Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Listdans-
hátíð í
Þjóðleik-
húsinu
DAGANA 15. og 16. nóvember
kl. 20.00 verður haldin listdans-
hátíð í Þjóðleikhúsinu til styrkt-
ar Listdansskóla Islands. Upp-
selt var á Listdanshátíðina í
fyrra og komust færri að en
vildu. Því hefur verið ákveðið
að bjóða upp á tvær hátíðarsýn-
ingar í ár.
Á sýningunni koma fram
dansarar úr íslenska dans-
flokknum og allir nemendur
Listdansskóla Islands. Marta
Halldórsdóttir, Sverrir Guð-
jónsson, Guðrún Óskarsdóttir
og Martial Nardeau munu flytja
nokkur atriði úr hinni nýju
barnaóperu „Sónötu prinsessu"
ásamt nemendum Listdansskól-
ans. Þá syngur óperusöngkon-
an Elín Osk Óskarsdóttir. Aðal-
gestur hátíðarinnar verður
skærasta ballettstjama Svía og
einn þekktasti dansari á Norð-
urlöndum, Anneli Alhanko.
Hún dansar tvo tvídansa ásamt
mótdansara sínum Weit Carls-
son. Það er mikill heiður fyrir
skólann að fá Anneli Alhanko
og Weit Carlsson á þessa hátíð.
Anneli er hirðdansari Svía og
hefur dansað víða um heim við
frábæran orðstír og hlotið
margar viðurkenningar fyrir
dans sinn. Þá hefur verið gefin
út bók um ævi hennar sem bal-
lettdansara auk þess sem Svíar
hafa gefið út frímerki sem
mynd hennar prýðir.
Aðeins er boðið upp á þessar
tvær sýningar. Miðasala er í
Þjóðleikhúsinu.
ANNELI Alhanko verður aðalgestur hátíðarinnar.
Fallega
hljómandi
rödd
TONLIST
íslcnska ópcran
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Hulda Guðrún Geirsdóttir sópran,
Hólmfríður Sigurðardóttir píanó-
leikari. Þriðjudagur 8. nóvember.
STYRKTARFÉLAG íslensku óp-
erunnar hefur staðið fyrir söngtón-
leikum undanfarna mánuði og nú
síðast með Huldu Guð-
rúnu Geirsdóttur, sópr-
ansöngkonu, sem ný-
lega lauk framhalds-
námi í Þýskalandi og
hefur m.a. starfað með
söngkonunni Feliciu
Weathers.
Hulda Guðrún hóf
tónleikana með þremur
söngvum eftir Schu-
bert, An die Musik, Li-
ebe schwármt auf alle
Wegen og Die Forelle.
Lög þessi voru sungin
af þokka og kunnáttu
en það læddist að sá
grunur, að miðlagið,
Liebe Schwármt, væri
ekki eftir Schubert og reyndar finnst
það ekki hjá Groves og ekki heldur
Alfred Einstein, í lista þeirra yfir
sönglög meistarans. Það serh gerir
lagið tortryggilegt, er að það vantar
forspil og að hljómskipan og tón-
ferli lagsins er mjög ólíkt og hjá
Schubert. Vera má að það sé innan
úr öðru verki, sem hefði þá mátt
tiltaka sérstaklega.
Þijú ástarljóð eftir R. Strauss
voru næst á efnisskránni, Rote Ros-
en, Die erewachte Rose og Begegn-
ung. Þessi lög eru án ópusnúmers
og tvö þau seinni samin er Strauss
var 16 ára en Rote Rosen, er hann
var 19 ára. Fyrstu lögin sem Strauss
gaf út sem op. 10, samdi hann rúm-
lega tvítugur og þar á meðal er
Zueignung og Allerseelen.
Þessi fyrstu lög eftir Strauss eru
ekki ýkja svipmikil, þó merkja megi
handbragðið, en eins og Iög Schu-
berts, voru þau flutt af þokka og
öryggi.
Rakhmaninov samdi mörg falleg
einsöngslög, en eftir hann söng
Hulda Guðrún lögin Bæn, Svo marg-
ar stundir og áhrifa-
mikið lag, sem nefnist
Uppskera af sorg, sem
Hulda náði að túlka af
innileik.
Á seinni hluta tón-
leikanna voru aríur eft-
ir Mozart, (Come
scogli), Gounod (Air
des bijoux), skemmti-
leg aría úr Rusölku eft-
ir Dvorák og síðan ar-
íur eftir Cilea (Io son
lúmile ancella) og aría
Manon, Sola, perduta
abbandonata, eftir
Puccini.
Hulda Guðrún Geirs-
dóttir er vel kunnandi
söngkona ágætlega músíkölsk og
naut góðs samleiks Hólmfríðar Sig-
urðardóttur. Það má vera að for-
dómar ráði nokkru, en sú aðferð,
að leggja röddina aftar og beina
henni upp í harða góminn, virðist
vera eitt af þeim einkennum, sem
eru oft áberandi í þýskri söngtækni
og líklega ætluð til að styrkja rödd-
ina á hásviðinu. Þessi raddlega
heyrðist ekki á lægra sviðinu og þar
naut sín fallega hljómandi en ekki
stór rödd Huldu, sem óhætV er að
spá góðu gengi sem söngkona í
framtíðinni.
Jón Ásgeirsson
Hulda Guðrún
Geirsdóttir
Stigi upp úr
tilverunni
Caput-hópurinn efnir til tónleika á Kjarvals-
*
stöðum annað kvöld. A efnisskránni eru
verk eftir höfunda frá þremur heimsálfum
sem allir eiga það sameiginlegt að hafa ferð-
ast langa vegu til að afla sér þekkingar.
Morgunblaðið/Þorkell
BRJÁNN Ingason fagottleikari, Marta Halldórsdóttir sópran og
Örn Magnússon píanóleikari verða með tónleika á vegum Caput-
hópsins á Kjarvalsstöðum á föstudagskvöld klukkan hálf níu.
STIGI upp úr tilverunni er yfir-
skrift tónleika Caput-hópsins
sem haldnir verða í boði
Listasafns Reykjavíkur á Kjarvals-
stöðum á föstudagskvöld. Þetta eru
fjórðu og síðustu tónleikarnir í tón-
leikaröð þar sem megináhersla er
lögð á að sýna þverskurð af því
markverðasta í framsækinni tónlist-
arsköpun frá upphafi aldarinnar og
allt fram á okkar daga. Flytjendur
að þessu sinni eru Marta Halldórs-
dóttir sópran, Örn Magnússon
píanóleikari og Bijánn Ingason fag-
ottleikari. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.30.
Tónlistin sem höfð verður í há-
vegum á föstudagskvöid er full af
áhrifum víðsvegar að úr veröldinni.
Höfundar verkanna koma frá þrem-
ur ólíkum heimsálfum; Asíu, Norð-
ur-Ameríku og Evrópu og allir eiga
þeir það sameiginlegt að hafa lagt
land undir fót og ferðast langa vegu
til að afla sér þekkingar. Að sögn
flytjenda endurspeglar þessi dag-
skrá nokkuð vel breytta tíma al-
heimsmenningar, þar sem hvert
menningarsvæði er ekki lengur
ósnortið vegna einangrunar við
umheiminn. Kringumstæður sem
kalli fram enn sterkari leit að innri
uppruna og á sama tíma enn frek-
ari útvíkkun sjónarsviðs, þekkingar-
og skilnings.
Frumflutningur á íslandi
Þegar hér er komið sögu eru
eflaust margir famir að bijóta heil-
ann um það hvaða tónskáld séu svo
frumleg að skrifa verk fyrir píanó,
fagott og rödd. Sannleikurinn er
hins vegar sá að ekkert verkanna
á efnisskránni er skrifað fyrir þessa
óvenjulegu samsetningu og fyrir
vikið koma flytjendurnir aldrei allir
fram í einu. Verkin eru fjögur:
Monolog, einleiksverk fyrir fagott,
eftir kóreska tónskáldið Isang Yun;
Litany II, les Yeux Clos, einleiks-
verk fyrir píanó, eftir Japanan Toru
Takemitsu; Ástarljóð mitt eftir
Hjálmar Ragnarsson og Apparition,
fyrir sópran og píanó, eftir banda-
ríska tónskáldið George Crumb sem
samið er við samnefnt ljóð eftir
Walt Whitman.
Verkin á efnisskránni hafa aldrei
verið flutt áður á íslandi og hefur
verk Hjálmars ekki heyrst opinber-
lega áður. „Við höfum verið að bíða
eftir góðu tækifæri til að flytja
verkið hans Hjálmars þannig að það
fái þá athygli sem það verðskuld-
ar,“ segir Marta. Örn tekur í sama
streng og bætir við að hið fínlega
yfirbragð þess eigi vel við á þessum
tónleikum þar sem hin píanóverkin
séu skrifuð í sama anda.
Verk Crumbs er Erni sérstaklega
hjartfólgið. „Þetta er eitt af meist-
araverkum 20. aldarinnar og eitt-
hvað það skemmtilegasta sem ég
hef fengist við. Verkið er eins og
draumur en það fjallar um sáttina
við dauðann.“ Ljóðið samdi Whit-
man í minningu Abrahams Lincolns
og nefnist það á frummálinu When
Lilacs Last in the Dooryard
Bloom’d.
„Ég hef þvælst mikið um Japan
og hafa þarlend tónskáld gaukað
að mér fjölda verka. Ætli það sé
ekki nokkurskonar þakklætisvottur
við Toru Takemitsu og höfðings-
skap hans að leika verk eftir hann
hér á landi,“ segir Örn. Þar að auki
segir hann að þeir Takemitsu og
Crumb tengist þar sem þeir beri
báðir mikla virðingu fyrir náttúr-
unni. „Það er margt í verkum þeirra
sem minnir á náttúrulýsingar í bók-
um Steinbecks.” Takemitsu er best
þekktur fyrir tónlist sína við kvik-
myndir Akira Kurosawa og ber þar
hæst tónlistina við hina nafntoguðu
mynd Ran.
Siðferðisleg skylda
fagottleikara
að kunna verkið
Btjánn segir að verk Yuns sé
eitt fárra einleiksverka fyrir fagott
sem sé orðið fastur liður á tónleika-
skrám víða um heim. Það sé reynd-
ar merkilegt sakir þess að það hafi
verið skrifað sérstaklega fyrir
bassaklarinettuleika'rann Harry
Sparnay. „Verkið fer rólega af stað
en vendir fljótlega og segja má að
möguleikar og litir hljóðfærisins séu
færðir út á ystu mörk áður en hald-
ið er til baka og ró færist yfir.“
Bijánn telur að Monolog sé í ágætu
samræmi við hin verkin á tónleikun-
um, ekki síst með tilliti til náttúr-
unnar, auk þess sem hann lítur á
það sem siðferðislega skyldu sína
sem fagottleikara í Caput-hópnum
að kunna skil á verkinu.
Flytjendurnir Ijúka sundur um
það einum munni að dagskrá tón-
leikanna eigi fullt erindi við íslenska
unnendur framsækinnar tónlistar-
sköpunar. „Hefðin hefur unnið gegn
nútímatónlist víða erlendis. Það er
hins vegar skortur á henni hér á
landi og fyrir vikið eru tónleikar
af þessu tagi yfirleitt vel sóttir,"
segir Brjánn. Þau Örn og Marta
taka síðan undir með honum þegar
hann fullyrðir að Islendingar hafi
lengi verið opnir fyrir nýjungum og
aldursdreifingin sé yfirleitt mun
breiðari á nútímatónleikum hér á
landi en á sambærilegum tónleikum
erlendis. „Ég held að enginn ætti
að láta þessa tónleika fram hjá sér
fara,“ segir Örn og bætir við að
hann hafi aldrei verið þeirrar skoð-
unar varðandi tónleika áður og
Bijáni verður því að orði: „Það er
af meiru að missa en venjulega!"
t
í
i
I
\
\
!
í
I
>