mjög fallegt eintak, ek. 109 þús. km.
Verö kr. 700.000.
Suzuki Swlft 16001 árg. '92, grár,
ek. 10 þús. km. Verö kr. 1.080.000.
Chevrolet Silverado dlesel 6.2, hvítur.
Verö kr. 790.000 stgr.
Ath. skipti - góður f rjúpuna.
NYJA BILAHOLLIN
FUNAHOFOA T
HJA OKKUR ER ALLTAF BILAVEISLA - ÞU ERT VELKOMINN