Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 43
MINIMINGAR
ÞORÐUR MA TTHIAS
JÓHANNESSON
+ Þórður Matthías Jóhannes-
son fæddist á Neðri-Lág i
Eyrarsveit 10. febrúar 1907.
Hann lést á Landspítalanum 13.
október síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Neskirkju 20.
október.
MISSIR Þórðar M. Jóhannessonar
nær til útlanda. Engin nema Guð
veit hve margir erlendir sjómenn
og ferðamenn hafa frelsast fyrir
trú á Jesúm Krist vegna vitnisburð-
ar Þórðar. En þetta mun opinbe-
rast á dómsdeginum mikla, þegar
Þórður kemur fram fyrir Drottin
sinn með gulli og silfri, eða senni-
legra með gulli og gulli.
Það sem einkenndi Þórð var hóg-
værðin. Hógværð Krists skein úr
þessum lítilláta manni og sagði sína
sögu um hann. Hann þekkti Drott-
in sinn í raun og veru. Sumir þjóna
Guði aðeins í orði en Þórður til
orðs og æðis. Hvert sem hann fór
var hann ákveðinn í því að mikla
frelsarann:
Grandagarður: Þórður vitnar
fyrir gestum í kaffíhúsinu. Hann
talar, syngur og spilar á gítar.
Ægisgarður: Þórður fer um borð.í
togara með málgagn kristilega sjó-
mannafélagsins, „Vin sjómanns-
ins“, og önnur kristileg rit til þess
að gefa heldur en að selja. Sætún:
Þórður keyrir hægt meðfram fjör-
unni leitandi að manni sem hótaði
að fyrirfara sér á þeim vettvangi.
Sundahöfn: Þórður biður bryta um
leyfi til að fá aðeins að komast inn
í matskal skipsins þar sem hann
talar við hvern sem vill hlusta um
fagnaðarerindið. Hann spilar segul-
band á rússnesku við landgöngubrú
Maxims Gorkys. Hann talar á
ensku eða þýsku eða jafnvel á lat-
ínu við erlenda ferðamenn.
Þannig var Þórður í essinu sínu
sem trúboði kristilega sjómannafé-
lagsins. Ásamt annarri trúarhetju,
Sigurði Guðmundssyni heitnum,
vann hann sem máttarstólpi félags-
ins. Samstarf þeirra tveggja á fyrr-
verandi skrifstofu félagsins við
Vesturgötu 19 var einstætt dæmi.
Boðun fagnaðarerindisins handa
sálinni fór hönd í hönd með marg-
víslegri þjónustu handa líkaman-
um.
Þórður var bræðrasafnaðarmað-
ur að trú. Hann fylgdi kenningum
Bretans J.N. Darby, Bandríkja-
mannsins C.I. Scofield og annarra
slíkra manna sem voru allir óháðir
mótmælendur. Fylgismenn Darby
hlutu viðurnefnið „Plymouth
Brethren" og einn þeirra, William
Sloan að nafni, tók þessa trú frá
Skotlandi til Færeyja. í Færeyjum
hlutu þeir viðurnefnið „baptistar"
jafnvel þótt þeir séu frábrugðnir
baptistum víða um heim. Að lokum
komu bæði Færeyingar og Bretinn
Arthur Gook með trúna til íslands.
Þórður naut samfélags við alla
kristna menn úr öllum söfnuðum
um leið og hann mætti stöðugt og
dyggilega á samkomur Elím við
Grettisgötu 62. Þar var hann leið-
andi ljós meðal bræðra sinna, sem
hann elskaði með kærleika Krists.
Það var heiður að fá að hlusta á
vitnisburð hans. Hann fer þýður
fram og stígur treglega upp á pall-
inn til þess að halda ræðu þar sem
hann hrósar sér af engu nema
krossi Krists. Síðan spilar hann á
gítar og syngur lofsöng.
Fálkagata 10, efri hæð, var í
senn heimili, hæli, samkomustaður,
bænastaður, sunnudagaskóli, trú-
boðabækistöð og sjómannaskrif-
stofa. Hún var því borg sem á fjalli
stendur og fær ekki dulist.
Þórður var ekki aðeins gestrisinn
heldur einnig elskaði hann náunga
sinn með þvl að veita skjól þeim
sem voru í nauðum staddir. Hann
tók gesti frá Indlandi að sér og
styrkti trúboða í nágrenni Madras.
Hann hélt bænastund kl. 19 á
næstum hverju kvöldi og ýmsar
kristilegar samkomur áttu sér þar
stað. Heimili hans var skreytt
myndum af biblíuversum, aðallega
á íslensku, færeysku og ensku.
Mynd af Bjarna bróður hékk á
veggnum sem viðeigandi tákn stað-
arins.
Þórður fór einu sinni til Indlands
og nokkrum sinnum til Færeyja.
Hann skrapp oft út á land og hvort
sem hann talaði í Duggunni í Þor-
lákshöfn áður en .hann hélt áleiðis
til Vestmannaeyja með Heijólfi eða
veitti Boga Péturssyni aðstoð með-
al unglinga við Ástjörn í Öxarfirði
var hann sífellt í verki Drottins.
Og einmitt þar við Ástjöm
kvaddi ég hann í hinsta sinn í fyrra-
sumar, þann kæra trúbróður sem
ég hafði kynnst árið 1973, eða fyr-
ir tuttugu árum.
Ekkert þarf ég að biðja góðan
Guð um að fá Þórði bústað, af því
að „hver sá sem ákallar nafn Drott-
ins mun hólpinn verða“. En um
tvennt dirfist ég samt að biðja.
Annað að ég mætti fá að öðlast
þó væri aðeins smábrot af kærleika
Þórðar. Hitt, að þegar ég fer heim
til Drottins fyrir náð, dimmi aðeins
augnablik dýrðarljóminn kringum
hásætið til þess að ég mætti
skyggnast eftir Þórði í faðmi frels-
arans.
Philip Ridler,
Banbury, Englandi.
Jóhann í úrslit í París
SKAK
París 10. — 13. nóv.
Atskákmót PCA og Intel
Meistaramót Hellis
Haustmót Skákfélags
Akureyrar
JÓHANN Hjartarson varð í
fimmta sæti á undanrásamóti At-
vinnumannasamtakanna PCA í
Megeve í Frönsku ölpunum sem lauk
á mánudag. Þar með er Jóhann kom-
inn í 16 manna útsláttarmót PCA
og Intel í atskák sem hefst í París
í dag. Jóhann hreppti síðasta úrslita-
sætið með því að sigra Nigel Short
í næstsíðustu umferð og Peter Leko,
yngsta stórmeistara heims, í þeirri
síðustu. Margir sterkustu skákmenn
heims tefla í París, þ. á m. þeir Gary
Kasparov, Anand, ívantsjúk, Kramn-
ik og Adams.
Eins og oft vill verða í atskákinni
urðu úrslitin býsna óvænt og þekkt-
ustu stórmeistararnir á undanrása-
mótinu komust ekki áfram. Úrslit
urðu þessi:
1—2. Arbakov, Rússlandi 8V2 v.
1—2. Smlrin, Israel 8'/2 v.
3—5. Tkaciev, Kazakstan 8 v.
3—5. Milov, ísrael 8 v.
3—5. Jóhann Hjartarson 8 v.
6—13. G. Georgadze, Georgíu 7'/2 v.
6—13. Gofstein, ísrael 7'/2 v.
6—13. Sadler, Englandi 7'/2 v.
6—13. M. Gurevich, Belgíu 7'/2 v.
6—13. Nenashev, Úsbekistan 7'h v.
6—13. Ehlvest, Eistlandi 7'/2 v.
6—13. Azmaiparasvíli, Georgíu 7'/2 v.
6—13. Malanjuk, Úkraínu Vh v.
t
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR ÓLAFSSOIM SIGURÐSSON,
Hjallabraut 33,
áður Hraunkambi 8,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn 8. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Vilhelmína D. Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Útför
DANÍELS BRANDSSONAR
frá Fróðastöðum,
fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00.
Jarðsett verður í Síðumúlakirkjugarði.
Bílferð verður frá BSl' kl. 11.00.
Unnur Pálsdóttir,
dætur, tengdasynir og barnabörn.
t
ÞORGEIR SIGURÐSSON
trésmiður
frá Hólmavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. nóvember
kl. 15.00.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur
samúð við fráfall og útför
JÓNS PÉTURSSONAR
EINARSSONAR,
Bústaðavegi 105,
og heiðruðu minningu hans.
Sigfríður Georgsdóttir,
Ottó E. Jónsson,
Örn S. Jónsson,
Baldur Jónsson,
Jón Jónsson,
Pétur Jónsson,
Laufey Jónsdóttir,
Emilía G. Jónsdóttir,
Ólafur Jónsson,
RagnarJónsson,
Guðleif Andrésdóttir,
Friðbjörg Haraldsdóttir,
Guðrún HalWórsdóttir,
Guðrún Sveinsdóttir,
Edda G. Guðmundsdóttir,
Eysteinn Nikulásson,
Einar Ólafsson,
Kristín Guðmundsdóttir,
Kristín Hannesdóttir,
14-18. Van Wely, Hollandi 7 v.
14—18. Leko, Ungveijalandi 7 v.
14—18. Savchenko, Rússlandi 7 v.
14—18. Sakajev, Rússlandi 7 v.
14—18. Dorfman, Frakklandi 7 v.
Nigel Short, áskorandi Kasparovs
í fyrra, hlaut aðeins 6'/2 vinning.
Hannes Hlífar Stefánsson var í hópi
þeirra sem hlutu 6 v. Alls tóku 40
stórmeistarar þátt á mótinu.
Það kom ekkert annað til greina
en sigur í skák þeirra Shorts og Jó-
hanns í næstsíðustu umferð. Short
hafði hvítt og byijunin var undarleg,
1. e4 — c5 2. Rf3 — a6 (Jóhann fetar
í fótspor Friðriks gegn Keresi í Bled
1959, en þá svaraði Keres með 3.
d4 og tapaði) 3. c3! — e6 4. d4 — d5
5. e5 og nú er Jóhann lentur úti í
fremur slæmri útgáfu af franskri
vöm. En Short hélt illa á spöðunum
og upp kom þessi staða:
Svart: Jóhann Hjartarson
Hvítt: Nigel Short
1. Re3?! - Hg5 2. Be2 - f4 3. Bb5
- Dd8 4. gxf4 - Rxf4 5. Db4 -
Rh3 6. Hfl - Dg8? 7. Dbl??
7. Del var eini leikurinn.
7. — Hgl+! og Short gafst upp því
hann er mát eftir 8. Hxgl — Rxf2.
Meistaramót Hellis
Tefldar hafa verið fimm umferðir
af sex á mótinu. Staðan fyrir síðustu
umferð er þessi:
1—3. Þröstur Þórhallsson 4 v.
1—3. Tómas Björnsson 4 v.
1—3. Hrannar Baldursson 4 v.
4—7. Jón Garðar Viðarsson 3'/2 v.
4—7. Sævar Bjarnason 3'/2 v.
4—7. Davíð Ólafsson 3'/2 v.
4—7. Gunnar Gunnarsson 3'h v.
8—11. Andri Áss Grétarsson 3 v.
8—11. Kristján Eðvarðsson 3 v.
8—11. Gunnar Bjömsson 3 v.
8—11. Gunnar Nikulásson 3 v.
Þröstur hefur orðið að láta sér
nægja jafntefli við Jón Garðar og
Tómas í tveimur síðustu umferð.
Hrannar Baldursson vann Jón Garð-
ar mjög óvænt og mætir Þresti í síð-
ustu umferð, en Tómas teflir við Jón
Garðar.
Einstefna á haustmóti SA
Rúnar Sigurpálsson hefur unnið
sjö fyrstu skákir sínar á Haustmóti
Skákfélags Akureyrar. Á þriðju-
dagskvöldið vann hann Siguijón
Sigurbjömsson og tryggði. sér þar
með sigur á mótinu, þótt ein umferð
sé eftir. Staða efstu manna:
1. Rúnar Sigurpáisson 7 v.
2. Siguijón Sigurbjömsson 5'/2 v.
3. Guðmundur Daðason 4'/2 v.
4. Gestur Einarsson 3V2 v.
Rúnar og Gestur tefla í síðustu
umferð.
Margeir Pétursson
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR J. BRIEM.
Soffía Briem,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför bróður okkar, mágs og frænda,
ARNALDARÁRNASONAR,
Aðalgötu 3,
Stykkishólmi.
Ingvi Árnason, Anna Vigfúsdóttir,
Sveinn Árnason,
Reginn Árnason, Málfríður Jónsdóttir,
Guðríður Tryggvadóttir
og bræðrabörn.
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við fráfall og útför
INGIBJARGAR
HALLDÓRSDÓTTUR,
Mjóuhlíð 10,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Ingólfsdóttir, Ásta Sigurðardóttir,
Sigurlaug Ingólfsdóttir, Ragnar Steinbergsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
MARÍUSAR JÓNSSONAR
vélstjóra,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Stýrimannastíg 13,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki
og læknum á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Inga Maríusdóttir, Jón Alfreðsson,
Óskar Maríusson, Kristbjörg Þórhallsdóttir,
Steinunn Maríusdóttir, Sæþór Skarphéðinsson,
Maria Maríusdóttir, Guðbrandur Jónsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.