Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJANA BRYNDÍS DA VÍÐSDÓTTIR + Kristjana Bryndís Dav- íðsdóttir fæddist 21. ágúst 1913 á Þórshöfn á Langa- nesi. Hún lést í Reykjavík 1. nóvember síðast- Iiðinn. Foreldrar hennar voru þau Halldóra Arnljóts- dóttir, Ólafssonar, prests og alþingis- manns á Sauðanesi og Davíð Kristjáns- son, Jónssonar hót- elhaldara á Seyðis- firði. Davíð var verslunarstjóri á Þórshöfn en rak síðar verslun á Skólavörðu- stíg 13 í Reykjavík. Systkini Kristjönu Bryndísar voru: Mar- grét, gift Hjalta Björnssyni, stórkaupmanni, Arnljótur, starfsmaður Olíuverzlunar ís- lands, kvæntur Ágústu Maríu Figved, Hólmfríður, gift Helga Elíassyni, fræðslumálastjóra, Snæfríð, gift Þorsteini Egilson, tryggingamanni og Þorsteinn, kaupmaður, kvæntur Guðnýju Amadóttur. Einungis tvö yngstu systkinin eru enn á lífi. Bryndís giftist ekki og eignað- ist ekki böm. Hún sá um heim- ili foreldra sinna þar til þau létust en eftir það starfaði hún lengst af hjá Afengis- og tób- aksverslun ríkisins. Útför Bryndísar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag. ÞEGAR lítil stúlka var að reyna að kalla myndina af guði fram í huga sér leitaði hún fyrirmynda úr heim- inum í kringum sig. Skyndilega staðnæmdist hugurinn við ásýnd dökkhærðrar, brúneygrar móður- systur. Einhvern veginn þannig hlaut hann að vera, blíður og hlýr, hafinn yfir óþarfa ver- aldarvafstur og um- burðarlyndur gagnvart yfirsjónum barna. Það er þessi ljúfa minning sem mér er efst í huga þegar ég kveð Bryndísi frænku mína. Kristjana Bryndís sem við ættingjamir kölluðum alltaf Biddí ólst upp við góð kjör í hópi glaðværra systk- ina þar til heimskrepp- an rauf djúpt skarð í efnahaginn. Þá var haldið suður til Reykja- víkur þar sem Davíð stofnaði verslun á Skólavörðustíg 13 en fjölskyldan settist að í lítilli íbúð á efri hæð hússins. Þótt Bryn- dís væri komin á unglingsár var alltaf talað um „heima á Þórshöfn" og minningamar þaðan vom fagrar og hugstæðar. Okkur systkinunum gaf hún hlutdeild í þessum minning- um með því að segja okkur ótal sögur úr litla þorpinu þar sem mið- nætursólin dansaði á haffletinum á sumrin en öldumar hrifsuðu til sín menn af litlum bátskeljum í aftaka- veðmm á vetri. Þessar sögur kunni hún að segja af þvílíkri list að litlum hlustanda hitnaði og kólnaði á víxl. Það var bjart yfir haffletinum á Skólavörðustíg 13 og ekki átti Bryndís síst hlut að því. Systkini hennar giftust snemma og stofnuðu heimili en í hennar hlut kom að sjá um foreldra sína þegar ellin færðist yfír og taka á móti stórfjölskyld- unni og vinum þegar þörf krafði. Og þar var oft giatt á hjalla, tekið í spil, bomar fram veitingar og sagðar sögur. Margir í fjölskyldunni höfðu góða frásagnargáfu en þar tók Bryndís flestum fram. Hún hafði hárfínt auga fyrir því skop- lega í tilvemnni og kom því til skila á óviðjafnanlegan hátt en einungis í sínum hópi. Meðal ókunnugra var + Bróðir okkar, ÞORVARÐUR BJARNASON, Hörgsdal á Sfðu, sem andaðist 3. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Prest- bakkakirkju 12. nóvember kl. 14.00. Systkini hins látna. + Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR E. JÓNSDÓTTIR (frá Gróf), Hjallabraut 33, Hafnarfirðí, lóst í St. Jósepsspítala 8. nóvember sl. Hörður Sigursteinsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Jóna Sigursteinsdóttir, Jón Ingi Sigursteinsson, Kristfn Kristjónsdóttlr, Brynja S. Johansen, TorJohansen, Bjarni Sigursteinsson, Sigurlaug Guðjónsdóttir, Rúnar Sigursteinsson, Jóna Knútsdóttir, Einar Sígursteinsson, Elfn Kristófersdóttir, barnabörn og barnábarnabörn. hún dul og fáskiptin. Okkur hin gat hún gert máttlaus af hlátri, ekki síst Halldóm, móður sína, og ég sé hana ömmu fyrir mér, prúðbúna í stólnum sínum, með tárin rennandi niður kinnamar út af glensinu í Bryndísi. Það urðu mikil umskipti í lífi Bryndísar þegar foreldrar hennar féllu frá með stuttu millibili seint á 6. áratugnum. Búðinni hans afa hafði verið lokað nokkm áður og nú var heimilið leyst upp. Bryndís fluttist fljótlega í íbúð í húsi Þor- steins bróður síns og Guðnýjar Árnadóttur konu hans og dreif sig út á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn, tæplega fimmtug að aldri. Það kom okkur á óvart hversu fljótt hún aðlagaðist þessum breyttu lífshátt- um, en þar naut hún stuðnings systkina sinna og maka þeirra því að alltaf var hún aufúsugestur hjá þeim og okkur systkinabömunum. Hún hélt lengi þeim sið af Skóla- vörðustígnum að bjóða í kaffí og þá var dekkað með sparistellinu og silfurborðbúnaðinum frá Þórshöfn. Hún las mikið, einungis góðar bæk- ur, ferðaðist með fjölskyldu og vin- um til útlanda og naut lífsins á sinn hátt á meðan henni entist heilsa. Hún hafði tiginmannlegt yfírbragð og hjúkmnarkonurnar sem önnuð- ust hana að leiðarlokum kölluðu hana stundum hefðarkonuna. Hún var frá fyrstu tíð náinn vin- ur okkar systkinanna og kunni vel að meta prakkarasögur sem við þorðum varla að segja heima hjá okkur. Á sama hátt varð hún vinur bamanna okkar og kallaði fram elskulegar tilfinningar hjá þeim. Þess varð ekki síst vart þegar ellin sótti að henni og henni var orðið stirt um mál því að ekki var við annað komandi af þeirra hálfu en að hún sækti fjölskylduveislur og héldi með okkur hátíðir. Og þó að þrekið Qaraði smám saman út var alltaf blikið í brúnum augum henn- ar, blik góðmennsku og glettni. Ég hef stundum velt því fyrir mér, hvort Bryndís hefði ekki átt skilið stærri landvinninga á þessari jörð — hvort hún hefði ekki notið sín í hlutverki eiginkonu og móður eða getað nýtt eiginleika sína til mikilvægari starfa í samfélaginu en raun bar vitni. Við töluðum aldrei um það og mér er nær að halda að hún hafí verið sátt við hlutskipti sitt. Hún heyrðist að minnsta kosti aldrei kvarta. Það eina sem hún hafði áhyggjur af var að hún þyrfti að lifa öll systkini sín. Við því var henni hlíft. í fallegri dæmisögu segir: Yfír litlu varst trúr. Yfír mikið mun ég ERFIDRYKKJUR dk____ P E R L A N sími 620200 Erfidrykkjur Glíesilcg kalfi- lilaólxirð fallegir salir og iiijiig góð þjónustiL Upplýsingar í síma 2 23 22 ■ FLUGLEKHR HÖTEl LOFTLEIIIK setja þig. í trausti þeirra orða kveð ég ástkæra móðursystur, mína fyrstu ímynd um guðdóminn. Guðrún Egilson. Stundum fínnst mér þegar verið er að skrifa minningargreinar og lofa hina látnu sé það ef til vill of seint og hugsa um það hvort sá sem skrifað er um hafí fengið að heyra um sitt eigið ágæti i lifanda lífí, eða er verið að gera þetta fyrir eftir- lifandi afkomendur þeim til hugg- unar og gleði. . Bryndís eða Biddí eins og hún var alltaf kölluð af okkur átti enga afkomendur og ekki er það þess vegna sem ég skrifa þessa grein, veit ég einnig að hún fékk að heyra í lifanda lífí hjá nákomnustu ætt- ingjum sinnum að hún væri góð frænka, enda ekki hægt annað svo hjartahlý og einlæg sem hún var. Þegar systir hennar impraði á því við mig hvort ég vildi skrifa fáeinar línur fannst mér auðvelt að verða við þeirri bón. Vandinn væri bara sá hvort ég kæmi því til skila hversu góð Biddi var, ekki einungis góð heldur einnig einlæg og hrein sál, sem öllum vildi vel. Til er afmælisljóð sem Sigríði Amljótsdóttur móðursystur hennar var einu sinni fært. Mér finnst eins og þau áhrínsorð hafí einnig færst yfir á Bryndísi en þannig hljóða þau: Og ástarkveðjur englum frá þau eig’ að færa þér og heillaósk, sem hrín þér á og hún þá svona er: í æsku vertu eins og rós í yndi hrein og góð, en seinna vertu líkt og ljós er lýsir allri þjóð. Ég kynntist henni fyrst í gegnum systurdætur hennar, Dóru og Gyðu sem eru æskuvinkonur mínar og skynjaði ég hve vænt þeim þótti um hana. Ég fann að hún hafði alltaf tíma og áhuga að vita hvað þær væru að bralla á unglingsárun- um. .. En það var ekki fyrr en seinna þegar ég giftist systursyni hennar, Orra, sem ég kynntist í raun hvern mann hún hafði að geyma. Einlæg gleði hennar yfir allri velgengni systkina og systkinabama sinna var algjörlega óeigingjöm. Aldrei fannst mér hún hugsa um sig fyrst og öfund var ekki til í hennar hugs- un. Hún bjó fyrri hluta æfi sinnar í skjóli foreldra sinna og þegar þau tóku að eldast hugsaði hún um þá. Mér hefur verið sagt að systkini hennar og markar og svo seinna systkinaböm gátu komið hvenær sem var í heimsókn og þar beið alltaf kaffí og heimabakað meðlæti ásamt ljúfu viðmóti. Ætíð er minnst með djúpri virðingu á heimili afa og ömmu á Skólavörðustíg og er það ekki síst Bryndísi að þakka. Eftir andlát foreldra hennar sýndu systkini hennar að þau kunnu vel að meta það sem hún hafði gert fyrir þau öll og var allt kapp lagt á að hún gæti komið sér nota- lega fyrir og átt góða ævi. Hún var svo lánsöm að Þorsteinn bróðir hennar og Guðný kona hans gátu boðið henni að búa í húsinu sínu. Þar bjó hún í rúm 30 ár umvafin kærleika og umhyggju þeirra hjóna og barna þeirra. Einnig voru þær ákaflega samrýmdar Snæfríð systir hennar og hún og veit ég að Þor- steinn eiginmaður Snæfríðar og börn þeirra tóku Biddí eins og hún væri ein af fjölskyldunni og sýndu það óspart í verki, sem dæmi um það hvað þeim þótti vænt um hana og mátu hana mikils, er að tvö þeirra skírðu börnin sín í höfuðið á henni. Svo seinna þegar hún var komin á elliheimilið sýndu þau systkini hennar Snæfríð og Þor- steinn, ásamt börnum þeirra, Bryn- dísi einstaka tryggð og umhyggju- semi. Þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér tvö atvik lýsa Bryndísi ákaflega vel. Það fyrra var er við Orri fórum austur í hreppa og buðum Bryndísi með. Meðan Orri var að veiða bauð ég henni í bíltúr að næsta bæ. Ég var þá nýbúin að taka bílpróf og dálítið óstyrk og þurfti að fara yfir smáafleggjara sem var mjög grýtt- ur en við sungum okkur samt yfír hann og þá segir Bryníds: „Heba mín voða ertu flink að keyra, ég sá fullt af grjóti en ég fann svo ekki fyrir neinu.“ Svo seinna, þegar hún sat hjá mér í eldhúsinu í kjallar- anum og við vorum að hlæja og spjalla, spyr ég hvort hún vilji ekki borða með okkur, en ég var að steikja lifur og útbúa kartöflumús, þá man ég hún sagði: „Osköp ertu fljót að galdra fram þenna fína mat, ég náði ekki að segja játakk áður en þú vart tilbúinn með mat- inn.“ Á einfaldan og jákvæðan hátt lýsti hún upp umhverfið, uppörvaði og hældi svo manni fannst allir vegir vera færir. Ég man að það var svo bjart yfir þessari máltíð og ég hef eldað lifur síðan með sól í sinni og hugsað til Biddíar og er ekki laust við að mér fínnist ég vera að svindla þegar ég nenni ekki að búa til kartöflumúsina. Nú er hennar lífí lokið hér á jörðu og ég sé hana fyrir mér unga og brosandi í faðmi ástvina sinna sem eru famir á undan henni. Ég vil svo kveðja hana með minningarljóði Hannesar Hafsteins sem hann orti um móðursystur hennar Óvínu Am- ljótsdóttur er dó ung að áram. Klukkurnar kalla kalda morgunstundu dapurt og þungt yfir fólva fold Yngismey unga ástvinum Qarri vér leggjum brátt í myrka mold. Heba Guðmundsdóttir. ARNFRÍÐUR EINARSDÓTTIR + Arnfríður Ein- arsdóttir fædd- ist á Þóroddsstöð- um í Ölfusi 8. júlí 1906. Hún andaðist á Droplaugarstöð- um 2. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar _ voru Magnea Ámadóttir og Einar Eiríksson bóndi á Þórodds- stöðum. Hinn 30. október 1932 giftist Amfríður Sig- urbergi Jóhanns- syni bónda á Græn- hóli í Ölfusi, f. 18. ágúst 1886, d. 23. febrúar 1969. Þau bjuggu á Grænhóli og síðar á Arnbergi á Selfossi þar til þau fluttu til Reykjavíkur árið 1965. Börn þeirra eru: Guðmundur, sonur Amfríðar og kjörsonur Sigur- bergs, f. 1928, Jóhann Þór, f. 1933, Einar, f. 1934, Magnea, f. 1937, og Ami Bergur, f. 1948. Útför Árafríðar fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. ELSKU Adda. Ég veit þú heim ert horfín nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú. Eg veit þú látin lifir. (Steinn Sigurðsson) Með þessum orðum kveð ég tengdamóður mína og þakka henni samfylgdina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Agnes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.