Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hljómasambönd
Iðunn, Skuggsjá og Skerpla
Bómull í skónum,
alþýðuvit og smá-
skammtalækningar
TONLIST
Scltjarnarncskirkja
KAMMERSVEIT
SELTJARNARNESS
OG HLJÓMEYKI
Einsöngvarar Sigrún Valgerður
Gestsdóttir, Hildigunnur
Halldórsdóttir, Finnur Bjamason.
Konsertmeistari Sbigniew Dubik.
Stjómandi Sigursveinn K.
Magnússon.
TÓNLEIKARNIR hófust á verki
Jóns Nordals, Aldarsöngur, samið
1986 fyrir Skálholtshátíð og þá
frumflutt. Textann velur Jón frá
Bjama nokkrum Jónssyni, Borg-
fírðingi, sem uppi var í kringum
siðaskiptin. Með kveðskap Bjama,
sem er sálmur, tekur Jón Salut-
atio Mariae og Maríuvísur eftir Jón
prófessor Helgason, ort í fomum
anda. Úr þessum verður einskonar
messa í a-b-a-formi, þar sem Jón
víkur aftur að erindum Bjama
eftir Lofgjörðarsönginn og Máríu-
vers Jóns Helgasonar. Jón vinnur
hér með hljómasambönd sem hann
er búinn að þróa lengi með sér
KVIKMYNPIR
Bíóborgin
í BLÍÐU OG STRÍÐU
(„IFAMAN LOVES
A WOMAN“) ★ ★
Leikstjóri Louis Mandoki. Handrit
A1 Franken og Ronald Bass.
Kvikmyndatökustjóri Lajos Koltai.
Tónlist Zbigniew Preisner.
Aðalleikendur Meg Ryan, Andy
Garcia, Lauren Tom, Ellen Burstyn,
Eugene Roche. Bandarísk.
Touchstone Pictures 1994.
HEIMILISLÍF Greenhjónanna
virðist vera til fyrirmyndar. Hús-
bóndinn, Michael (Andy Garcia),
er flugstjóri og Alice kona hans
(Meg Ryan), vinnur við bamaupp-
eldi samhliða húsmóðurstörfunum.
Þau eiga fallegt heimili og tvær
dætur. En undir niðri á Alice við
vanda að stríða; hún er alkóhólisti
sem fer síhrakandi. Þegar í óefni
er komið taka þau hjónin ákveðið
á málinu — Alice fer í meðferð.
Er hún snýr til baka em erfiðleik-
amir þó fjarri því að vera yfir-
staðnir.
Mjög áferðarfalleg mynd og
meiningin góð en hún ristir ekki
djúpt. Er aftur á móti yfirborðs-
kennd og fyrirsjáanleg. I stað þess
að gefa áhorfandanum sýn inn í
helvíti ofdrykkjunnar fær hann
sætsúpu, með örfáum piparkom-
um að vísu. Versti galli I blíðu og
stríðu er hversu slælega undir-
stöðuatriðið, áfengisvandamál
húsmóðurinnar, er dregið upp.
Alice er ósköp venjuleg kona, sem
hefur gaman af að fá sér neðan
í því, uns kemur að atriðinu er
hún lendir í sjónum í Mexíkó. Eft-
ir það fer hún að sturta í sig með
tilþrifum, verður forfallinn alki og
- kjarni málsins!
og búinn að ná miklu valdi á og
getur leyft sér að vinna úr í alls
konar formum og hómófónískum
og pólýfónískum stfl, eftir því sem
hentar textanum best.
Kannske er þetta orðinn traust-
asti þátturinn í tónsköpum Jóns,
ásamt heiðarleika í vinnubrögðum
og aldrei lætur hann frá sér verk
sem ekki er listinni undirgefið. Svo
er einnig um Aldarsöng. Hljóm-
eyki, undir stjóm Sigursveins K.
Magnússonar, flutti verkið af mik-
illi nærgætni og nákvæmni. Sigur-
sveinn sleppti kómum aldrei laus-
um í þessum fínofna verki, svo
hefur sjálfsagt átt að vera, því lif-
andi virkaði flutningurinn allan
tímann.
Næsta verk á efnisskránni var
á nokkuð öðmm nótum, enda eftir
byijanda á þessu sviði, Hildigunni
Rúnarsdóttur. Við kvæði Snorra
Hjartarsonar, í Úlfdölum, er tón-
listin gerð, árið 1991 og þá að
beiðni kammersveitarinnar. Verk-
ið skilaði sér ekki vel í hljómmik-
illi kirkjunni. Hljómsveitin var ekki
í góðu jafnvægi við sönghópinn,
hefði þurft að taka miklu meira
tillit til söngvaranna, yfirleitt var
fer í afvötnun. Hér vantar sárlega
trúverðugan aðdraganda að mein-
semdinni, útskýringar í myndariok
koma seint og em ófullnægjandi.
Ein bábiljan sú að frúin segist
hafa svalað þorsta sínum á vodka-
drykkju — því af honum sé engin
lyktin! Og dagleg pottdrykkja
hennar af brennivíni fór gjörsam-
lega framhjá bóndanum. Ekki vildi
ég fljúga með honum. Yfírklór sem
þetta er að fínna út alla myndina.
Ekki bætir úr skák ömuriegur leik-
ur Ryan í drykkjuköstum Alice og
timburmönnum í meðferðinni.
Þess utan stendur hún sig bæri-
lega þó að sannarlega megi deila
um leikaravalið. Andy Garcia er
ágætur leikari og þótt hann bregði
fyrir sig hjartnæmum ofleik fínnur
maður þó í það minnsta til með
honum, sama má segja um dæt-
umar. Bati Alice á að liggja í
ódrepandi ástum hjónanna, en satt
að segja myndast aldrei nauðsyn-
leg, kærleiksrík spenna á milli
þeirra, ástin liggur ekki í loftinu
hér.
Eftirhreytur meðferðarinnar
eru bitastæðari og verða hér mun
athyglisverðara umfjöllunarefni.
Menn halda sjálfsagt að vanda-
málin séu úr sögunni er áfengis-
meðferð lýkur en / blíðu og stríðu
opnar augu manns fyrir því að
hlutirnir eru ekki svo einfaldir.
Hér verður handritshöfundum þó
enn á í messunni, lokaþátturinn
er eins og úr billegri sápuóperu,
engin stjóm á dramatíkinni sem
kafsiglir að lokum í væmni.
Hollywood hefur í gegnum tíð-
ina gert margar góðar myndir um
áfengis- og eiturlyfjabölið. Minnis-
stæðar myndir sem höfðu mikil
áhrif og hafa enn. Dagar víns og
rósa, sú ágæta mynd, var fíarri
því að vera gallalaus, þó kemst I
blíðu og stríðu ekki í hálfkvisti við
hana. Né The Lost Weekend með
Ray Milland, The Man With the
Golden Arm með Frank Sinatra,
jafnvel Clean and Sobermeð Mich-
ael Keaton, allt eru þetta mun
betri myndir og trúverðugri þar
sem höfundar reyndu að komast
að kjarna málsins og hjörtum
áhorfenda án þess að grípa til
ódýrra tilfínningamála.
Sæbjörn Valdimarsson
ómögulegt að heyra hvaða texta
var verið að syngja og fleiri ágalla
var vart. Að einhveiju leyti verður
að kenna þetta stjómanda, en
einnig hljómburði kirkjunnar, sem
skilar mjög illa hljómsveit og söng
saman. Eftir verk Jóns virkaði
tónlist Hildigunnar nokkuð sund-
urlaus og einhæf, þrátt fyrir til-
raunir í ýmsar áttir og hefði
kannski verið heppilegra að stað-
setja verkið annars staðar í efnis-
skránni.
Einsöngvaramir, Hildigunnur
Halldórsdóttir og Finnur Bjama-
son, stóðu sig vel og Finnur kom
undirrituðum á óvart sem efnileg-
ur einsöngvari.
Sigrún Valgerður Gestsdóttir
hefur fallegan messósópran og
ætti sannarlega erindi í óperuhlut-
verk. Hún fékk það erfíða hlutverk
að syngja Þjóðlagasyrpu Berios.
Sigrún hefur alla burði til að skila
mörgum þessum þjóðlögum mjög
vel og það tókst henni að sýna t.d.
í armenska laginu og einnig í sum-
um ítölsku lögunum. En því miður
keyrðu þau sex hljóðfæri, sem með
henni voru, rödd hennar í kaf,
þannig að oft sást hún syngja án
þess að nokkuð heyrðist á aftasta
bekk a.m.k.
í efnisskrá stendur að Sinfónía
Haydns nr. 26 sé samin undir
áhrifum „Sturm und Drang“-
stefnunnar og samin 1768. Nokk-
uð er þetta kannske vafasöm full-
yrðing, því líklega kynntist Haydn
þeirri stefnu fyrst um eða eftir
1770, en hvað um það. Af 104
sinfóníum Haydns er þessi einna
sjaldnast flutt — vegna innihalds-
ins líklega.
Haydn-sinfóníurnar eru öllum
stjómendum hættulegar og til
þarf kunnáttumikinn og reynslu-
mikill stjómanda svo vel til takist.
En vom ekki þættir sinfóníunnar
fjórir, í stað þriggja, eins og stend-
ur í efnisskrá? Það hefur nú hver
asni getað heyrt, hefði Brahms
líklega svarað.
TONLIST
II1 j ó m p I a t a
BJF: BJÖRN JÖRUNDUR
FRIÐBJÖRNSSON
BJF er fyrsta sólóplata Bjöms
Jörundar Friðbjömssonar. Öll lög
og textar em eftir Bjöm, en honum
tfl aðstoðar á plötunni em Eyþór
Gunnarsson, Sigurður Bjóla,
Þorsteinn Magnússon, Ólafur Hólm
og fleiri. Upptökur fóm fram í
Studio Sýrlandi. Upptöku stýrði
Bjöm Jömndur. Skífan gefur út,
• 42,20 mín., 1.999 kr.
ÞAÐ ÞARF talsverðan kjark til
að senda frá sér hljómplötu með
þeim efnistökum sem Björn Jör-
undur Friðbjörnsson hefur kosið
að beita á sinni fyrstu sólóplötu.
Platan ber þess öll merki að vera
metnaðarfullt verk tónlistar-
manns, sem vill láta taka sig alvar-
lega. Og ég held að Bimi Jömndi
hafi tekist það með þessari plötu.
Platan er sem sagt í „þyngri kant-
inum“, eins og stundum er sagt,
og hún gerir talsverðar kröfur til
hlustandans. Fyrir bragðið verður
hún áleitnari og á vissan hátt
áhugaverðari en ella. Á móti kem-
ur að hún er ekki líkleg til að vera
í hávegum höfð á stöðum þar sem
fólk kemur saman til að fá sér
snúning og Bjöm getur tæplega
búist við að menn eigi eftir að
koma saman á Hótel Islandi eftir
nokkur ár til að hlusta á lögin af
henni í rífandi stemmningu fyrir
smekkfullum sal. En þetta er
spurningin um að velja og hafna
og Björn Jörundur hefur valið
„þrönga veginn“ til að koma hug-
NOKKUR þekkt foriög hafa dregið
mjög úr útgáfu sinni. Þetta gildir
ekki síst um Iðunni og Skuggsjá.
Eins og áður hefur verið getið
kemur ný skáldsaga eftir Vigdísi
Grímsdóttur út hjá Iðunni. Hún
nefnist Grandavegur '7. Engill í
snjónum, ljóðabók Nínu Bjarkar
Ámadóttur, er einnig að koma út
hjá Iðunni.
íslenskar barna- og ungl-
ingabækur hjá Iðunni em Með
bómull í skónum eftir Iðunni
Steinsdóttur, Bara við tvö eftir
Andrés Indriðason og Raggi litli
ogtýndi jólasveinninn eftir Harald
S. Magnússon.
Sorry, mister boss er ævisaga
Þórðar Jónssonar skráð af Róbert
Brimdal. Þórður sem hefur verið
lamaður frá fæðingu bjó í Ródesíu
á óróatímum. Handbækur og
fræðirit era Bærinn vaknar - Saga
Reykjavíkur II eftir Guðjón Frið-
riksson og Indæla Reykjavik,
gönguleiðir um miðbæ Reykjavík-
ur, einnig eftir Guðjón. Sölvi
Sveinsson tekur saman íslenska
málshætti með skýringum og
dæmum, Íslensk-ítölsk orðabók er
eftir Paolo Maria Turchi og Tón-
listarorðabók eftir Terry G. Lacy.
Þýddar skáldsögur koma út eft-
ir John Grisham, Alastair Mac-
Neill (unnin upp úr handriti sem
Alistair MacLean lét eftir sig),
Hammond Innes og Phyllis Á.
Whitney. Þýddar barna- og ungl-
ingabækur era Leynifélagið Sjö
myndum sínum á framfæri og
veita sköpunargleði sinni útrás.
Tónlistin á plötunni er fag-
mannlega unnin, með sýrukenndu
ívafí, og þar fer fremstur í flokki
gítarleikarinn Þorsteinn Magnús-
son, sem sýnir víða afburða góð
tilþrif sem gefa tónlistinni hið rétta
yfirbragð. Sjálfum tekst Bimi
ágætlega upp í túlkun sinni og
hijúf rödd hans fellur vel við texta
og tónlist. Hvað innihald textanna
áhrærir er hér um að ræða sam-
fellt verk, sem gengur út á það
að Guð almáttugur lítur yfír sköp-
unarverk sitt og hefur ýmislegt
við útkomuna að athuga. Þannig
Ieynist í textunum nett ádeila frá
höfundi um að margt megi betur
fara í heiminum. En þótt platan
hafí þannig á sér yfírbragð sam-
fellu, er sjálf tónlistin um margt
saman eftir Enid Blyton, Ég elska
þig — held ég eftir Jane Pitt og
myndabækumar Allt í einu! eftir
Colin McNaughton og Voffí eftir
Jane Hissey.
Vit úr alþýðunni
Skuggsjá gefur út annað bindi
Vestlendmga Lúðvíks Kristjáns-
sonnar í annarri útgáfu. Þetta bindi
fjallar einkum um samskipti Jóns
Sigurðssonar og Vestlendinga.
Sem næst 140 Vestlendingar skrif-
uðust á við Jón. Bréfín skýra orð
Jóns: „Mér fínnst nú allt benda til
þess, að alþýða á íslandi sé það
eina, sem megi fá vit úr og kenna
vit.“
Dimmuborgir er kver með
myndum eftir Þorstein Jósepsson
sem teknar voru sumarið 1943.
Texti er eftir Guðmund Finnboga-
son og Einar Benediktsson.
Erfðaréttur er reyfari eftir Erik
Nerlöe. Brúður gegn vilja sínum
nefnist skáldsaga Barböru Cart-
land að þessu sinni. Draumar ræt-
ast er eftir Else-Marie Nohr.
Lárus hómópati
Ein bók kemur út á almennum
markaði hjá Skerplu. Það er Láras
hómópati eftir Guðrúnu P. Helga-
dóttur, fyrrverandi skólastjóra
Kvennaskólans. Guðrún er dóttur-
dóttir Lárasar, en hann lagði stund
á margt á viðburðaríkri ævi, m.a.
sjómennsku og búskap, en er kunn-
astur fyrir smáskammtalækningar
sínar.
ólík. Þar gætir áhrifa víða að,
þótt óneitanlega beinist hugurinn
æði oft að ýmsum valinkunnum
sýrupoppurum frá því um og eftir
1970. Við fyrstu hlustun þykja
mér lögin Leikföngin, Upprisan
og Handritið best heppnuð, en sú
skoðun kann að breytast á morg-
un. Þetta er nefnilega plata sem
maður verður að gefa sér góðan
tíma til að hlusta á, koma sér
þægilega fyrir í mjúkum sófa, með
gott „sánd“ og svífa á vængjum
hugans inn í heim Björns Jörund-
ar. Svo stendur maður upp, dálítið
ringlaður, eins og í hálfgerðri
vímu, og eftir smá tíma langar
mann til að kasta sér í sófann á
ný og hlusta aftur. Slík tónlist
hlýtur að vera einhvers virði.
Sveinn Guðjónsson
Mömmur
drekka líka
Ragnar Björnsson
Metnaðarfullt verk
BJÖRN Jörundur Friðbjörnsson.
I
i
»
>
>
\
>
>
I
>
>
>
>
>
>
>