Morgunblaðið - 10.11.1994, Síða 60

Morgunblaðið - 10.11.1994, Síða 60
m HEWLETT PACKARD HPÁ ÍSUANOI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91)671000 Frá möguleika til veruleika wgtmÞIafrife AMERICAN POWER CONVERSION MEST SELDU VARAAFLGJAFARNIR CQ> NÝHERJI MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 10. NOVEMBER 1994 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Verkfall Sjúkraliðafélags íslands yfirvofandi á miðnætti í nótt Um 100 sjúkir í heimahúsum án umönmmar Sjúklingar útskrifaðir og deildum lokað UNDIRBÚNINGUR sjúkrastofn- ana vegna yfirvofandi verkfalls sjúkraliða, sem boðað er á mið- nætti, var í gær í fullum gangi, en í dag verður deildum á sjúkrastofn- ^unurn lokað. Sjúklingar voru í gær útskrifaðir, en þeir, sem hvergi áttu höfði sínu að halla, áttu enga að er gátu tekið við þeim í heima- húsum, og voru ósjálfbjarga, voru fluttir á aðrar deildir. í Sjúkraliða- félaginu eru um 2.000 manns og munu um 1.300 fara í verkfall. Verkfallið hefur einnig lamandi áhrif á heimahjúkrun, en um 300 manns í höfuðborginni einni njóta daglegrar þjónustu heimahjúkrun- ar. Af um 30 starfsmönnum heima- hjúkrunar eru 15 sjúkraliðar. Búizt er við að um þriðjungur sjúklinga í heimahúsum fái enga þjónustu, eftir að verkfallið er skollið á. Árangurslaus samningafundur Fimm tíma samningafundi Sjúkraliðafélags íslands og samn- inganefndar ríkisins og Reykjavík- urborgar í gær lauk án þess að niðurstaða fengist. Fundarhöld halda áfram í dag, en verkfallið hefst á miðnætti. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagðr eftir fundinn að engar ákveðnar tillögur hefðu verið lagðar fram. Hún sagði ekki fyrirsjáanlegt að verkfalli yrði afstýrt; til þess þyrfti hugarfarsbreytingu samninga- nefndar ríkisins og Reykjavíkur- borgar. Geir Gunnarsson, vararíkis- sáttasemjari, sagði að fundinum loknum að deiluaðilar hefðu farið yfir stöðu mála lið fyrir lið. Nýr samningafundur er boðaður kl. 10 í dag og sagði Geir að fundað yrði lungann úr deginum, en með hlé- um, m.a. vegna félagsfundar. sjúkraliða. Aðspurður hvort sátta- tillögu væri að vænta frá embætti ríkissáttasemjara sagði Geir að hann teldi ekki tilefni til slíkrar tillögugerðar að sinni. Umönnunardeild Starfsmanna- félagsins Sóknar sendi frá sér ályktun í gær, þar sem skorað er á félagsmenn á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum að sýna sjúkraliðum samhug með því að ganga ekki í störf þeirra, komi til verkfalls. ■ Sjúklingar sendir heim/30 . iiðitfig Morgunblaðið/Kristinn Skattur á laun barna Lögin endur- skoðuð FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra hyggst láta endurskoða lög um skatt á tekjur bama og unglinga undir sextán ára aldri, þar á meðal merkjasölu- og blaðburðarbama. Samkvæmt lögum ber þeim að greiða skatt af vinnu sinni, en ákvæðum skattalaga hefur ekki verið framfylgt í öllum tilvikum. „Ég er ósammála því að það eigi að skattleggja blaðburðarbörn," sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi. Hann sagði að þetta hefði staðið til að gera fyrir 25 árum. „Þá hafði Bjami Benediktsson, þáverandi for- sætisráðherra, samband við fjármála- ráðherrann og sagði „þetta gera menn ekki“ og vissi hann nú heilmik- ið um lög. Ég er sammála því, þetta gera menn ekki,“ sagði Davíð. ■ Hörð umræða/6 ----»--»-4-- Gengurá vaxtalækkun MEÐALVEXTIR hafa hækkað um 0,7% á árinu, meðal annars vegna hækkunar Landsbanka og Islands- banka á kjörvaxtaálagi og Búnaðar- banka á vöxtum óverðtryggðra skuldabiéfa. Sú 2% vaxtalækkun, sem varð síðla á seinasta ári og snemma á þessu ári hefur því að ein- hveiju leyti gengið til baka á árinu. ■ Vöxtum lætt upp/B12 Vigri með karfa fyrir 100 millj. TOGARINN Vigri RE landar í dag í Reykjavíkurhöfn 460-470 tonnum af heilfrystum úthafs- karfa sem samsvarar 850-900 tonnum af físki upp úr sjó. Að verðmæti er aflinn 95-100 milljónir króna og eftir því sem næst verður komist er þetta verðmætasti afli sem nokkurt íslenskt skip hefur komið með að landi. Karfínn fékkst mest- megnis út af Víkuráli og Reykjaneshrygg og veiðiferðin stóð í sex vikur. Gísli Jón Hermannsson for- stjóri Ögurvíkur segir að gott verð fáist fyrir karfann í Japan. Morgunblaðið/Kristinn Bíðasti spretturinn DÝPKUN ARFR AMK V ÆMDIR hafa nú staðið yfir í Reykja- víkurhöfn í tæpt ár. Þegar ákvörðun var tekin um fram- kvæmdirnar hafði höfnin ekki verið dýpkuð kerfisbundið um langt skeið og talin þörf á að dýpka hana um 1,2 metra að meðaltali. Halldór Valdimarsson hafnsögumaður segir að tekið sé að síga á seinni hluta fram- kvæmdarinnar en dýpkunar- pramminn er nú að verki við Granda. Segir Halldór dýpkun- ina svara kalli tímans, til dæmis leggi farþegaskip að í Reykja- víkurhöfn og einnig sé fjöldi skipa, til dæmis frystitogara, djúpristari en áður. Ekki til lóðir á skipulagi fyrir bensínstöðvar Irving Oil Eðlilegt að olíu- e s i •• i • / x* / i / x» felog bjoði í loðir INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir, að eðlilegast sé að öll olíufélögin fái að bjóða í þær lóðir sem ætlaðar séu undir bensín- stöðvar í borginni eins og þegar sé dæmi um. Kanadíska fyrirtækið Ir- ving Oil hefur sótt um lóðir undir bensínstöðvar í Reykjavík og jafn- framt lýst áhuga á að reisa að minnsta kosti átta bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri sagðist hafa átt fund með fulltrúa Irving Oil og bent hon- um á að enga lóð væri að hafa fyr- ir bensínstöð í þegar byggðum hverf- um í borginni. Jafnframt að erfitt væri að búa til slíkar lóðir, þar sem breyta þyrfti landnotkun á skipu- lagi. „Áuðvitað gæti átt eftir að koma inn á skipulag lóð fyrir bensín- stöðvar og þá komum við að því að kannski væri eðlilegast gagnvart slíkum lóðum að félögin fengju að bjóða í þær. Mér fínnst það ekki óeðlilegt að menn fengju að keppa um þær lóðir,“ sagði hún. Borgarstjóri sagði að til þessa hefði verið reynt að gera olíufélögun- um þremur jafnhátt undir höfði í borginni og hafi þau öll átt jafna Borgarskipulagi falið að taka saman greinargerð möguleika á að bjóða I lóð í Borgar- holti. Borgarstjóri sagði að borgar- skipulagi hefði verið falið að taka saman greinargerð um þær skipu- lagsforsendur sem hafa yrði í huga þegar umsókn Irving Oil yrði rædd. I Garðabæ eru tvær bensínstöðvar og að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonar bæjarstjóra eru slíkar lóðir ekki skilgreindar.sérstaklega á aðal- skipulagi en hver umsókn sem berst er skoðuð. Þijú svæði komi hins vegar til greina: Moldarhraun, Vetr- armýri og norðanverður Arnarnes- ' háls. Engar reglur Að sögn Jóhanns Siguijónssonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, gilda ekki sérstakar reglur hvað varðar lóðir undir bensínstöðvar og er ekkert land sérstaklega skipulagt með þær í huga. „Við höfum skipulagt at- hafnasvæði og þjónustu- og versl- unarsvæði," sagði hann. „Vanda- málið er að endanleg lega Vestur- landsvegar gegnum bæinn er ekki ljós og þar af leiðandi er ekki endan- legt lag komið á miðbæinn. Hér eru fyrir tvær bensínstöðvar og óvíst hvort mönnum finnist fýsilegt að bæta fleirum við.“ Tvær lóðir nýfarnar í Kópavogi eru fímm bensínstöðv- ar og sagði Gunnar Birgisson for- maður bæjarráðs að nýlega hefði verið úthlutað tveimur lóðum undir bensínstöðvar í bænum. Engar væru því til nú. Hvort skipulag yrði endur- skoðað með tilliti til bensínstöðva yrði að skoða þegar að því kæmi. Magnús Jón Arnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði að fyrirspurn hefði borist frá Irving Oil um lóð I bænum og myndi bæjarverkfræðing- ur svara henni. Magnús sagðist telja að. álíka háttaði ti! og í Reykjavík, að ekki væru endilega til skipulagð- ar lóðir fyrir bensínstöðvar, en eitt eða tvö þjónustusvæði kæmu til greina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.