Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 49 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Laugavegurmn o g breytt ímynd miðbæjarins Frá Áma Kr. Einarssyni: VEGNA þeirrar umræðu sem nú fer fram um miðbæ Reykjavíkur og þá sérstaklega um Laugaveginn leyfi ég mér að fara þess á leit við Morg- unblaðið að það birti bréf sem ég hef jafnframt sent forseta borg- arstjórnar Reykjavíkur. Breyting til batnaðar Ég hef unnið á Laugaveginum í 15 ár og búið þar síðustu fjögur ár og hef því fylgst með breytingunum sem hafa orðið hér í miðbænum. Ég fullyrði að þessar breytingar hafa langflestar verið til góðs. Það er því sorglegt að verlunareigendur taki enn og aftur þátt í því armæðutali sem einkennir umræðu um þennan bæjarhluta. Það hafa margir lagt sig fram um að byggja upp og breyta bæði starf- semi og ímynd miðbæjarins. Þar verður að sjálfsögðu að þakka borg- aryfírvöldum myndarlegt átak í löngu tímabærri endurnýjun gatna og alls umhverfis. Nú er hægt að ganga hreykinn um miðbæ borgar- innar en minnast þess jafnframt hversu stutt er síðan að þar var flest í niðumíðslu og vart talið á vetur setjandi og því væri best að byggja „nýjan miðbæ“ annars staðar í borg- inni. Kaffihúsin setja skemmtilegan blæ á miðbæinn En það hafa fleiri staðið sig vel en opinberir aðilar. Ein allra skemmtilegasta breytingin er fjölgun kaffi- og vínveitingahúsa í miðbæn- um. Það hljómar aumkunarlega að heyra kaupmenn leita á náðir borgar- yfirvalda til að halda „gestgjöfum" frá góðum verslunarplássum. Það vita það allir að húsnæði sem nú er í mikilli notkun frá því snemma morguns og langt fram á nótt stóð autt mánuðum og jafnvel áram sam- an án þess að nokkur verslunarmað- ur treysti sér til að byggja þar upp fyrirtæki sem laðaði að sér gangandi vegfarendur. Það fólk sem fann breytingu tíðarandans á þakkir skild- ar fyrir að vekja miðbæinn af sínum Þyrnirósarsvefni og eyða fjármunum og vinnutíma í þessa uppbyggingu. Það er óþolandi að það sé eilíft verið að hnýta í veitingarekstur í miðborg- inni og aia á þeirri ímyund að þessum rekstri fylgi tómur subbuskapur. Auðvitað verður að taka til og þrífa svæði sem mörg þúsund manns ganga um. En það hafa borgaryfir- völd líka gert, svo og verslunareig- endur. Það er bara jafn óhjákvæmi- legt og að halda gluggarúðum sínum hreinum. Þær fréttir að nú sé samkeppni um verslunarpláss í miðbænum era góðar og og það hlýtur að vera borg- aryfirvöldum ánægjuefni að sjá þann árangur af uppbyggingarstarfi sínu að siegist sé um húsnæði við Lauga- veginn. Sú samkeppni sem veitinga- og verlsunarmenn eiga í er af hinu góða og er vonandi verðmæti lóða FLESTAR þær breytingar sem gerðar hafa verið við Laugaveg- inn hafa verið til góðs. og húsnæðis aukist. Ef það verður raunin er kannski von til þess að lít- il og hrörleg hús verið endurnýjuð eða rifin og önnur betri byggð í stað- inn. Slík endumýjun er að verða mjög aðkallandi að mínu mati. Samvinna um þrif Ég er ekki í vafa um að hægt sé að ná» enn betra samkomulagi við borgaryfirvöld um hvernig þrifum er háttað þannig að miðbær Reykjavík- ur sé þokkalega hreinn þegar árrisul- ir borgarbúar og aðrir gestir fara á stjá. Eg tel ennfremur að verslunar- eigendur og borgaryfírvöld eigi að sjá sóma sinn í því að gera gang- andi vegfarendum hærra undir höfði, t.d. með því að loka Laugaveginum oftar fyrir bílaumferð. Þá væri gang- andi fólk í meiri rólegheitum og færi oftar milli gangstétta á leið sinni upp eða niður Laugaveginn. Það er ótal margt sem hægt er að gera ef íhalds- söm sjónarmið verða ekki sífellt ofan á og útröluraddir taldar lýsa sjónar- miðum meirihluta verslunarmanna. „Ónæði“ ýkt vandamál Það er reynsla mín að vissulega sé „ónæði“ af sumum gestum mið- borgarinnar en ég tel það stórlega ýkt vandamál. Það fylgja því bæði kostir og gallar að búa og versla við Laugveginn en kostirnir eru marg- faldir miðað við gallana ef fólk lætur ekki samferðamenn sína fara svona óstjórnlega í taugarnar á sér. Með einlægri von um að borgar- yfirvöld haldi áfram uppbyggingu miðbæjarins og hafi djörfung til að styðja frjálslynt og hugmyndaríkt fólk til áframhaldandi afreka í þágu fjölbreyttara mannlífs í miðborginni. ÁRNIKR. EINARSSON, Laugavegi 18, Reykjavík. allt þetta frítt geta Islendingar ekki rek- ið flugstöð við þenn- an frívöll með góðu móti. Lendingum her- véla hefur fækkað mikið undanfarin ár og svo mun verða á næstu árum. Spurn- ingin er, hvenær segir Bandaríkja- stjórn stopp. Þeir hafa viðrað þá hugmynd að Islendingar tækju þátt í kostnaði við úthald og rekstur vallarins sem er sjálfsagt að mínu mati. Því eiga þeir að vera að eyða fé bandarískra skatt- borgara í rekstur flugvallar sem þeir nota minna og minna en áður var. Svo hirða íslendingar lendingargjöld- in af borgaralegu flugi. Hvemig fara nágrannar okkar að, t.d. Shannon-flugvöllur á írlandi, Prestvik og Glasgow á Skotlandi, Heathrow í London, Kastrup i Danmörku, Fomebu í Noregi og fleiri. Ekki er Banda- ríkjastjóm með frí- velli á þeim stöðum. Hvernig fór með flugvöllinn í Syðri- Straumfírði á Græn- landi þegar flugher Bandaríkjamanna hætti þar? Nei, það þarf að leiða hugann að þessum málum því dollaraflóð banda- ríska hersins mun minnka og þá þurfa íslendingar að standa klárir á því að geta haldið uppi samgöngum til og frá landinu og rekstur flug- stöðvar og annarrar þjónustu sem þarf við alþjóðaflugvöll eins og Kefla- víkurflugvöll. Þetta rann svona um hug minn. SKARPHÉÐINN HINRIK EINARSSON, Grænási 1, Njarðvík. ÞOTUHREIÐRIÐ, við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. r Svo lengi lærir sem lifir M) Almennur fræðslufundur SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAWKUR STOFHAÐ 194S verður haldinn í Gerðubergi í kvöld kl. 20.30. Hörður Kristinsson, forstöðumaður, Náttúrufræðistofnunar íslands á Akureyri, sýnir myndir og flytur erindi um framvindu gróðurs á íslandi. FONIX RAFTÆKJAKYNNING Vegna síaukins vöruvals höfum við stækkað og breytt verslun okkar í Hátúninu. Af þessu tilefni bjóðum við viðskiptavinum okkar að koma og skoða raftækjaúrvalið. Það er heitt á EMIDE-kaffikönnunni, ískalt EGILS-gos í GRAM-glerhurðarskápnum og djúpfrystir KJÖRÍS-pinnar í GRAM-frystikistunni. Það er greiðfært í Fönix-húsið í Hátúninu og næg bílastæði við búðarvegginn. Við bjóðum aðeins vönduð raftæki frá virtum framleiðendum, sem skara fram úr, hver á sínu sviði. Og þjónustan í Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Auðvitað erum við með tilboð í gangi, svo þú getir gert virkilega góð kaup. Við veitum drjúgan afslátt á flestum vörum okkar, allt að 20% á stórum raftækjum og enn meiri, jafnvel allt að 40% á smærri tækjum, eins og sjá má hér að neðan: m ASKO ÞVOTTAVELAR, TAUÞURRKARAR OG UPPÞVOTTAVÉLAR ASKO þvottavélarnar, tauþurrkararnir og uppþvottavélarnar eru sænsk hágæðavara. Takmark ASKO er einfalt: „Aðeins það besta er nógu gott". Árangurinn er vélar, sem hafa hlotið frábæra dóma í neytenda- prófunum á kröfuhörðustu mörkuðum Evrópu og Ameríku. Nú bjóðum við ASKO vélarnar á frábæru verði, t.d. ASKO 10504 þvottavél m/1000 sn. vindingu á kr. 65.540,- stgr. KÆLISKAPAR, FRYSTISKAPAR OG FRYSTIKISTUR Nú kynnum við nýjar gerðir dönsku GRAM kæliskápanna, glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Nýtt útlit, ný innrétting og ný rafeindastýrð hita- stilling. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis, 8 gerðir frystiskápa og 9 gerðir af frystikistum. Að sjálfsögðu eru öll GRAM tæki freonfrí. NILFISK FÓNIX KYNNIR NYJU NILFISK GM-RYKSUGURNAR ára ábyrgö ÖMENGUÐ GÆÐI 3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er I200W mótor, inndregin snúra og sogstykkjageymsla. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlenga'. GM210 að auki 2ja hraða mótor, TURBO-teppasogstykki með snúningsbursta og nýjan síunarbúnað, svonefnda HEPA-síu, sem er svo fullkomin, að hún heldur eftir 99,95% rykagna. Ný NILFISK á frábæru kynningarverði, frá kr. 17.990,- OTRULEGT VERÐ INNBYGGINGAROFNAR OG HELLUBORÐ (RAF OG GAS) Frábær tæki á enn betra verði. Fjölmargar gerðir og litir af ofnum, með eða án blásturs, á verði frá kr. 19.990,-. Helluborð með 2 eða 4 hellum, keramikhelluborð í miklu úrvali, einnig gas- eða gas+raf helluborð. Það er þess virði að kanna úrvalið og verðið hjá okkur. FALLEGAR - VANDAÐAR ‘O-TURBO ELDHÚSVIFTUR 15 gerðir og litir. Venjulegar, hálfinnbyggðar, með útdregnum gler- hjálmi, hálf-háfformaðar og til innbyggingar í háf. Verð frá aðeins kr. 6.980,- LITLU TÆKIN A LAGA VERÐINU CiiiS'LiÁi^) Kkline euRhs Ávaxtapressur, borðeldavélar, borðofnar, borðviftur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðar- ar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hrærivélar, hraðsuðukönnur, kaffivélar, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssug- ur, safapressur, samlokugrill, straujárn, vöfflujárn, örbylgjuofnar - og margt fleira. Já, Fönix er sannkallaður raftækjamarkaður um þessar mundir. Staðgreiðslu- og magn- afsláttur. EURO- og VISA-raðgreiðslur til allt að 18 mánaða án útborgunar - og MUNALAN með 25% útborgun og 3.000,- á mánuði. Frí heimsending - og við fjarlægjum gamla ísskáp- inn, þvottavélina eða önnur tæki þér að kostnaðarlausu - um leið og við komum með nýja tækið - glæsilegt, notadrjúgt og'sparneytið - og nú á betra verði en nokkurn tíma fyrr. Við munum taka vel á móti þér og hlökkum til að sjá þig. OPIÐ mánud.-föstud. 9-18 laugard. 10-14 fyrsta flokks frá-t- /rQnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.