Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 27
LISTIR
Stanley finnur
Livingstone
BOKMENNTIR
S k á I (I s a £ a
HVALIRNIR í
TANGANYIKAVATNI
eftir Lennart Hagerfors.
Ásgeir Ásgeirsson þýddi.
Uglan 1994- 169 bls.
ÆVINTÝRAUÓMI leikur um
nöfn þeirra Henry Mortons Stanleys
og Davids Livingstone. Sænskur rit-
höfundur, Lennart Hagerfors, hefur
samið skáldsögu sem byggist á leið-
angri Stanleys 1871, þegar hann fór
til Afríku á veguin bandarísks dag-
blaðs í leit að Livingstone og fann
hann við Tanganyikavatn.
í skáldsögunni sem er af hörðum
raunsæisskóla eru hinar sögufrægu
persónur sviptar allri gyllingu og
standa bókstaflega naktar á síðun-
um, ‘skoplegar og dýrslegar í senn,
en þó ekki án vissrar
reisnar. Höfundurinn
notfærir sér reyfarastíl
með góðum árangri og
það á eflaust þátt í út-
breiðslu skáldsögunnar
fyrir utan það að hún
flallar um forvitnileg
efni.
Söguna segir Shaw
nokkur, „mannleysa,
latur en óvitlaus“ eins
og enskir embættis-
menn lýstu honum fyrir
Stanley. Hann er knú-
inn til að leggja frá sér
flöskuna í bili og fylgja
Stanley.
Stíllinn er stundum ljóðrænn og
myndríkur, einkum þegar greinir frá
því sem gerist í huga Shaws. Friður
Afríku laðar fram þetta: „Ég hef
aldrei áður fundið til slíkrar nálægð-
ar við dauðann. Hugs-
anir mínar eru upplýst-
ar að innan, heili minn
er gerður úr tærasta
bergkristalli. Tíminn
stendur ekki kyrr.
Hann er einungis. Ég
er staddur á oddi örvar
sem stefnir aftur til
bogans, ekki að marki.
Ég er barn og í þann
veginn að renna aftur
inn í rakt og hlýtt móð-
urskautið, og ég verð
áfram þungaður af
sjálfum mér“.
Lýsingar á Stanley,
órólegu skapi hans og
mótsögnum sem hann á nóg af, eru
margar hverjar hnyttnar: „Stanley
stefnir fram á við, í hina áttina.
Einnig hann er breyttur. Kannski
hann sé orðinn vitskertur. Hann er
hrottalegri en áður og þó jafnframt
viðkvæmari. í óráðinu kallar hann
á föður Livingstone, gamla sérvitr-
inginn í Ujiji sem Arabinn minntist
á. Stanley reiðir svipuna með ann-
arri hendi og þurrkar tárin úr þurr-
um augunum með hinni“.
Myndin sem dregin er upp af leið-
angursmönnum er oft nöturleg, ekki
síst af ruddalegum samskiptum
þeirra og innfæddra á stundum.
Ásgeir Ásgeirsson er afkastamik-
ill þýðandi og þýðir vel og oft lipur-
iega. í þessari bók rakst ég þó á
nokkur vafaatriði, meðal annars kyn
(„ilmur af kyni“) sem endurtekið
er. Ég geri mér nokkurn veginn
grein fyrir því hvaða sænska orð
er hér verið að flytja yfír á ís-
lensku, en annað orð hlýtur að hæfa
betur.
Jóhann Hjálmarsson
H. M. Stanley
Djass um
landið
þvert
GUNNAR Gunnarsson píanisti, Tóm-
as R. Einarsson bassaleikari, Matthí-
as M.D. Hemstock trommari og
Ragnheiður Ólafsdóttir söngkona
ieika gömul lög ásamt íslenskum og
norrænum lögum í djassbúningi í
Ásbyrgi í Miðfirði í kvöld kl. 21.
Úr Miðfirðinum liggur leiðin norð-
ur á Sauðárkrók, þar sem þau Ieika
á veitingahúsinu Kaffí Króki næst-
komandi föstudag kl. 22.
Þremenningarnir hófu samstarf
fyrir skömmu, en hafa áður flutt
djasstónlist víða um land í öðru sam-
hengi, nú síðast á Rúrek, Djasshátíð-
inni í Reykjavík.
T J ARN ARK V ARTETTINN
verður með útgáfutónleika í
kvöld í Leikhúskjallaranum.
Utgáfutón-
leikar Tjarn-
arkvartettsins
TJ ARN ARKV ARTETTINN úr
Svarfaðardal tók upp 22 lög og setti
á geisladisk og hljóðsnældu í sumar.
Nú er ætlunin að efna til útgáfutón-
leika í höfuðborginni og verða þeir
haldnir í Leikhúskjallaranum í kvöld
kl. 21.
Kvartettinn skipa tvenn hjón,
bræðumir Kristján, bassi og Hjörleif-
ur tenór, Hjartarsynir frá Tjöm og
eiginkonur þeirra, Kristjana Arn-
grímsdóttir, alt, og Rósa Kristín
Baldursdóttir, sópran.
Á diskinum er að finna franska
og enska madrigala, íslensk þjóðlög
og dægurlög frá síðustu árum, nor-
rænan vísnasöng og ameríska slag-
ara.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og allir velkomnir.
®DeWALT
TRÉSMÍÐAVÉLAR
eCCO DAGAR
ATH. 10% AFSLÁTTUR
ALLA KYNNINGARDAGANA!
KYNNINGAR VERÐA Á HINUM VINSÆLU
eCCO SKÓM í EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM
VIKUNA7. TIL12. NÓVEMBER
Laugavegi 41, Reykjavík
Skóverslun Þórðar
Kirkjustræti 8, Reykjavík
Betri Búóin
Kirkjubraut 1, Akranesi
Skóbúðin Borg
Brákarbraut 3, Borgarnesi
Skóhornið
Hafnarstræti 24, ísafirði
M.H. Lyngdal
Hafnarstræti 103, Akureyri
í þrjátíu ár hefur eœo í Danmörku
framleitt gæðaskófatnað. Á öllum stigum
framleiðslunnar er þess gætt að gæði sitji
í fyrirrúmi.
Við hönnun og framleiðsluCCCOskónna
er frá upphafi tekið tillit til þarfa líkamans.
Öll rannsóknar- og þróunarvinna ecco
miðar að því að ná hámarksþægindum
fyrir fæturna vegna þess að þegar
fótunum líður vel þá líður líkamanum
Sportvöruverslun
Hákonar Sóf ussonar
Strandgötu 44, Eskifirði
Við Lækinn
Egilsbraut 21, Neskaupsstað
Skóbúð Húsavíkur
Garðarsbraut 13, Húsavík
Krummafótur
Lyngás 1, Egilsstöðum
Skóbúð Seifoss
Austurvegi 13-15, Selfossi
Axel 0.
Vestmannabraut 23, Vestmannaeyjum
Skóbúðin Keflavik
Hafnargötu 35, Keflavík
■
eooo vinnur sífellt að því að hagnýta ný
efni, nýja tækni og þekkingu í því skyni að
framleiða betri skó.
I ecco skóna hafa meðal annars verið
settar nýjungar sem þekkjast aðeins í
bestu íþróttaskóm, eins og höggpúði í hæl
og laus innlegg.
Markmidid er ánægja í hverju spori!
Hugmyndirnar eru sóttar í náttúruna og lífið.
Skór fyrir iífsgiatt fólk!