Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 41 GUÐRÚN HELGA SIG URÐARDÓTTIR + Guðrún Helga Sigurðardóttir fæddist í Keflavík 30. september 1901. Hún lést á Skjóli 2. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Þórarins- dóttir og Sigurður Gíslason fyrstivél- stjórinn í Keflavík. Guðrún var yngst átta systkina. Hún giftist 16. október 1920 Kristni Ing- varssyni bifreiða- stjóra og organleikara. Þau eignuðust þrjár dætur, Ing- unni, Sigrúnu og Kristínu. Barnabörnin eru fjórtán, langömmubörnin 42 og langa- langömmubörnin sjö. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag. ÞEGAR komið er að kveðjustund vakna minningar liðinna ára. Það eru mikil forréttindi að hafa átt þig fyrir ömmu. Þú varst svo und- ur góð og blíð við okkur öll bama- bömin þín. Og þú barst hag okkar allra fyrir bijósti og vildir gefa okkur allt sem þú áttir. Amma saumaði á okkur falleg föt, en hún var mjög mikil handverkskona. Og ef á þurfi að halda þá munaði hana ekki um að veggfóðra fyrir okkur, en hún var forkur dugleg í hverju sem hún tók sér fyrir hend- ur. Minningarnar ljúfar sem við systur eigum um bolludag, þegar við fórum í Grundargerðið til að flengja ömmu og afa. Þá þóttist hún steinsofandi og tók þátt í leikn- um með okkur. Aldrei heyrði ég ömmu hallmæla nokkrum manni. Það átti ekki við hana. Hún var svo falleg hún amma þegar hún var komin í peysufötin sín. Enda sagði eitt sinn maður að hún hefði sett svip á bæinn. Nú ertu búin að fá hvíld eftir löng veikindi. Og ber að þakka dætrum hennar hversu vel þær hugsuðu um hana, einnig starfs- fólki á Skjóli. Ég veit þú leiðir okkur áfram eins og áður, þó þú sért komin á annað tilverustig. Hafðu hjartans þökk fyrir allt, i elsku amma mín. Hvíl í friði. Ég veit að vorið kemur, og veturinn líður senn, kvæðið er um konu, en hvorki um Guð né menn. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. | (D.St.) Guðrún Lísa. Legg ég nú bæði líf og önd, ijúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Mig langar í fáum orðum að minnast hennar Guðrúnar ömmu j minnar. Er mér var tilkynnt um lát hennar runnu minningarnar fram í huga mér. Ég man fyrst eftir henni er hún og afi, sem hét Krist- inn Ingvarsson, og lést árið 1965, þá 73 ára gamall, bjuggu á Miklu- brautinni. Það var alltaf svo gaman að koma þangað. Amma átti svo margt fallegt að skoða. Oftast komu Inga og Silla llka með fjöl- skyldur sínar og var þá kátt á hjalla hjá okkur yngstu kynslóðinni. Mamma, Inga og Silla eru dætur ömmu og afa. Þær hafa alltaf ver- ið mjög samrýndar og alla tíð með- an amma hafði heilsu til var hún með okkur hvar og hveær sem komið var saman, við öll tækifæri, annað var óhugsandi. Hún hafði svo létta lund og var svo falleg. Hún hafði ráð við öllu. Hún var einstaklega lagin í höndunum og eru til þjóðbúningadúkkur, bangsar og fleiri fal- legir munir sem hún bjó til. Öll eigum við, afkomendur hennar, 14 bamabörn, 42 langömmubörn og 7 langalangömmuböm eitthvað eftir hana og erum stolt af. Ég minnist jólanna er við systkinin vorum börn. Amma og afi voru alltaf hjá okkur á aðfanga- dagskvöld, og hélt amma því áfram eftir að afi dó. Það var svo gaman að fylgjast með hvað amma fékk í jólagjöf. Hún var svo góð og það vom svo margir sem gáfu henni gjafir. Orðagátubækumar vom sérstakar í hennar huga. Hún réð þær af stakri snilld og hafði gaman af. Hún kunni óteljandi vísur, þulur og lög sem við unga fólkið eigum eftir að rifja upp um ókomin ár með bros á vör, því vísurnar og þulurnar voru hnyttnar og amma hafði svo skemmtilegan frásagn- arblæ. Hún sagði aldrei nei er við báðum hana að segja okkur frá henni Nípu eða söguna um hann Klafa. Amma hafði yndi af blómum, og minnist ég þess hve glugginn hennar á Freyjugötunni var fullur af blómum og alltaf virtist hún hafa tíma fyrir þau ásamt öllu öðru sem hún fékkst við. Hún hafði líka þá náðargáfu að dreyma fyrir ófæddum börnum sem fæddust í fjölskyldunni. Þá dreymdi hana blóm. Það var mikil eftirvænt- ing í fjölskyldunni vorið 1986, að bíða eftir blómunum þremur sem ömmu hafði dreymt. Tvö voru eins og eitt öðruvísi. Þijú barnabörn hennar gáfu henni langömmubörn. Það vorið fæddust tvær stúlkur og einn drengur. Við öll hátíðleg tækifæri klædd- ist amma íslenskan þjóðbúningi sem hún saumaði sjálf og var hún stórglæsileg á þeim stundum með fallega gráa hárið og brúnu augun. Síðastliðin tvö og hálft ár dvald- ist amma á hjúkrunarheimilinu Skjóli og vill fjölskylda hennar þakka mjög góða og hlýja umönnun sem hún fékk þar. Áður en hún kom þangað var hún á flækingi á milli stofnana í eitt ár. í tæp 11 ár bjó hún hjá elstu dóttur sinni, Ingu og manni hennar Garðari og var það lengsti samfelldi tími sem hún bjó á sama stað frá því hún flutti 18 gömul frá fæðingarbæ sínum Keflavík. Inga og fjölskylda hennar öifnuð- ust ömmu einstaklega vel, og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir. Nú hefur amma sofnað svefnin- um langa og fengið langþráða hvíld, og vil ég biðja algóðan Guð að blessa minningu hennar. Gunnvör Kolbeinsdóttir. Kveðja frá Stuttgart Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku langamma. Nú ert þú horfin sjónum okkar en minningin um þig hverfur aldr- ei. Þú hefur þjónað hlutverki þínu á jörðinni með sóma og við sem eftir stöndum erum stolt af því að tilheyra þér. Þín verður ávallt sárt saknað, en tilhugsunin um það að þú og langafi séuð nú sameinuð á ný er okkar besta huggun. Elsku Inga amma, Silla og Kiddý, við vitum að sorgin er mik- il og vottum við ykkur okkar dýpstu samúð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur ' mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (þýð. S. Egilsson) Ingibjörg Þormar Sigfúsdóttir, Eva Sigríður Jónsdóttir. Elsku amma. Mig langar að skrifa þér nokkrar línur svona í kveðjuskyni, þó að það sé hálf hjákátlegt að fyrsta og eina bréfið sem ég skrifa þér skuli vera í gegn um Moggann, en hann ku jú víst vera víða lesinn, blessað- ur. Mig langar fyrst og síðast til að þakka þér fyrir þær samverustund- ir sem við áttum og eru mér svo kærar. Þakka þér fyrir allar Nípu- sögurnar og Klafasögurnar, þul- urnar og vísurnar sem þú varst svo óþreytandi að segja og fara með. Takk, amma mín, fyrir alla vettl- ingana, hosurnar og húfurnar sem þú gafst mér, og ekki má ég gleyma hoppugrautnum og slátrinu, sem þú hrærðir í með hendurnar á kafi í balanum. Þakka þér fyrir það veganesti sem þú gafst mér og okkur systkin- unum með glaðværðinni og góð- seminni sem alltaf geislaði af þér. Jæja, amma mín, ég ætla þá ekki að hafa þetta lengra. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og að Guð sé með þér. Skilaðu kveðju til afa. Við sjáumst svo von- andi öll þegar blessunin hún Þara kemur. Sturla. Ég minnist langömmu minnar sem glaðlegrar konu, alltaf bros- andi og léttir í lund. Henni féll sjaldan verk úr hendi, var alltaf útivinnandi en fús til að gefa af sínum frítíma öðrum til hjálpar. Hún var mikil hannyrðakona og saumaði mikið fyrir aðra. Þær eru ófáar bangsafjölskyldurnar sem hún pijónaði og dúkkumar sem hún saumaði búninga á. Það var eins og í undralandi að fá að skoða all- ar þjóðbúningadúkkurnar sem prýddu hillur og veggi ásamt potta- blómunum hennar. Sterkasta minning mín er þegar langamma og amma komu til slát- urgerðar á haustin þar sem gamlar hefðir voru í fyrirrúmi. Þetta voru svo skemmtilegir dagar að þeir yngri lærðu rétta lagið á hlutunum. Það er kannski einmitt þetta sem ég er þakklátust fyrir, að hafa fengið að læra hjá henni að meta ýmsar gamlar hefðir. Hún var sannur Islendingur, kunni mikið af vísum og orðatiltækjum og spari- fötin hennar voru alltaf íslenskur þjóðbúningur. Ég kveð langömmu með tveimur erindum úr ljóði um líf náttúrunnar sem kveður að hausti. Þetta er einnig gangurinn hjá okkur mönn- unum, og líkt og fræin sem lifna að vori erum við krakkarnir upp- skera af hennar stofni. Hljóðnar nú haustblær húsið við rótt. Dvelur við dymar drungaleg nótt. Fljúga þá fuglar flestir sinn veg, kvakandi kvíðnir kvöldljóðin treg. Breiðir svo húmið hljóðlátan væng, milt eins og móðir mjúkri þjá sæng. Fjúka um foldu fólnandi blóm, hlýða á haustsins helkaidann dóm. (Þýð. Sigr. Þorg.) Áslaug. t Móðir okkar, SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 7. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. t Elskuleg systir okkar, SIGMUNDA HANNESDÓTTIR frá Hnífsdal, Lindargötu 64, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 6. nóvember. Systkini hinnar látnu. t Systir mín, SÓLVEIG ERLA ÓLAFSDÓTTIR, Grettisgötu 70, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 8. nóvember. Guðmundur Ólafsson. t Áskær eiginkona mín, INGIBJÖRG JÓNA MARELSDÓTTIR, Heiðargerði 112, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Friðþjófur Björnsson. t Bróðir minn, SIGURÐUR BJARNASON gullsmiður frá Siglufirði, dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 30. október. Útförin hefur farið fram. Stefán Bjarnason. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HALLFRfÐUR GUÐBJARTSDÓTTIR, Öldugötu 5, Flateyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði miðvikudaginn 9. nóv- ember. Guðmundur V. Jóhannesson, Jóhanna V. Guðmundsdóttir, Fred Martin, Gunnar K. Guðmundsson, Elfn Jónsdóttir, Magnús H. Guðmundsson, Ebba Jónsdóttir, Eirfkur G. Guðmundsson, Ragna Óladóttir, Guðjón Guðmundsson, Bjarnheiður fvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR GÍSLASON vélstjóri, Gnoðarvogi 64, sem lést í Landspítalanum aðfaranótt 2. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavik föstudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Styrktarfélag vangefinna eða Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna njóta þess. Kristfn B. Waage, Helga Erla Gunnarsdóttir, Ólafur Friðriksson, Benedikt Einar Gunnarsson, Erla Magnúsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.