Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Er vor pólitíski frelsari fæddur . . . Samtök um kvennaathvarf Bráðabirg-ðastjórn skoði alla þætti starfseminnar BRÁÐABIRGÐASTJÓRN Sam- taka um kvennaathvarf, sem kjör- in var á aðalfundi samtakanna 1. nóvember sl., vinnur nú að því að endurskipuleggja lög og stjórn- sýslu samtakanna og, ef með þarf, rekstur athvarfs og þjónustumið- stöðvar, starfsmannahald og með- ferð fjármuna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem bráða- birgðastjórnin hefur sent frá sér. Á aðalfundinum voru lagðir fram ársreikningur 1993 og árs- hlutareikningur 1994, endurskoð- aðir af Endurskoðunarmiðstöðinni Coopers & Lybrand hf. „Á grund- velli niðurstaðna Endurskoðun- armiðstöðvarinnar höfðu félags- lega kjörnir endurskoðendur og gjaldkeri samtakanna gert at- hugasemdir við rekstur athvarfs og þjónustumiðstöðvar og óskil- virkni stjórnkerfis,“ segir í tilkynn- ingunni. I kjölfar þessa samþykkti aðal- fundurinn tillögur framkvæmda- nefndar um að kjósa bráðabirgða- stjórn fimm kvenna, sem allar eru fjárhagslega óháðar rekstri sam- takanna. Bráðabirgðastjórnin skal starfa allt að sjö mánuðum og boða til aðalfundar eigi síðar en 1. júní 1995. Mikill vandi fyrirsjáanlegur „Fyrirsjáanlegt er að á næstu mánuðum mun kvennaathvarfið eiga við mikinn vanda að etja. í fyrsta lagi þarf að koma á skilvirk- ara stjórnkerfi og meðferð fjár- muna. í öðru lagi hefur starfsemi athvarfsins aukist sem hefur leitt til hærri útgjalda." Hildigunnur Ólafsdóttir, for- maður bráðabirgðastjórnarinnar, sagði að stjórnin væri nú að raða verkefnum í forgangsröð og reyna að átta sig á þeim, en meirihluti stjórnarinnar kæmi nýr að verk- efninu. Hún sagði að stjórnin liti þær athugasemdir sem gerðar hefðu verið alvarlegum augum en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um störf stjórnarinnar og sagði að hún myndi skýra frá þeim eins fljótt og hægt væri. Vandasamt, erfitt og leiðinlegt mál Sjöfn Ingólfsdóttir, sem sæti á í stjórninni, ságði að stjórnin væri ekki komin nógu langt í störfum sínum til að hún gæti gefið frek- ari upplýsingar en þær sem fram kæmu í fréttatilkynningu. Hún sagði að um væri að ræða vanda- samt, erfitt og leiðinlegt mál en hins vegar sagði hún að ekki væri um glæpsamlegt athæfi að ræða og heldur ekki stórar fjárhæðir. Þá sagði hún að vegna þess að Samtök um kvennaathvarf væru grasrótarsamtök þá væri ekki hægt að skella allri skuldinni á neinn einn. Hún segir að ákveðin óreiða hafi verið á fjármálum vegna þess hve margir hafi komið að þeim og það sé m.a. hlutverk bráðabirgðastjórnarinnar að greiða úr henni og skilgreina ábyrgð. Það tæki hins vegar tíma að breyta hlutunum og hún sagði að stjómin myndi gera grein fyrir störfum sínum eins fljótt og hægt væri. Nefnd um nýtingu Safnahússins SAMÞYKKT var á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag að setja á stofn nefnd þriggja fulltrúa menntamála-, for- sætis- og fjármálaráðuneytis til að athuga og leggja mat á tillögur um framtíðarnýtingu Safnahússins. Ýmsar húgmyndir hafa komið fram um nýtingu Safnahússins með- al annars að nota það undir Náttúru- gripasafn lslands. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins eru hug- myndir um það í menntamálaráðu- neytinu að þar verði starfsemi, er lúti að varðveizlu menningararfsins. Landbúnaðarráðherra um innflutning Verkalýðshreyfingin oft staðið með bændum HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráð- herra segist ekki átta sig á hvemig Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eski- firði, vilji útfæra hugmyndir sínar um að verkalýðshreyfingin beiti sér fyrir því við gerð komandi kjarasamninga að matvælaverð Iækki með því að opnað verði fyrir innfiutning landbún- aðarvara, eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. Halldór sagðist ekki hafa heyrt Hrafnkel reifa þessar hugmyndir og sagðist ekki vita hvort það væri hans skoðun að leyfa ætti óhindraðan inn- flutning á niðurgreiddum erlendum landbúnaðarvörum í samkeppni við íslenskan landbúnað. „Verkalýðshreyfingin hefur oft gengið fram með bændum í barátt- únni. Þeir gerðu það 1978, svo ég minni á frægt dæmi, og verkalýðs- hreyfkigin kom að kjarasamningun- um í sambandi við gerð búvörusamn- ingana. Við erum líka að tala um Qölda verkafólks sem vinnur í mjólk- ursamlögum, kjötvinnslustöðvum, sláturhúsum og víðar,“ sagði Halldór. Þekking nemenda athuguð Grundvöllur til að ræða gæði menntakerfisins Dr. Einar Guðmundsson Yerkefnið, sem kallast TIMSS (Third Inter- national Mathematics and Science Study) hófst árið 1990 á vegum IEA, alþjóð- legra samtaka rannsóknar- stofnana á sviði uppeldis- og menntamála. Islendingar bættust í hópinn árið 1992. Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála vinnur verk- efnið í samvinnu við mennta- málaráðuneytið, auk þess sem aðilar innan Kennaraháskól- ans og Háskóla íslands koma við sögu. Hver er tilgangur þessa verkefnis? „Tilgangurinn er margþætt- ur. I fyrsta lagi athugun á kunnáttu nemenda í stærð- fræði og náttúrufræði, en til hennar telst líffræði, eðlis- fræði, efnafræði og jarðfræði. Sömu próf eru lögð fyrir nem- 'endur í 50 öðrum löndum um all- an heim og því getum við borið niðurstöður saman í ólíkum lönd- um. I öðru lagi hvert sambandið er á milli námsárangurs og marg- vísiegra bakgrunnupplýsinga um nemendur og námsskilyrði þeirra. Þessum gögnum er safnað með spurningalistum sem lagðir eru fyrir nemendur og kennara. Spurningalistarnir eru eins í öllum þátttökulöndunum. i þriðja lagi er athugað hvernig námsefni og kennsla endurspegla yfirlýst markmið í námsskrám þátttöku- landanna, þ.e. hvort námsskráin er raunhæf miðað við kennslu- gögn og áherslur í kennslu. Þessi hluti verkefnisins er unninn með greiningu á innihaldi námsskráa og kennslubóka og með spurn- ingalistum sem lagðir eru fyrir kennara og skólastjóra. Greining námsgagna og námsskráa er nú að mestu lokið hérlendis. Loks má nefna að kennarar í öllum þátttökulöndunum svara eiúnig spurningum um starfsskilyrði sín og kennsluhætti. Það verður fróð- legt að sjá hvernig íslenskir kenn- arar standa í samanburði við er- lenda starfsfélaga þeirra að þessu leyti. Hér hef ég aðeins nefnt nokkur atriði sem tengjast til- gangi rannsóknarinnar." Hefur þú einhverja hugmynd um hvernig íslenskir nemendur standa að vígi gagnvart nemend- um í öðrum löndum? „Nei, ég get ekki sagt til um það. Islenskir nemend- ur eiga sjálfsagt eftir að standa sig vel í ákveðnum þáttum próf- anna, en síður í öðrum. Við höfum engan sam- anburð við aðrar þjóðir, því við tókum ekki þátt í fyrri tveimur rannsóknum, sem IEA stóð fyrir. Þessi könnun ætti þó að gefa okkur tækifæri til að setja upp gagnabanka, sem við getum moðað úr í framtíðinni. Þar hef ég sérstaklega hug á að bera saman niðurstöður á Norðurlönd- unum.“ Hvernig verður þessi rannsókn framkvæmd? „Við höfum samband við flesta skóla landsins og óskum eftir þátttöku þeirra í rannsókninni, en hún fer fram í lok þessa skólaárs. Miðað er við að kanna kunnáttu 9 og 13 ára nemenda, eða þeirra sem nú sitja í 3. og 4. bekk grunn- skóla og 7. og 8. bekk grunn- skóla. Þá verður kunnátta nem- enda á lokaári í framhaldsskólum könnuð, bæði þeirra sem stunda ►Einar Guðmundsson er deildarstjóri prófa- og mats- deildar á Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Hann stjórnar nú íslenskum hluta í alþjóðlegu verkefni þar sem athuguð er kunnátta nemenda í stærðfræði og náttúrufræði. Verkefnið er liður í alþjóðlegri rannsókn sem um 50 lönd i öllum heims- álfum taka þátt í. Einar hefur BS-próf í líffræði og BA-, MS- og doktorspróf í sálfræði. bóknám og verknám. Við höfum ekki mótað fyllilega þann þátt verkefnisins, en hugsanlega verð- ur kannað sérstaklega hvernig þeir nemendur, sem eru að ijúka námi á sérstökum eðlisfræði- og stærðfræðibrautum, standa að vígi.“ Hvaða þýðingu hefur alþjóðlegt samstarf um slíkar kannanir? „Þessi rannsókn er mikilvæg fyrir upplýsingamiðlun um ís- lenskt menntakerfi samanborið við önnur lönd. Við höfum áður tekið þátt í alþjóðlegum rannsókn- um a,f þessu tagi og í fyrra lágu til dæmis fyrir niðurstöður rann- sóknar á læsi skólabarna, þar sem Islendingar komu ágætlega út. Niðurstöður þessarar rann- sóknar nýtast fyrir ýmsa aðila í menntakerfisins hér á landi. Þar má nefna, að þær auðvelda fræðsluyfirvöldum ákvarðanatöku og stefnumótun í mennta- málum, þær nýtast rannsóknarstofnunum á sviði menntamála og háskólum sem sjá um menntun kennara, sem og kennurum í þeim námsgreinum sem rannsóknin nær til og loks nýtast þær við námsskrárgerð og samningu kennsluefnis. Með þátttöku í þessari alþjóð- legu rannsókn fæst greining og lýsing á námskunnáttu íslenskra nemenda miðað við jafnaldra þeirra í öðrum löndum og því skapast annars konar grundvöllur til að ræða skilvirkni og gæði ís- lenska menntakerfisins en hingað til. Við fáum mynd af viðhorfí og vinnubrögðum íslenskra kennara samanborið við erlenda, fáum nýjan vettvang til að þróa gerð námsmarkmiða og þjálfa fólk í gerð og notkun þeirra og loks fáum við aðgang að neti sérfræð- inga í rúmlega 50 löndum á sviði uppeldis- og menntamála." Mikilvægar upplýsingar um mennta- kerfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.