Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
I
i
Fjármálaráðuneytið segir skatt á laun
barna samkvæmt lögum
Olafur Ragnar
mælti ekki fyrir
um skattleysi
I FRETTATILKYNNINGU, sem
fjármálaráðuneytið sendi frá sér í
gær vegna staðgreiðslu skatta af
vinnu bama undir 16 ára, segir að
kannað hafi verið í ráðuneytinu hvort
fyrrverandi fjármálaráðherra, Ólafur
Ragnar Grímsson, hafi gefíð fyrir-
mæli um að tekjur blaðburðarfólks
yrðu ekki skattlagðar eða dregin af
þeim staðgreiðsla. „Engin slík fyrir-
mæli liggja fyrir né kannast embætt-
ismenn við tilmæli um það að þessar
tekjur hafi ekki átt að skattleggja,"
segir í fréttatilkynningunni. Þar
kemur jafnframt fram að skattlagn-
ing bama verði endurskoðuð á næst-
unni og lagt fram frumvarp á Al-
þingi nú í mánuðinum til að breyting
getið tekið gildi um áramót.
í tilkynningunni segir að lögum
samkvæmt sé lagður 4% tekjuskattur
og 2% útsvar á tekjur bama og ungl-
inga yngri en 16 ára, samtals 6%
skattur. Sama regla gildi um öll störf.
„Skiptir því ekki'máli hvort um er
að ræða tekjur vegna starfa við físk-
vinnslu, sendlastörf eða blaðburð.
Lítið jafnræði fælist í því að undan-
þiggja sumar tekjur bama og ungl-
inga en ekki aðrar, enda gera lögin
ekki ráð fyrir slíkri mismunun. Því
er engin heimild í tekjuskattslögum
til þess að fella skattinn niður af
þeim tekjur sem blaðburðarfólk fær
fyrir störf sín,“ segir ráðuneytið.
Ekki heimilt að undanþiggja
skatti
Það segir að fjármálaráðherra sé
heimilt að ákveða með reglugerð að
ákveðin laun eða tegund launa skuli
ekki falla undir staðgreiðslu skatta,
en í því felist ekki að þau séu skatt-
frjáls, heldur aðeins að greiða beri
skattinn eftirá. í reglugerð frá 1987
um tekjur utan staðgreiðslu sé ekki
kveðið á um að laun barna eða ungl-
inga séu undanþegin staðgreiðslu.
„Á árinu 1988 bárust kvartanir
um það frá blaðaútgefanda, sem tek-
ið hafði staðgreiðslu af launum blað-
burðarfólks, þess efnis að aðrir út-
gefendur vanræktu skyldur sínar í
þessum efnum,“ segir í tilkynningu
ráðuneytisins. Þar segir að skattyfir-
völd hafí staðfest að blaðburðarlaun-
in væru skattskyld.
Umboðsmaður Alþingis hafi beint
fyrirspum um þetta til ríkisskatt-
stjóra. Skattstjóri hafi í desember
1988 sent bréf til útgefenda blaða
og tímarita, þar sem bent var á þetta
og skyldu til að gefa blaðburðarlaun
upp á launamiða. Minnt hafi verið á
þetta að nýju í bréfi 7. desember
1993. Skattstjórum hafi verið falið
að fylgjast sérstaklega með launa-
miðaskilum dagblaða og fréttablaða.
Sprengiefnaþjófn-
aður upplýstur
ÞRÍR ungir menn, 18 og 19 ára,
hafa viðurkennt að hafa stolið
sprengiefni og sprengt með því hús
í eyði og bílhræ.
Efninu var stolið frá verktaka í
byijun september úr gámi í Grafar-
vogi. Mánuði síðar varð eigandi stein-
hússins Höfða við Langavatn, sem
ekki hefur verið búið í um áraraðir,
var við að húsið var stórskemmt eft-
ir sprengingar. Greinilegt var að þar
hafði mikið magn sprengiefnis verið
notað.
Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu-
þjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins, segir að rannsóknarvinna hafi
borið þann árangur að mennimir
þrír hafi fundist og við yfirheyrslur
hafi þeir viðurkennt að hafa stolið
efninu og sprengt með því nokkrum
sinnum í húsinu. Þeir hafí einnig við-
urkennt að hafa sprengt gamla bíla
í Jósefsdal.
Hörður segir að við rannsókn
málsins hafi ekkert komið fram sem
bendi til þess að mennirnir hafi ætlað
að nota efnið til að fremja alvarlegri
afbrot eða illvirki. Að sögn Harðar
háfa mennimir lítillega komið við
sögu hjá RLR áður.
FRÉTTIR
Könnun á gæðum nautahakks í matvöruverslunum Könnun gerð í október 1994 fyrir Hagkaup Verð Verslun Vöruheiti kr/kg Framleiðandi \ 8°^ <£>~ jíl — 2 , r— V—I
E ( N K u N N A R G J Ö F
Inni- halds- lýsing Onnur hrá- efni Hita- stig Fita % Magurt kjöt % Kolla- gen % Samtals stig
Hagkaup Svína-/nautahakk 619 Óðals 3 3 3 3 3 3 18
Hagkaup Nautahakk 749 Óðals 3 3 3 2 3 2 16
Hagkaup Nautahakk 699 Góður kostur 3 3 3 2 2 3 16
Nóatún Nautahakk 728 Kjötumboðið 3 3 2 3 3 2 16
Fjarðarkaup Úrvals-nautahakk 628 Kjötbankinn 2 3 3 2 3 3 16 J
Breiðholtskjör Nautahakk 729 Breiðholtskjör 2 3 2 2 3 3 15
Breiðholtskjör Nautahakk 729 Breiðholtskjör 2 3 1 3 3 3 15
Kjöt og fiskur Nautahakk 695 Úr kjötborði HÉHfjj 3 2 3 3 3 15
Fjarðarkaup Nautahakk, 2. fl. 628 Kjötbankinn 2 3 3 2 2 2 15
Hagkaup Nauta-/lambahakk 679 Góður kostur 3 3 2 1 2 3 14
Tíu/ellefu Nautahakk 559 Kjötumboðið 3 3 2 3 3 1 14
Kjöt og fiskur Nautahakk 695 Kjöt og fiskur 3 3 1 2 3 2 14
Nóatún Nautahakk 739 Úr kjötborði 2 3 1 2 3 2 13
Bónus Nautahakk 621 Ferskt kjöt m 1 2 2 2 3 11
Bónus Nautahakk 559 S.Ö. kjötvörur 1 1 2 2 2 3 11
Garðakaup Nautahakk 628 íslandskjöt 2 1 . 2 2 m 1 9
Garðakaup Nautahakk 628 Úr kjötborði 1 1 1 3 1 2 9
RALA skoðar nítján nautahakkssýni úr
reykvískum verslunum
Hagkaup eitt verslana ■
með fullt hús stiga
NÍTJÁN nautahakkssýni úr versl-
unum á Reykjavíkursvæðinu voru
tekin til mælinga 10.-11. október
sl. Það voru starfsmenn fæðudeild-
ar Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins, RALA, sem mældu ýmsa
gæðaþætti í kjötinu og gáfu stig
fyrir.
Niðurstöðurnar eru í meðfylgj-
andi töflu og eiga aðeins við sýnin
sem tekin voru umrædda daga.
Verslunin Hagkaup hlaut ein um-
ræddra verslana fullt hús stiga
fyrir svína- og nautahakk, að því
er fram kemur í niðurstöðum rann-
sóknarinnar en Garðakaup lægstu
stigagjöfina.
Við stigagjöf var tekið mið af
innihaldslýsingu á umbúðum, hrá-
efni, hitastigi, fituinnihaldi og koll-
agenmagni. Mæling kollagens seg-
ir ekki til um aldur kjöts því magn-
ið er mjög misjafnt eftir vöðvum.
Það er mikið í skönkum og síðum
en minna i snyrtum vöðvum og
bendir hátt gildi til þess að um
sina- og himnumeira hráefni sé að
ræða.
Hæsta einkunn 18
Skilyrðin voru þau að kjötið
væri rétt merkt, rétt kælt, fituinni-
hald 8-12%, kollageninnihald undir
3% og það að í kjötið væri ekki
blandað annars konar hráefni. Þrír
plúsar fengust fyrir besta flokk,
tveir fyrir milliflokk og einn ef ein-
hverju var ábótavant. Með því að
leggja saman plúsana fékkst
gæðaeinkunn og gaf fullt hús 18
stig.
Vöruheitin sem notuð voru eru
nautahakk, úrvals nautahakk,
nautahakk 1. flokkur, nautahakk
2. flokkur og nautahakk UN-1.
Ungneytakjöt var skráð í inni-
haldslýsingu fimm sýna; frá Óðals
nautahakki í Hagkaupi, S.Ö. kjöt-
vörum í Bónusi; Kjötumboðinu í
10/11, hakki frá Breiðholtskjöri
og frá Kjöti og fiski. Þegar ekki
er um ungneytakjöt að ræða er
notað samheitið nautgripahakk af
eldri dýrum sem nær undantekn- (
ingarlaust eru kýr. (
Þrjár verslanir með (
nautgripahakk
Þrír skráðu í innihaldslýsingu
að um nautgripahakk væri að
ræða, það er Góður kostur í Hag-
kaupi, Ferskt kjöt í Bónusi og hakk
frá Kjötumboðinu í Nóatúni. I
fimm tilfellum var ekki tekið fram
hvort um ungneytakjöt er að ræða,
það er hakk úr kjötborði Nóatúns, ’
tvenns konar nautahakk hjá (
Garðakaupum, eitt sýni frá Breið- (
holtskjöri, eitt sýni frá Kjöti og
fiski og tvö sýni frá Fjarðarkaup-
um og aldur því ekki ljós. Ekki var
tekin afstaða til þess hvort um
ungneyta- eða nautgripakjöt var
að ræða í könnuninni. I sjö tilfellum
var aldur kjötsins, það er hvort um
er að ræða nautgrip eða ungnaut,
ekki ljós og var um að ræða tvö (
sýni frá Fjarðarkaupum, eitt frá
Breiðholtskjöri, eitt frá Kjöti og
fiski, eitt frá Nóatúni og tvö frá (
Nóatúni.
Hörð umræða á Alþingi
um skatt á blaðbera
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra og Ólafur Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubandalagsins,
deildu hart í utandagskrárumræðu
á Alþingi í gær um skattlagningu
tekna blaðburðar- og merkjasölu-
fólks. Fjármálaráðherra óskaði
sjálfur eftir umræðunni til að gefa
yfírlýsingu um málið þar sem í
fréttatilkynningu, sem fjármála-
ráðuneytið gaf út í gær, væri vikið
að meintum embættisverkum Ólafs
Ragnars meðan hann var fjármála-
ráðherra.
Skattayfirvöld hafa gefíð útgef-
endum blaða og fleiri aðilum fyrir-
mæli um að innheimta staðgreiðslu
af sölulaunum blaðburðar- og
merkjasölufólks frá áramótum og
hefur þetta verið gagnrýnt af ýms-
um. Friðrik Sophusson tók það
skýrt fram að ekki væri um að
ræða pólitíska ákvörðun af sinni
hálfu heldur væri með þessu verið
að framfylgja skattalögum. Hann
sagði að í fréttum blaða og sjón-
varps síðustu daga hefði verið gefið
mjög sterklega í skyn að Ólafur
Ragnar Grímsson hefði beitt sér
gegn skattlagningu blaðburðar-
barna meðan hann var fjármálaráð-
herra. Friðrik sagði að enginn emb-
ættismaður kannaðist við að hafa
fengið slík fyrirmæli frá Ólafí
Ragnari á sínum tíma heldur hefðu
starfsmenn skattkerfisins þvert á
móti unnið áfram að málinu á
grundvelli bréfa sem send voru frá
ríkisskattstjóra á þessum tíma.
Friðrik sagði að ekki væri deilt
um skattskyldu í þessu máli, og
hann sagðist því vilja gefa fyrrver-
andi fjármálaráðherra kost á að
gera grein fyrir því hvort hann
hefði beitt sér í málinu og á hvaða
lagagrunni það hefði verið gert. Því
að það væri alvarlegt mál ef því
væri haldið fram að fyrrverandi
fjármálaráðherra hafi með pólitískri
ákvörðun beitt sér fyrir að ekki
væri farið að lögum um innheimtu
staðgreiðsluskatta.
Sérkennileg framganga
Ólafur Ragnar sagði að fram-
ganga ráðherrans væri mjög sér-
kennileg. { þessu máli hefði hann
reynt að fínna sökudólga undan-
farna daga. Fyrst hefði hann reynt
að halda því fram að skattyfirvöld
væru sökudólgarnir en þegar það
gengi ekki kveddi ráðherrann sér
hljóðs á Alþingi til að fá skýringar
hjá sér um hvernig hann hefði kom-
ið að málinu fyrir sex árum.
Ólafur Ragnar sagði að þegar
hann var fjármálaráðherra 1988
hefði verið í gangí vinna við fram-
kvæmd staðgreiðslukerfis skatta.
Þá hefði verið skrifað bréf um að
taka staðgreiðslu af blaðburðar-
börnum. „Ég tók að sjálfsögðu
ákvörðun um að þetta ætti ekki að
gera og sagði starfsmönnum ráðu-
neytisins og öðrum þeirn sem málið
snerti frá því,“ sagði Ólafur Ragn-
ar.
Hann sagði að verkin töluðu sínu
máli. Skattkerfíð hefði ekkert gert
í málinu þar til nú, að því hefði
tekist að fá ijármálaráðherra til að
breyta um afstöðu. Ólafur Ragnar
skoraði síðán á fjármálaráðherra
að halda áfram við fyrri stefnu en
vera ekki sá mannleysingi að þora
ekki að standa sjálfur við þá ákvörð-
un heldur reyna að koma henni á
sig í utandagskrárumræðu.
Friðrik Sophusson sagði að mjög
miklu skipti í skattamálum að jafn-
réttisreglan gilti. Börn væru skatt-
lögð um 6% nú og flestir stjómmála-
flokkar hefðu staðið að þeim lögum.
Deilan nú snerist um hvort ganga
ætti eftir þessu hjá öllum börnum,
þar á meðal mánaðarkaupsfólki sem
starfaði hjá dagblöðum.
4
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
þingmaður Framsóknarflokks,
sagði að ef fjármálaráðherra gæti
ekki staðið gegn skattlagningu á
tekjum blaðburðarbarna væri eðli-
legt að hann beitti sér fyrir því að
breyta lögum og Alþingi setti leik-
reglur um að skattleggja ekki tekj-
ur barna innan eðlilegra marka.
Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista,
tók undir þessa skoðun.
Löng umræða um fundarstjórn
Langar umræður urðu um fund-
arstjórn forseta Alþingis og var
gagnrýnt að umræðan skyldi eiga
sér stað þar sem þar væri ráðherra |
að yfírheyra fyrirrennara sinn um
gömul verk. Einnig var gagnrýnt ’
að einn þingmaður, Ingi Björn AI- (
bertsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, fékk ekki að taka til máls
þótt hann væri á mælendaskrá þar
sem fjármálaráðherra notaði allan
þann tímá sem Sjálfstæðisflokknum
var ætlað í umræðunni. En samið
var um það milli forseta Alþingis
og formanna þingflokka að þing-
flokkarnir fengju jafnan tíma í (
umræðunni. Ingi Björn mótmælti
því að þingflokksformaður Sjálf-
stæðisflokksins svipti sig ekki mál- (
frelsi með slíkum samningum. Geir
H. Haarde, þingflokksformaður
sjálfstæðismanna, sagði hins vegar
ljóst samkvæmt þingsköpum að
þingflokksformenn hefðu umboð til
að semja um sérstakan ræðutíma.
Fram kom hjá Salome Þorkels-
dóttur, forseta Alþingis, að heldur
óvenjulegt væri að ráðherrar bæðu • (
um slíkar umræður en slíkt hefði ^
gerst áður. Friðrik Sophusson upp- ,
lýsti að Ólafur Ragnar hefði tvíveg- ' ’
is gert þetta í ráðherratíð sinni.