Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF TLL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Tommi og Jenni Ferdinand GOÐAFOSSI var sökkt af kafbáti út af Garðaskaga 10. nóvember 1944. 50 ár frá Goðafossslysinu Frá Aðalsteini Guðnasyni: GETUR ÞAÐ verið? - 50 ár liðin: Fyrir mér hefði þetta eins getað átt sér stað í gær. Hvert stundar- korn þennan eftirminnanlega dag virðist standa mér svo glöggt fyrir sjónum, eða eru það kannski aðeins ógnar- og skelfingar- augnablikin á meðan sextíu og tvær manneskj- ur, konur, karlar og börn, háðu baráttu fyrir lífi sínu. Aðstæður leyfðu aðeins nítján úr þessum hópi að sigra. Enn, fimmtíu árum síðar, hefur tíminn ekki náð til að þurrka þessa stund ógnarinnar úr huga mínum. Á þessum degi var heimsstyrjöld- inni lokið fyrir mér og mörgum öðrum, en eiturörvamar sitja eftir. Und sem aldrei grær. Fórnin var færð, fjörutíu og þrjár manneskjur lágu í valnum. Stríðið hafði tekið sinn toll. Hafið varð aftur gárulaust og slétt en eftir voru sárin, sem sorgin skildi eftir hjá þeim, sem misst höfðu allt það dýrmætasta og besta sem þeir áttu. Fyrir okk- ur, sem unnum á sjónum á þessum tíma, fengum við oft orð í eyra að við værum dýrseldir, en eftir slysið heyrðist varla orðið BLÓÐPEN- INGAR. Og nú, hálfri öld síðar, getum við, sem lifðum af slysið, séð fyrir okkur betri heim? Ég held ekki. Á hverjum degi berast okkur fregnir um stríð og stríðsátök með síst minni grimmd og gjörræði en þá var. I dag bitna stríðsátök meira á börnum, konum og gamalmennum en áður. Sannleikurinn er sá, að á meðan ríkisstjórnir og einstaklingar telja hag sínum best borgið með framleiðslu á vopnum og öðrum drápstækjum verður aldrei friðvæn- legt í heiminum. Friðarsveitir mega sín lítils. Samt er það eina vonin i hrjúfum heimi að friðelskandi fólk nái undirtökunum og knýi valdhafa til að virða rétt einstaklingsins til að lifa sínu lífi án ótta við ofsóknir og dráp. Nú líður senn að jólum, „friðar- hátíð mannanna“. Það sem við ís- lendingar getum gert til að heiðra minningu þeirra sem fórust með Goðafossi er að gera allt sem í okk- ar valdi stendur að efla þá hugsjón sem þar er boðuð. AÐALSTEINN GUÐNASON, loftskeytamaður, Fögrubrekku 22, Kópavogi. Aðalsteinn Guðnason Letihaugur! Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Frá Skarphéðni Hinriki Einarssyni: Nýlega sá ég í blöðum að mikill halli hefði verið á rekstri Flugstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli og myndi hann aukast til muna á næsta ári. Það er greinilega eitthvað að þessum rekstri. Mér finnst tími til kominn að taka rekstur Flugstöðvarinnar til endur- skoðunar og breyta honum í hlutafé- lagsform. Ríkið ræður ekki við þetta mál. Reyndar þarf að taka fyrirkomu- lag flugvallarins til endurskoðunar. Það á að setja Keflavíkurflúgvöll eins og alla aðra flugveili á landinu undir flugmálastjóra og færa hann undir samgönguráðuneytið en ekki að vera að reka þar sér flugmála- stjórn og flugvallarstjóra og annað starfslið. Það getur sjálfsagt fengið vinnu annarstaðar í ríkisgeiranum. Það þarf reyndar að ráða markaðs- stjóra sem kæmi með nýjar og ferskar hugmyndir við rekstur flugvallarins. Markaðsátak Það má auka umferð þar til muna með markaðsátaki og betra fyrir- komulagi, t.d. lækkun lendingar- gjalda og ívilnanir til flugfélaga þar, til dæmis fjórða hver lending væri frí. íslendingar eiga flugvöllinn skv. Keflavíkursamningnum frá 7.10. 1946 en Bandaríkjamenn sjá um rekstur allra hluta þar, viðhald, sjóm- okstur, hálkueyðingu, allan ljósabún- að og aðflugsbúnað og fl. og fl. Þeir reka mjög öflugt slökkvilið þar sem er geysivel búið tækjum, þar af leið- andi er öryggi mikið við völlinn. En það sem er furðulegast er að herinn sér um eldvamir í flugstöðinni og lætur trúlega í té slökkvitæki og fleira þar. Einnig fylgir þeim eldvörn- um mikið forvamarstarf sem unnið er af miklum sóma. Þrátt fyrir að fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.