Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 9
FRETTIR
Akvæði um viðurlög vegna skattalagabrota endurskoðuð
Rætt um að setja ákvæði
um lágmarksfjársektir
Heiðar Jónsson verður til aðstoðar við val á
samkvæmisklæðnaði í Fataleigu Garðabæjar
í dag frá kl. 14.00.
w
Fataleiga Gartfobæjar,
Garðatorgi 3,
simi 656680.
<'i
HJA NEFND, sem vinnur að því
að endurskoða ákvæði skattalaga
um viðurlög við skattalagabrot-
um, er til athugunar að setja í
lögin ákvæði um lágmarksfjár-
sektir og jafnvel að refsivist verði
skyldubundin. Engin slík ákvæði
eru í núgildandi lögum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef-
ur ákveðið að vísa bókhaldi Lista-
hátíðar Hafnarfjarðar hf. til skatt-
stjóra Reykjaness vegna gruns um
skattalagabrot, skjalafals og bók-
haldsóreiðu. Morgunblaðið sneri
sér til Skúla Eggerts Þórðarsonar,
skattrannsóknarstjóra, og spurði
hvaða refsingar væru vegna brota
af þessum toga. Skúli Eggert
sagðist ekki svara spurningum
sem vörðuðu einstök mál.
Almennt sagði hann að refsing-
ar fyrir að skila framtali, virðis-
aukaskatti, staðgreiðslu eða
tryggingagjaldi of seint eða ef ein-
stakir liðir væru rangir í framtali
væru tvenns konar. Annars vegar
væri álag sem gæti numið 10-25%
af vantöldum skattstofni eftir eðli
brots. Hins vegar væru beinar
refsingar, sem annaðhvort gætu
verið fjársektir eða refsivist. Fjár-
sektirnar gætu numið allt að tí-
faldri þeirri skattfjárhæð sem und-
an væri dregin.
Skúli Eggert sagði að menn sem
hefðu verið dæmdir fyrir skatta-
lagabrot hefðu ekki verið dæmdir
í svo miklar sektir. Sektarfjárhæð-
in hefði oftast nær numið 0,6-0,85
af þeim skatti sem undan væri
dreginn. Með öðrum orðum maður
sem hefði haft 15 milljónir í tekjur
og ætti að greiða 5 milljónir í skatt
mætti búast við að fá þriggja millj-
óna króna sekt.
Heimilt er að dæma menn í allt
að sex ára refsivist ef sakir eru
miklar eða brot ítrekuð. í þeim
tilfellum þar sem dómstólar hafa
dæmt menn í varðhald eða fang-
elsi fyrir skattalagabrot hefur
refsivistin oftast nær verið nokkrir
mánuðir.
Núgildandi lög um bókhald eru
að stofni til frá árinu 1968. Þar
segir að um brot á bókhaldsreglum
Fjármálaráðherra leggur til að dregið
verði úr leigu ríkisins á íbúðarhúsnæði
Vill fækka emb-
ættis bústöðum
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra vill kanna hvort ekki sé
ástæða til að draga úr leigu ríkis-
ins á íbúðarhúsnæði til starfs-
manna sinna. í þeim tilgangi hefur
hann lagt til í ríkisstjórn að skipuð
verði nefnd með fulltrúum ýmissa
ráðuneyta til að gera tillögur um
það hvernig fækka megi embætt-
isbústöðum með markvissum
hætti.
í tillögu sinni rifjar fjármálaráð-
herra það upp að í reglugerð um
íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins sem
sett var í lok árs 1992 hafi nokk-
ur atriði verið þrengd og hafi
breytingarnar reynst vel.
Fram kemur að ástæða þess að
ríkið hefur lagt sumum starfs-
mönnum sínum til húsnæði er
m.a. að þannig fást frekar sér-
fræðingar til að flytjast út á land.
Á þessu hafi orðið breyting þannig
að ekki sé talin þörf á að kaupa
sérfræðinga með þessum hætti til
að setjast að úti á landi auk þess
Ráðgjöf
Helga Jóakims, kennari í
Alexandertœkni,
meðferð
» - listhúsinu v/Engjateig,
T»r,r símar 811851 og 686516.
bakveika.
Klassískar
þýskar
dömuúlpur
með
ekta skinni.
Verðfrá
15.900.
S?ott
ÚTIVISTARBÚÐIN
við Umferðarmiðstöðina,
símar 19800 og 13072.
skuli fara samkvæmt ákvæðum í
almennum hegningarlögum.
Ákvæði 262. greinar almennra
hegningarlaga segir að fyrir stór-
fellda óreiðu í bókhaldi megi dæma
menn í sektir eða varðhald. Lögin
fela dómurum að meta umfang
refsinga.
Frumvarp um bókhald
fyrir Alþingi
Fyrir Alþingi liggur frumvarp
til nýrra bókhaldslaga og nýrra
laga um ársreikninga. Þeim er
m.a. ætlað að taka tillit til hinnar
öru þróunar sem orðið hefur í
tækni.
Starfshópur á vegum fjármála-
ráðuneytisins er að semja við-
urlagakafla frumvarpsins og jafn-
framt er honum ætlað að endur-
skoða ákvæði um viðurlög við
skattalagabrotum.
Skúli Eggert sagðist ekki geta
svarað því hveijar yrðu tillögur
nefndarinnar, en í nefndinni væri
til athugunar að setja inn ákvæði
um lágmarksfjársektir og jafnvel
skyldubundna refsivist. Hann
sagðist telja öruggt að ákvæði um
viðurlög yrðu fyllri en núgildandi
ákvæði.
Fyrir Alþingi liggur jafnframt
frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur,
sem gerir ráð fyrir að sektarfjár-
hæð verði aldrei lægri en þreföld
sú upphæð sem skotið er undan
skatti.
Micro-fiber kuldaúlþur (f '
með áhnepptri hettu á kr. 14.800.
Ljósgriar ullarkiour á kr. 19.000. Qf tf Eiðistorgi 13, 2. hæð,
% yfir almenningstorginu.
I Opið laugard. kl. 11-16. sími 23970.
SILFURSKEMMAN
Nýjar vörur
Opið daglega frá kl. 15-18, laugard. frá kl. 10-12
eða eftir samkomulagi.
Sími 91-628112
Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi,
stulfns matar-
og kaffístell.
Sílfurbjört stálhnífapör,
sífelldar nýjungar.
W SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 - Sími 689066
sem það ætti að teljast vera eðli-
legt og sjálfsagt að læknar, prest-
ar, lögfræðingar og fleiri háskóla-
menntaðir starfshópar setjist að
annars staðar en á höfuðborgar-
svæðinu.
Reglur þrengdar
Leggur ráðherra til að verkefni
nefndarinnar verði að þrengja eins
og kostur er lög og reglur um
úthlutun embættisbústaða, í hvaða
áföngum dregið verði úr eign ríkis-
ins á íbúðarhúsnæði þannig að
viðkomandi starfsmenn hafi eðli-
legan aðlögunartíma og 'ekki verði
óæskilegt rót á þeirra högum. í
nefndinni eiga að vera fulltrúar
þeirra ráðuneyta sem hafa á sínum
snærum flesta embættisbústaði,
það er heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytis, menntamálaráðu-
neytis, dóms- og kirkjumálaráðu-
neytis, landbúnaðarráðuneytis og
samgönguráðuneytis auk fjár-
málaráðuneytis.
Vegna hagstæðra samninga getum við nú boðið
þessa einstöku leikjatölvu ó frábæru verði
14.900?
MEGADRIVE
ásamt tveim stýrípinnum og SONIC 2