Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 17
ÚRVERINU
Ekkert varð af skipakaupum Skinneyjar
„Þeir spiluðu með okkur“
Höfn Hornafirði - j.ÞEIR spiluðu
með okkur,“ segir Asgrímur Hall-
dórsson, forstjóri Skinneyjar hf. á
Hornafirði, um fyrirhuguð kaup á
fiskiskip frá Skotlandi. Ekkert
varð af kaupunum, þó þau væru
nánast frágengin. „Við vorum lík-
lega notaðir til að hækka verðið,
en skipið var selt öðrum aðilum
þar ytra,“ segir Ásgrímur.
Seinnipart sumars og í haust
hefur Ásgrímur verið að leita að
skipi til kaups, sem betra væri til
veiða á síld og loðnu til manneldis,
en þau sem hann gerir nú út. I
Peterhead á Noður-Skotland var
til sölu, í gegn um norskan skipa-
sala, J. Gran & Co., nótaskip með
sjókælitönkum, sem Ásgrími og
félögum leizt vel á. Vorú kaup allt
að því fast ákveðin. Freyr SF 20
skyldi ganga upp í kaupin ásamt
milligjöf. Nokkurn tíma tók að
vinna að málinu hvað fjármögnun
veð og ábyrgðir snerti, auk þess
sem kaupa þurfti auka úreldingu
á móti nýja skipinu. Þegar ganga
átti frá kaupunum, var skipið selt
og það viku til 10 dögum áður en
þeir hjá Skinney fengu vitneskju
um það. Skipasalinn, J. Gran &
Co. sagðist ekki hafa haft vitn-
eskju um söluna. Að sögn Ásgríms
var það aðili í Peterhead, sem
keypti skipið, „og við líklega notað-
ir til að hækka verðið“. Ásgrímur
segir að enn sé verið að leita að
skipi, en hann verst allra frétta í
ljósi fyrri reynslu.
Tilgáta Kristjáns Þórarinssonar stofnvistfræðings
Kynþroska fiskur veið-
ist síður í botnvörpu
KRISTJÁN Þórarinsson stofnvist-
fræðingur hjá LÍÚ setti fram til-
gátu um áreiðanleika mælinga í
togararalli á ársfundi Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins á Nýfundna-
landi nýlega. Tilgátan vakti mikla
athygli vísindamanna á ársfundin-
um. Samkvæmt henni minnka lík-
urnar á því að þorskur veiðist í
botnvörpu á hrygningartímanum
þegar hann verður kynþroska.
Kristján er þeirrar skoðunar að
taka þurfi tillits til þessa í mæling-
um í togararalli og jafnframt telur
hann nauðsynlegt að rallin séu tvö.
„Það getur verið misjafnlega
auðvelt að ná í fiskinn. Jafnvel
þótt við séum með nákvæinlega
jafnmarga fiska í sjónum á tveimur
mismunandi tímum myndum við
veiða mismikið af þeim. Eitt af því
sem ræður því hversu auðvelt er
að veiða fiskinn er hversu botnlæg-
ur hann er. Þorskurinn virðist vera
minna botnlægur þegar hann er
kynþroska. Það getur hvorttveggja
verið vegna þess að hann sé farinn
að taka upp kynþroskahegðun í
efri lögum sjávar eða vegna þess
að hann er farinn að ganga," seg-
ir Kristján.
Kynþroska yngri
Kristján segir það hafa gerst
með áberandi hætti sl. fjögur ár
að þorskur verði kynþroska æ
yngri og æ stærra hlutfall fisksins
í sjónum sé kynþroska. Hann segir
að einkum tvennt virðist ráða því
að fiskur verði'fyrr kynþroska nú.
Annars vegar fæð fiskanna og hins
vegar magn ætis. Samkvæmt til-
gátunni getur dæmið einnig verið
á hinn veginn. Kristján tekur sem
dæmi stóran þorskstofn og segir
hann að snarfækki loðnu og rækju
í sjónum verði fiskurinn seinna
kynþroska og veiðast betur í rall-
inu. „Þar með yrðum við lengur
að átta okkur á því að stofninn
væri að minnka.“
Kristján hefur ásamt sérfræð-
ingum hjá Hafrannsóknastofnun,
einkum Garðari Jóhannessyni, bor-
ið þessa tilgátu saman við gögn,
m.a. úr togararöllum -síðustu tíu
ára, og segir hann þetta koma
ágætlega heim og saman. „Það
virðist gefa réttari niðurstöðu að
leiðrétta vísitölu togararallsins og
gera það þar með nákvæmara."
Hann kvaðst eiga fastlega von
á því að tekið yrði tillits til þessa
í mælingum Hafrannsóknastofn-
unar. „Svona leiðréttingar fylgja
sennilega aðallega hrygningartím-
anum. Þess vegna finnst mér að
gott væri að hafa aðra mælingu,
t.d. annað togararall sem færi fram
í september eða október."
Morgunblaðið/Kristinn
AUKAAFURÐIR unnar úr þorskhausum hjá Fiskkaupum hf.
Fiskkaup hf með
aukaafurðir fyrir
20 milljónir króna
FISKKAUP hf. hefur flutt út og
selt aukaafurðir úr þorski fyrir
tæpar 20 milljónir kr. fyrstu níu
mánuði ársins. Jón Ásbjörnsson
forstjóri segir að hér sé um að
ræðá afurðir sem hent er á togur-
um en nýtast fyrirtækinu sem út-
flutningsvara.
Aukaafurðirnar hjá Fiskkaupum
skiptast í hausaafurðir og
hryggjarafurðir. Á þessu tímabili
seldi Fiskkaup hausaafurðir fyrir
17,5 milljónir kr., þ.e. hausa selda
í þurrkun, kinnfisk, gellur, fés og
svonefnda K-wings. Hryggjaraf-
urðir voru seldar fyrir 1,6 milljón
kr., þ.e. sundmagi og lundir.
Jón segir að um 80% af söluverð-
inu fari beint í vinnulaun. Vinnslan
skapi því aðallega atvinnu.
„I frystitogurunum þar sem
mannskapurinn er á margfalt
hærra kaupi en starfsmaður á landi
er slík vinnsla talin óhagkvæm.
Þar eru bestu bitarnir teknir nógu
fljótt en öllu öðru hent fyrir borð,“
sagði Jón.
Hráefnið í aukaafurðirnar er það
sem gengur af við saltfiskverkun-
ina. Á fyrrgreindu tímabili keypti
Fiskkaup 1.726.286 kg af óslægð-
um þorski og 3.430.161 kg af
slægðum þorski eða um 5.000 tonn
miðað við slægðan þorsk með haus.
„Heimilislínan býður upp á fjölbreyttar
sparnaðarleiðir svo sem spariáskrift á
verðbréf, Stjömubók, Húsnæðissparn-
aðarreikning og margt fleira."
Ingvi Porsteinsson, náttúrufræðingur
Þjönusturáðgjafar Búnaðarbankans aðstoða þig við að fínna
bestu ávöxtunarleiðina. Stjörnubók og Húsnæðissparnaðar-
reikningur gefa mjög góða ávöxtun og eru tilvaldir sparnaðar-
reikningar fyrir þá sem vilja koma sér upp eigin lífeyrissjóði
eða varasjóði.
Pantaðu tíma hjá þjónusturáðgjafa
í næsta útibúi eða hringdu og fáðu
upplýsingar í síma 91-603272
vfi/isi
BUNAÐARBANKI
ÍSLANDS
HEIMILISLINAN
- Einfaldar fjármálin