Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 7
>
>
í
>
í
I
»
>
I
I
>
I
I
;
i
i
.
»
»
FRETTIR
Tillaga um að þjóðar- og trúarleiðtogar heims fundi á Þingvöllum árið 2000
Framtíð mann
kynsins rædd
Lögreglan
í Kópavogi
Yfirmenn
færðir
til í starfi
YFIRLÖGREGLUÞJÓNNINN og
aðstoðaryfirlögregluþjónninn í
Kópavogi verða færðir til í starfi,
að ákvörðun dóms- og kirkjumála-
ráðuneytisins, vegna deilna sem
staðið hafa innan lögregluliðsins í
Kópavogi um alllangt skeið.
Sýslumaðurinn í Kópavogi ritaði
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
bréf vegna málsins fyrir skemmstu
og hefur ráðuneytið nú metið það
svo, í kjölfar viðræðna við sýslu-
manninn, yfirlögregluþjón, aðstoð-
aryfirlögregluþjón og fleiri lögreglu-
menn í Kópavogi, að ekki komist á
starfsfriður innan lögreglunnar í
Kópavogi við óbreytta skipan yfir-
manna lögregluliðsins og því tekið
ákvörðun um að flytja áðurnefnda
menn til í starfi. Þá hefur ráðuneyt-
ið sett Egil Bjarnason, aðstoðaryfir-
lögregluþjón hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins, tímabundið sem yfir-
lögregluþjón við embætti sýslu-
mannsins í Kópavogi.
Annar til Hafnarfjarðar,
hinn til RLR
Ráðuneytið hefur tilkynnt mönn-
unum að þeir verði fluttir til í starfi
með þeim hætti að yfirlögreglu-
þjónninn muni framvegis gegna
starfi varðstjóra við embætti sýslu-
mannsins í Hafnarfirði og aðstoðar-
yfirlögregluþjónninn starfi sem
rannsóknarlögreglumaður hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. Hefur þeim
verið veittur frestur til 23. nóvember
til að koma að andmælum við fyrir-
hugaðan flutning í starfi. Jafnframt
hafa þeir báðir verið leystir frá
starfsskyldum sínum í lögreglunni í
Kópavogi frá og með deginum í gær
og þar til endanleg ákvörðun liggur
fyrir í málinu.
---------------
Nefndarálit
Samkyn-
hneigt fólk
geti stað-
fest sambúð
NEFND sem forsætisráðherra skip-
aði til að kanna stöðu samkyn-
hneigðs fólks á íslandi leggur til að
samkynhneigt fólk geti staðfest
sambúð sína formlega hjá yfírvöld-
um og því fylgi réttindi og skyldur
líkt og í hjónabandi með nokkrum
undantekningum.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
nefndin hefur skilað af sér. Nefndin
leggur ennfremur til að fræðsla um
samkynhneigð verði felld inn í náms-
skrá í samfélagsgreinum og kyn-
fræðslu í efstu bekkjum grunnskóla
og að í endurskoðun námsskrár fyr-
ir framhaldsskóla verði fræðsla um
samkynhneigð meðal markmiða í
kennslu í félagsfræði og heilsufræði.
Þá er lagt til að breyta 233. grein
hegningarlaganna sem fjallar um
bann við að ráðast opinberlega með
háði, rógi, smánun, ógnun eða á
annan hátt á hóp manna vegna þjóð-
ernis, litarháttar, kynþáttar eða trú-
arbragða þannig að hún nái til sam-
kynhneigðra með svipuðum hætti
og gerist í nágrannalöndum.
Skýrslunni og tillögum nefndar-
innar var á fundi ríkisstjórnarinnar
á þriðjudag vísað til meðferðar í
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og
menntamálaráðuneytinu, en jafn-
framt þótti efni skýrslunnar þess
eðlis að hún var einnig send heil-
brigðis- og félagsmálaráðuneytinu
til kynningar.
TILLAGA hefur komið fram á Al-
þingi um að ríkisstjórnin athugi
möguleika á að halda fund helstu
þjóðar- og trúarleiðtoga heims á
Þingvöllum árið 2000.
Jón Helgason, Framsóknar-
flokki, Ólafur Ragnar Grímsson,
Alþýðubandalagi og Kristín Ein-
arsdóttir, Kvennalista leggja fram
þingsályktunartillögu um að fela
ríkisstjórninni að gera ítarlega at-
hugun á raunhæfum möguleikum
á fundi á Þingvöllum árið 2000
um framtíðarhorfur mannkynsins.
Hugmyndin að þessum fundi
kemur frá Gerald O. Barney, for-
stöðumanni bandarísku stofnunar-
innar Millenium Institude, eða
Aldamótastofnunarinnar. Barney
skrifaði skýrslu árið 1980 fyrir
Jimmy Carter þáverandi Banda-
ríkjaforseta um framtíðarhorfur til
ársins 2000. Á síðasta ári var hald-
in í Chicago ráðstefna flestra trú-
arleiðtoga og til undirbúnings
henni endurskoðaði Barney áður-
nefnda greinargerð og gaf út í
bók. í þessari bók er sett fram til-
laga um fund þjóðar- og trúarleið-
toga á íslandi árið 2000.
Lítil viðbrögð
í greinargerð með þingsályktun-
artillögunni kemur fram að Gerald
O. Barney hafi oft komið til ís-
lands á síðustu 10 árum og kynnst
landi og þjóð. Hann hafi átt við-
ræður við Steingrím Hermannsson
þáverandi forsætisráðherra, og ár-
ið 1991 lagt tillögu um Þingvaila-
fund fyrir íslensku ríkisstjórnina
og Þingvallanefnd en viðbrögð ís-
lendinga hafi ekki verið mikil.
„Með þessari þingsályktunartil-
lögu er ekki lagður neinn dómur á
hvort þessi hugmynd er fram-
kvæmanleg. Hins vegar væri það
óafsakanlegt tómlæti að taka hana
ekki til alvarlegrar athugunar og
efna til viðræðna við þessa hug-
sjónamenn,“ segir í greinargerð-
inni.
Glæsilegar nýjar
uörur írlabítat
Ý \
,S ( V \
Greiðslukjör við allra hæfi
s (M) m
m w&r&m
Hlýlegar og fallegar
Habitat-vörur. Mikið
úrval af húsgögnum
og smávöru.
Mikið úrval af nýjum Nýjar gerðir af lömpum við
púðum. Þykkir, mjúkir allra hæfi. Fallegir og
og vandaðir púðar vandaðir. Skermar i úrvali.
í fjölmörgum
litum. Verð
frá kr. 1.450,-.
Vörur sem þú
hefur aldrei
séö áöur
í Habitat!
Pottar með Teflon-húð. Verð frá
kr. 650,-. Einnig kaffikönnur, bökunar-
áhöld og ýmis notadrjúg eldhúsáhöld.
Við bjóðum nýja
gerð af glösum
á tilboði. 6 glös
í pakka á kr.
990,-
habitat
Laugavegi 13 - Sími (91) 625870 - Opið virka daga
10.00 - 18.00 og laugardaga 10.00 - 14.00.