Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUGl YSINGAR
Plötusmiðir
Vana plötusmiði vantar í nýsmíði.
Þurfa að vera vanir smíði úr ryðfríu stáli og áli.
Upplýsingar í síma 92-67200,
Haraldur eða Kjartan.
Brunnarhf.,
Grindavík.
i SVÆÐISSKRIFSTOFA
MÁLEFNA FATLAÐRA,
REYKJAVÍK
8QCB
Lausar stöður
Staða þroskaþjálfa og staða meðferðarfull-
trúa á sambýli fyrir fjölfatlaða unglinga eru
lausar til umsóknar nú þegar.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður
í síma 31188.
Upplýsingar um fyrri störf og menntun berist
til Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, Nóatúni 17,
105 Reykjavík, fyrir 14. nóvember nk.
IÐSTÖÐ
FÓLKS í ATVINNULEIT
Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870880.
Adagskrá:
„Atvinnuleysið, atlaga að heilsu
okkar!“
Fjarvistir og vinnuharka á Islandi?
Ólafur Ólafsson, landlæknir, Sigurbjörn
Sveinsson, formaður Félags íslenzkra heimil-
islækna, og Ásta Möller, formaður Félags
íslenzkra hjúkrunarfræðinga, á Opnu húsi
Miðstöðvarinnar í safnaðarheimili Hallgríms-
kirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20-22.
Mætið!
Ókeypis skráning í íþróttatíma á dagtíma í
Miðstöðinni.
Miðstöðin er vettvangur sem fólk getur nýtt
sér og leitað til. Þar er boðið upp á ráðgjöf
og liðsinni.
Miðstöðin er opin alla jafna á venjulegum
vinnutíma.
Lyfjatæknir eða
vanur starfskraftur
Lyfjatæknir eða vanur starfskraftur óskast til
starfa í Mosfells Apóteki.
Viðkomandi þarf að geta hafið starf sem fyrst.
í boði er 60°/o starf við almenn afgreiðslustörf
og vörufrágang á rúmgóðum og björtum
vinnustað.
Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja
tölvukunnáttu, en það er þó ekki skilyrði.
Umsóknir, ásamt meðmælum og upplýsing-
um um fyrri störf, skulu sendar Mosfells
Apóteki, Þverholti 3, 270 Mosfellsbæ,
fyrir 20. nóvember nk.
fWníttgnmMaMfo
- kjarni málsins!
TIL SÖLU
Silkiprentvél til sölu
Prentar á sívala hluti upp að 80 millimetrum.
Þeir, sem áhuga hafa, vinsamlega leggi nafn
og símanúmer inn á afgreiðslu Mbl., merkt:
„Silki - 10780“.
Til sölu úr þrotabúi
Hagvirkis-Kletts hf.
í dag, fimmtudaginn 10. nóvember 1994,
milli kl. 10 og 17 verður í Skútahrauni 2,
Hafnarfirði, sala á ýmsum tækjum og áhöld-
um úr þrotabúi Hagvirkis-Kletts hf. Til sölu
m.a. skrifstofubúnaður, fólksbifreiðar, vöru-
bifreiðar, verkfæri, ýmis tæki o.m.fl.
Allar sölur miðast við staðgreiðslu og núver-
andi ástand hins selda. Engin ábyrgð tekin
á hinu selda af hálfu þrotabúsins.
Skiptastjórar.
Háskólanám íMexíkó
Háskólinn í Guadalajara í Mexíkó vekur at-
hygli á fjölbreyttu úrvali spænskunámskeiða,
auk námskeiða íýmsum greinum hugvísinda,
fyrirerlenda námsmenn. Háskólinn býðureinn-
ig almennt háskólanám á mörgum sviðum.
Þeim, sem óska nánari upplýsinga, er bent
á að senda símbréf beint til Háskólans í
Guadalajara.
University of Guadalajara,
Foreign Student Study Center,
A.P. 1-2130,
44100 Guadaiajara, Jal.
Mexico.
Telefax: 9052-3-653 0040.
Aðalfundur
Framhaldsaðalfundur Skipasmíðastöðvar-
innar Drafnar hf. verður haldinn í veitinga-
húsinu Gafl-lnn, Dalshrauni 13, Hafnarfirði,
laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00.
Dagskrá:
Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins.
Stjórnin.
AUGLYSINGAR
Fákskonur ath.
Aðalfundur kvennadeildar Fáks verður haldinn
í kvöld í félagsheimili Fáks og hefst kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Karlar gegn ofbeldi
Karlanefnd Jafnréttisráðs heldur ráðstefnu í
Norræna húsinu laugardaginn 12. nóvember
kl. 10.00-15.00.
Ráðstefnustjórar: Sigurður Snævarr og
Hjörleifur Sveinbjörnsson.
DAGSKRÁ:
10.00 Setning - Lára V. Júlíusdóttir,
formaður Jafnréttisráðs.
10.05 Ávarp félagsmálaráðherra,
Guðmundar Árna Stefánssonar.
10.10 Sálfræðileg einkenni og meðferð
ofbeldismanna.
(The psychology and treatment of
the male batterer).
Marius Rákil, sálfræðingur hjá
' „Alternativ mot vold“ í Ósló.
10.40 Kreppa karlmannsins.
Sr. Bragi Skúlason.
10.55 Löggæslan og orsök ofbeldis.
Ómar Smári Armannsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn.
11.15 Er hægt að hjálpa ofbeldismönnum?
(Can batterers be helped?)
Heidi Greenfield, félagsráðgjafi.
11.45 Fyrirspurnir.
12.00 Hádegishlé.
13.00 ,,Ég er enginn ofbeldismaður."
Asþór Ragnarsson og
Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingar.
13.15 Nauðsynlegar lagabreytingar.
Tryggvi Agnarsson, hdl.
13.30 „Samviskan og ég.“
Karl Ágúst Úlfsson, leikari.
13.45 Pallborðsumræður og fyrirspurnir.
Stjórnandi: Stefán Jón Hafstein,
fjölmiðlafræðingur.
15.00 Ráðstefnuslit.
Sigurður Svavarsson,
formaður karlanefndar.
Þátttaka tilkynnist til Skrifstofu jafnréttis-
mála í síma 27420.
Þátttökugjald er kr. 1.000, kaffi innifalið.
Aðalfundur
Dýraverndunarfélags Reykjavíkur
verður haldinn á Fjölnisvegi 16, Reykjavík,
fimmtudaginn 17. nóvember kl. 16.00.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
SALON VEH
Hármódel óskast
Mánudagana 14. og 21. nóvember mun Elsa
Haraldsdóttir vera með námskeið í öllu því
nýjasta í klippingum, háralitun og liðun.
Vonast er eftir hressum stúlkum sem vilja
breytingu og er þeim bent á að mæta á
SALON VEH í Glæsibæ föstudaginn
11. nóvember kl. 18.30.
Viltu eiga ógleymanlegt
ævintýraár sem ASSE-
skiptinemi í
Bandaríkjunum, ensku- eða frönskumælandi
Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Þýskalandi,
Frakklandi, Hollandi, Bretlandi, Portúgal,
Mexíkó, Japan eða á Norðurlöndunum?
Ef þú ert fæddur '77, ’78 eða ’79
og hefur opinn og jákvæðan huga, langar
að læra tungumál, hefur kjark til að takast
á við hið ókunna, hefur áhuga á öðrum þjóð-
um og menningu þeirra, getur þú sótt um
að gerast skiptinemi.
Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember nk.
Hafðu sem fyrst samband við
INTEBNATIONAL STUDErsJT EXCHANGE PROGRAMS
Lækjargötu 3 (Skólastrætismegin),
101 Reykjavík, ísíma 91-621455.
Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 13-17.