Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 60
m HEWLETT PACKARD HPÁ ÍSUANOI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91)671000 Frá möguleika til veruleika wgtmÞIafrife AMERICAN POWER CONVERSION MEST SELDU VARAAFLGJAFARNIR CQ> NÝHERJI MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 10. NOVEMBER 1994 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Verkfall Sjúkraliðafélags íslands yfirvofandi á miðnætti í nótt Um 100 sjúkir í heimahúsum án umönmmar Sjúklingar útskrifaðir og deildum lokað UNDIRBÚNINGUR sjúkrastofn- ana vegna yfirvofandi verkfalls sjúkraliða, sem boðað er á mið- nætti, var í gær í fullum gangi, en í dag verður deildum á sjúkrastofn- ^unurn lokað. Sjúklingar voru í gær útskrifaðir, en þeir, sem hvergi áttu höfði sínu að halla, áttu enga að er gátu tekið við þeim í heima- húsum, og voru ósjálfbjarga, voru fluttir á aðrar deildir. í Sjúkraliða- félaginu eru um 2.000 manns og munu um 1.300 fara í verkfall. Verkfallið hefur einnig lamandi áhrif á heimahjúkrun, en um 300 manns í höfuðborginni einni njóta daglegrar þjónustu heimahjúkrun- ar. Af um 30 starfsmönnum heima- hjúkrunar eru 15 sjúkraliðar. Búizt er við að um þriðjungur sjúklinga í heimahúsum fái enga þjónustu, eftir að verkfallið er skollið á. Árangurslaus samningafundur Fimm tíma samningafundi Sjúkraliðafélags íslands og samn- inganefndar ríkisins og Reykjavík- urborgar í gær lauk án þess að niðurstaða fengist. Fundarhöld halda áfram í dag, en verkfallið hefst á miðnætti. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagðr eftir fundinn að engar ákveðnar tillögur hefðu verið lagðar fram. Hún sagði ekki fyrirsjáanlegt að verkfalli yrði afstýrt; til þess þyrfti hugarfarsbreytingu samninga- nefndar ríkisins og Reykjavíkur- borgar. Geir Gunnarsson, vararíkis- sáttasemjari, sagði að fundinum loknum að deiluaðilar hefðu farið yfir stöðu mála lið fyrir lið. Nýr samningafundur er boðaður kl. 10 í dag og sagði Geir að fundað yrði lungann úr deginum, en með hlé- um, m.a. vegna félagsfundar. sjúkraliða. Aðspurður hvort sátta- tillögu væri að vænta frá embætti ríkissáttasemjara sagði Geir að hann teldi ekki tilefni til slíkrar tillögugerðar að sinni. Umönnunardeild Starfsmanna- félagsins Sóknar sendi frá sér ályktun í gær, þar sem skorað er á félagsmenn á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum að sýna sjúkraliðum samhug með því að ganga ekki í störf þeirra, komi til verkfalls. ■ Sjúklingar sendir heim/30 . iiðitfig Morgunblaðið/Kristinn Skattur á laun barna Lögin endur- skoðuð FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra hyggst láta endurskoða lög um skatt á tekjur bama og unglinga undir sextán ára aldri, þar á meðal merkjasölu- og blaðburðarbama. Samkvæmt lögum ber þeim að greiða skatt af vinnu sinni, en ákvæðum skattalaga hefur ekki verið framfylgt í öllum tilvikum. „Ég er ósammála því að það eigi að skattleggja blaðburðarbörn," sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi. Hann sagði að þetta hefði staðið til að gera fyrir 25 árum. „Þá hafði Bjami Benediktsson, þáverandi for- sætisráðherra, samband við fjármála- ráðherrann og sagði „þetta gera menn ekki“ og vissi hann nú heilmik- ið um lög. Ég er sammála því, þetta gera menn ekki,“ sagði Davíð. ■ Hörð umræða/6 ----»--»-4-- Gengurá vaxtalækkun MEÐALVEXTIR hafa hækkað um 0,7% á árinu, meðal annars vegna hækkunar Landsbanka og Islands- banka á kjörvaxtaálagi og Búnaðar- banka á vöxtum óverðtryggðra skuldabiéfa. Sú 2% vaxtalækkun, sem varð síðla á seinasta ári og snemma á þessu ári hefur því að ein- hveiju leyti gengið til baka á árinu. ■ Vöxtum lætt upp/B12 Vigri með karfa fyrir 100 millj. TOGARINN Vigri RE landar í dag í Reykjavíkurhöfn 460-470 tonnum af heilfrystum úthafs- karfa sem samsvarar 850-900 tonnum af físki upp úr sjó. Að verðmæti er aflinn 95-100 milljónir króna og eftir því sem næst verður komist er þetta verðmætasti afli sem nokkurt íslenskt skip hefur komið með að landi. Karfínn fékkst mest- megnis út af Víkuráli og Reykjaneshrygg og veiðiferðin stóð í sex vikur. Gísli Jón Hermannsson for- stjóri Ögurvíkur segir að gott verð fáist fyrir karfann í Japan. Morgunblaðið/Kristinn Bíðasti spretturinn DÝPKUN ARFR AMK V ÆMDIR hafa nú staðið yfir í Reykja- víkurhöfn í tæpt ár. Þegar ákvörðun var tekin um fram- kvæmdirnar hafði höfnin ekki verið dýpkuð kerfisbundið um langt skeið og talin þörf á að dýpka hana um 1,2 metra að meðaltali. Halldór Valdimarsson hafnsögumaður segir að tekið sé að síga á seinni hluta fram- kvæmdarinnar en dýpkunar- pramminn er nú að verki við Granda. Segir Halldór dýpkun- ina svara kalli tímans, til dæmis leggi farþegaskip að í Reykja- víkurhöfn og einnig sé fjöldi skipa, til dæmis frystitogara, djúpristari en áður. Ekki til lóðir á skipulagi fyrir bensínstöðvar Irving Oil Eðlilegt að olíu- e s i •• i • / x* / i / x» felog bjoði í loðir INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir, að eðlilegast sé að öll olíufélögin fái að bjóða í þær lóðir sem ætlaðar séu undir bensín- stöðvar í borginni eins og þegar sé dæmi um. Kanadíska fyrirtækið Ir- ving Oil hefur sótt um lóðir undir bensínstöðvar í Reykjavík og jafn- framt lýst áhuga á að reisa að minnsta kosti átta bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri sagðist hafa átt fund með fulltrúa Irving Oil og bent hon- um á að enga lóð væri að hafa fyr- ir bensínstöð í þegar byggðum hverf- um í borginni. Jafnframt að erfitt væri að búa til slíkar lóðir, þar sem breyta þyrfti landnotkun á skipu- lagi. „Áuðvitað gæti átt eftir að koma inn á skipulag lóð fyrir bensín- stöðvar og þá komum við að því að kannski væri eðlilegast gagnvart slíkum lóðum að félögin fengju að bjóða í þær. Mér fínnst það ekki óeðlilegt að menn fengju að keppa um þær lóðir,“ sagði hún. Borgarstjóri sagði að til þessa hefði verið reynt að gera olíufélögun- um þremur jafnhátt undir höfði í borginni og hafi þau öll átt jafna Borgarskipulagi falið að taka saman greinargerð möguleika á að bjóða I lóð í Borgar- holti. Borgarstjóri sagði að borgar- skipulagi hefði verið falið að taka saman greinargerð um þær skipu- lagsforsendur sem hafa yrði í huga þegar umsókn Irving Oil yrði rædd. I Garðabæ eru tvær bensínstöðvar og að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonar bæjarstjóra eru slíkar lóðir ekki skilgreindar.sérstaklega á aðal- skipulagi en hver umsókn sem berst er skoðuð. Þijú svæði komi hins vegar til greina: Moldarhraun, Vetr- armýri og norðanverður Arnarnes- ' háls. Engar reglur Að sögn Jóhanns Siguijónssonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, gilda ekki sérstakar reglur hvað varðar lóðir undir bensínstöðvar og er ekkert land sérstaklega skipulagt með þær í huga. „Við höfum skipulagt at- hafnasvæði og þjónustu- og versl- unarsvæði," sagði hann. „Vanda- málið er að endanleg lega Vestur- landsvegar gegnum bæinn er ekki ljós og þar af leiðandi er ekki endan- legt lag komið á miðbæinn. Hér eru fyrir tvær bensínstöðvar og óvíst hvort mönnum finnist fýsilegt að bæta fleirum við.“ Tvær lóðir nýfarnar í Kópavogi eru fímm bensínstöðv- ar og sagði Gunnar Birgisson for- maður bæjarráðs að nýlega hefði verið úthlutað tveimur lóðum undir bensínstöðvar í bænum. Engar væru því til nú. Hvort skipulag yrði endur- skoðað með tilliti til bensínstöðva yrði að skoða þegar að því kæmi. Magnús Jón Arnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði að fyrirspurn hefði borist frá Irving Oil um lóð I bænum og myndi bæjarverkfræðing- ur svara henni. Magnús sagðist telja að. álíka háttaði ti! og í Reykjavík, að ekki væru endilega til skipulagð- ar lóðir fyrir bensínstöðvar, en eitt eða tvö þjónustusvæði kæmu til greina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.