Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
PIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 49
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Laugavegurmn
o g breytt ímynd
miðbæjarins
Frá Áma Kr. Einarssyni:
VEGNA þeirrar umræðu sem nú fer
fram um miðbæ Reykjavíkur og þá
sérstaklega um Laugaveginn leyfi
ég mér að fara þess á leit við Morg-
unblaðið að það birti bréf sem ég
hef jafnframt sent forseta borg-
arstjórnar Reykjavíkur.
Breyting til batnaðar
Ég hef unnið á Laugaveginum í
15 ár og búið þar síðustu fjögur ár
og hef því fylgst með breytingunum
sem hafa orðið hér í miðbænum. Ég
fullyrði að þessar breytingar hafa
langflestar verið til góðs. Það er því
sorglegt að verlunareigendur taki
enn og aftur þátt í því armæðutali
sem einkennir umræðu um þennan
bæjarhluta.
Það hafa margir lagt sig fram um
að byggja upp og breyta bæði starf-
semi og ímynd miðbæjarins. Þar
verður að sjálfsögðu að þakka borg-
aryfírvöldum myndarlegt átak í
löngu tímabærri endurnýjun gatna
og alls umhverfis. Nú er hægt að
ganga hreykinn um miðbæ borgar-
innar en minnast þess jafnframt
hversu stutt er síðan að þar var flest
í niðumíðslu og vart talið á vetur
setjandi og því væri best að byggja
„nýjan miðbæ“ annars staðar í borg-
inni.
Kaffihúsin setja skemmtilegan
blæ á miðbæinn
En það hafa fleiri staðið sig vel
en opinberir aðilar. Ein allra
skemmtilegasta breytingin er fjölgun
kaffi- og vínveitingahúsa í miðbæn-
um. Það hljómar aumkunarlega að
heyra kaupmenn leita á náðir borgar-
yfirvalda til að halda „gestgjöfum"
frá góðum verslunarplássum. Það
vita það allir að húsnæði sem nú er
í mikilli notkun frá því snemma
morguns og langt fram á nótt stóð
autt mánuðum og jafnvel áram sam-
an án þess að nokkur verslunarmað-
ur treysti sér til að byggja þar upp
fyrirtæki sem laðaði að sér gangandi
vegfarendur. Það fólk sem fann
breytingu tíðarandans á þakkir skild-
ar fyrir að vekja miðbæinn af sínum
Þyrnirósarsvefni og eyða fjármunum
og vinnutíma í þessa uppbyggingu.
Það er óþolandi að það sé eilíft verið
að hnýta í veitingarekstur í miðborg-
inni og aia á þeirri ímyund að þessum
rekstri fylgi tómur subbuskapur.
Auðvitað verður að taka til og þrífa
svæði sem mörg þúsund manns
ganga um. En það hafa borgaryfir-
völd líka gert, svo og verslunareig-
endur. Það er bara jafn óhjákvæmi-
legt og að halda gluggarúðum sínum
hreinum.
Þær fréttir að nú sé samkeppni
um verslunarpláss í miðbænum era
góðar og og það hlýtur að vera borg-
aryfirvöldum ánægjuefni að sjá þann
árangur af uppbyggingarstarfi sínu
að siegist sé um húsnæði við Lauga-
veginn. Sú samkeppni sem veitinga-
og verlsunarmenn eiga í er af hinu
góða og er vonandi verðmæti lóða
FLESTAR þær breytingar sem
gerðar hafa verið við Laugaveg-
inn hafa verið til góðs.
og húsnæðis aukist. Ef það verður
raunin er kannski von til þess að lít-
il og hrörleg hús verið endurnýjuð
eða rifin og önnur betri byggð í stað-
inn. Slík endumýjun er að verða
mjög aðkallandi að mínu mati.
Samvinna um þrif
Ég er ekki í vafa um að hægt sé
að ná» enn betra samkomulagi við
borgaryfirvöld um hvernig þrifum er
háttað þannig að miðbær Reykjavík-
ur sé þokkalega hreinn þegar árrisul-
ir borgarbúar og aðrir gestir fara á
stjá. Eg tel ennfremur að verslunar-
eigendur og borgaryfírvöld eigi að
sjá sóma sinn í því að gera gang-
andi vegfarendum hærra undir höfði,
t.d. með því að loka Laugaveginum
oftar fyrir bílaumferð. Þá væri gang-
andi fólk í meiri rólegheitum og færi
oftar milli gangstétta á leið sinni upp
eða niður Laugaveginn. Það er ótal
margt sem hægt er að gera ef íhalds-
söm sjónarmið verða ekki sífellt ofan
á og útröluraddir taldar lýsa sjónar-
miðum meirihluta verslunarmanna.
„Ónæði“ ýkt vandamál
Það er reynsla mín að vissulega
sé „ónæði“ af sumum gestum mið-
borgarinnar en ég tel það stórlega
ýkt vandamál. Það fylgja því bæði
kostir og gallar að búa og versla við
Laugveginn en kostirnir eru marg-
faldir miðað við gallana ef fólk lætur
ekki samferðamenn sína fara svona
óstjórnlega í taugarnar á sér.
Með einlægri von um að borgar-
yfirvöld haldi áfram uppbyggingu
miðbæjarins og hafi djörfung til að
styðja frjálslynt og hugmyndaríkt
fólk til áframhaldandi afreka í þágu
fjölbreyttara mannlífs í miðborginni.
ÁRNIKR. EINARSSON,
Laugavegi 18, Reykjavík.
allt þetta frítt geta
Islendingar ekki rek-
ið flugstöð við þenn-
an frívöll með góðu
móti.
Lendingum her-
véla hefur fækkað
mikið undanfarin ár
og svo mun verða á
næstu árum. Spurn-
ingin er, hvenær
segir Bandaríkja-
stjórn stopp.
Þeir hafa viðrað þá hugmynd að
Islendingar tækju þátt í kostnaði við
úthald og rekstur vallarins sem er
sjálfsagt að mínu mati. Því eiga þeir
að vera að eyða fé bandarískra skatt-
borgara í rekstur flugvallar sem þeir
nota minna og minna en áður var.
Svo hirða íslendingar lendingargjöld-
in af borgaralegu flugi.
Hvemig fara nágrannar okkar að,
t.d. Shannon-flugvöllur á írlandi,
Prestvik og Glasgow á Skotlandi,
Heathrow í London,
Kastrup i Danmörku,
Fomebu í Noregi og
fleiri. Ekki er Banda-
ríkjastjóm með frí-
velli á þeim stöðum.
Hvernig fór með
flugvöllinn í Syðri-
Straumfírði á Græn-
landi þegar flugher
Bandaríkjamanna
hætti þar?
Nei, það þarf að leiða hugann að
þessum málum því dollaraflóð banda-
ríska hersins mun minnka og þá
þurfa íslendingar að standa klárir á
því að geta haldið uppi samgöngum
til og frá landinu og rekstur flug-
stöðvar og annarrar þjónustu sem
þarf við alþjóðaflugvöll eins og Kefla-
víkurflugvöll.
Þetta rann svona um hug minn.
SKARPHÉÐINN HINRIK
EINARSSON,
Grænási 1, Njarðvík.
ÞOTUHREIÐRIÐ, við Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar.
Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
r
Svo lengi lærir sem lifir
M) Almennur fræðslufundur
SKÓGRÆKTARFÉLAG
REYKJAWKUR
STOFHAÐ 194S
verður haldinn í Gerðubergi
í kvöld kl. 20.30.
Hörður Kristinsson, forstöðumaður,
Náttúrufræðistofnunar íslands á Akureyri,
sýnir myndir og flytur erindi um
framvindu gróðurs á íslandi.
FONIX RAFTÆKJAKYNNING
Vegna síaukins vöruvals höfum við stækkað og breytt verslun okkar í Hátúninu.
Af þessu tilefni bjóðum við viðskiptavinum okkar að koma og skoða raftækjaúrvalið.
Það er heitt á EMIDE-kaffikönnunni, ískalt EGILS-gos í GRAM-glerhurðarskápnum
og djúpfrystir KJÖRÍS-pinnar í GRAM-frystikistunni. Það er greiðfært í Fönix-húsið
í Hátúninu og næg bílastæði við búðarvegginn.
Við bjóðum aðeins vönduð raftæki frá virtum framleiðendum, sem skara fram úr, hver á sínu
sviði. Og þjónustan í Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur.
Auðvitað erum við með tilboð í gangi, svo þú getir gert virkilega góð kaup. Við veitum drjúgan
afslátt á flestum vörum okkar, allt að 20% á stórum raftækjum og enn meiri, jafnvel allt að 40%
á smærri tækjum, eins og sjá má hér að neðan:
m ASKO
ÞVOTTAVELAR, TAUÞURRKARAR
OG UPPÞVOTTAVÉLAR
ASKO þvottavélarnar, tauþurrkararnir og uppþvottavélarnar eru sænsk
hágæðavara. Takmark ASKO er einfalt: „Aðeins það besta er nógu
gott". Árangurinn er vélar, sem hafa hlotið frábæra dóma í neytenda-
prófunum á kröfuhörðustu mörkuðum Evrópu og Ameríku.
Nú bjóðum við ASKO vélarnar á frábæru verði, t.d. ASKO 10504
þvottavél m/1000 sn. vindingu á kr. 65.540,- stgr.
KÆLISKAPAR, FRYSTISKAPAR
OG FRYSTIKISTUR
Nú kynnum við nýjar gerðir dönsku GRAM kæliskápanna, glæsilegri
en nokkru sinni fyrr. Nýtt útlit, ný innrétting og ný rafeindastýrð hita-
stilling.
Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis, 8 gerðir
frystiskápa og 9 gerðir af frystikistum. Að sjálfsögðu eru öll GRAM
tæki freonfrí.
NILFISK
FÓNIX KYNNIR NYJU NILFISK
GM-RYKSUGURNAR
ára ábyrgö
ÖMENGUÐ GÆÐI
3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er I200W mótor, inndregin snúra
og sogstykkjageymsla. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega
rörlenga'. GM210 að auki 2ja hraða mótor, TURBO-teppasogstykki
með snúningsbursta og nýjan síunarbúnað, svonefnda HEPA-síu, sem
er svo fullkomin, að hún heldur eftir 99,95% rykagna.
Ný NILFISK á frábæru kynningarverði, frá kr. 17.990,-
OTRULEGT
VERÐ
INNBYGGINGAROFNAR OG
HELLUBORÐ (RAF OG GAS)
Frábær tæki á enn betra verði. Fjölmargar gerðir og litir af ofnum, með
eða án blásturs, á verði frá kr. 19.990,-. Helluborð með 2 eða 4
hellum, keramikhelluborð í miklu úrvali, einnig gas- eða gas+raf
helluborð.
Það er þess virði að kanna úrvalið og verðið hjá okkur.
FALLEGAR - VANDAÐAR
‘O-TURBO ELDHÚSVIFTUR
15 gerðir og litir. Venjulegar, hálfinnbyggðar, með útdregnum gler-
hjálmi, hálf-háfformaðar og til innbyggingar í háf.
Verð frá aðeins kr. 6.980,-
LITLU TÆKIN A LAGA VERÐINU
CiiiS'LiÁi^) Kkline euRhs
Ávaxtapressur, borðeldavélar, borðofnar, borðviftur, brauðristar,
brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðar-
ar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hrærivélar, hraðsuðukönnur,
kaffivélar, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssug-
ur, safapressur, samlokugrill, straujárn, vöfflujárn, örbylgjuofnar - og
margt fleira.
Já, Fönix er sannkallaður raftækjamarkaður um þessar mundir. Staðgreiðslu- og magn-
afsláttur. EURO- og VISA-raðgreiðslur til allt að 18 mánaða án útborgunar - og MUNALAN
með 25% útborgun og 3.000,- á mánuði. Frí heimsending - og við fjarlægjum gamla ísskáp-
inn, þvottavélina eða önnur tæki þér að kostnaðarlausu - um leið og við komum með nýja
tækið - glæsilegt, notadrjúgt og'sparneytið - og nú á betra verði en nokkurn tíma fyrr. Við
munum taka vel á móti þér og hlökkum til að sjá þig.
OPIÐ
mánud.-föstud. 9-18
laugard. 10-14
fyrsta
flokks
frá-t-
/rQnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420