Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 7 > > í > í I » > I I > I I ; i i . » » FRETTIR Tillaga um að þjóðar- og trúarleiðtogar heims fundi á Þingvöllum árið 2000 Framtíð mann kynsins rædd Lögreglan í Kópavogi Yfirmenn færðir til í starfi YFIRLÖGREGLUÞJÓNNINN og aðstoðaryfirlögregluþjónninn í Kópavogi verða færðir til í starfi, að ákvörðun dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins, vegna deilna sem staðið hafa innan lögregluliðsins í Kópavogi um alllangt skeið. Sýslumaðurinn í Kópavogi ritaði dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf vegna málsins fyrir skemmstu og hefur ráðuneytið nú metið það svo, í kjölfar viðræðna við sýslu- manninn, yfirlögregluþjón, aðstoð- aryfirlögregluþjón og fleiri lögreglu- menn í Kópavogi, að ekki komist á starfsfriður innan lögreglunnar í Kópavogi við óbreytta skipan yfir- manna lögregluliðsins og því tekið ákvörðun um að flytja áðurnefnda menn til í starfi. Þá hefur ráðuneyt- ið sett Egil Bjarnason, aðstoðaryfir- lögregluþjón hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, tímabundið sem yfir- lögregluþjón við embætti sýslu- mannsins í Kópavogi. Annar til Hafnarfjarðar, hinn til RLR Ráðuneytið hefur tilkynnt mönn- unum að þeir verði fluttir til í starfi með þeim hætti að yfirlögreglu- þjónninn muni framvegis gegna starfi varðstjóra við embætti sýslu- mannsins í Hafnarfirði og aðstoðar- yfirlögregluþjónninn starfi sem rannsóknarlögreglumaður hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Hefur þeim verið veittur frestur til 23. nóvember til að koma að andmælum við fyrir- hugaðan flutning í starfi. Jafnframt hafa þeir báðir verið leystir frá starfsskyldum sínum í lögreglunni í Kópavogi frá og með deginum í gær og þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir í málinu. --------------- Nefndarálit Samkyn- hneigt fólk geti stað- fest sambúð NEFND sem forsætisráðherra skip- aði til að kanna stöðu samkyn- hneigðs fólks á íslandi leggur til að samkynhneigt fólk geti staðfest sambúð sína formlega hjá yfírvöld- um og því fylgi réttindi og skyldur líkt og í hjónabandi með nokkrum undantekningum. Þetta kemur fram í skýrslu sem nefndin hefur skilað af sér. Nefndin leggur ennfremur til að fræðsla um samkynhneigð verði felld inn í náms- skrá í samfélagsgreinum og kyn- fræðslu í efstu bekkjum grunnskóla og að í endurskoðun námsskrár fyr- ir framhaldsskóla verði fræðsla um samkynhneigð meðal markmiða í kennslu í félagsfræði og heilsufræði. Þá er lagt til að breyta 233. grein hegningarlaganna sem fjallar um bann við að ráðast opinberlega með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt á hóp manna vegna þjóð- ernis, litarháttar, kynþáttar eða trú- arbragða þannig að hún nái til sam- kynhneigðra með svipuðum hætti og gerist í nágrannalöndum. Skýrslunni og tillögum nefndar- innar var á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag vísað til meðferðar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu, en jafn- framt þótti efni skýrslunnar þess eðlis að hún var einnig send heil- brigðis- og félagsmálaráðuneytinu til kynningar. TILLAGA hefur komið fram á Al- þingi um að ríkisstjórnin athugi möguleika á að halda fund helstu þjóðar- og trúarleiðtoga heims á Þingvöllum árið 2000. Jón Helgason, Framsóknar- flokki, Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðubandalagi og Kristín Ein- arsdóttir, Kvennalista leggja fram þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að gera ítarlega at- hugun á raunhæfum möguleikum á fundi á Þingvöllum árið 2000 um framtíðarhorfur mannkynsins. Hugmyndin að þessum fundi kemur frá Gerald O. Barney, for- stöðumanni bandarísku stofnunar- innar Millenium Institude, eða Aldamótastofnunarinnar. Barney skrifaði skýrslu árið 1980 fyrir Jimmy Carter þáverandi Banda- ríkjaforseta um framtíðarhorfur til ársins 2000. Á síðasta ári var hald- in í Chicago ráðstefna flestra trú- arleiðtoga og til undirbúnings henni endurskoðaði Barney áður- nefnda greinargerð og gaf út í bók. í þessari bók er sett fram til- laga um fund þjóðar- og trúarleið- toga á íslandi árið 2000. Lítil viðbrögð í greinargerð með þingsályktun- artillögunni kemur fram að Gerald O. Barney hafi oft komið til ís- lands á síðustu 10 árum og kynnst landi og þjóð. Hann hafi átt við- ræður við Steingrím Hermannsson þáverandi forsætisráðherra, og ár- ið 1991 lagt tillögu um Þingvaila- fund fyrir íslensku ríkisstjórnina og Þingvallanefnd en viðbrögð ís- lendinga hafi ekki verið mikil. „Með þessari þingsályktunartil- lögu er ekki lagður neinn dómur á hvort þessi hugmynd er fram- kvæmanleg. Hins vegar væri það óafsakanlegt tómlæti að taka hana ekki til alvarlegrar athugunar og efna til viðræðna við þessa hug- sjónamenn,“ segir í greinargerð- inni. Glæsilegar nýjar uörur írlabítat Ý \ ,S ( V \ Greiðslukjör við allra hæfi s (M) m m w&r&m Hlýlegar og fallegar Habitat-vörur. Mikið úrval af húsgögnum og smávöru. Mikið úrval af nýjum Nýjar gerðir af lömpum við púðum. Þykkir, mjúkir allra hæfi. Fallegir og og vandaðir púðar vandaðir. Skermar i úrvali. í fjölmörgum litum. Verð frá kr. 1.450,-. Vörur sem þú hefur aldrei séö áöur í Habitat! Pottar með Teflon-húð. Verð frá kr. 650,-. Einnig kaffikönnur, bökunar- áhöld og ýmis notadrjúg eldhúsáhöld. Við bjóðum nýja gerð af glösum á tilboði. 6 glös í pakka á kr. 990,- habitat Laugavegi 13 - Sími (91) 625870 - Opið virka daga 10.00 - 18.00 og laugardaga 10.00 - 14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.