Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Húsbréf Sjöundi útdráttur í 2. flokki húsbréfa 1992. Innlausnardagur 15. janúar 1995. 5.000.000 kr. bréf 92210029 1.000.000 kr. bréf 92220001 92220239 92220730 92221144 92221778 92222255 92222707 92222917 92223197 92220020 92220260 92220773 92221241 92221796 92222275 92222795 92222932 92223245 92220041 92220292 92220903 92221265 92221799 92222341 92222796 92223033 92220060 92220331 92220913 92221317 92221929 92222408 92222811 92223069 92220071 92220424 92220937 92221399 92222096 92222581 92222842 92223135 92220107 92220585 92220943 92221564 92222098 92222592 92222889 92223151 92220126 92220723 92221001 92221765 92222117 92222675 92222916 92223166 100.000 kr. bréf 92250052 92251257 92252136 92253870 92254562 92255167 92255700 92256663 92258060 92250145 92251389 92252476 92253983 92254609 92255168 92255769 92256905 92258409 92250242 92251418 92252523 92254107 92254644 92255222 92255771 92256910 92258658 .92250287 92251460 92252907 92254146 92254675 92255241 92255906 92257020 92258838 92250618 92251778 92253030 92254153 92254917 92255451 92256000 92257096 92258844 92250673 92251784 92253106 92254210 92254950 92255458 92256031 92257207 92258901 92250911 92251916 92253125 92254254 92255085 92255511 92256154 92257531 92258918 92250932 92251934 92253377 92254355 92255086 92255560 92256196 92257842 92250980 92252096 92253594 92254387 92255100 92255581 92256285 92257895 10.000 kr. bréf 92270006 92271011 92272388 92273865 92275027 92275663 92276656 92277854 92278342 92270103 92271075 92272442 92273950 92275238 92275803 92276785 92277903 92278346 92270145 92271203 92272609 92274093 92275310 92275873 92276799 92277950 92270274 92271210 92272836 92274108 92275388 92275876 92276826 92278040 92270322 92271355 92272931 92274555 92275400 92276017 92276932 92278053 92270382 92271605 92272973 92274562 92275405 92276317 92277183 92278101 92270533 92271652 92273372 92274631 92275575 92276377 92277456 92278102 92270699 92271909 92273448 92274677 92275581 92276405 92277638 92278198 92270757 92272193 92273588 92274834 92275591 92276497 92277644 92278255 92270923 92272294 92273845 92274976 92275633 92276531 92277834 92278307 Yfirlit yfir óinnleyst húsbréf: (1. útdráttur, 15/07 1993) 1.000.000 kr. I innlausnarverð 1.103.115.- 92222983 100.000 kr. innlausnarverð 110.312.- 92254212 92254671 92257834 10.000 kr. | innlausnarverð 11.031.- 92270043 92274053 92276564 92272483 92274115 92278266 92272529 92274747 (2. útdráttur, 15/10 1993) innlausnarverð 1.138.742.- 1.000.000 kr. 92222985 100.000 kr. innlausnarverð 113.874.- 92254327 92255358 92258655 10.000 kr. | innlausnarverð 11.387.- 92270305 92272084 92274881 92270500 92274744 92276525 (3. útdráttur, 15/01 1994) 100.000 kr. I innlausnarverð 115.684.- ' 92253035 92256581 92258496 92255492 92256896 92258528 10.000 kr. I innlausnarverð 11.568.- 92270077 92272096 92277012 92271515 92272991 92277072 92271867 92273683 92278267 92271952 92275287 1000.000 kr. 100.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. (4. útdráttur, 15/04 1994) innlausnarverð 1.174.864.- 92222981 92223051 innlausnarverð 117.486.- 92254677 92255493 92257174 92258664 innlausnarverð 11.749.- 92271512 92272601 92276212 92277753 92272524 92275852 92276378 92277802 (5. útdráttur, 15/07 1994) innlausnarverð 1.196.379.- 92220194 92221503 92222617 innlausnarverð 119.638.- 92222735 92254326 92254329 92254435 92255370 92254676 92258911 innlausnarverð 11.964.- 92270142 92274748 92277685 92277992 92272082 92275267 92277728 92273056 92275676 92277882 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. (6. útdráttur, 15/10 1994) innlausnarverð 1.221.165.- 92220960 92221402 92223002 92223348 92221358 92222877 92223057 Innlausnarverð 122.116.- 92250563 92253474 92255089 92258744 92251990 92253556 92256875 92258931 92252042 92254595 92256954 92252999 92255079 92257786 innlausnarverð 12.212,- 92270104 92273146 92277771 92272992 92277540 Útdregin ólnnleyst húsbréf bera hvorkl vexti né verðbætur frá ínnlausnardegi. Þvi er áríðandl fyrlr eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar og koma andvlrði þeirra í arðbæra ávðxtun. Húsbréf eru innieyst í veðdeild Landsbanka Islands, Suðurlandsbraut 24 í Reykjavik. c£b HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFAÐERD • SUÐURLANDSBRAUT 24 - 1 08 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! AÐSEMPAR GREINAR Ásatrúarmenn og trúfrelsi HINN 28. október sl. birtist grein Einars Sigurbjörnssonar í Morgun- blaðinu um byggingu hofs í Grinda- vík og hugleiðingar hans um íjöregg- ið trúfrelsi. Því miður virðist gæta nokkurs misskilnings í greininni um þátt Ásatrúarfélagsins í byggingunni og um heiðinn sið almennt. Það skal áréttað enn einu sinni að Ásatrúar- félagið kemur hvergi nærri byggingu hofs í Grindavík. Byggingin er alfarið í höndum Tryggva Gunnars Hansens og þjóðmenn- ingarfélags sem kallar sig „Vor siður“. Þótt ásatrúarmenn hljóti að fagna byggingu hofs á Islandi bera þeir enga ábyrgð á hvernig að málum er staðið. Blót í Grindavík Vissulega væri það ánægjuefni ef ásatrúarmenn gætu haldið blót í hofi í Grindavík en við það verður hofið ekki að „samkomuhúsi trúar- safnaðar“ (ef Einar vill kalla Ásatrú- arfélagið trúarsöfnuð). Ásatrú- armenn hafa haldið blót sín víða, bæði úti í náttúrunni, í sölum og veitingahúsum. En þótt við höfum blótað á Hressingarskálanum, Bíó- barnum, Tuttugu og tveimur, Fjöru- kránni, Fógetanum, Holiday Inn, Valhöll og fjölda annarra staða, nú síðast í Hafurbirninum í Grindavík, lítur enginn á þá sem samkomuhús Ásatrúarfélagsíns. Eins yrði þótt ásatrúarmenn blótuðu í hofi Vors siðar í Grindavík. Lífsgleði Það virðist fara fyrir brjóstið á Einari að ásatrúarmenn virðist „helst tala um blót og trúariðkanir sínar sem skemmtanir". Mig grunar að hér rugli Einar saman stefnu Vors siðar og Ásatrúarfélagsins. Á blótum ásatrúarmanna er yfirleitt frekar stutt athöfn fyrst þar sem blótið er helgað, fluttur einhver texti úr Völuspá eða Hávamálum og síðan drukkið full goða og vætta. Að því loknu er gengið til blótveislu þar sem menn drekka minni genginna manna og gera sér glaðan dag. Frásögn Snorra Sturlusonar Einar segir: „Almenn skemmtun var blótið varla og lífið á íslandi hefur aldrei verið neinn leikur." Þarna glittir í drunga og bölsýni annars siðar en heiðninnar. Snorri Sturluson lýsir svo blótveislu Sigurð- ar jarls: „Þat var forn siðr, þá er blót skyldi vera, at allir bændr skyldu þar koma, sem hof var, ok flytja þannug fóng sín, þau er þeir skyldu hafa, meðan veizlan stóð. At veizlu þeiri skyldu allir menn öl eiga; þar var ok drepinn alls konar smali ok svá hross ... en slátr skyldi sjóða til mannfagnaðar." Ályktanir fræðimanna í bók sinni „Heiðinn siður" segir Ólafur Briem um blótveislur: „Það er augljóst af þeim lýsingum, sem til eru á norrænum hátíðadrykkjum, að blótveislumar voru með mjög líku sniði og aðrar veislur." “... enda virðist blótveislan að ýmsu leyti vera mótuð af samkvæmislífinu.“ Og í bók sinni „Gullöld íslendinga" segir Jón J. Aðils: „Við blótveislurnar var oft glatt á hjalla og étið og drukkið, meðan til vannst." Þrátt fyrir erfitt tíðafar hafa heiðnir menn því alltaf haft lífsgleðina í hávegum svo sem sést í texta Hávamála: „Glaður og reifur skyli gumna hver unz sinn bíður bana.“ Aðgreining Vors siðar og Ásatrúarfélagsins Einar sér ástæðu til að áminna „Ásatrúarsöfnuðinn" að hann hafi á sínum tíma fengið „löggildingu sem trúfélag, ekki sem aðili í ferðaþjón- ustu eða ráðgjafarfyrirtæki fyrir sveitarstjórnir um leiðir til að laða að ferðamenn". Þessi áminning er óþörf þar sem hún beinist að mark- miðum Vors siðar en ekki Ásatrúarfélagsins. Einar segir jafnframt: „Vilji ásatrúarmenn því byggja sér hús til trúar- iðkana, þá verða þeir að koma fram sem löggilt trúfélag og sækja um nauðsynleg leyfí, fá samþykktar teikningar og afla fjár með sama hætti og önnur trúfélög í landinu, þ.m.t. söfnuðir þjóðkirkjunnar. Það er ósæmilegt að stofna samtök um eitthvert annað málefni en trú- málin til þess að byggja hús til einhverrar starf- semi sem síðan gegni hlutverki samkomuhúss trúarsafn- aðar og trúarsöfnuðurinn tali síðan um iðkanir sínar sem almenna skemmtun." Hér verður Einari það á að rugla enn einu sinni saman Vorum sið og Ásatrúarfélaginu eða gefa sér að Ásatrúarfélagið eða ásatrúarmenn hafi fundið upp leikfléttu til að >• Asatrúarfélagið, segir Reynir Harðarson, kemur hvergi nærri byggingu hofs í Grindavík. blekkja almenning og bæjaryfirvöld, sigla undir fölsku flaggi með því að stofna samtök um eitthvað annað. Það eina sem hæft er í þessu er að Tryggvi G. Hansen er í Ásatrúarfé- laginu og hann stendur að félaginu Vorum sið með öðrum mönnum sem tengjast Ásatrúarfélaginu ekki (sumir þeirra eru til að mynda í þjóð- kirkjunni). Það er ósæmilegt af pró- fessor í guðfræði að ætla iöggiltu trúfélagi slík svik og blekkingu. Hof ásatrúarmanna Ásatrúarmenn vilja gjaman koma sér upp hofi og það verður gert fyr- ir opnum tjöldum og með eðlilegum hætti. Einar bendir á að Ásatrúarfé- lagið verði að afla fjár með sama hætti og söfnuðir þjóðkirkjunnar. Það væri létt verk að reisa hof ef Ásatrúarfélagið ætti jafngreiðan aðgang að almannafé og þjóðkirkj- an. Um það vil ég aðeins segja að íslensk þjóð ætti að sjá sóma sinn í að styrkja heiðinn menningararf okkar ekki síður, og að sjálfsögðu betur, en trúarbrögð frá Palestínu. Getur prófessorinn kannski svarað hvað milljónirnar eru mörg hundruð sem hafa runnið úr sjóðum ríkisins til kirkjubygginga á undanfömum áratug, svo ekki sé minnst á safnað- arheimili, prestssetur, biskupsstofur og allt hvað heitir? Svarið ætti að vekja hvern skynsaman mann til umhugsunar. Svörum kalli tímans Að lokum bið ég Einar vel að lifa og hvet alla íslendinga til að krefj- ast aðskilnaðar ríkis og kirkju svo raunverulegt trúfrelsi komist á í landinu. Alþingi gefst sögulegt tæki- færi til að slíta naflastreng kirkjunn- ar árið 1999 eða 2000 þegar eitt þúsund ár verða liðin frá því að Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld á Þingvöllum, hann gat auðvitað ekki séð fyrir ægivald kirkj- unnar sem sigldi í kjölfar kristnitö- kunnar. Höfundur er / Ásatrúarfélaginu. Reynir Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.