Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utandagskrárumræðu um skuldastöðu heimilanna frestað á Alþingi Vill ríkis- Astæðan sögð óviss staða Guð- mundar Ama GUÐNI Ágústsson þingmaður Framsóknarflokks óskaði eftir því í gær að frestað yrði utandag- skrárumræðu sem átti að vera á Alþingi um skuldastöðu heimil- anna. Guðni sagði ástæðuna vera óvissa stöðu Guðmundar Áma Stefánssonar í ríkisstjórninni. Nokkrar umræður spunnust um frestunina á Alþingi í gær og sagði Guðmundur Ámi Stefánsson að ekki hefði staðið á sér eða for- mönnum þingflokka stjómar- flokkanna _að taka upp umbeðna umræðu. Ábyrgð frestunarinnar væri því algerlega á hendi þeim sem fyrst báðu um umræðuna og segði það sitt um málefnastöðu þeirra. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra gagnrýndi Guðna Ágústsson fyrir málatilbúnað hans og sagði takmörk vera fyrir þeim sýningum sem þingmenn gætu notað ræðustólinn til að færa upp. Félagsmálaráðherra væri ekki að skjóta sér undan að Sumarbú- staður ónýt- ur eftir íkveikju SUMARBÚSTAÐUR í Lækjar- botnum brann í gærmorgun. Slökkviliðið kom á staðinn, en ekki tókst að bjarga húsinu sem er talið ónýtt eftir brunann. Talið er víst að kveikt hafí verið í hús- inu, en rannsókn málsins stendur yfír.. Slökkviliðinu var tilkynnt um eld í húsinu um klukkan 10 í gærmorgun og þegar að var kom- ið skíðlogaði í því og frá því lagði mikinn reyk. Slökkviliðið sendi tvo bíla á staðinn auk þess sem Véla- miðstöð Reykjavíkurborgar lagði til vatnsbíl með tíu þúsund lítrum af vatni og gekk slökkvistarfið greiðlega. Bústaðurinn hafði ekki verið í notkun í nokkurn tíma og stóð til að rífa hann, þannig að tjónið er ekki talið tilfmnanlegt. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur rannsókn málsins með hönd- um. ræða um skuldastöðu heimilanna og Guðni væri því að skjóta sér á bak við að mál sem beindust að starfsrekstri fyrrverandi heil- brigðisráðherra. „Þau mál hafa verið sétt í ákveðinn farveg. Hann hefur gert grein fyrir þeim í skýrslu. Sú skýrsla hefur verið send Ríkisend- urskoðun sem hefur tekið að sér að fjalla um málið og mun mun skila sinni greinargerð. Það er því alger óþarfi að reyna að skjóta sér bak við það eða ala á tor- tryggni vegna þess,“ sagði Jón Baldvin. Rýrir virðingu þingsins Guðrún Helgadóttir þingmaður Alþýðubandalags sagðist taka undir það með utanríkisráðherra að farið hefði verið ákaflega óþinglega að. Félagsmálaráðherra væri í þinginu tilbúinn að ræða um skuldastöðu heimilanna. Ekki væri annað vitað en ráðherrann væri enn fullgildur sem slíkur og því væri ekki nein stoð fyrir þeim ástæðum sem gefnar væru fyrir frestuninni. „Ég held að þing- heimur eigi ekki að rýra virðingu sína með því að gera hið háa Al- þingi að vettvangi slíkra hluta,“ sagði Guðrún. Guðni Ágústsson sagðist hafa gert félagsmálaráðherra grein fyrir því að hann kysi við þessar aðstæður að fresta umræðunni í ljósi þess að árásimar á ráðherr- ann væru harðastar og mestar frá hans flokksmönnum og stjómarl- iðinu í þinginu. Honum hefði því þótt rétt að sjá til fram í næstu viku hvort félagsmálaráðherra fengi starfsfrið og næði stöðu sinni í ríkisstjóminni. „Þá gæti ég rætt við mann sem ég vissi hvort myndi áfram gegna þessu starfi og taka á þessum vanda sem við er að glíma. Ég treysti þessum ráðherra ekki síður en mörgum þeim ráðherrum sem hér sitja; ég treysti honum raunar miklu frem- ur og veit að hann ber minni ábyrgð en þeir á þessu stóra vandamáli," sagði Guðni. Morgunblaðið/Júlíus stjóra með sljóraar- andstöðu HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist telja eðlilegt að Framsóknarflokkurinn leiti samstarfs við stjórnarandstöð- una við myndun nýrrar ríkisstjómar eftir kosningar. „Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hugsanlegt framboð Jóhönnu komi til með að rugla þessa mynd verulega. Það er ekkert vitað hvað hún ætlast fyrir, hvort hún ætlar að stofna samtök sem síðan gangi hugsanlega til liðs við Alþýðuflokkinn á nýjan leik,“ segir Halldór. Halldór segir að framsóknarmenn hafi lýst því áður yfir að þeir stefni að því að komast til forystu í næstu ríkisstjóm en geri sér jafnframt grein fyrir því að það muni ekki takast nema flokkurinn eflist. Hann tekur það fram að framsóknarmenn gangi óbundnir til næstu kosninga varðandi stjórnarsamstarf enda sé ekkert hægt að fullyrða um það hvemig ríkisstjóm verður mynduð fyrr en úrslit kosninganna liggja fyrir. „Okk- ar takmark hefur allt kjörtímabilið verið að koma þessari ríkisstjóm frá. í því fest að við viljum mynda hér aðra ríkisstjórn. Kosningarnar munu snúast um það hvort núverandi stjórn á að fara frá eða ekki.“ Ríkið aðstoði við eflingn atvinnulífsins Spurður um aðra stjómarmynd- unarkosti segir Halldór m.a.: „Við munum leggja megináherslu á það í kosningabaráttunni og í næstu rík- isstjóm að efla atvinnulífið. Við telj- um nauðsynlegt að ríkið komi að því og höfum m.a. lagt til að Byggða- stofnun verði breytt í atvinnumála- stofnun. Viðbrögð sjálfstæðismanna hafa verið þau að hafna því og við sjáum ekki betur en þeir telji það óþarfa að ríkið komi að endurreisn atvinnulífsins. Við teljum aftur á móti að það þurfi að gerast með góðri samvinnu ríkisvaldsins, sveit- arfélaga og aðila vinnumarkaðarins.“ Formaður Framsóknarflokksins svarar neitandi spumingu um það hvort hann sé að friða vinstri sinn- aða framsóknarmenn með því að ít- reka fyrri yfirlýsingar um vinstri stjórn. „Það hefur ekki verið neinn ófriður í flokknum. Einn maður hefur gengið úr flokknum, Helgi Pétúrs- son, og ummæli mín nú tengjast því ekki á neinn h’átt.“ Ólafur Ragnar Grímsson um launaþak á stjórnendur hjá ríkinu Andlát Hafa nær ótakmarkaða mögnleika á tekjuauka „HÉR hefur þróast í vaxandi mæli tvöfalt launakerfí bankastjóra, for- stjóra ýmissa opinberra sjóða og annarra stjómenda í hinu opinbera kerfi. Það byggist annars vegar á mánaðarlaunum sem em oft í kringum 300-400 þúsund krónur og síðan á nánast ótakmörkuðum möguleikum á að auka tekjur sínar með því að geta skipað sjálfa sig í nefndir, stjórnir og ráð sem viðkomandi sjóður, banki eða stofnun á aðild að,“ segir Olaf- ur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, og telur hann þetta hættulega þróun sem sé í raun sjálftaka viðkomandi stjómenda. „Með allri virðingu fyrir stjómend- um banka og sjóða þá sé ég engin rök fyrir því að stjómandi slíkrar stofnunar hér á íslandi sé með 800 þúsund til 1.100 þúsund krónur í mánaðarlaun, auk fríðinda sem fylgja starfínu af margvíslegu tagi,“ segir hann. Meðal tillagna sem mið- stjórn Alþýðubandalagsins sam- þykkti um seinustu helgi um mótun nýs launakerfis sem komi til fram- kvæmda upp úr miðju ári 1995 er tillaga um að sett verði hámark á laun bankastjóra, forstjóra, ráðu- neytisstjóra og annarra stjómenda opinberra stofnana. Ólafur Ragnar segir að breytingar í banka- og sjóðakerfinu á und- anfömum árum með stofnun hliðar- fyrirtækja, s.s. fjármögnunarfyrir- tækja, hlutafélaga og eignarhalds- fyrirtækja hafí aukið þessa mögu- leika til muna. „Það er miklu skyn- samlegri regla, bæði siðferðilega og stjómunarlega, að þeir sem ráðnir eru til að stjóma opinberum stofnun- um, bönkum og lánasjóðum fái ákveðin laun, sem séu skýrt afmörk- uð og taki ekki sveiflukenndum breytingum eftir sjálfsákvörðun hvers og eins,“ segir hann og bendir á að þeirri reglu hafi verið fylgt í núverandi og seinustu ríkisstjóm að ráðherrar sætu ekki í nefndum og ráðum. Þessi þróuh eigi líka að ná til annarra stjórnenda í opinbera kerfmu. 4-500 þús. kr. feikinóg laun „Þó við höfum ekki sett fram ákveðna tölu þá tel ég að mánaðar- laun á bilinu 400-500 þúsund krónur á mánuði séu alveg feykinóg fyrir stjórnendur sjóða, banka eða annarra opinberra stofnana," segir Ólafur Ragnar og aðspurður hvort hann teldi raunhæft að ætla að koma þessu í framkvæmd og skerða launakjör viðkomandi stjómenda segir Ólafur Ragnar að ef þeir sætti sig ekki við það verði þeim einfaldlega boðið að segja upp því nóg sé til af hæfileika- ríku fólki með víðtæka menntun og starfsreynslu sem væri fyllilega treystandi til þess að stjórna þessum stofnunum. VÍGLUNDUR JÓNSSON VÍGLUNDUR Jónsson útgerðarmaður í Ólafs- vík lést í sjúkrahúsi í Stykkishólmi í gær, 84 ára að aldri. Víglundur fæddist 29. júlí árið 1910 í Haga í Staðarsveit og var þriðji elstur níu systkina. Fimm eru enn á lífi. Hann var sonur Jóns Sigurðsson- ar fyrrverandi kaupfé- lagsstjóra á Amar- stapa og Guðrúnar Sig- tryggsdóttur og fluttist fjögurra ára að Péturs- búð á Arnarstapa ásamt foreldrum sínum. Hann byrjaði ungur sjóróðra með föður sínum og 17 ára að aldri hóf hann að róa með Norðmönnum úti af Vestfjörðum. Árið 1933 fór hann til náms í Stýrimannaskólanum og réð sig eftir það sem stýrimann á línubát- inn Þorstein RE. Árið 1935 lætur hann smíða fjögurra lesta trillubát í samvinnu við Tryggva bróður sinn sem skírður var Óðinn og er það upphafið að útgerðar- sögu Víglundar. Árið 1940 flytur Víglundur til Ólafsvík- ur og reisir sjö árum síðar fiskverkunarhús- ið Hróa hf. sem var um árabil eitt af stærstu saltfiskfyrirtækjum landsins. Árið 1980 kom togarinn Már til Ólafsvíkur og stofnaði yíglundur hlutafélagið Útver hf. í félagi við fleiri til þess að kaupa skipið. Áuk þess átti hann fleiri báta. Árið 1987 var hann gerður að fyrsta heiðursborgara Ólafsvíkur en Víg- lundur átti ennfremur sæti í stjórn- um SÍF og LÍÚ, hreppsnefnd Ólafs- víkur og hafnarnefnd auk fleiri fé- laga og stjórna. Víglundur kvæntist Kristjönu Tómasdóttur frá Bakka- búð á Brimavöllum 14. mars 1942 og eignuðust þau þrjú börn, Úlfar, Guðrúnu og Ragnheiði. Kristjana lést í júní 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.