Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sorgardagur á Ítalíu á morgun vegna flóðanna Slpórnin heitir 140 milljörðum í aðstoð Róm. Reuter. Reuter SPÁÐ var versnandi veðri í norðurhéruðum Ítalíu í gær og var víða unnið að því að koma upp varnargörðum meðfram Pó- fljóti til að koma í veg fyrir enn meira tjón en þegar er orðið. Hér er maður að sækja rúmdýnur í hús sitt í bænum bænum Guastalla en hann og margir aðrir bæir meðfram Pó eru um- flotnir vatni. ÍTALSKA ríkisstjórnin ætlar að vetja nærri 140 milljörðum íslv kr. í hjálparstarf vegna flóðanna á Ital- íu að undanfömu en að minnsta kosti 59 manns hafa látið lífið í þeim og þúsundir manna hafa misst heimili sín. Silvio Berlusconi forsæt- isráðherra hefur ákveðið að á morg- un, föstudag, verði opinber sorgar- dagur í landinu og lýst hefur verið yfir neyðarástandi í norðurhéruðun- um þar sem mest hefur gengið á. ítalska ríkisstjórnin kemur sam- an á morgun til að ræða afleiðingar flóðanna og hvort lagður verður á sérstakur viðlagaskattur vegna þeirra. Hafa stjórnvöld verið sökuð nokkuð um seinagang en Berlusconi sagði, að það væri óréttmæt gagn- rýni. Engin dæmi væru um veður- ofsa af þessu tagi og í sumum hér- uðum hefði rignt meira á nokkrum dögum en yfirleitt á heilu ári. Gífurlegt tjón á ræktarlandi Um 7.000 manns urðu að flýja heimili sín og þar sem vatnselgurinn var mestur liggur þykkt lag af aur og eðju yfir öllu. Mun einhver tími líða áður en unnt verður að meta tjónið til fulls en sem dæmi má nefna að talið er, að helmingur ræktarlands í Langbarðalandi og Piedmont hafí eyðilagst. Sam- göngukerfið er víða lamað, hundr- uðum verksmiðja og vinnustaða hefur verið lokað og dýr búnaður af ýmsu tagi hefur skemmst. Eru þessar hamfarir mikið efnahagslegt áfall fyrir héruðin. Frammámenn í bæjum og borg- um á flóðasvæðunum hafa kvartað undan því, að þeim hafi ekki verið gerð grein fyrir hugsanlegum af- leiðingum veðurhamins, sem veður- fræðingar höfðu þó spáð fyrir um, en í gær var enn spáð mikilli úr- komu næstu tvo daga. í gervitönnum leynast hvers kyns afkimar og glufur sem eru gróörarstía fyrir gerla (bakterfur). Tannsteinn hleöst upp og pegarfram iíða stundir myndast andremma. Best er aö eyöa gerlum (bakterfum) af gervitönnum meö Corega freyöitöflu. Um leiö losnar þú við óhreinindi, bletti og mislitun á tönnunum. Svona einfalt er þaöl Taktu út úr þér gervitennurnar og burstaöu þær meö Corega tannbursta. Leggöu þær í glas meö volgu vatni og einni Corega freyöitöflu. löandi loftbólurnar smjúga alls staðar þar sem burstinn nær ekki til! Á meðan burstar þú góminn meö mjúkum tannbursta. Geröu þetta daglega. Þannig kemur þú í veg fyrir aö gerlar (bakteríur) nái aö þrffast og þú losnar viö tannsteininn og andardrátturinn veröur fn'sklegur og þægilegur. Corega freyöi- töflur - frisklegur andardráttur og þú ert áhyggju- laus í návist annarra. COREGA Corega töflur halda gerlum ogtannsteini a gervitönnum í skefíum ÍRANIR GERA LOFTÁRÁS Á SKÆRULIÐA í ÍRAK Samkvæmt fréttum geröu íranir loftárásir á stöövar íranskra stjórnarandstæðinga meö aösetur f frak. Mlövlkudagur 9. nóvember Fjárar íranskar orrustuþotur sagöar hafa skotiö á stöövar Lýöræöisllokks iranska Kúrdistans Laugardagur 5. nóv. Tilraunír Mujahideen skæruliöa til þess aö fara inn i Iran og skemma þar oiiumanmirki sagöar misheppnast Mousain hérað Sunnudagur 6. nóv. Iranir skjóta'a.m.k. þremur Scuí fiaugum á Ashral-iÆmafÍ helsta vighreiöur Mujahideen I Irak ______ KÚVEIT Arásir á Kúrda Múslimi beðinn af- sökunar BORGARYFIRVÖLD í Kaup- mannahöfn báðu 16 ára músl- imastúlku afsökunar í gær en henni hafði verið meinað að hafa höfuðklút við vinnu hjá félagsmálastofnun borgarinnar. Stúlkan, sem talar dönsku reip- rennandi, hafði verið beðin að taka klútinn ofan þar sem hann gæti sært siðferðiskennd skjól- stæðinga stofnunarinnar. Savimbi sýnir sáttfýsi JONAS Savimbi leiðtogi upp- reisnarmanna UNITA í Angóla sagðist í gær enn vera tilbúinn að undirrita friðarsamkomulag við stjórn Angóla ef nýrri sókn stjórnarhersins gegn borginni Huambo iinnti. Oljóst er hvort hún er faliin í hendur stjómar- hemum en UNITA sendi þang- að liðsauka til að veija borgina. Flýja átök í Suður-Súdan Nikósíu. Reuter. ÍRANSKAR orrustuþotur gerðu loftárás á stöðvar kúrdískra skæru- liða innan flugbannssvæðis Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) í norðurhluta íraks í gær, að sögn talsmanns íranskra stjórnarandstæðinga. Ein kona lést og þrír menn særð- ust í loftárásinni, að sögn fulltrúa Lýðræðisflokks íranska Kúrdistan. Að hans sögn héldu þoturnar uppi „þungri árás“ á stöðvar flokksins í Koi Sanjaq, sem er 260 km norð- ur af Baghdad. íranska fréttastofan IRNA sagði í gær, að flugvélarnar hefðu skotið á búðir útsendara gagnbyltingar- afla innan íraks. Á sunnudag skutu íranir a.m.k. þremur Scud-flaugum á bækistöð Mujahideen Khalq, stærstu samtök íranskra stjórnarandstæðinga, 80 km innan írösku landamæranna. Fullyrtu skæruliðar að engann hefði sakað en byggingar laskast. TÆPLEGA 300.000 manns hafa flúið heimkynni sín í suð- urhluta Súdans síðustu vikur vegna harðra innbyrðis átaka vopnaðra sveita stjórnarand- stæðinga á svæðinu við Bahr al-Ghazal. Flestir borgaranna hafa leitað skjóls í borginni Gogrial sem er á valdi stjóm- arhersins. Kozyrev til Baghdad ANDREJ Kozyrev utanríkisráð- herra Rússlands hélt í gær í þriggja daga heimsókn til ír- aks. Verður hann viðstaddur aukafund þingsins í Baghdad þar sem gert er ráð fyrir að Irakar viðurkenni sjálfstæði Kúveits og afsali sér tilkalli til landsins eða hluta þess. Gert var ráð fyrir því að Kozyrev myndi funda með Saddam Hus- sein harðstjóra í gær. Spiilingarumræða veikir Spánarstjórn Gonzalez sagður hygla máginum Madríd. Reuter. FELIPE Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, vísaði í gær á bug ásökun- um um að hafa látið fyrirtæki í eigu mágs síns sjá um endurbætur á skrifstofu forsætisráðuneytisins. Dagblaðið EI Mundo ítrekaði í gær ásak- anir um að ríkisstjórnin hefði ekki greint þinginu frá þessum framkvæmd- um og að þær hefðu verið unnar af Francisco Palomino, mági Gonzalez. í yfirlýsingu frá Gonzalez segir að þessar ásakanir séu úr lausu lofti gripnar og liður í rógsherferð gegn ríkisstjóminni og forsætisráð- herranum. Hann sagði að ekki væri hægt að veita neinar upplýs- ingar um þessar framkvæmdir þar sem þær væru ríkisleyndarmál. Um var að ræða byggingu neðanjarðar- byrgis. Gonzalez sagði að ríkis- stjórnin myndi hins vegar skýra viðeigandi þingnefnd frá málinu. Áður .hefur Gonzalez verið sakaður um að umbuna fyrirtæki Palominos í tengslum við fram- kvæmdir vegna heimssýningarinn- ar í Sevilla og sýningarhallar í Madrid. Framkvæmdastjóm Sósíalista- flokksins fundaði um þessi mál á mánudag og sakaði í kjölfarið stjórnarandstöðuna um að bera ábyrgð á ásökununum. José Maria Aznar, formaður Þjóðarflokksins, sakaði Gonzalez um það á þriðju- dag að reyna að halda völdum sama hvað það kostaði og hvatti flokk Katalóna til að láta af stuðningi við stjórnina. Spillingarumræðan hefur veikt stöðu Gonzalez sem virtist vera farinn að styrkja sig aftur eftir mikinn ósigur í Evrópukosingunum í júní. Fréttaskýrendur telja að með þessum ásökunum vilji Þjóðarflokk- urinn reka fleyg á milli sósíalista og flokks katalóna og jafnvel þrýsta á um að kosið verði til þings. Ekki ber að halda næstu kosningar fyrr en árið 1997 og Gonzalez hef- ur sagt að hann telji ekki koma til greina að kjósa fyrr. I 1 I \ I í i í i I, i | * s B ft B B t I 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.